Mynd: Skjáskot Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, komu fyrir fjárlaganefnd í gær. Mynd: Skjáskot/Alþingi
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Mynd: Skjáskot

Velta með bréf í Íslandsbanka þurrkaðist upp á sama tíma og enginn átti að vita af yfirvofandi sölu

Bankasýsla ríkisins fullyrðir að ekkert hafi lekið út um að til stæði að selja stóran hlut í Íslandsbanka eftir að hún hafði veitt 26 fjárfestum innherjaupplýsingar um það. Ríkisendurskoðun taldi nauðsynlegt að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um hrun á veltu með bréf í Íslandsbanka síðustu fjóra viðskiptadaga áður en söluferlið var formlega sett af stað.

Velta með hluta­bréf í Íslands­banka var nán­ast engin síð­ustu tvo dag­anna áður en að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til­kynnti um það eftir lokun mark­aða þann 18. mars 2022 að ríkið myndi selja hlut í bank­anum næst þegar mark­aðs­að­stæður yrði hag­stæð­ar. Dag­anna á und­an, þann 15. og 16. mars, hafði verið nálægt fimm millj­arða króna velta með bréf í bank­anum dag­lega. Þrátt fyrir að velta með bréf Íslands­banka hafi hrunið þessa daga í mars þá voru umtals­verð við­skipti með bréf í Arion banka, sem er svip­aður að stærð og umfangi og Íslands­banki. 

Þann 21. mars, sem var mánu­dag­ur, var ákveðið að hefja mark­aðs­þreif­ingar um sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og láta nokkra aðila fá inn­herj­a­upp­lýs­ingar um söl­una. Það var á ábyrgð og for­ræði Banka­sýslu rík­is­ins að gera það. Hún hefur full­yrt að ekk­ert hafi lekið út um sölu­á­formin fyrr en til­kynnt var um þau opin­ber­lega eftir lokun mark­aða dag­inn eft­ir, þann 22. mars. Samt sem áður voru við­skipti með bréf í Íslands­banka lítil sem engin dag­anna tvo eftir að Banka­sýslan greindi völdum fjár­festum frá því að til stæði að selja rík­is­banka, á sama tíma og velta með bréf í Arion banka var áfram umtals­verð. 

Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar.
Mynd: Skjáskot

Þegar Rík­is­end­ur­skoðun átt­aði sig á þess­ari stöðu, að velta með bréf í Íslands­banka hefði dreg­ist svona mikið saman sitt­hvoru megin við helg­ina áður en 22,5 pró­sent hlutur í Íslands­banka var seldur til 207 fjár­festa í lok­uðu útboði með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi, þá taldi stofn­unin að hún þyrfti að vekja athygli Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands á þessu. Það gerði hún á fundi í ágúst síð­ast­liðn­um.

Frá þessu er greint í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem birt var opin­ber­lega í morg­un, í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans og fleiri fjöl­miðla um efni henn­ar.

Mark­aðs­þreif­ingar hófust á mánu­dags­morgun

Þegar eign er seld með svoköll­uðu til­boðs­fyr­ir­komu­lagi er áhugi fjár­festa á þátt­töku kann­aður með svoköll­uðum mark­aðs­þreif­ing­um. Í þeim felst að til­teknir fjár­fest­ar, jafnt inn­lendir sem erlend­is, fá inn­herj­a­upp­lýs­ingar um mögu­lega sölu að því gefnu að þeir und­ir­gang­ist ákveðin skil­yrði. Á meðal þeirra skil­yrða er að þeir eigi ekki í við­skiptum með hluti í félag­inu á meðan að þreif­ingar standa yfir og að þeir gæti við­eig­andi trún­að­ar. 

Mark­aðs­þreif­ingar vegna söl­unnar í Íslands­banka hófust að morgni mánu­dags­ins 21. mars, degi áður en hlut­ur­inn var seld­ur. Þá var var hald­inn síma­fundur Banka­sýslu rík­is­ins, fjár­mála­ráð­gjafa stofn­un­ar­innar STJ Advis­ors, og umsjón­ar­að­ila sölu­ferl­is­ins, Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan SE og Íslands­banka., varð­andi hugs­an­lega sölu á hlutum í Íslands­banka. Til­gangur mark­aðs­þreif­ing­anna átti að vera að byggja upp magneft­ir­spurn eftir hlut­um. Í kjöl­far fund­ar­ins átti Banka­sýslan annan síma­fund með STJ Advis­ors sem sam­sinnti til­lögum um að hefja þreif­ing­arn­ar.

Þekk­ing Banka­sýsl­unnar tak­mörkuð

Stjórn Banka­sýslu rík­is­ins fund­aði kl. 11:00 sama dag og sam­þykkti að til­teknum inn­lendum og erlendum aðilum yrðu veittar inn­herj­a­upp­lýs­ingar um mögu­lega sölu að því gefnu að þeir und­ir­geng­ust skil­yrði um trúnað og við­skipta­bann. Banka­sýslan sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti tölvu­póst í kjöl­farið þar sem greint var frá fram­vindu máls­ins.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að mark­aðs­þreif­ingar dag­ana 21. og 22. mars 2022 hafi verið á hendi umsjón­ar­að­il­anna þriggja, Citigroup, JP Morgan og Íslands­banka. Banka­sýslan hafði fram að því, sam­kvæmt skýrsl­unni, enga reynslu af mark­aðs­þreif­ingum í til­boðs­fyr­ir­komu­lagi og var þekk­ing hennar á ferl­inu tak­mörk­uð. „Gögn máls­ins sýna að vik­urnar fyrir sölu þurfti stofn­unin að leita skýr­inga hjá fjár­mála­ráð­gjafa sínum sem vörð­uðu ýmis grund­vall­ar­at­riði sem fólgin eru í sölu­að­ferð­inni, þ.m.t. um mark­aðs­þreif­ing­ar. Það er athygl­is­vert í ljósi þeirrar miklu áherslu sem stofn­unin lagði á að sölu­að­ferð­inni yrði beitt þegar áform hennar voru fyrst kynnt í jan­úar 2022. Gögn sem Rík­is­end­ur­skoðun afl­aði við úttekt þessa sýna að Banka­sýslan var mjög háð utan­að­kom­andi ráð­gjöf í sölu­ferl­inu öllu.“

Alls 26 fjár­festar fengu inn­herj­a­upp­lýs­ingar

Við gerð úttektar sinnar óskaði Rík­is­end­ur­skoðun eftir upp­lýs­ingum frá Banka­sýslu rík­is­ins um þá fjár­festa sem leitað var til við mark­aðs­þreif­ingar og hvernig þeir voru vald­ir, trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingar þeirra og sam­skipti við þá. „At­hygli vakti að Banka­sýslan þurfti að óska eftir umræddum upp­lýs­ingum frá umsjón­ar­að­ilum sölu­ferl­is­ins en bjó ekki yfir þeim sjálf. Alls var um að ræða 26 fjár­festa.“

Eftir að mark­aðs­þreif­ingar hófust var sú hætta fyrir hendi að upp­lýs­ingar um áform Banka­sýsl­unnar um að selja 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka myndu leka út á markað áður en end­an­leg ákvörðun um sölu væri tek­in.

Í svörum Banka­sýsl­unnar við fyr­ir­spurnum Rík­is­end­ur­skoð­unar kom fram að af þeim sökum hafi ein­ungis verið ráð­ist í þreif­ingar meðal stórra inn­lendra eft­ir­lits­skylda aðila, sem voru sjö af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. „Hefðu þær náð til fleiri aðila hefði hætta á leka auk­ist en einnig var sú hætta fyrir hendi að selj­an­leiki hluta­bréfa á mark­aði hefði raskast ef margir og stórir þátt­tak­endur á mark­aði hefðu sam­þykkt að und­ir­gang­ast skil­yrði um að eiga ekki við­skipti með bréfin á meðan á ferl­inu stóð.“

Full­yrt að ekk­ert hafi lekið en samt til­kynnt til FME

Banka­sýsla rík­is­ins hefur full­yrt að engar upp­lýs­ingar um fyr­ir­ætl­anir hennar hafi lekið út fyrir opin­bera til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar til Kaup­hallar Íslands um söl­una, eftir lokun mark­aða þann 22. mars. Sá angi máls­ins sætir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands og er ekki undir í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Í skýrsl­unni kemur hins vegar fram að Rík­is­end­ur­skoðun hafi séð til­efni til að vekja athygli Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á því í ágúst 2022 að velta með bréf Íslands­banka dróst veru­lega saman í aðdrag­anda mark­aðs­þreif­inga sam­an­borið við veltu með hluta­bréf ann­ars skráðs banka af svip­aðri stærð, Arion banka. Fimmtu­dag­inn 17. mars, föstu­dag­inn 18. mars og mánu­dag­inn 21. mars eru afar lítil við­skipti með bréf í Íslands­banka, en umtals­verð með bréf í Arion banka. Á þessum tíma átti eng­inn að vita að salan á Íslands­banka hvenær fyr­ir­huguð og til­kynn­ing fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um að ákveðið yrði, á ein­hverjum tíma­punkti, að halda áfram að selja hluti í bank­anum var ekki send út fyrr en eftir lokun mark­aða á föstu­deg­in­um. 

Fjár­­­­­­­­­mála­eft­ir­litið er sem stendur að rann­saka ýmsa þætti söl­unn­­­­ar, sér­­­­­stak­­­­­lega við­­­­­skipti sem áttu sér stað í aðdrag­anda söl­unn­ar, skort á við­skiptum með bréf í Íslands­banka og atferli hluta þeirra sölu­ráð­gjafa sem ráðnir voru til að selja hluti í bank­an­­­­­um. Þar er einnig undir hvort söl­unni hafi verið beint að öðrum en hæfum fjár­fest­um, en alls 207 fengu að kaupa fyrir sam­tals 52,65 millj­arða króna í sölu­ferl­inu. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur einnig fram að hægt hafi verið að fá að minnsta kosti mark­aðs­verð fyrir þann 22,5 pró­sent hlut sem var seld­ur, en ákveðið var að halda 4,1 pró­sent afslætti inni til að styggja ekki erlenda fjár­festa. Það er í and­stöðu við lög­bundin mark­mið við sölu eign­ar­hluta í bönkum rík­is­ins og gerði það að verkum að kaup­verðið var að minnsta kosti 2,25 millj­örðum króna lægra en það gat ver­ið. Þessi til­teknu vafa­at­riði sæta eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands. 

Unnur Gunnarsdóttir er yfir Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.
Mynd: Seðlabanki Íslands

Þá er eft­ir­litið með það á sinni könnu að rann­saka hugs­an­lega hags­muna­á­rekstra hjá umsjón­ar­að­il­um, sölu­ráð­gjöfum eða sölu­að­il­um, en starfs­menn ýmissa inn­lendra ráð­gjafa og sölu­að­ila, eða aðilar þeim tengd­ir, keyptu sjálfir í útboð­inu.

Ekk­ert hefur verið gert opin­bert um stöðu rann­­­sóknar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins en allir fimm inn­­­­­­­lendu sölu­ráð­gjaf­­­­arnir hafa fengið fyr­ir­­­­spurnir frá Fjár­­­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­­­banka Íslands vegna rann­­­­sóknar þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar