Eurovision
Auglýsing

„Júró­visjón”... Þú hef­ur ­skoð­un, ég hef skoð­un, það hafa allir skoðun á þessu fyr­ir­bæri sem þú ann­að­hvort elskar eða elskar að hata. Fyr­ir­bærið er orðið rót­gróið í menn­ing­u okkar frón­búa að það eitt að nefna keppn­ina á nafn gæti dugað til að enda T­ind­er-­stefnu­mótið þitt á núll-einni eða rífa deitið upp í hæstu hæðir ef að við­kom­andi reyn­ist vera aðdá­andi. Og þeir eru æði fjöl­mennir þrátt fyrir að margir þeirra kjósi að dýrka júró á laun.

Mér hefur verið falið það ­skemmti­lega hlut­skipti að lýsa þessu fyr­ir­bæri „Júró­visjón”, eða Eurovision ­fyrir þá sem vilja vera form­leg­ir, næstu vik­una fyrir les­endum Kjarn­ans. Ég er af öðru sauða­húsi en flestir þeir álits­gjafar sem hingað til hafa látið til sín ­taka á þessum vett­vangi. Ég hef sex sinnum farið á keppn­ina, tvisvar sem höf­und­ur, og alls hef ég samið 14 lög sem ratað hafa í úrslit heima á Íslandi.

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Heimur Eurovision er lag­skipt­ur. Við ysta byrði hans er að finna „Jón & Gunn­u”, gang­and­i ­veg­far­endur sem fylgj­ast með álengd­ar. Síðan koma hefð­bundnir aðdá­endur og svo E­urovision-blogg­arnir svoköll­uðu. En þegar maður færir sig nær kjarna júró­heims­ins hækkar hita­stigið og þegar komið er inn að mötli hans, fyr­ir­ framan sjálft svið­ið, er hita­stigið og svita­kófið nær óbæri­legt. Þar eru ansi margir smá­mæltir og konur eru sjald­gæf sjón. Þar sem ég stóð fremst við svið­ið á Eurovision í fyrsta skipti og flaut um í haf­sjó hund­ruð þýsku­mæl­and­i karl­manna sem allir virt­ust hafa notað sömu þvotta­vél­ina því bol­irnir þeirra höfðu skroppið saman um svo mörg númer að það blasti í mag­ann hjá þeim flest­u­m, velti ég því fyrir mér hvort margir aðrir gagn­kyn­hneigðir menn hefðu komið á þennan stað áður. Staðalí­mynd­ar­kennt en satt.

Auglýsing

En líkt og í öllum góð­u­m fjall­göngum þá reynir baka­leiðin ekki síður á. Það tók mig til að mynda um tvær vikur að hætta að kyssa vinnu­fé­laga og aðra með­limi í rokk­hljóm­sveit­inni minn­i á kinn­ina eftir að heim var kom­ið, eftir að hafa van­ist slíkum siðum sem hvers­dags­leika í Eurovision-heim­um. Mönnum var brugðið en buðu skeggj­að­an vang­ann til nið­ur­tröpp­un­ar. Eftir þrjár vikur var ég aftur far­inn að tala um „Júró­visjón“ en ekki „Eurovi­þion“.

„Júró­visjón“ er þó stór­kost­leg skemmtun heilt á lit­ið. Það sést ekki síst á því að sömu and­litin eru við­loð­andi keppn­ina heima, aftur og aftur og aft­ur. Og jú jú, ég hef verið þar á með­al. Fasta­gestir RÚV, ég og aðrir Júró­höf­undar sem birt­ast lands­mönn­um ár­lega á skján­um, erum svo­lítið eins og drukkna óláns­konan sem ég sá fyrir utan­ Mónakó um dag­inn. Það var búið að loka, en hana lang­aði í meira vín, og lamd­i p­inna­hæl­unum í hurð­ina og heimt­aði að þeir myndu opna bar­inn á ný. Ég veit upp á mig sök­ina, en ég skamm­ast mín ekki neitt. Þetta er bara svo djöf­ull ­skemmti­legt.

Keppnin í ár er haldin í Stokk­hólmi, Sví­þjóð. Borg­ina þekki ég vel en hér hef ég starfað sem læknir af og til þegar vinnu­um­hverfið heima á Íslandi hefur gengið nærri heils­unni. Sví­ar eru flestir hverjir Júró-óðir og und­ankeppni þeirra „Melodi­festivalen” er lík­ast til stærri við­burður en sjálf loka­keppn­in. Þetta er með öðrum orðum einn ­fárra staða í heim­inum þar sem ég gæti fengið frítt að drekka fyrir fyrri Júró-a­frek. Það er löngu tíma­bært reyndar því ég hef ekki fengið bjór á barnum fyrir slík­ ­síðan 2007, er ég var staddur á hinum geggj­aða skemmti­stað „Don’t tell mama” í Helsinki. Þar bauð tveggja metra maður í rasskinna­lausum leð­ur­buxum að nafni „Timo Hämäläinen” mér upp á drykk og sánu á eft­ir. Ég þáði drykk­inn en ákvað ég að eiga sán­una inni. Og add­aði honum frekar á Face­book í sára­bæt­ur.

Sveinn Rúnar Sig­urðs­son er læknir um fer­tugt, fyr­ir­tækja­eig­andi og laga­höf­undur sem er illa þjak­aður af E­urovision-blæti. Hann er nú staddur í Stokk­hólmi til að upp­lifa keppn­ina og mun skrifa dag­lega pistla um þennan merka ­menn­ing­ar­við­burð á Kjarn­ann á meðan að á henni stend­ur.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None