Eurovision
Auglýsing

„Júró­visjón”... Þú hef­ur ­skoð­un, ég hef skoð­un, það hafa allir skoðun á þessu fyr­ir­bæri sem þú ann­að­hvort elskar eða elskar að hata. Fyr­ir­bærið er orðið rót­gróið í menn­ing­u okkar frón­búa að það eitt að nefna keppn­ina á nafn gæti dugað til að enda T­ind­er-­stefnu­mótið þitt á núll-einni eða rífa deitið upp í hæstu hæðir ef að við­kom­andi reyn­ist vera aðdá­andi. Og þeir eru æði fjöl­mennir þrátt fyrir að margir þeirra kjósi að dýrka júró á laun.

Mér hefur verið falið það ­skemmti­lega hlut­skipti að lýsa þessu fyr­ir­bæri „Júró­visjón”, eða Eurovision ­fyrir þá sem vilja vera form­leg­ir, næstu vik­una fyrir les­endum Kjarn­ans. Ég er af öðru sauða­húsi en flestir þeir álits­gjafar sem hingað til hafa látið til sín ­taka á þessum vett­vangi. Ég hef sex sinnum farið á keppn­ina, tvisvar sem höf­und­ur, og alls hef ég samið 14 lög sem ratað hafa í úrslit heima á Íslandi.

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Heimur Eurovision er lag­skipt­ur. Við ysta byrði hans er að finna „Jón & Gunn­u”, gang­and­i ­veg­far­endur sem fylgj­ast með álengd­ar. Síðan koma hefð­bundnir aðdá­endur og svo E­urovision-blogg­arnir svoköll­uðu. En þegar maður færir sig nær kjarna júró­heims­ins hækkar hita­stigið og þegar komið er inn að mötli hans, fyr­ir­ framan sjálft svið­ið, er hita­stigið og svita­kófið nær óbæri­legt. Þar eru ansi margir smá­mæltir og konur eru sjald­gæf sjón. Þar sem ég stóð fremst við svið­ið á Eurovision í fyrsta skipti og flaut um í haf­sjó hund­ruð þýsku­mæl­and­i karl­manna sem allir virt­ust hafa notað sömu þvotta­vél­ina því bol­irnir þeirra höfðu skroppið saman um svo mörg númer að það blasti í mag­ann hjá þeim flest­u­m, velti ég því fyrir mér hvort margir aðrir gagn­kyn­hneigðir menn hefðu komið á þennan stað áður. Staðalí­mynd­ar­kennt en satt.

Auglýsing

En líkt og í öllum góð­u­m fjall­göngum þá reynir baka­leiðin ekki síður á. Það tók mig til að mynda um tvær vikur að hætta að kyssa vinnu­fé­laga og aðra með­limi í rokk­hljóm­sveit­inni minn­i á kinn­ina eftir að heim var kom­ið, eftir að hafa van­ist slíkum siðum sem hvers­dags­leika í Eurovision-heim­um. Mönnum var brugðið en buðu skeggj­að­an vang­ann til nið­ur­tröpp­un­ar. Eftir þrjár vikur var ég aftur far­inn að tala um „Júró­visjón“ en ekki „Eurovi­þion“.

„Júró­visjón“ er þó stór­kost­leg skemmtun heilt á lit­ið. Það sést ekki síst á því að sömu and­litin eru við­loð­andi keppn­ina heima, aftur og aftur og aft­ur. Og jú jú, ég hef verið þar á með­al. Fasta­gestir RÚV, ég og aðrir Júró­höf­undar sem birt­ast lands­mönn­um ár­lega á skján­um, erum svo­lítið eins og drukkna óláns­konan sem ég sá fyrir utan­ Mónakó um dag­inn. Það var búið að loka, en hana lang­aði í meira vín, og lamd­i p­inna­hæl­unum í hurð­ina og heimt­aði að þeir myndu opna bar­inn á ný. Ég veit upp á mig sök­ina, en ég skamm­ast mín ekki neitt. Þetta er bara svo djöf­ull ­skemmti­legt.

Keppnin í ár er haldin í Stokk­hólmi, Sví­þjóð. Borg­ina þekki ég vel en hér hef ég starfað sem læknir af og til þegar vinnu­um­hverfið heima á Íslandi hefur gengið nærri heils­unni. Sví­ar eru flestir hverjir Júró-óðir og und­ankeppni þeirra „Melodi­festivalen” er lík­ast til stærri við­burður en sjálf loka­keppn­in. Þetta er með öðrum orðum einn ­fárra staða í heim­inum þar sem ég gæti fengið frítt að drekka fyrir fyrri Júró-a­frek. Það er löngu tíma­bært reyndar því ég hef ekki fengið bjór á barnum fyrir slík­ ­síðan 2007, er ég var staddur á hinum geggj­aða skemmti­stað „Don’t tell mama” í Helsinki. Þar bauð tveggja metra maður í rasskinna­lausum leð­ur­buxum að nafni „Timo Hämäläinen” mér upp á drykk og sánu á eft­ir. Ég þáði drykk­inn en ákvað ég að eiga sán­una inni. Og add­aði honum frekar á Face­book í sára­bæt­ur.

Sveinn Rúnar Sig­urðs­son er læknir um fer­tugt, fyr­ir­tækja­eig­andi og laga­höf­undur sem er illa þjak­aður af E­urovision-blæti. Hann er nú staddur í Stokk­hólmi til að upp­lifa keppn­ina og mun skrifa dag­lega pistla um þennan merka ­menn­ing­ar­við­burð á Kjarn­ann á meðan að á henni stend­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None