Mynd: Eyþór Árnason

Svandís leggur fram frumvarp sem hækkar veiðigjöld um 2,5 milljarða á næsta ári

Í apríl í fyrra var samþykkt frumvarp um flýtifyrningar. Tilgangur þess var að til að hvetja til fjárfestinga á tímum kórónuveirufaraldurs. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að veiðigjöld næsta árs verða að óbreyttu 2,5 milljörðum krónum lægri og verða vel undir þeirri upphæð sem fjárlagafrumvarp næsta árs reiknar með að þau skili. Nú hefur verið lagt fram frumvarp í skyndi til að reyna að koma í veg fyrir þessa þróun og auka tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum á næsta ári umtalsvert.

Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um veiði­gjöld. Fram­lagn­ing frum­varps­ins átti sér skamman aðdrag­anda og það var afgreitt út úr rík­is­stjórn í gær. Til stendur að það verði að lögum strax og búið verði að sam­þykkja frum­varp­ið. 

Frum­varp­inu er ætlað að bregð­ast við víxl­verkun ákvæðis í lögum um veiði­gjöld ann­ars vegar og lögum um tekju­skatt hins vegar sem heim­ilar útgerðum að fyrna meðal ann­ars skip og skips­búnað um 50 pró­sent á ári vegna fjár­fest­inga á árunum 2021 og 2022. Ef lög­unum verður ekki breytt mun þessi víxl­verkun leiða til þess að minna sam­ræmi yrði á milli raun­veru­legrar afkomu sjáv­ar­út­vegs og inn­heimtra veiði­gjalda. Með frum­varp­inu verður Skatt­inum falið að dreifa fyrn­ingum skipa umfram til­tekna upp­hæð á fimm ár. Það er gert með því að setja þak á fyrn­ingar skipa og skips­bún­aðar sem geta komið til frá­dráttar við útreikn­ing á reikni­stofni veiði­gjalds. Lagt er til í frum­varp­inu að séu skatta­legar fyrn­ingar sam­tals hærri en 20 pró­sent af fyrn­ing­ar­grunni að við­bættum 200 millj­ónum króna skuli Skatt­ur­inn dreifa því sem umfram er á næstu fimm ár. 

Veiði­gjöld verða 9,5 millj­arðar í stað sjö millj­arða

Um mikla hags­muni er að ræða fyrir rík­is­sjóð, að minnsta kosti á næsta ári. Verði frum­varp Svan­dísar sam­þykkt munu veiði­gjöld sem útgerðir greiða í rík­is­sjóð hækka um 2,5 millj­arða króna á næsta ári og verða 9,5 millj­arðar króna alls. Verði ekk­ert að gert munu veiði­gjöldin verða sjö millj­arðar króna, sem er langt undir for­sendum fjár­laga­frum­varps­ins, þar sem reiknað er með 8,3 millj­örðum króna í veiði­gjöld á árinu 2023. 

Á móti munu veiði­gjöld verða lægri árin þar á eft­ir, verði engar frek­ari breyt­ingar gerðar á lögum um veiði­gjald, þar sem fyrn­ingar sem að óbreyttu kæmu að fullu til frá­dráttar rekstr­ar­kostn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja næstu eitt til tvö árin dreifast yfir á fleiri ár og verða í gangi í allt að fimm ár. 

Svan­dís skip­aði stóra sam­ráðs­nefnd um sjáv­ar­út­vegs­stefnu í maí á þessu ári. Undir henni starfa svo fjórir starfs­hóp­ar auk þess sem sér­stök verk­efna­stjórn er að störf­um. Þessi hóp­ur, sem telur um 50 manns, á að  starfa út næsta ár og skila meðal ann­­ars af sér nýjum heild­­ar­lögum um stjórn fisk­veiða eða nýjum lög um auð­lindir hafs­ins, verk­efnum á sviði orku­­skipta, nýsköp­un­­ar, haf­rann­­sókna og gagn­­sæi og kort­lagn­ing eigna­­tengsla í sjá­v­­­ar­út­­­veg­i. Einn starfs­hóp­ur­inn á að fjalla um ágrein­ing um stjórn fisk­veiða og mög­u­­leika til sam­­fé­lags­­legrar sátt­­ar, sam­­þjöppun veið­i­­heim­ilda, veið­i­­­gjöld og skatt­­spor. 

Því er mögu­legt að lögum um veiði­gjöld verði breytt áður en veiði­gjöld fara að skerð­ast vegna frum­varps­ins sem nú hefur verið lagt fram. 

Frum­varp Bjarna lækk­aði veiði­gjöld um millj­arða árið 2023

Í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu kemur fram að það hafi átt sér stuttan aðdrag­anda og ekki hafi gef­ist mik­ill tími til sam­ráðs. Í sept­em­ber hafi mat­væla­ráðu­neytið óskað eftir upp­lýs­ingum frá Skatt­inum um áætlað veiði­gjald á árinu 2023, og einkum hvort bráða­birgða­á­kvæði tekju­skatts­laga um heim­ildir til flýti­fyrn­inga til að hvetja til fjár­fest­inga á tímum Covid-19 hefðu veru­leg áhrif á veiði­gjald til lækk­un­ar. Umrætt bráða­birgða­á­kvæði varð að lögum í apríl í fyrra þegar frum­varp sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram var sam­þykkt. Til­gangur þess frum­varps var sagður vera að mæta nei­kvæðum efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins með því að hvetja til fjár­fest­inga einka­að­ila í atvinnu­rekstr­ar­eignum með sér­staka áherslu á eignir sem telj­ast umhverf­is­vænar og stuðla að sjálf­bærni í umhverf­is­mál­u­m. 

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Svan­dísar sem dreift var á þingi í morgun segir að komið hafi í ljósi að „auka­fyrn­ing­ar, bæði vegna bráða­birgða­á­kvæð­is­ins og fyrn­ing­ar­heim­ildar vegna sölu­hagn­aðar eigna, lækk­uðu veiði­gjald, að öðru óbreyttu, um 2,5–3 millj­arða kr. á næsta ári og yrði til að mynda veiði­gjald á upp­sjáv­ar­teg­und­irnar loðnu, síld, mak­ríl og kolmunna afar lágt. Lækk­unin yrði þó ekki var­an­leg, heldur til­færsla í tíma.“

Við gerð frum­varps­ins var haft sam­ráð við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, Skatt­inn, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS). Í grein­ar­gerð­inni segir að aðilar hafi verið sam­mála um að skatta­legar auka­fyrn­ingar hafi skapað meiri sveiflur í reikni­stofni veiði­gjalds á milli ára og að slíkar sveifl­ur, sem rekja má til fyrn­inga fárra skipa, séu óheppi­leg­ar.

Sjáv­ar­út­vegur hagn­að­ist um 65 millj­arða króna í fyrra

Met­hagn­aður var í sjá­v­­­ar­út­­­vegi í fyrra, þegar geir­inn hagn­að­ist um 65 millj­­örðum króna eftir skatta og gjöld. Alls jókst hagn­að­­ur­inn um 124 pró­­sent milli ára. 

Á sama tíma greiddu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin 22,3 millj­­arða króna í öll opin­ber gjöld. Veið­i­­­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjöld. Það þýðir að rúm­­lega fjórð­ungur af hagn­aði fyrir greiðslu opin­berra gjalda fór til hins opin­bera en tæp­lega 75 pró­sent varð eftir hjá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­u­m. 

Hagn­aður geirans áður en hann greiddi veið­i­­­gjöld, tekju­skatt og trygg­inga­gjald í rík­­is­­sjóð var sam­tals 752,3 millj­­arðar króna frá 2009 og út síð­­asta ár. Af þessum hagn­aði sat tæp­­lega 71 pró­­sent eftir hjá útgerðum lands­ins en rétt um 29 pró­­sent fór í opin­ber gjöld.

Frá árinu 2010 hafa þau greitt 143,2 millj­­­­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­­­­ur. Hagur sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 575,2 millj­­­­arða króna frá hruni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar