Birgir Þór Harðarson

Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing

Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti. Mjög mjótt er á munum í nokkrum kjördæmum og staðan getur breyst hratt. Kjarninn birtir fyrstu þingsætaspá sína í aðdraganda kosninga.

Kjarn­inn og Baldur Héð­ins­son fram­kvæma kosn­inga­spá í aðdrag­anda hverra kosn­inga. Frá árinu 2014 hefur spáin verið keyrð tví­vegis fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016 og 2020, og þing­kosn­ingar 2016 og 2017. Hún er því keyrð nú, í aðdrag­anda kosn­inga 2021, í sjö­unda sinn.

Sam­hliða er keyrð þing­sæta­spá sem byggir á reikni­lík­ani Bald­urs. Hún er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var í gær­morg­un, 15. sept­em­ber. ­Reikni­líkanið úthlutar svo kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna að fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Auglýsing

Þeir fram­bjóð­endur sem mæl­ast inni eins og er, alls 63 tals­ins, eru merktir með app­el­sínu­gulum þrí­hyrn­ing.

Þegar lík­indin eru skoðuð er vert að hafa sér­stak­lega í huga að mjög lítil breyt­ing á fylgi Flokks fólks­ins getur gert það að verkum að hann eigi rétt á jöfn­un­ar­sætum og fái þá að lág­marki þrjá þing­menn. Sú breyt­ing myndi breyta mynd­inni mik­ið. Þá má einnig benda á að í sumum kjör­dæmum er mjög mjótt á munum milli síð­asta fram­bjóð­anda sem nær kjöri og þess sem er næstur inn. Í sumum til­fellum er mun­ur­inn á lík­indum þeirra ein­ungis eitt pró­sentu­stig. 

Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • >99%
    Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • 87%
    Líneik Anna Sævarsdóttir
  • 24%
    Þórarinn Ingi Pétusson
  • 58%
    Eiríkur Björn Björgvinsson
  • 4%
    Sigríður Ólafsdóttir
  • >99%
    Njáll Trausti Friðbertsson
  • 82%
    Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • 23%
    Berglind Harpa Svavarsdóttir
  • 41%
    Jakob Frímann Magnússon
  • 47%
    Haraldur Ingi Haraldsson
  • 3%
    Margrét Pétursdóttir
  • 70%
    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  • 11%
    Anna Kolbrún Árnadóttir
  • 71%
    Einar Brynjólfsson
  • 11%
    Hrafndís Bára Einarsdóttir
  • 93%
    Logi Már Einarsson
  • 37%
    Hilda Jana Gísladóttir
  • 2%
    Eydís Ásbjörnsdóttir
  • 93%
    Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  • 38%
    Jódís Skúladóttir
  • 3%
    Óli Halldórsson

Píratar og Við­reisn ná inn manni í Norð­aust­ur­kjör­dæmi sam­kvæmt þing­sæta­spánni, þeim Ein­ari Brynj­ólfs­syni sem sat áður á þingi fyrir Pírata frá haust­mán­uðum 2016 og fram að kosn­ingum 2017, og Eiríki Birni Björg­vins­syni, fyrr­ver­andi bæja­stjóra á Akur­eyri. Við­reisn náði síð­ast inn manni í kjör­dæm­inu í kosn­ing­unum 2016 þegar þáver­andi for­maður flokks­ins, Bene­dikt Jóhann­es­son, fór fram í kjör­dæm­inu. Sós­í­alista­flokk­ur­inn nær líka inn sam­kvæmt spánni, sem myndi þýða að Har­aldur Ingi Har­alds­son gæti verið á leið á þing.

Mið­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ingin og Vinstri græn tapa einum manni hver frá 2017 en Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur halda sínum tveim­ur.

Það er þó mjótt á mun­um. Síð­asti maður Fram­sókn­ar­flokks er með 58 pró­sent líkur á að kom­ast inn og full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins 59 pró­sent. Annar maður á lista Vinstri grænna, Jódís Skúla­dótt­ir, mælist með 52 pró­sent líkur á að kom­ast inn. Það þarf því lítið að breyt­ast til að þing­manna­hópur kjör­dæm­is­ins stokk­ist enn meira upp.

Auglýsing
Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • >99%
    Stefán Vagn Stefánsson
  • 65%
    Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • 20%
    Halla Signý Kristjánsdóttir
  • 40%
    Guðmundur Gunnarsson
  • 1%
    Bjarney Bjarnadóttir
  • >99%
    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
  • 92%
    Haraldur Benediktsson
  • 30%
    Teitur Björn Einarsson
  • 47%
    Eyjólfur Ármansson
  • 29%
    Helga Thorberg
  • 57%
    Bergþór Ólason
  • 3%
    Sigurður Páll Jónsson
  • 83%
    Magnús Norðdahl
  • 2%
    Gunnar Ingiberg Guðmundsson
  • 93%
    Valgarður Lyngdal Jónsson
  • 37%
    Jónína Björg Magnúsdóttir
  • 79%
    Bjarni Jónsson
  • 9%
    Lilja Rafney Magnúsdóttir

Pírat­inn Magnús Norð­dahl nær inn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og tekur seinna þing­sætið af tveimur sem Mið­flokk­ur­inn náði í kosn­ing­unum 2017 á kostnað Sig­urðar Páls Jóns­son­ar, sitj­andi þing­manns flokks­ins. Hann á litlar sem engar líkur sem stendur á að ná inn, en þing­sæta­spáin sýnir lík­indi hans til að ná inn miðað við stöðu mála í kosn­inga­spá Kjarn­ans vera tvö pró­sent.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn halda sínum tveimur þing­sætum og Vinstri græn og Sam­fylk­ingin sínu eina. Seinni fram­bjóð­andi Fram­sókn­ar­flokks sem mælist inni, Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, er þó lítið lík­legri en Helga Thor­berg, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins, til þess að ná inn í kjör­dæm­inu. Líkur Lilju Rann­veigar eru 44 pró­sent en líkur Helgu 43 pró­sent. Skammt á hæla þeirra kemur Guð­mundur Gunn­ars­son, odd­viti Við­reisn­ar, með 41 pró­sent lík­ur.

Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 72%
    Ásmundur Einar Daðason
  • 11%
    Brynja Dan Gunnarsdóttir
  • 93%
    Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • 39%
    Jón Steindór Valdimarsson
  • 3%
    Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
  • >99%
    Guðlaugur Þór Þórðarson
  • 94%
    Diljá Mist Einarsdóttir
  • 46%
    Brynjar Níelsson
  • >99%
    Kjartan Magnússon
  • 44%
    Tómas A. Tómasson
  • 69%
    Kolbrún Baldursdóttir
  • 46%
    Gunnar Smári Egilsson
  • 5%
    Laufey Líndal Ólafsdóttir
  • 22%
    Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
  • 1%
    Tómas Ellert Tómasson
  • 98%
    Halldóra Mogensen
  • 70%
    Andrés Ingi Jónsson
  • 13%
    Lenya Rún Taha Karim
  • >99%
    Helga Vala Helgadóttir
  • 83%
    Jóhann Páll Jóhannsson
  • 22%
    Dagbjört Hákonardóttir
  • 91%
    Katrín Jakobsdóttir
  • 35%
    Steinunn Þóra Árnadóttir
  • 2%
    Eva Dögg Davíðsdóttir

Tölu­verðar breyt­ingar gætu orðið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Þar eru Sós­í­alista­flokk­ur­inn að mæl­ast inni, sem þýðir að Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins og helsti tals­maður hans, tekur að óbreyttu sæti á Alþingi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sömu­leiðis að ná inn manni í þessu kjör­dæmi ólíkt því sem gerð­ist 2017. Sá maður er Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, sem tók mikla póli­tíska áhættu á að færa sig á möl­ina úr örygg­inu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Líkur hans á að ná inn mæl­ast nú 72 pró­sent.

Sam­fylk­ingin virð­ist ætla að bæta við sig þing­manni í Reykja­víkur norður sem þýðir að Jóhann Páll Jóhanns­son myndi setj­ast á þing. Píratar ættu að halda sínum tveimur þing­mönnum og með því næði sitj­andi þing­mað­ur­inn Andrés Ingi Jóns­son inn fyrir annan flokk en hann náði kjöri fyrir 2017, þegar hann var í fram­boði fyrir Vinstri græna. Við­reisn heldur sínum eina þing­mann­i. 

Þegar nýir ná inn þurfa ein­hverjir að tapa. Og í þetta sinn bendir allt til þess að það séu Vinstri græn, sem tapa einum þing­manni, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, sem tapar líka ein­um. Báðir þessir flokkar fengu þrjá þing­menn kjörna í kjör­dæm­inu í síð­ustu kosn­ing­um. Mesta athygli vekur að miðað við þessa nið­ur­stöðu nær Brynjar Níels­son, sitj­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, ekki inn sam­kvæmt spánni. Það munar þó vart neinu á Brynj­ari og síð­asta manni sem mælist inni, Stein­unni Þóru Árna­dóttur hjá Vinstri græn­um. Og skammt á hæla þeirra kemur sitj­andi þing­maður Við­reisn­ar, Jón Stein­dór Valdi­mars­son með 44 pró­sent líkur á þing­sæt­i. 

Flokkur fólks­ins myndi sömu­leiðis tapa eina þing­mann­inum sem hann náði inn 2017, en sá, Ólafur Ísleifs­son, ent­ist þó ekki lengi í flokknum og færði sig til Mið­flokks­ins eftir Klaust­ur­málið svo­kall­aða. 

Niðurstöður kosningaspárinnar 15. september 2021
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 78%
    Lilja Dögg Alfreðsdóttir
  • 15%
    Aðalsteinn Haukur Sverrisson
  • 96%
    Hanna Katrín Friðriksson
  • 52%
    Daði Már Kristófersson
  • 5%
    María Rut Kristinsdóttir
  • >99%
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • 94%
    Hildur Sverrisdóttir
  • 45%
    Birgir Ármannsson
  • 35%
    Friðjón R. Friðjónsson
  • 47%
    Inga Sæland
  • 5%
    Wilhelm Wessman
  • 52%
    katrín Baldursdóttir
  • 7%
    Símon Vestarr
  • 30%
    Fjóla Hrund Björnsdóttir
  • 2%
    Danith Chan
  • 95%
    Björn Leví Gunnarsson
  • 53%
    Arndís Anna Gunnarsdóttir
  • 6%
    Halldór Auðar Svansson
  • 98%
    Kristrún Frostadóttir
  • 60%
    Rósa Björk Brynjólfsdóttir
  • 8%
    Viðar Eggertsson
  • 94%
    Svandís Svavarsdóttir
  • 47%
    Orri Páll Jóhannsson
  • 4%
    Daníel E. Arnarson

Skipt­ing þing­sæta milli flokka í Reykja­vík suður er eins og í Reykja­vík norð­ur. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Píratar ættu að halda sínum tveimur þing­mönnum hver og Sam­fylk­ingin ætti að bæta við sig ein­um, sem þýðir að Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem leiddi lista Vinstri grænna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir fjórum árum, næði inn fyrir nýja flokk­inn sinn.

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, mælist með 73 pró­sent líkur á þing­sæti sem ætti að skila henni í höfn aðrar kosn­ing­arnar í röð í kjör­dæmi þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur oft átt í erf­ið­leik­um. Við­reisn heldur sínum eina þing­manni í kjör­dæm­inu en líkur vara­for­manns flokks­ins, Daða Más Krist­ó­fers­son­ar, á því að ná inn eru þó nán­ast þær sömu og annar þing­maður Vinstri grænna, Orra Páls Jóhann­es­son­ar, hefur á því að ná kjöri. Líkur Orra Páls mæl­ast 45 pró­sent en Daða 44 pró­sent. Skammt á hæla þeirra kemur Birgir Ármanns­son, sitj­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sem er vanur því að eyða kosn­inga­nótt­inni inni og úti af þingi. Líkur Birgis á þing­sæti mæl­ast nú 42 pró­sent. 

Stóru tíð­indin úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður eru þó sú að þar bendir allt til þess að flokks­for­maður falli af þingi. Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, mælist ein­ungis með 30 pró­sent líkur á að ná þing­sæt­i. 

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • >99%
    Sigurður Ingi Jóhannsson
  • 87%
    Jóhann Friðrik Friðriksson
  • 23%
    Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
  • 64%
    Guðbrandur Einarsson
  • 5%
    Þórunn Wolfram Pétursdóttir
  • >99%
    Guðrún Hafsteinsdóttir
  • 94%
    Vilhjálmur Árnason
  • 46%
    Ásmundur Friðriksson
  • 5%
    Björgvin Jóhannesson
  • 66%
    Ásthildur Lóa Þórsdóttir
  • 9%
    Georg Eiður Arnarson
  • 44%
    Guðmundur Auðunsson
  • 3%
    Birna Eik Benediktsdóttir
  • 58%
    Birgir Þórarinsson
  • 6%
    Erna Bjarnadóttir
  • 70%
    Álfheiður Eymarsdóttir
  • 11%
    Linda Völundardóttir
  • 86%
    Oddný G. Harðardóttir
  • 24%
    Viktor Stefán Pálsson
  • 79%
    Hólmfríður Árnadóttir
  • 16%
    Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir

Í Suð­ur­kjör­dæmi tapar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einum þing­manni að óbreyttu. Nýi odd­vit­inn Guð­rún Haf­steins­dóttir og Vil­hjálmur Árna­son, sitj­andi þing­mað­ur, ná örugg­lega inn sam­kvæmt þing­sæta­spánni en Ásmundur Frið­riks­son þarf að gefa aðeins í eigi hann að sitja áfram á þingi.

Flokkur fólks­ins tapar líka sínum eina þing­manni þótt Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir sé ekki langt frá því að mæl­ast inni, en 41 pró­sent líkur eru á því að hún nái kjöri. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn heldur sínum tveimur þing­mönnum og Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Vinstri græn sínum eina. Það gerir Mið­flokk­ur­inn sömu­leiðis en hag­fræð­ing­ur­inn Erna Bjarna­dótt­ir, sem situr í öðru sæti á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu og hefur verið áber­andi í aug­lýs­ingum flokks­ins í aðdrag­anda kosn­inga, á ekki nema þriggja pró­senta líkur á því að verða kjörin á þing sem stend­ur. 

Þeir tveir flokkar sem ná inn þing­manni í kjör­dæm­inu, og höfðu ekki slíkan áður, eru Við­reisn og Sós­í­alista­flokkur Íslands. 

Auglýsing
Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • 95%
    Willum Þór Þórsson
  • 55%
    Ágúst Bjarni Garðarsson
  • 9%
    Anna Karen Svövudóttir
  • 97%
    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
  • 64%
    Sigmar Guðmundsson
  • 14%
    Elín Anna Gísladóttir
  • >99%
    Bjarni Benediktsson
  • >99%
    Jón Gunnarsson
  • 94%
    Bryndís Haraldsdóttir
  • 59%
    Óli Björn Kárason
  • 16%
    Arnar Þór Jónsson
  • 2%
    Sigþrúður Ármann
  • 51%
    Guðmundur Ingi Kristinsson
  • 10%
    Jónína Björk Óskarsdóttir
  • 50%
    María Pétursdóttir
  • 10%
    Þór Saari
  • 52%
    Karl Gauti Hjaltason
  • 11%
    Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
  • 85%
    Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • 36%
    Gísli Rafn Ólafsson
  • 5%
    Eva Sjöfn Helgadóttir
  • 93%
    Þórunn Sveinbjarnardóttir
  • 52%
    Guðmundur Andri Thorsson
  • 10%
    Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
  • 85%
    Guðmundur Ingi Guðbrandsson
  • 36%
    Una Hildardóttir
  • 5%
    Ólafur Þór Gunnarsson

Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Krag­inn svo­kall­aði, er fjöl­menn­asta kjör­dæmi lands­ins og hefur flesta þing­menn, eða 13 tals­ins. Það hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, enda heima­kjör­dæmi Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns hans. Flokk­ur­inn fékk fjóra þing­menn kjörna fyrir fjórum árum og miðað við þing­sæta­spánna verður ekki breyt­ing þar á. Allir fjórir sitja nú þegar á þingi en dóm­ar­inn Arnar Þór Jóns­son, sem situr í fimmta sæti á lista flokks­ins, á ein­ungis tíu pró­sent líkur á því að ná inn. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, nær örugg­lega inn ásamt sjón­varps­mann­inum fyrr­ver­andi Sig­mari Guð­munds­syni miðað við þing­sæta­spánna og heldur báðum sæt­unum sem Við­reisn fékk 2017. 

Sam­fylk­ingin og Píratar bæta bæði við sig einu þing­sæti sam­kvæmt spánni sem þýðir að Guð­mundur Andri Thors­son myndi sitja áfram á þingi og Gísli Rafn Ólafs­son kæmi nýr þangað inn. Þá næði Sós­í­alista­flokk­ur­inn að óbreyttu inn manni í kjör­dæm­in­u. 

Mið­flokk­ur­inn myndi tapa sínum manni ef kosið yrði í dag sem þýðir að Karl Gauti Hjalta­son, sem reyndar var kjör­inn á þing fyrir Flokk fólks­ins árið 2017, yrði ekki áfram á þingi. Flokkur fólks­ins myndi sömu­leiðis ekki ná inn og Guð­mundur Ingi Krist­ins­son falla af þing­i. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar