Eurovision
Auglýsing

„Júró­visjón”... Þú hef­ur ­skoð­un, ég hef skoð­un, það hafa allir skoðun á þessu fyr­ir­bæri sem þú ann­að­hvort elskar eða elskar að hata. Fyr­ir­bærið er orðið rót­gróið í menn­ing­u okkar frón­búa að það eitt að nefna keppn­ina á nafn gæti dugað til að enda T­ind­er-­stefnu­mótið þitt á núll-einni eða rífa deitið upp í hæstu hæðir ef að við­kom­andi reyn­ist vera aðdá­andi. Og þeir eru æði fjöl­mennir þrátt fyrir að margir þeirra kjósi að dýrka júró á laun.

Mér hefur verið falið það ­skemmti­lega hlut­skipti að lýsa þessu fyr­ir­bæri „Júró­visjón”, eða Eurovision ­fyrir þá sem vilja vera form­leg­ir, næstu vik­una fyrir les­endum Kjarn­ans. Ég er af öðru sauða­húsi en flestir þeir álits­gjafar sem hingað til hafa látið til sín ­taka á þessum vett­vangi. Ég hef sex sinnum farið á keppn­ina, tvisvar sem höf­und­ur, og alls hef ég samið 14 lög sem ratað hafa í úrslit heima á Íslandi.

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Heimur Eurovision er lag­skipt­ur. Við ysta byrði hans er að finna „Jón & Gunn­u”, gang­and­i ­veg­far­endur sem fylgj­ast með álengd­ar. Síðan koma hefð­bundnir aðdá­endur og svo E­urovision-blogg­arnir svoköll­uðu. En þegar maður færir sig nær kjarna júró­heims­ins hækkar hita­stigið og þegar komið er inn að mötli hans, fyr­ir­ framan sjálft svið­ið, er hita­stigið og svita­kófið nær óbæri­legt. Þar eru ansi margir smá­mæltir og konur eru sjald­gæf sjón. Þar sem ég stóð fremst við svið­ið á Eurovision í fyrsta skipti og flaut um í haf­sjó hund­ruð þýsku­mæl­and­i karl­manna sem allir virt­ust hafa notað sömu þvotta­vél­ina því bol­irnir þeirra höfðu skroppið saman um svo mörg númer að það blasti í mag­ann hjá þeim flest­u­m, velti ég því fyrir mér hvort margir aðrir gagn­kyn­hneigðir menn hefðu komið á þennan stað áður. Staðalí­mynd­ar­kennt en satt.

Auglýsing

En líkt og í öllum góð­u­m fjall­göngum þá reynir baka­leiðin ekki síður á. Það tók mig til að mynda um tvær vikur að hætta að kyssa vinnu­fé­laga og aðra með­limi í rokk­hljóm­sveit­inni minn­i á kinn­ina eftir að heim var kom­ið, eftir að hafa van­ist slíkum siðum sem hvers­dags­leika í Eurovision-heim­um. Mönnum var brugðið en buðu skeggj­að­an vang­ann til nið­ur­tröpp­un­ar. Eftir þrjár vikur var ég aftur far­inn að tala um „Júró­visjón“ en ekki „Eurovi­þion“.

„Júró­visjón“ er þó stór­kost­leg skemmtun heilt á lit­ið. Það sést ekki síst á því að sömu and­litin eru við­loð­andi keppn­ina heima, aftur og aftur og aft­ur. Og jú jú, ég hef verið þar á með­al. Fasta­gestir RÚV, ég og aðrir Júró­höf­undar sem birt­ast lands­mönn­um ár­lega á skján­um, erum svo­lítið eins og drukkna óláns­konan sem ég sá fyrir utan­ Mónakó um dag­inn. Það var búið að loka, en hana lang­aði í meira vín, og lamd­i p­inna­hæl­unum í hurð­ina og heimt­aði að þeir myndu opna bar­inn á ný. Ég veit upp á mig sök­ina, en ég skamm­ast mín ekki neitt. Þetta er bara svo djöf­ull ­skemmti­legt.

Keppnin í ár er haldin í Stokk­hólmi, Sví­þjóð. Borg­ina þekki ég vel en hér hef ég starfað sem læknir af og til þegar vinnu­um­hverfið heima á Íslandi hefur gengið nærri heils­unni. Sví­ar eru flestir hverjir Júró-óðir og und­ankeppni þeirra „Melodi­festivalen” er lík­ast til stærri við­burður en sjálf loka­keppn­in. Þetta er með öðrum orðum einn ­fárra staða í heim­inum þar sem ég gæti fengið frítt að drekka fyrir fyrri Júró-a­frek. Það er löngu tíma­bært reyndar því ég hef ekki fengið bjór á barnum fyrir slík­ ­síðan 2007, er ég var staddur á hinum geggj­aða skemmti­stað „Don’t tell mama” í Helsinki. Þar bauð tveggja metra maður í rasskinna­lausum leð­ur­buxum að nafni „Timo Hämäläinen” mér upp á drykk og sánu á eft­ir. Ég þáði drykk­inn en ákvað ég að eiga sán­una inni. Og add­aði honum frekar á Face­book í sára­bæt­ur.

Sveinn Rúnar Sig­urðs­son er læknir um fer­tugt, fyr­ir­tækja­eig­andi og laga­höf­undur sem er illa þjak­aður af E­urovision-blæti. Hann er nú staddur í Stokk­hólmi til að upp­lifa keppn­ina og mun skrifa dag­lega pistla um þennan merka ­menn­ing­ar­við­burð á Kjarn­ann á meðan að á henni stend­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None