Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti. Mjög mjótt er á munum í nokkrum kjördæmum og staðan getur breyst hratt. Kjarninn birtir fyrstu þingsætaspá sína í aðdraganda kosninga.
Kjarninn og Baldur Héðinsson framkvæma kosningaspá í aðdraganda hverra kosninga. Frá árinu 2014 hefur spáin verið keyrð tvívegis fyrir borgarstjórnarkosningar, fyrir forsetakosningarnar 2016 og 2020, og þingkosningar 2016 og 2017. Hún er því keyrð nú, í aðdraganda kosninga 2021, í sjöunda sinn.
Samhliða er keyrð þingsætaspá sem byggir á reiknilíkani Baldurs. Hún er framkvæmd þannig að keyrðar eru 100 þúsund sýndarkosningar miðað við fylgi flokka í kosningaspánni sem birt var í gærmorgun, 15. september. Reiknilíkanið úthlutar svo kjördæma- og jöfnunarsætum út frá niðurstöðunum. Líkur frambjóðanda á að ná kjöri er þess vegna hlutfall „sýndarkosninga“ þar sem frambjóðandinn nær kjöri.
Í stuttu máli er aðferðafræðin sú að fylgi framboða í skoðanakönnunum er talin líklegasta niðurstaða kosninga að viðbættri óvissu sem byggir á sögulegu fráviki kannana frá kosningaúrslitum. Söguleg gögn sýna að fylgni er á milli þess að ofmeta/vanmeta fylgi flokks í einu kjördæmi og að ofmeta/vanmeta fylgi flokksins í öðrum kjördæmum. Frávikið frá líklegustu niðurstöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjördæma. Ef frávikið er neikvætt í einu kjördæmi fyrir ákveðinn flokk aukast líkurnar á að það sé sömuleiðis neikvætt í öðrum kjördæmum.
Þeir frambjóðendur sem mælast inni eins og er, alls 63 talsins, eru merktir með appelsínugulum þríhyrning.
Þegar líkindin eru skoðuð er vert að hafa sérstaklega í huga að mjög lítil breyting á fylgi Flokks fólksins getur gert það að verkum að hann eigi rétt á jöfnunarsætum og fái þá að lágmarki þrjá þingmenn. Sú breyting myndi breyta myndinni mikið. Þá má einnig benda á að í sumum kjördæmum er mjög mjótt á munum milli síðasta frambjóðanda sem nær kjöri og þess sem er næstur inn. Í sumum tilfellum er munurinn á líkindum þeirra einungis eitt prósentustig.
>99%Ingibjörg Ólöf Isaksen
87%Líneik Anna Sævarsdóttir
24%Þórarinn Ingi Pétusson
58%Eiríkur Björn Björgvinsson
4%Sigríður Ólafsdóttir
>99%Njáll Trausti Friðbertsson
82%Berglind Ósk Guðmundsdóttir
23%Berglind Harpa Svavarsdóttir
41%Jakob Frímann Magnússon
47%Haraldur Ingi Haraldsson
3%Margrét Pétursdóttir
70%Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
11%Anna Kolbrún Árnadóttir
71%Einar Brynjólfsson
11%Hrafndís Bára Einarsdóttir
93%Logi Már Einarsson
37%Hilda Jana Gísladóttir
2%Eydís Ásbjörnsdóttir
93%Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
38%Jódís Skúladóttir
3%Óli Halldórsson
Píratar og Viðreisn ná inn manni í Norðausturkjördæmi samkvæmt þingsætaspánni, þeim Einari Brynjólfssyni sem sat áður á þingi fyrir Pírata frá haustmánuðum 2016 og fram að kosningum 2017, og Eiríki Birni Björgvinssyni, fyrrverandi bæjastjóra á Akureyri. Viðreisn náði síðast inn manni í kjördæminu í kosningunum 2016 þegar þáverandi formaður flokksins, Benedikt Jóhannesson, fór fram í kjördæminu. Sósíalistaflokkurinn nær líka inn samkvæmt spánni, sem myndi þýða að Haraldur Ingi Haraldsson gæti verið á leið á þing.
Miðflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri græn tapa einum manni hver frá 2017 en Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur halda sínum tveimur.
Það er þó mjótt á munum. Síðasti maður Framsóknarflokks er með 58 prósent líkur á að komast inn og fulltrúi Sósíalistaflokksins 59 prósent. Annar maður á lista Vinstri grænna, Jódís Skúladóttir, mælist með 52 prósent líkur á að komast inn. Það þarf því lítið að breytast til að þingmannahópur kjördæmisins stokkist enn meira upp.
>99%Stefán Vagn Stefánsson
65%Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
20%Halla Signý Kristjánsdóttir
40%Guðmundur Gunnarsson
1%Bjarney Bjarnadóttir
>99%Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
92%Haraldur Benediktsson
30%Teitur Björn Einarsson
47%Eyjólfur Ármansson
29%Helga Thorberg
57%Bergþór Ólason
3%Sigurður Páll Jónsson
83%Magnús Norðdahl
2%Gunnar Ingiberg Guðmundsson
93%Valgarður Lyngdal Jónsson
37%Jónína Björg Magnúsdóttir
79%Bjarni Jónsson
9%Lilja Rafney Magnúsdóttir
Píratinn Magnús Norðdahl nær inn í Norðvesturkjördæmi og tekur seinna þingsætið af tveimur sem Miðflokkurinn náði í kosningunum 2017 á kostnað Sigurðar Páls Jónssonar, sitjandi þingmanns flokksins. Hann á litlar sem engar líkur sem stendur á að ná inn, en þingsætaspáin sýnir líkindi hans til að ná inn miðað við stöðu mála í kosningaspá Kjarnans vera tvö prósent.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn halda sínum tveimur þingsætum og Vinstri græn og Samfylkingin sínu eina. Seinni frambjóðandi Framsóknarflokks sem mælist inni, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, er þó lítið líklegri en Helga Thorberg, oddviti Sósíalistaflokksins, til þess að ná inn í kjördæminu. Líkur Lilju Rannveigar eru 44 prósent en líkur Helgu 43 prósent. Skammt á hæla þeirra kemur Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar, með 41 prósent líkur.
72%Ásmundur Einar Daðason
11%Brynja Dan Gunnarsdóttir
93%Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
39%Jón Steindór Valdimarsson
3%Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
>99%Guðlaugur Þór Þórðarson
94%Diljá Mist Einarsdóttir
46%Brynjar Níelsson
>99%Kjartan Magnússon
44%Tómas A. Tómasson
69%Kolbrún Baldursdóttir
46%Gunnar Smári Egilsson
5%Laufey Líndal Ólafsdóttir
22%Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
1%Tómas Ellert Tómasson
98%Halldóra Mogensen
70%Andrés Ingi Jónsson
13%Lenya Rún Taha Karim
>99%Helga Vala Helgadóttir
83%Jóhann Páll Jóhannsson
22%Dagbjört Hákonardóttir
91%Katrín Jakobsdóttir
35%Steinunn Þóra Árnadóttir
2%Eva Dögg Davíðsdóttir
Töluverðar breytingar gætu orðið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar eru Sósíalistaflokkurinn að mælast inni, sem þýðir að Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins og helsti talsmaður hans, tekur að óbreyttu sæti á Alþingi. Framsóknarflokkurinn er sömuleiðis að ná inn manni í þessu kjördæmi ólíkt því sem gerðist 2017. Sá maður er Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem tók mikla pólitíska áhættu á að færa sig á mölina úr örygginu í Norðvesturkjördæmi í aðdraganda kosninganna. Líkur hans á að ná inn mælast nú 72 prósent.
Samfylkingin virðist ætla að bæta við sig þingmanni í Reykjavíkur norður sem þýðir að Jóhann Páll Jóhannsson myndi setjast á þing. Píratar ættu að halda sínum tveimur þingmönnum og með því næði sitjandi þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson inn fyrir annan flokk en hann náði kjöri fyrir 2017, þegar hann var í framboði fyrir Vinstri græna. Viðreisn heldur sínum eina þingmanni.
Þegar nýir ná inn þurfa einhverjir að tapa. Og í þetta sinn bendir allt til þess að það séu Vinstri græn, sem tapa einum þingmanni, og Sjálfstæðisflokkur, sem tapar líka einum. Báðir þessir flokkar fengu þrjá þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu kosningum. Mesta athygli vekur að miðað við þessa niðurstöðu nær Brynjar Níelsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, ekki inn samkvæmt spánni. Það munar þó vart neinu á Brynjari og síðasta manni sem mælist inni, Steinunni Þóru Árnadóttur hjá Vinstri grænum. Og skammt á hæla þeirra kemur sitjandi þingmaður Viðreisnar, Jón Steindór Valdimarsson með 44 prósent líkur á þingsæti.
Flokkur fólksins myndi sömuleiðis tapa eina þingmanninum sem hann náði inn 2017, en sá, Ólafur Ísleifsson, entist þó ekki lengi í flokknum og færði sig til Miðflokksins eftir Klausturmálið svokallaða.
78%Lilja Dögg Alfreðsdóttir
15%Aðalsteinn Haukur Sverrisson
96%Hanna Katrín Friðriksson
52%Daði Már Kristófersson
5%María Rut Kristinsdóttir
>99%Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
94%Hildur Sverrisdóttir
45%Birgir Ármannsson
35%Friðjón R. Friðjónsson
47%Inga Sæland
5%Wilhelm Wessman
52%katrín Baldursdóttir
7%Símon Vestarr
30%Fjóla Hrund Björnsdóttir
2%Danith Chan
95%Björn Leví Gunnarsson
53%Arndís Anna Gunnarsdóttir
6%Halldór Auðar Svansson
98%Kristrún Frostadóttir
60%Rósa Björk Brynjólfsdóttir
8%Viðar Eggertsson
94%Svandís Svavarsdóttir
47%Orri Páll Jóhannsson
4%Daníel E. Arnarson
Skipting þingsæta milli flokka í Reykjavík suður er eins og í Reykjavík norður. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Píratar ættu að halda sínum tveimur þingmönnum hver og Samfylkingin ætti að bæta við sig einum, sem þýðir að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem leiddi lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir fjórum árum, næði inn fyrir nýja flokkinn sinn.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mælist með 73 prósent líkur á þingsæti sem ætti að skila henni í höfn aðrar kosningarnar í röð í kjördæmi þar sem Framsóknarflokkurinn hefur oft átt í erfiðleikum. Viðreisn heldur sínum eina þingmanni í kjördæminu en líkur varaformanns flokksins, Daða Más Kristóferssonar, á því að ná inn eru þó nánast þær sömu og annar þingmaður Vinstri grænna, Orra Páls Jóhannessonar, hefur á því að ná kjöri. Líkur Orra Páls mælast 45 prósent en Daða 44 prósent. Skammt á hæla þeirra kemur Birgir Ármannsson, sitjandi þingmaður Sjálfstæðisflokks sem er vanur því að eyða kosninganóttinni inni og úti af þingi. Líkur Birgis á þingsæti mælast nú 42 prósent.
Stóru tíðindin úr Reykjavíkurkjördæmi suður eru þó sú að þar bendir allt til þess að flokksformaður falli af þingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælist einungis með 30 prósent líkur á að ná þingsæti.
>99%Sigurður Ingi Jóhannsson
87%Jóhann Friðrik Friðriksson
23%Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
64%Guðbrandur Einarsson
5%Þórunn Wolfram Pétursdóttir
>99%Guðrún Hafsteinsdóttir
94%Vilhjálmur Árnason
46%Ásmundur Friðriksson
5%Björgvin Jóhannesson
66%Ásthildur Lóa Þórsdóttir
9%Georg Eiður Arnarson
44%Guðmundur Auðunsson
3%Birna Eik Benediktsdóttir
58%Birgir Þórarinsson
6%Erna Bjarnadóttir
70%Álfheiður Eymarsdóttir
11%Linda Völundardóttir
86%Oddný G. Harðardóttir
24%Viktor Stefán Pálsson
79%Hólmfríður Árnadóttir
16%Heiða Guðný Ásgeirsdóttir
Í Suðurkjördæmi tapar Sjálfstæðisflokkurinn einum þingmanni að óbreyttu. Nýi oddvitinn Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður, ná örugglega inn samkvæmt þingsætaspánni en Ásmundur Friðriksson þarf að gefa aðeins í eigi hann að sitja áfram á þingi.
Flokkur fólksins tapar líka sínum eina þingmanni þótt Ásthildur Lóa Þórsdóttir sé ekki langt frá því að mælast inni, en 41 prósent líkur eru á því að hún nái kjöri.
Framsóknarflokkurinn heldur sínum tveimur þingmönnum og Píratar, Samfylking og Vinstri græn sínum eina. Það gerir Miðflokkurinn sömuleiðis en hagfræðingurinn Erna Bjarnadóttir, sem situr í öðru sæti á lista flokksins í kjördæminu og hefur verið áberandi í auglýsingum flokksins í aðdraganda kosninga, á ekki nema þriggja prósenta líkur á því að verða kjörin á þing sem stendur.
Þeir tveir flokkar sem ná inn þingmanni í kjördæminu, og höfðu ekki slíkan áður, eru Viðreisn og Sósíalistaflokkur Íslands.
95%Willum Þór Þórsson
55%Ágúst Bjarni Garðarsson
9%Anna Karen Svövudóttir
97%Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
64%Sigmar Guðmundsson
14%Elín Anna Gísladóttir
>99%Bjarni Benediktsson
>99%Jón Gunnarsson
94%Bryndís Haraldsdóttir
59%Óli Björn Kárason
16%Arnar Þór Jónsson
2%Sigþrúður Ármann
51%Guðmundur Ingi Kristinsson
10%Jónína Björk Óskarsdóttir
50%María Pétursdóttir
10%Þór Saari
52%Karl Gauti Hjaltason
11%Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
85%Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
36%Gísli Rafn Ólafsson
5%Eva Sjöfn Helgadóttir
93%Þórunn Sveinbjarnardóttir
52%Guðmundur Andri Thorsson
10%Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
85%Guðmundur Ingi Guðbrandsson
36%Una Hildardóttir
5%Ólafur Þór Gunnarsson
Suðvesturkjördæmi, Kraginn svokallaði, er fjölmennasta kjördæmi landsins og hefur flesta þingmenn, eða 13 talsins. Það hefur lengi verið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins, enda heimakjördæmi Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna fyrir fjórum árum og miðað við þingsætaspánna verður ekki breyting þar á. Allir fjórir sitja nú þegar á þingi en dómarinn Arnar Þór Jónsson, sem situr í fimmta sæti á lista flokksins, á einungis tíu prósent líkur á því að ná inn.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, nær örugglega inn ásamt sjónvarpsmanninum fyrrverandi Sigmari Guðmundssyni miðað við þingsætaspánna og heldur báðum sætunum sem Viðreisn fékk 2017.
Samfylkingin og Píratar bæta bæði við sig einu þingsæti samkvæmt spánni sem þýðir að Guðmundur Andri Thorsson myndi sitja áfram á þingi og Gísli Rafn Ólafsson kæmi nýr þangað inn. Þá næði Sósíalistaflokkurinn að óbreyttu inn manni í kjördæminu.
Miðflokkurinn myndi tapa sínum manni ef kosið yrði í dag sem þýðir að Karl Gauti Hjaltason, sem reyndar var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017, yrði ekki áfram á þingi. Flokkur fólksins myndi sömuleiðis ekki ná inn og Guðmundur Ingi Kristinsson falla af þingi.
Lestu meira um komandi kosningar:
-
5. janúar 2023Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
-
3. janúar 2023Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
-
21. desember 202242,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
-
26. nóvember 2022Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
-
21. nóvember 2022Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga
-
19. nóvember 2022Samfylkingin hefur næstum tvöfaldað fylgið og andar ofan í hálsmálið á Sjálfstæðisflokki
-
27. október 2022Guðlaugur Þór horfir til þess að fella Bjarna
-
21. október 2022Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar
-
20. október 2022Píratar og Samfylkingin hafa samanlagt bætt við sig tíu prósentustigum á kjörtímabilinu
-
16. október 2022Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð







































































































































