Eurovision
Auglýsing

„Júró­visjón”... Þú hef­ur ­skoð­un, ég hef skoð­un, það hafa allir skoðun á þessu fyr­ir­bæri sem þú ann­að­hvort elskar eða elskar að hata. Fyr­ir­bærið er orðið rót­gróið í menn­ing­u okkar frón­búa að það eitt að nefna keppn­ina á nafn gæti dugað til að enda T­ind­er-­stefnu­mótið þitt á núll-einni eða rífa deitið upp í hæstu hæðir ef að við­kom­andi reyn­ist vera aðdá­andi. Og þeir eru æði fjöl­mennir þrátt fyrir að margir þeirra kjósi að dýrka júró á laun.

Mér hefur verið falið það ­skemmti­lega hlut­skipti að lýsa þessu fyr­ir­bæri „Júró­visjón”, eða Eurovision ­fyrir þá sem vilja vera form­leg­ir, næstu vik­una fyrir les­endum Kjarn­ans. Ég er af öðru sauða­húsi en flestir þeir álits­gjafar sem hingað til hafa látið til sín ­taka á þessum vett­vangi. Ég hef sex sinnum farið á keppn­ina, tvisvar sem höf­und­ur, og alls hef ég samið 14 lög sem ratað hafa í úrslit heima á Íslandi.

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Heimur Eurovision er lag­skipt­ur. Við ysta byrði hans er að finna „Jón & Gunn­u”, gang­and­i ­veg­far­endur sem fylgj­ast með álengd­ar. Síðan koma hefð­bundnir aðdá­endur og svo E­urovision-blogg­arnir svoköll­uðu. En þegar maður færir sig nær kjarna júró­heims­ins hækkar hita­stigið og þegar komið er inn að mötli hans, fyr­ir­ framan sjálft svið­ið, er hita­stigið og svita­kófið nær óbæri­legt. Þar eru ansi margir smá­mæltir og konur eru sjald­gæf sjón. Þar sem ég stóð fremst við svið­ið á Eurovision í fyrsta skipti og flaut um í haf­sjó hund­ruð þýsku­mæl­and­i karl­manna sem allir virt­ust hafa notað sömu þvotta­vél­ina því bol­irnir þeirra höfðu skroppið saman um svo mörg númer að það blasti í mag­ann hjá þeim flest­u­m, velti ég því fyrir mér hvort margir aðrir gagn­kyn­hneigðir menn hefðu komið á þennan stað áður. Staðalí­mynd­ar­kennt en satt.

Auglýsing

En líkt og í öllum góð­u­m fjall­göngum þá reynir baka­leiðin ekki síður á. Það tók mig til að mynda um tvær vikur að hætta að kyssa vinnu­fé­laga og aðra með­limi í rokk­hljóm­sveit­inni minn­i á kinn­ina eftir að heim var kom­ið, eftir að hafa van­ist slíkum siðum sem hvers­dags­leika í Eurovision-heim­um. Mönnum var brugðið en buðu skeggj­að­an vang­ann til nið­ur­tröpp­un­ar. Eftir þrjár vikur var ég aftur far­inn að tala um „Júró­visjón“ en ekki „Eurovi­þion“.

„Júró­visjón“ er þó stór­kost­leg skemmtun heilt á lit­ið. Það sést ekki síst á því að sömu and­litin eru við­loð­andi keppn­ina heima, aftur og aftur og aft­ur. Og jú jú, ég hef verið þar á með­al. Fasta­gestir RÚV, ég og aðrir Júró­höf­undar sem birt­ast lands­mönn­um ár­lega á skján­um, erum svo­lítið eins og drukkna óláns­konan sem ég sá fyrir utan­ Mónakó um dag­inn. Það var búið að loka, en hana lang­aði í meira vín, og lamd­i p­inna­hæl­unum í hurð­ina og heimt­aði að þeir myndu opna bar­inn á ný. Ég veit upp á mig sök­ina, en ég skamm­ast mín ekki neitt. Þetta er bara svo djöf­ull ­skemmti­legt.

Keppnin í ár er haldin í Stokk­hólmi, Sví­þjóð. Borg­ina þekki ég vel en hér hef ég starfað sem læknir af og til þegar vinnu­um­hverfið heima á Íslandi hefur gengið nærri heils­unni. Sví­ar eru flestir hverjir Júró-óðir og und­ankeppni þeirra „Melodi­festivalen” er lík­ast til stærri við­burður en sjálf loka­keppn­in. Þetta er með öðrum orðum einn ­fárra staða í heim­inum þar sem ég gæti fengið frítt að drekka fyrir fyrri Júró-a­frek. Það er löngu tíma­bært reyndar því ég hef ekki fengið bjór á barnum fyrir slík­ ­síðan 2007, er ég var staddur á hinum geggj­aða skemmti­stað „Don’t tell mama” í Helsinki. Þar bauð tveggja metra maður í rasskinna­lausum leð­ur­buxum að nafni „Timo Hämäläinen” mér upp á drykk og sánu á eft­ir. Ég þáði drykk­inn en ákvað ég að eiga sán­una inni. Og add­aði honum frekar á Face­book í sára­bæt­ur.

Sveinn Rúnar Sig­urðs­son er læknir um fer­tugt, fyr­ir­tækja­eig­andi og laga­höf­undur sem er illa þjak­aður af E­urovision-blæti. Hann er nú staddur í Stokk­hólmi til að upp­lifa keppn­ina og mun skrifa dag­lega pistla um þennan merka ­menn­ing­ar­við­burð á Kjarn­ann á meðan að á henni stend­ur.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None