Reykjavíkurborg Hjólreiðaáætlun
Reykjavíkurborg

Tíu molar um hvernig Reykjavík hyggst verða „hjólaborg á heimsmælikvarða“

Ný hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og samþykkt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni. Kjarninn skoðaði plaggið og tók saman nokkra mola um það sem í því felst.

Hjól­reiða­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2021 til 2025 var kynnt í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar í vik­unni. Verk­efnið hefur verið í vinnslu í um það bil ár og hefur Katrín Atla­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks leitt vinn­una sem for­maður stýri­hóps.

Stóru lín­urnar í þess­ari hjól­reiða­á­ætlun eru þær að borgin ætlar að verja 5 millj­örðum króna fram til árs­ins 2025 í betri inn­viði fyrir hjólandi, með það að mark­miði að fleiri sjái sér fært að fara ferða sinna á hjóli innan borg­ar­inn­ar.

Eitt af þeim mark­miðum sem sett eru í áætlun borg­ar­innar er að innan borg­ar­markanna verði árið 2030 yfir 100 kíló­metrar af hreinum hjóla­stíg­um, en í dag eru þeir kíló­metrar af mal­biki sem ein­göngu eru ætl­aðir undir hjól 32 tals­ins.

Samanburður á hjólastíganetinu eins og það er núna og eins og stefnt er að því að það verði árið 2030.
Hjólreiðaáætlun 2021-2025

Kjarn­inn tók saman nokkra mola um þessa nýju hjól­reiða­á­ætlun borg­ar­innar og það sem í henni felst.

Stefnt að því að gefa fleirum kost á að nota hjól

Ein­hverjir spyrja sig ef til vill að því af hverju það sé verið að vinna sér­staka hjól­reiða­á­ætl­un. Raunin er sú að í Reykja­vík og nágrenni eru mun fleiri sem segja að þeir væru til í að hjóla til og frá vinnu en gera það.

Þess vegna er verið að leggja áherslu á að bæta inn­viði fyrir hjólandi, því rann­sóknir sýna að þegar inn­viðir eru bættir kjósa fleiri að nýta hjólið sem ferða­máta. Fyrsta hjól­reiða­á­ætlun Reykja­víkur var sam­þykkt árið 2010 og frá þeim tíma hefur hlut­deild hjól­reiða í öllum ferðum sem farnar eru í borg­inni auk­ist úr 2 pró­sentum upp í 7 pró­sent.

Auglýsing

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um síð­asta haust er einka­bíll­inn enn langal­geng­asti ferða­mát­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en könnun Mask­ínu sem gerð var síð­asta sumar leiddi í ljós að margir sem í dag keyra vilja frekar hjóla á milli staða. Um 10 pró­sent segj­ast fara reglu­lega á hjóli til eða frá vinnu, en um 27 pró­sent segj­ast vilja það.

Eins og segir í hjól­reiða­á­ætl­un­inni: „Til­gangur sam­göngu­kerfa er að flytja fólk og vörur á milli staða, ekki far­ar­tæki. Fólk og fyr­ir­tæki velja þann ferða­máta sem hentar hverju sinni. Stjórn­völd geta lagt sitt af mörkum með því að bæta val­kosti fólks. Við þurfum að búa svo í hag­inn að þessi 27% geti valið að ferð­ast með þeim hætti sem það kýs hel­st, á hjól­i.“

Mestu sókn­ar­færin talin vestan Elliðaáa

Sam­kvæmt því sem segir í hjól­reiða­á­ætl­un­inni eru talin meiri tæki­færi til þess að fjölga hjólandi í hverf­unum vestan Elliðaáa sem umlykja helstu atvinnu- og þjón­ustu­hverfi borg­ar­inn­ar, en kann­anir sýna að þegar í dag eru yfir 10 pró­sent allra ferða íbúa í Hlíð­um, Laug­ar­dal og Vest­urbæ farnar á hjóli.

Í borg­inni allri er stefnt að því að 10 pró­sent allra ferða verði farnar á hjóli árið 2025, en sér­stök mark­mið verða sett fyrir aukn­ingu ferða á reið­hjóli á meðal íbúa í áður­nefndum hverfum borg­ar­inn­ar.

Konur á hjól­in!

Umtals­vert lægra hlut­fall kvenna en karla fara alla jafna ferða sinna á hjóli. Þetta er ekki ein­stakt hvað Reykja­vík varð­ar, heldur hafa kann­anir víða að sýnt að konur eru ólík­legri til þess að hjóla en karlar og því ráða ýmsar breytur.

Í löndum þar sem inn­viðir fyrir hjólandi eru hvað bestir og öruggast­ir, til dæmis í Dan­mörku og Hollandi, er þó lítið sem ekk­ert kynja­bil til staðar hvað hjól­reiðar varð­ar.

Reykja­vík­ur­borg er með það mark­mið að fjölga hjólandi fólki í öllum sam­fé­lags­hópum og greina þró­un­ina með reglu­bundnum hætti, til dæmis með könn­unum á örygg­is­til­finn­ingu og við­horfi fólks til hjól­reiða.

Sér­stök áhersla verður lögð á það af hálfu borg­ar­innar að auka hjól­reiðar þeirra hópa sem hjóla síst — og á jafn­ari hlut­deild ferða á milli kynja.

Hjóla­stígar fyrir alls konar hjól — líka hlaupa­hjól

Notkun raf­hlaupa­hjóla hefur auk­ist mikið á undra­skömmum tíma. Eins og getið er um í hjól­reiða­á­ætlun borg­ar­innar vilja not­endur þeirra helst nýta sömu inn­viði og hjól­reiða­fólk til að ferð­ast um borg­ina, enda er bannað að fara um akvegi á raf­hlaupa­hjól­um, sem einnig eru stundum kölluð raf­skút­ur.

Hjólreiðaáætlun 2021-25

Þessi nýj­ung er sögð í hjól­reiða­á­ætlun gefa enn meira til­efni til þess að setja auk­inn kraft í upp­bygg­ingu hjóla­stíga — sem hægt verði að nota fyrir bæði hjól­reiðar og hverskyns örflæð­i-­ferða­máta.

Það er ekki lengur neitt sér­lega hvasst í Reykja­vík (að með­al­tali)

Þrátt fyrir að það hafi blásið ansi hressi­lega í höf­uð­borg­inni er þessi grein var rit­uð, síð­degis í gær, er það stað­reynd að mældur með­al­vindur í Reykja­vík hefur farið lækk­andi á und­an­förnum ára­tug­um.

Ný mann­virki og auk­inn gróður hefur verið nefndur sem orsaka­vald­ur­inn í þessu. Mæl­ingar Veð­ur­stof­unnar sýna að með­al­vindur í Reykja­vík fór úr 6,8 m/s á ára­tugnum 1950-59 niður í 3,9 m/s á ára­tugnum 2010-19. Á sama tíma hélst með­al­vind­ur­inn í Kefla­vík um það bil sá sami, eða 6,8 m/s á hvorum ára­tug.

Árni Dav­íðs­son for­maður Lands­sam­taka hjól­reiða­manna skrif­aði grein um þetta í Stund­ina síð­asta haust, sem vitnað er til í hjól­reiða­á­ætl­un­inni. Þar færði hann rök fyrir því að vindur væri póli­tísk ákvörð­un.

„Síð­ast­liðna tvo ára­tugi hefur með­al­vindur í Reykja­vík verið á pari við með­al­vind í okkar fornu höf­uð­borg Kaup­manna­höfn. Árs með­al­vind­ur­inn í Reykja­vík virð­ist meira að segja komin um 1 m/s niður fyrir flug­völl Kaup­manna­hafnar í Kastr­up. Gamla góða afsök­unin að það sé ekki hægt að hjóla vegna þess að það sé ekki logn eins og í Köben virð­ist því ekki lengur gild.“

Í hjól­reiða­á­ætl­un­inni er lagt til að umhverfi hjóla­stíga verði „líf­legt“ og að þar verði hafður „gróður til að mynda skjól.“

Unnið að því að koma hjóla­neti höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í Google Maps

Ein þeirra fjöl­mörgu aðgerða sem lagðar eru til í hjól­reiða­á­ætl­un­inni er sú að þrýsta á um að hjól­net höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði fært inn í korta­vef Goog­le, Google Maps.

Þar til borgin nær eyrum Google og hjól­reiða­fólk í Reykja­vík fer að finna sínar ferða­leiðir á Google Maps skal bent á að hægt er að nota sam­bæri­legt tól sem heitir Open Street Map til að finna ákjós­an­legar hjóla­leiðir um höf­uð­borg­ar­svæðið og áætla ferða­tíma.

Sér­stök áhersla á fram­halds­skóla­nema

Grunn­skóla­nemar í Reykja­vík, sér­stak­lega þeir sem yngri eru, hjóla mjög mik­ið, en um 25 pró­sent allra ferða þeirra sem eru á aldr­inum 6-12 ára eru farnar á hjóli.

Síðan hallar undan fæti. Ung­lingar hjóla minna en yngri börnin og fram­halds­skóla­nemar hjóla minna en full­orðnir almennt, en árið 2019 fóru ein­ungis 5 pró­sent fram­halds­skóla­nema á hjóli til skóla.

Mark­mið borg­ar­innar er að að minnsta kosti 25 pró­sent ferða grunn­skóla­nema til skóla verði farnar á hjóli árið 2025 og að minnsta kosti 10 pró­sent ferða fram­halds­skóla­nema.

Mark­visst á að bæta aðstæður fyrir hjól við grunn­skól­ana og hvetja börn til að hjóla, en ein þeirra aðgerða sem til­tekin er í hjól­reiða­á­ætl­un­inni er að tryggja að hjóla­stæði verði fyrir 20 pró­sent allra nem­enda í hverjum grunn­skóla.

Einnig ætlar Reykja­vík­ur­borg sér að „opna á sam­tal“ við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið um bættar aðstæður til vist­vænna sam­gangna við fram­halds­skóla.

Bætt í vetr­ar­þjón­ustu svo fleiri kjósi hjól allt árið

Vetr­ar­að­stæður geta verið vanda­mál fyrir hjól­reiða­fólk, eðli máls­ins sam­kvæmt. Reykja­vík­ur­borg stefnir að því að gera fleirum kleift að hjóla allt árið með því að bjóða upp á fram­úr­skar­andi vetr­ar­þjón­ustu á helstu leið­um.

Auglýsing

„Kann­anir sýna að slæm þjón­usta við hjóla­leiðir getur komið í veg fyrir að fólk hjóli. Með bættri þjón­ustu við hjóla­netið fjölgum við þeim sem hjóla að stað­aldri. Því er lagt til að vetr­ar­þjón­usta við stíga­kerfið verði aukin og stígar verði upp­hit­aðir þar sem því verður komið við. Rekstr­ar­fjár­magn verði tryggt til að ná mark­mið­un­um,“ segir í hjól­reiða­á­ætl­un­inni.

Í dag eru 110 kíló­metrar af stígum orðnir greið­færir í borg­inni kl. 8 að morgni á virkum dögum – árið 2025 eiga kíló­metr­arnir að verða orðnir 150 tals­ins.

Hjóla­und­ir­göng undir Reykja­veg við Suð­ur­lands­braut

Fram kemur í hjól­reiða­á­ætl­un­inni að til standi að byggja und­ir­göng fyrir hjólandi, svo­kall­aða hjólar­ás, undir Reykja­veg við Suð­ur­lands­braut.

Stefnt er að því að halda hönn­un­ar­sam­keppni um þessa hjólarás árið 2022 og „styrkja þannig enn frekar þessa meg­in­leið hjólandi milli aust­urs og vest­urs í borg­inn­i.“

Alltaf verði hugsað um hjá­leiðir fyrir hjólandi fram­hjá fram­kvæmda­svæðum

Farartálmar á göngu- og hjólastígum eru algeng sjón í kringum framkvæmdasvæði, án þess að hugsað sé um hvernig gangandi og hjólandi eigi að komast leiðar sinnar á öruggan máta. Þessi mynd var tekin fyrr í vikunni.
Arnar Þór Ingólfsson

Hjól­reiða­fólk og gang­andi veg­far­endur í Reykja­vík kvarta ítrekað yfir því að lítið sé hugsað til þeirra, þegar rask verður á stígum vegna fram­kvæmda við hús­bygg­ingar og annað slíkt.

Sam­kvæmt hjól­reiða­á­ætl­un­inni á að gera „átak í úrbót­um“ hvað þetta varð­ar, fylgj­ast betur með og bæta leið­bein­ingar til verk­taka ef þörf kref­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent