Virði hlutar þeirra sem fengu að kaupa á undan í Símanum hefur þegar hækkað í verði

siminn2.jpg
Auglýsing

Sím­inn, stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, verður skráður á hluta­bréfa­markað um miðjan októ­ber­mán­uð. Í Aðdrag­anda þeirrrar skrán­ingar mun Arion banki, sem stofn­aður var eftir banka­hrun með inn­stæðum Íslend­inga og fékk m.a. það hlut­verk að end­ur­skipu­leggja mik­il­væg fyr­ir­tæki eins og Sím­ann, selja hluta af eign sinni í félag­inu til áhuga­samra.

Á síð­ustu vikum hafa hins vegar valdir aðil­ar, hópur fjár­festa, yfir­stjórn­endur Sím­ans og vild­ar­við­skipta­vinir Arion banka, fengið að kaupa hluti í Sím­anum á verði sem flestir virð­ast sam­mála um að verði mun lægra en skrán­ing­ar­gengi félag­inu. Miðað við þær upp­lýs­ingar sem birtar voru um hluta­fjár­út­boðið í Sím­anum í gær gæti virði þess hlutar sem nokkrir fjár­festar og stjórn­endur Sím­ans fengu að kaupa í ágúst síð­ast­liðnum þegar verið búið að hækk­a um tæpan fjórð­ung þegar félagið verður skráð.

Risi á íslenskum fjar­skipta­mark­aði



Það er ekki langt síðan að Sím­inn lauk fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu. Það gerð­ist í júní 2013 þegar eig­endur óver­tryggðra skulda félags­ins, aðal­lega líf­eyr­is­sjóðir og Arion banki, breyttu skuldum sínum í hlutafé auk þess sem allar verð­tryggðar skuldir Sím­ans voru end­ur­fjár­magn­að­ar. Sím­inn var síð­asta stóra fyr­ir­tækið á Íslandi sem lent hafði í miklum erf­ið­leikum eftir hrunið vegna óhof­legrar skuld­setn­ingar sem fór í gegnum end­ur­skipu­lagn­ingu.

Það er engu logið um það þegar sagt er að Sím­inn, sem byggir á merg gamla Lands­sím­ans, sé stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins. Við­skipta­vinir félags­ins eru 115 þús­und alls og þar af eru 88 pró­sent ein­stak­ling­ar. Tæpur helm­ingur tekna Sím­ans kemur frá þeim ein­stak­ling­um. Félagið er leið­andi á fjar­skipta­mark­aði (í síma- og net­þjón­ustu) og, eftir sam­runa þess við Skjá­Einn, er aug­ljóst að það ætlar sér stóra hluti á fjöl­miðla­mark­aði líka. Þar liggur áherslan á því að bjóða neyt­endum upp á ólínu­legt sjón­varp og efn­isveitur þar sem greitt er fyrir eftir notk­un. Þetta við­skipta­módel mun ógna til­veru línu­legs áskrifta­sjón­varps þar sem dag­skrá er stillt upp í tíma­röð fyrir neyt­end­ur. Þá er Sím­inn einnig stærsti selj­andi snjall­síma á land­inu.

Auglýsing

Siminn og Skipti, fyrrum móðurfélag fjarskiptafyrirtækisins, voru sameinuð fyrr á þessu ári. Hér sést Orri Hauksson, forstjóri Símans, taka niður Skipta-merkið af höfuðstöðvum samstæðunnar. Sim­inn og Skipti, fyrrum móð­ur­fé­lag fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, voru sam­einuð fyrr á þessu ári. Hér sést Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, taka niður Skipta-­merkið af höf­uð­stöðvum sam­stæð­unn­ar.

Og rekstur félags­ins hefur gengið vel eftir að það var end­ur­skipu­lagt í sam­starfi við stærstu kröfu­hafa þess. Eftir 50 millj­arða króna tap á árunum 2008 til 2013 hagn­að­ist félagið um 3,3 millj­arða króna í fyrra og um 1,3 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs. Eigið fé Sím­ans er nú um 31,2 millj­arðar króna, sem er umtals­vert hærra en marka­svirði fyr­ir­tæk­is­ins miðað við það gengi sem hlutir í honum hafa verið seldir á und­an­farnar vik­ur.

Skráður á markað í októ­ber



Sím­inn verður skráður á markað í októ­ber og er gert ráð fyrir að fyrsti dagur við­skipta geti orðið 15. októ­ber. Í aðdrag­anda þeirrar skrán­ingar ætlar Arion banki, stærsti eig­andi Sím­ans, að selja 18-21 pró­sent af hlut sínum í félag­inu.

Útboðið fer þannig fram að um tvær til­boðs­bækur verður að ræða. Í þeirri fyrri, til­boðs­bók A, geti þeir skráð sig sem vilja kaupa hlut fyrir 100 þús­und krónur og upp að tíu millj­ónum króna. Þetta eru litlir fjár­fest­ar. Þeim býðst að bjóða á bil­inu 2,7 til 3,1 krónur á hlut. Tak­mark­aður hlutur er í boði og því gilda því vit­an­lega hæstu til­boð umfram önn­ur. Með örðum orðum ætti til­boð upp á 3,1 krónur á hlut að duga áhuga­sömum fjár­festi til að eign­ast hlut í Sím­anum í útboð­inu. Í gegnum þessa til­boðs­bók ætlar Arion banki að selja fimm pró­sent hlut í Sím­an­um.

Seinni til­boðs­bók­in, til­boðs­bók B, er fyrir þá sem ætla að kaupa fyrir meira en tíu millj­ónir króna. Í gegnum hana fer stóra útboðið fram, enda eru þar til sölu 13 til 16 pró­sent hlutur í Sím­an­um.

Þeir sem taka þátt í þess­ari leið eru aðal­lega fag­fjár­fest­ar, meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóð­ir. Í þess­ari leið er ekk­ert hámark á því hvað við­kom­andi fjár­festir getur skráð sig fyrir stórum hluta þess hluta­fjár sem er til sölu, en ef umfram­eft­ir­spurn verð­ur, sem er oft­ast í íslenskum hluta­fjár­út­boð­um, meðal ann­ars vegna eins­leits fjár­fest­inga­um­hverfis hag­kerfis í höft­um, mun sú upp­hæð skerð­ast. Í þess­ari leið er ein­ungis lág­marks­verð, 2,7 krónur á hlut, en ekk­ert hámarks­verð. Allar líkur eru taldar á því að verðið fari að lág­marki rétt yfir þrjár krónur á hlut.

Arion banki er ekki að selja allt hlutafé sitt í Sím­anum í útboð­inu. Hann mun halda eftir 6,8 til 9,8 pró­sent hlut.

Stjórn­endur og valdir fjár­festar fá að kaupa á lægra verði



Það vekur athygli að í ágúst siðast­lið­inum fékk félagið L1088 ehf. að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Sá hópur var settur saman af Orra Hauks­syni, for­stjóra Sím­ans, og hann átti frum­kvæði að því að leita til Arion banka til að koma við­skipt­unum á. Að hópnum standa nokkrir erlendir fjár­festar með reynslu úr fjar­skipta­geir­anum og Orri. For­stjór­inn á alls 0,4 pró­sent hlut í Sím­anum sem hann fékk að kaupa á geng­inu 2,5 krónur á hlut. Orri greiddi rúm­lega 100 millj­ónir króna fyrir hlut­inn.

Höskuldur Ólafsson er bankastjóri Arion banka, stærsta eiganda Símans. Bankinn hefur selt hluti í Símanum til valins hóps fjárfesta á undanförnum vikum. Hösk­uldur Ólafs­son er banka­stjóri Arion banka, stærsta eig­anda Sím­ans. Bank­inn hefur selt hluti í Sím­anum til val­ins hóps fjár­festa á und­an­förnum vik­um.

Aðrir í yfir­stjórn Sím­ans fengu líka að kaupa hluti í eigin nafni. Eign þeirra er þó öllu minni, en stjórn­end­urnir keypta alls fyrir um 1,8 milljón króna í eigin nafni. For­stjór­inn Orri nýtti sér þennan rétt einnig. Eini með­limur yfir­stjórnar sem á við­bót­ar­hlut utan þess­arra kaup­rétta er Val­gerður H. Skúla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sensa. Hún á hlut í gegnum eign­ar­halds­fé­lag sem er met­inn á um 33 millj­ónir króna miðað við það gengi sem stjórn­endur fengu að kaupa á.

Þessum kaupum fylgja ákveðnar sölu­höml­ur. L1088 ehf, félag Orra og fjár­fest­anna, má ekki selja fyrr en í jan­úar 2017 og yfir­stjórn­end­urnir mega ekki selja fyrr en 1. mars 2016. Vert er að taka fram að sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá er L1088 ehf. í eigu lög­fræði­stof­unnar Lex og ekki er hægt að sjá hvernig eign­ar­hlutur félags­ins skipt­ist niður á raun­veru­lega eig­endur þess.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessi við­skipti í frétta­skýr­ingu í ágúst síð­ast­liðnum.

Hluti stjórn­end­anna sem fengu að kaupa hafa ekki starfað hjá Sím­anum lengi, og voru raunar ráðnir til starfa þar eftir að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu lauk. Orri var til að mynda ráð­inn for­stjóri í októ­ber 2013, eftir tölu­verða valda­bar­áttu í stjórn Sím­ans, og Magnús Ragn­ars­son var ráð­inn í sitt starf í apríl 2014. Áður hafði hann verið aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Á hlut­hafa­fundi sem hald­inn var hjá Sím­anum skömmu eftir að á­kvörð­unin um að selja ofan­greindum hópi fimm pró­sent hlut var hand­salað að öllum fast­ráðnum starfs­mönnum myndi bjóð­ast að kaupa fyrir allt sex hund­ruð þús­und krónur á ári á geng­inu 2,5 krónur á hlut í þrjú ár. Þegar hafa 613 starfs­menn gert samn­inga um slík kaup fyrir sam­tals 1,1 millj­arð króna. Nýtt hlutafé verður gefið út vegna kaup­rétt­ar­á­ætl­unar starfs­manna. Við það þynn­ist hlutur ann­arra hlut­hafa, sem að mestu eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir.

Bank­inn selur völdum við­skipta­vinum fyrir útboð



Síð­ari hluta sept­em­ber­mán­að­ar, nokkrum dögum áður en fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð fer fram, fengu nokkrir valdir við­skipta­vinir Arion banka að kaupa fimm pró­sent hlut í Sím­anum á geng­inu 2,8 krónur á hlut. Ekki hefur verið gefið upp hverjir fjár­fest­arnir eru. Þessi hópur má ekki selja hluti sína fyrr en 15. jan­úar 2016.

Flestir í við­skipta­líf­inu sem Kjarn­inn hefur rætt við eru sam­mála um að skrán­ing­ar­gengi Sím­ans á markað verði yfir þremur krónum á hlut. Ef miðað er við til­boðs­bilið sem Arion banki setti á til­boðs­bók A, og lík­legt þykir að muni enda í efri mörkum þess, þá er mark­aðsvirði sím­ans 26 til 30 millj­arðar króna.

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans.

Miðað við sama bil hafa þeir fjár­festar og stjórn­endur Sím­ans sem fengu að kaupa án aug­lýs­ingar fimm pró­sent hlut af Arion banka þegar aukið verð­gildi þess hlutar um 8-24 pró­sent. Hund­rað millj­ón­irnar sem Orri Hauks­son keypti fyrir eru þegar orðnar 108 til 124 millj­óna króna virði, rúmum mán­uði eftir kaup­in.

Það hefur einnig vakið furðu margra á fjár­mála­mark­aði að Arion banki ákveði að selja völd­um, ónefnd­um, við­skipta­vinum sínum annan fimm pró­sent hlut á verði sem að öllum lík­indum verður lægra en útboðs­gengi á hlutum í Sím­an­um. Það er að minnsta kosti búist við umfram­eft­ir­spurn eftir hlut­um, líkt og í lang­flestum hluta­fjár­út­boðum sem fram hafa farið á Íslandi eftir hrun. Ef skrán­ing­ar­gengi Sím­ans verður við efri mörk þess bils sem er á til­boðs­bók A munu þessir hand­völdu við­skipta­vinir Arion banka þegar vera búnir að hækka virði eignar sinnar í Sím­anum um tæp ell­efu pró­sent.

Umdeildar aðferðir Arion banka



Arion banki hefur oft verið harð­lega gagn­rýndur á und­an­förnum árum fyrir það hvernig hann hefur staðið að því að losa um eignir sem færðar voru honum í vöggu­gjöf þegar bank­inn var stofn­aður af stjórn­völdum með handafli eftir hrun (verð­bréfa­eign Arion banka um mitt þetta ár var 111 millj­arðar króna). Sú gagn­rýni er tví­þætt: ann­ars vegar að valdir fjár­festar fái að kaupa hluti í þeim eign­um, oft á lægra verði en aðr­ir, án þess að þær séu aug­lýstar, og hins vegar að bank­inn hangi allt of lengi á eignum í óskyldum rekstri.

Bónus er stærsta matvöruverslunarkeðja landsins. Alls eru 29 Bónusverslanir reknar um allt land. Hagar eiga Bónus að fullu. Salan á hlut í Högum áður en útboð fór fram hefur verið gagnrýnd töluvert á undanförnum árum. Þeir sem keyptu högnuðust ævintýralega á viðskiptunum. Bónus er stærsta mat­vöru­versl­un­ar­keðja lands­ins. Alls eru 29 Bón­usversl­anir reknar um allt land. Hagar eiga Bónus að fullu. Salan á hlut í Högum áður en útboð fór fram hefur verið gagn­rýnd tölu­vert á und­an­förnum árum. Þeir sem keyptu högn­uð­ust ævin­týra­lega á við­skipt­un­um.

Sala hans á hlut í smá­söluris­anum Högum til val­ins hóps fjár­festa á lágu verði í aðdrag­anda skrán­ingu þess félags á markað hefur oft verið nefnd ein bestu við­skipti eft­ir­hrunsáranna, fyrir þá sem fengu að kaupa. Þeir högn­uð­ust enda um nokkra millj­arða króna án þess að taka neina áhættu í við­skipt­un­um. Féð sem lagt var fram var tekið að láni. Þá hefur tregða bank­ans við að selja hluti sína í HB Granda, eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fé­lags­ins, einnig verið nokkuð gagn­rýnd.

Arion banki hefur á móti sagt að und­ir­liggj­andi sé að hámarka virði þeirra eigna sem hann er að losa um. Sú aðferð­ar­fræði sem bank­inn beiti hafi skilað góðum árangri að því mark­miði. Varð­andi sölu til val­inna fjár­festa ,til dæmis í Sím­an­um, segir bank­inn að um áhuga­verða aðila hafi verið að ræða sem hann teldi að myndu styrkja félag­ið.

Umhverfi íslenskra banka ekki venju­legt umhverfi



Þessar skýr­ingar væru góðar og gildar í venju­legu umhverfi þar sem bankar í einka­eigu væru að losa um eign­ir. Það kæmi í raun engum við á hvaða verði þeir seldu þær eign­ir. Hlut­hafar þeirra myndu sjá til þess að veita þeim nægj­an­legt aðhald til að skila sér sem mestum arði.

En Ísland eft­ir­hrunsár­anna er ekk­ert venju­legt umhverfi. Í októ­ber 2008 voru búnir til þrír nýir bankar, meðal ann­ars Arion banki. Stjórn­völd færðu inn­stæður þjóð­ar­innar og inn­lendar eignir með handafli inn í þessa banka. Þeir fengu síðan það hlut­verk að end­ur­skipu­leggja íslenskt við­skipta­líf, en um 70 pró­sent þess átti í miklum erf­ið­leikum vegna skuld­setn­ingar eftir banka­hrun. Bank­arnir þrír fengu því þau fyr­ir­tæki sem þau hafa síðan end­ur­skipu­lagt fjár­hags­lega, oft með miklum mynda­brag, afhent frá stjórn­völd­um.

Til við­bótar voru bank­arnir fjár­magn­aðir með ann­ars vegar inn­lánum Íslend­inga og hins vegar lánsfé frá rík­inu. Enn þann dag í dag hefur þeim öllum gengið hálf brösu­lega að ná sér í aðra fjár­mögnun en íslenskar inn­stæð­ur, sem er ekki óeðli­legt í ljósi þess að hér hafa verið fjár­magns­höft frá 2008 og allt íslenska banka­kerfið fór á haus­inn þá afdrifa­ríku haust­mán­uði. Í til­felli Arion banka er til dæmis 58 pró­sent af öllum skuldum bank­ans inn­stæður við­skipta­vina hans. Á þessum inn­stæðum hvílir síðan rík­is­á­byrgð, þar til yfir­lýs­ing íslenskra stjórn­valda um slíka sem gefin var út í októ­ber 2008 verður form­lega dregin til baka.

Vegna þessa, og þar til að bank­arnir verða seldir til einka­að­ila, end­ur­greiði skuldir sínar við hið opin­bera og fjár­magni sig með öðrum hætti en sparifé lands­manna þá hefur verið rík­ari krafa á að þeir gæti jöfn­uð­ar, gagn­sæis og heið­ar­leika í sínum við­skipt­um.

Til dæmis þegar þeir selja fyr­ir­tæki sem hrunið færði þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None