Júróvisíon, heimsyfirráð eða dauði

Måns Zelmerlöw, sigurvegari Eurovision 2015, ásamt kollega mínum og eiginkonu , Maríu.
Måns Zelmerlöw, sigurvegari Eurovision 2015, ásamt kollega mínum og eiginkonu , Maríu.
Auglýsing

6. maí 2004. Jóhanna frá­ RÚV hringir í mig snemma morg­uns. „Þú hefur unnið Eurovision” sagði hún. Ég var ekki alveg að með­taka skila­boð­in, hafði sofið illa um nótt­ina eftir að hafa hætt með kærust­unni kvöldið áður. Ég átti líka bágt með að trúa því að hand­ó­nýta demóið mitt hefði borið sigur úr býtum úr risa­vöxnum laga­bunk­anum sem RÚV barst í keppn­ina. Það var engin und­ankeppni þetta árið. Það átti bara að velja kandi­dat úr inn­sendum lögum til að rústa þessu. Þeir völdu demóið mitt, pan­flauta í for­grunni með trommutakt úr takt og raf­magns­pí­anó í bak­grunni. Það vant­að­i einnig milli­kafl­ann en RÚV sá það mikla snilld í þessu að þetta varð fyrir val­in­u.

Sveinn Rúnar Sigurðsson.Ég fór á stúf­ana í leit að texta­höf­undi og Magnús Þór Sig­munds­son varð fyrir val­inu. Við hitt­umst svo á heim­ili hans þar sem hann tók á móti mér í of stuttum baðslopp og hlýddi á demó­ið. Meist­ari Magnús var snöggur að lesa í ung­viðið og spurði mig var­færn­is­lega hvort ég væri í ást­ar­sorg. Ég jánk­aði því og þá fékk Maggi þá hug­mynd að skrif­a um sorg­ina, gera lagið að svana­söng mínum og kæró. Jónsi í Svörtum Fötum var svo feng­inn til að flytja verk­ið. Við kýldum á mynd­band þar sem mótífið var inn­siglað í dramat­ís­kasta júró­mynd­bandi allra tíma. Í mynd­band­inu sést Jónsi þenja hálsæð­arnar um leið og hann sópar Pol­aroid myndum af sér og kæró af eld­hús­borð­inu. Í einu skot­inu sést kæró gráta yfir mynd­skeiði af sér og Jónsa hlaup­andi um á strönd. Galla­bux­urnar eru brettar upp að hné. Þetta eld­ist ekki vel og þjóðin varð ekki hrif­in.

Ég stóð þó á þeirri ­mein­ingu að ég yrði heims­fræg­ur. Í alvör­unni trúði ég því að feit­lag­inn verð­bréfa­miðl­ari frá nán­ast Norð­ur­pólnum með snert af ofvirkni yrði næst­i Ju­stin Bieber. Ég drull­aði mér í rækt­ina og hristi af mér nokkur kíló fyr­ir­ keppn­ina í Ist­an­bul. Það var allt að ger­ast. Ég var far­inn að fá aðdá­enda­pósta. Lycos leit­ar­vélin skil­aði hund­ruðum hlekkja við það að slá nafn­inu mínu inn­ (Árið er 2004, nota bene). Þetta var geggj­aður tími.

Auglýsing

Mér var þó kippt á jörð­ina í einni svip­an. Það gerð­ist á fyrsta blaða­manna­fund­inum þegar við mætt­u­m til að sitja fyrir svör­um. Í salnum voru um 600 manns, blaða­menn að því ég hélt. Fyrsti blaða­mað­ur­inn stóð upp og spurði Jónsa : „Ertu ekki til í að rífa ­þig úr að ofan dreng­ur”. Það var þá, ákkúrat þarna, sem ég átt­aði mig á því að ­mögu­lega snérist þessi við­burður um eitt­hvað annað en bara tón­list­ina. Það er svo í lagi að segja frá því núna, þar sem við Jónsi höfum hvor í sínu lag­i orðið algjört sök­sess, að svið­setn­ingin og flutn­ing­ur­inn hefði mátt ganga bet­ur. Við end­uðum í 19. sæti með Hea­ven. Aðdá­endur mín­ir, báðir tveir, hurfu um leið og stigin lágu fyr­ir.  Ég fékk þó ­upp­reisn æru nokkrum árum síðar er eldri kona utan af landi hringdi í mig og ­sagði mér að Hea­ven hefði hjálpað sér  í ­gegnum sorg­ina. Köt­inn Kela hafði hún átt í tæp 20 ár og henni fannst lag­ið minna sig á kisa litla. Mark­mið­inu var náð, ég kom við hjartað á ein­hverj­u­m þarna úti. Maður biður ekki um meira.

Ég held að allir þeir sem komið hafa fram fyrir Íslands hönd hafi svip­aða sögu að segja. Þetta fár í kringum keppn­ina kemur flestum í opna skjöldu. Stærðin á við­burð­inum og allt húll­umhæ í kringum hann, er nán­ast ótrú­legt. Gréta Salóme býr nú þegar að þess­ari reynslu og það mun nýt­ast henni.

Her­oes og Euphoria hljóma á um­ferð­ar­ljósum um alla borg.

Gréta blómstr­aði á opn­un­ar­teit­i E­urovision sem var haldið í gamla miðbæ (gamla Stan) Stokk­hólms í blíð­skap­ar­veðri í gær. Yfir 2000 gestir auk flytj­enda voru á staðn­um. Ég kom auga á 10 – 20 konur sem gæti mögu­lega verið met. Upp­setn­ingin á opn­un­ar­teit­in­u er farin að minna veru­lega á útsend­ing­una af rauða dregl­inum á Óskarn­um. Það er ­mikið spáð í  föt og kjóla. Mér sýnd­ist hönn­uðir H&M koma sterkir inn í ár. Ég er sjálfur þekktur fyrir skelfi­legan ­klæða­burð og fata­stíl og álit mitt ætti ekki að vega þungt, en mér fannst Gréta mjög töff í dressi sem hún hann­aði sjálf. Það var einn flytj­andi þarna í hálf­um blazer jakka. Það kom ekki vel út og ég efa að þetta verði trend á næst­unni.

Þessi ser­emónía að ganga eftir rauða dregl­inum tók heldur mik­inn tíma fyrir minn smekk. Mögu­lega spil­ar það inní að ein­hverjir flytj­endur hafa aldrei gengið á rauðu teppi áður. En svo er vissu­lega að finna stjörnur í hópi flytj­enda sem náð hafa miklum árangri í heima­lönd­um sín­um. Heilt yfir var partýið gott. Ég gef því 8 af 10 mögu­leg­um. Flytj­end­ur tóku lag­ið, gleðin var alls­ráð­andi og Sví­arn­ir, Carsl­berg & Gustavs­berg, stóðu fyrir sínu.

Í dag fara fram æfing­ar og á morgun fer fram fyrsta und­ankeppnin af tveim­ur. Meira um það þá.

Sveinn Rúnar Sig­­urðs­­son er læknir um fer­tugt, fyr­ir­tækja­eig­andi og laga­höf­undur sem er illa þjak­aður af Eurovision-blæti. Hann er nú staddur í Stokk­hólmi til að upp­­lifa keppn­ina og mun skrifa dag­­lega pistla um þennan merka ­menn­ing­­ar­við­­burð á Kjarn­ann á meðan að á henni stend­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None