Júróvisíon í kvöld: Sögur af Pig Wam, Wintris-viðtölum og Ísland að keppa

Greta Salóme keppir fyrir Íslands hönd í Globen-höllinni í kvöld.
Greta Salóme keppir fyrir Íslands hönd í Globen-höllinni í kvöld.
Auglýsing

Í kvöld hefst Eurovision en þá munu 17 lög sem raðað hefur verið í fyrri und­an­riðil­inn keppa um að kom­ast í úrslitin sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag. Alls fara 10 lög áfram. Allt til árs­ins 2007 var ein­ungis ein und­ankeppn­i hald­in. Þá kepptu 28 lög um sömu 10 sæt­in. „Valentine Lost” í flutn­ingi Eirík­s Hauks­sonar var síð­asta lagið sem fékk að kenna á miklum fjölda laga í und­ankeppn­inni. Það var lag sem ég samdi hálfu ári áður í Kænu­garði, Úkra­ín­u, undir morg­unsárið á leið heim eftir gott djamm með lukku­dýri hljóm­sveit­ar­innar Wig Wam, Pig Wam. Þrátt fyrir þéttan flutn­ing og stælta karl­menn í neta­bolum að ­þykj­ast spila á fjögur stykki raf­magns­gít­ara komst lagið ekki áfram og end­aði í 13 sæt­i af þessum 28. Þetta var fer­lega fúlt og mér hafði ekki gef­ist tími til að jafna mig áður en Jón­atan Garð­ar­son, vin­ur m­inn og umsjón­ar­maður með íslensku Júró­visíon hóp­unum síðan 1986, stakk míkró­fóni nán­ast upp í mig og spurði mig gall­harður : Hvað klikk­að­i?”. Stutt Wintris við­tal fylgdi í kjöl­far­ið.

Sveinn Rúnar SigurðssonÞað eru vinir vorir frá Fin­landi sem opna keppn­ina í kvöld með 90’s lumm­unni Sing it awa­y”. Mér þykir vænt um Finna og hef sótt höf­uð­borg­ina heim margoft. Þeir minna um margt á okkur Íslend­inga. Eru nokkuð dul­ir, How do you like F­inn­land” er algeng spurn­ing, ensku­hreim­ur­inn er ámóta þykkur og þeir geta verið klunna­legir er kemur að vín­drykkju.

Næstir á svið eru Grikk­ir. Eins og svo oft áður not­ast þeir við þjóð­leg hljóð­færi í útsetn­ingum sínum en það má heyra Tou­beleki, Trigono og Tympano í intró­in­u. Um leið og intróið er búið krassar lagið í leið­indum með skelfi­legum rapp­kafla og við­lagi sem aldrei nær flugi.

Moldovía teflir fram söng­kon­unni Lidíu Isac sem flytur eitt 12 laga keppn­innar í ár sem eru eftir sænska höf­unda. Fall­ing stars” heitir það og ­nafn lags­ins er við­eig­andi. Þetta hefur verið gert hund­rað sinnum áður. Enskan flæk­ist fyrir henni en henni gengur þó betur en Anjezu Shahini frá Albaníu sem ég atti kappi við 2004. Anjeza kunni litla ensku bless­unin og söng eft­ir­minni­lega “... slave of my love, of my emotions. You in my ass, you’re in my heart...”, og svo sóló. Það lag má heyra hér fyrir neðan :

Næstir á sviðið eru Ung­verj­ar. Ung­verjar eru stór­tækir í útflutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum og inn­flutn­ingi á girð­ing­ar­efni. Þeir tefla fram Freddie, sig­ur­veg­ara Ris­ing star” ­söngvakeppn­innar sem haldin var 2014 í Búda­pest. Freddie flytur rokk­aða slagarann Pioneer” sem er með góðum húkk í við­lag­inu sem ætti að skila honum í úr­slit­in.

Nina Kraljic er full­trúi Króata og næst í röð­inni. Hún flytur popp-ball­öð­una Light­hou­se. Mér finnst þetta flott lag. Lát­laust með smekk­lega útsetn­ingu að vopni og stelpan hefur gott vald á hljóð­færi sínu. Flautur og slaufu­hend­ingar hjá söngv­ar­anum gefa lag­inu írskan blæ en þjóð­lega gít­ar­hljóð­færið Tamburica sem að skeytt er inn á milli hend­inga í við­lag­inu kemur upp um upp­runa lags­ins. Gott stöff.

Hol­lend­ingar tefla fram enn einu kán­trískotna fram­lag­inu. Ég spái lag­in­u ár­angri, ekki í keppn­inni þó, heldur mögu­lega í trygg­ing­ar­aug­lýs­ingu á næst­unni.

Það eru svo Armenar sem að loks­ins byrja Júró­visíon partý­ið. Skot­held útsetn­ing að hætti Svía með geggj­uð­u­m ­þjóð­laga­kafla  á milli við­laga. Það eina sem lagið líður fyrir er lengdin en eins og flestir vita mega lög í keppn­inni ekki vera lengri en þrjár mín­út­ur. Lagið endar heldur snubb­ótt en kemur þó ekki að sök. Iveta flýgur í úrslit.

Auglýsing

Smá­ríkið San Mar­ino er með atrið­i ­sem ég næ ekki alveg utan um. Þeir tefla fram flytj­anda að nafni Ser­hat og lag­inu „I didn’t know”. Ég er nokkuð sann­færður um að margir karl­menn á aldri við mig finnst sem að þeir hafi heyrt þetta lag áður, í kvik­myndum sem þeir áttu á VHS ­spólum og geymdu undir rúmi.

Næstir eru Rúss­ar. Margir spá þeim ­miklum árangri í ár. Þeir vita að sjón­ræn fram­setn­ing skiptir miklu og með­ að­stoð þrí­víð­ar­tækkni er atriði þeirra glæsi­legt. Lagið ber sig þó ekki eitt og ­sér, en gæti farið langt með magnað sjón­ar­spilið að vopni.

Tékkum hefur ekki gengið vel í keppn­inni en breyt­ing verður á í ár. Vinur minn Aidan O’Connor er í höf­unda­teymi Tékka og ég spái því að þeir fari áfram. Dramat­ískt lag sem klímaxar í flottum við­lags­húkk og vel heppn­aðri brú. Hér þarf að hækka í græj­un­um.

Næstir eru Kýp­verjar með lag eftir einn mesta atvinnu­mann­inn í Eurovision, T­homas G:son. Hann er einn höf­unda Euphoria. Heil­inn á bak­við það lag er þó ­fé­lagi minn Peter Boström sem er einn snjall­asti útsetj­ari og pródúsent Sví­a. Lagið er svo­lítið klisju­kennt, útsetn­ingin svo­lítið úttroð­inn og gam­al­dags, ekki síst á árinu 2016 þeg­ar „less is more” er það sem menn leit­ast eftir við ­smíði á hljóð­heim­um.

Aust­ur­ríki er næst með lag­ið Loin d’ici”. Þeir end­ur­taka stærstu mis­tök Frakk­lands í keppn­inni og syngja á frönsku. Lagið er þó krútt­legt og því er almennt spáð góðu gengi. Stemn­ingin í lag­inu minnir svo­lítið á Moi Lolita” eftir Alizee. Það telst þeim þó einatt til tekna að lagið hljómi kunn­ug­lega. Sætt.

Eist­land teflir fram Juri Poots­mann ­með lag­inu Play”. 60’s áhrifin eru alls­ráð­andi í útsetn­ingu og sniðið á jakka­föt­unum passar vel við þau áhrif. Flottur náungi en efa að lagið muni ger­a ­mik­ið.

Azer­bai­jan hefur ævin­lega gengið vel í keppn­inni. Þeir hafa not­ast við sænska höf­unda og geggjuð nútíma­leg út­setn­ing­in  ber þess glögg­lega merki að svíar standi að baki lag­inu í ár. Það er sön­k­onan Samra sem býður upp á lag­ið Miracle” og hljóð­heimur lags­ins er á pari við það besta sem að elektróníska tón­list­ar­senan býður uppá í dag.  Mér­ finnst við­lagið þó vera veikasti punktur þess en atriðið flýgur í úrslit. Þeir not­ast við fra­s­er­ingu í orð­inu Mir­r­or” sem minnir mig mikið á húkk­inn í lag­in­u “Para­d­ise” með Cold­play.  Það kemur þó ekk­ert að sök. Gott stöff.

Svart­fjalla­land teflir fram band­in­u Hig­hway með lag­ið The real thing”. Mér finnst þetta nokkuð töff. Þungt rokk ­með dub-step áhrif­um. Gefa skít í eurovision for­múl­urnar og fá plús í kladd­an ­fyrir það. Var ann­ars í Svart­fjalla­landi um dag­inn, mæli með heim­sókn til­ ­stranda­borg­anna Budva og Bar en höfu­borgin Podgorica var ekki eins spenn­andi.

Ísland er næst á dag­skrá. Það er Greta Salóme sem stígur á svið með lag sitt „Hear them call­ing”. Þetta er í annað sinn sem Greta keppir í Eurovision. Eins og við er að búast þegar Greta er ann­ars vegar er útsetn­ing lags­ins og ­at­riðið sjálft skot­helt. Greta hefur verið að klifra upp vin­sæld­ar­listana hjá veð­bönkum og þar kemur reynsla hennar klár­lega við sögu. Hún hefur staðið sig vel á æfingum og fram­koma hennar hefur vakið eft­ir­tekt. Greta er verð­ug­ur ­full­trúi lands­ins og hún fær hrós fyrir það að ger­ast hæfi­lega pólítísk með­ skila­boð­unum í lag­inu. Ég þekki það sjálfur í mínu starfi sem læknir að skila­boð Gretu eiga því miður vel við á árinu 2016. Til ham­ingju með árang­ur­inn Greta mín, njóttu augna­bliks­ins. Áfram Íslands.

Næst á eftir Íslandi er Bosnía með lagið „Lju­bav Je”. Lagið byrjar á fal­legum þjóð­legum nótum og gæti allt eins verið eftir eft­ir hinn goð­sagn­ar­kennda serbneska höf­und, Zeljko Joksimovic en fljót­lega kem­ur annað í ljós. Erindin eru leið­in­leg og það verður að telj­ast nokkuð vel af sér­ vikið að kórus­inn er enn verri með óbæri­leg­um  rapp-kafla. Þessi piss­upása hefði verið betur stað­sett um mið­bik rið­ils­ins en ekki hér í blá­lok­in. 

Einn flytj­enda lags­ins, Deen, flutti eitt vin­sælasta lag keppn­innar 2004 en við öttum kappi í Ist­an­bul það árið. Þá söng hann hið magn­aða „In the disco” með dans­hreyf­ingum sem tröll­riðu dans­klúbb­um Ist­an­bul borgar meðan á keppni stóð. Við hitt­umst svo á sal­ern­inu í opn­un­arpartý­inu í Ist­an­bul. Við vorum að kasta af okkur vatni hlið við hlið er hann átt­aði sig á því að ég væri höf­undur íslenska fram­lags­ins. Hann sagði að við værum í algjöru upp­á­haldi hjá sér, kynnti sig um leið og hann los­aði hægri hend­ina af félag­anum og setti hana nán­ast upp í mig svo ég gæti kysst hans há­tign á hand­ar­bak­ið. Með sam­an­herptar var­irnar þekkt­ist ég boðið meðan hann ­sprændi í þvag­skál­ina. Við eyddum svolitlum tíma saman þarna úti­, ­þræl­skemmti­legur strákur en því miður er fram­lagið hans í ár ekki gott. Sorrí Deen.



Síð­asta lag kvölds­ins er svo frá Möltu. Malta hefur ávalt tekið keppn­ina al­var­lega og teflt fram vönd­uðum útsetn­ingum og atrið­um, burt­séð frá gæð­i lag­ana. Lagið þeirra í ár er þrusu gott og ber nafnið „Walk on water”. Lagið er nú­tíma­legt hvað útsetn­ingu varðar og not­ast við mikið unnar raddupp­tökur sem ­búið er að hraða, hækka um átt­und og breyta í raun í hljóð­færi. Þessi tækni er ­mikið notuð í elektrónískri tón­list í dag. Fræg­asta dæmið er lík­leg­ast notk­un radda í lag­inu  „Where are you now” með­ Ju­stin Bieber. Það sem virkar eins og elektrónískur synt­hes­izer er í raun rödd Ju­stins sem klippt hefur verið til, hækk­uð, snúið við og hraðað þannig að út­koman er fram­andi hljóð­færi. Sam­kvæmt reglum ESC verða allar raddir að verða ­fluttar á sviði en ekki af upp­töku. Ég vona þó að svona hljóð­vinnsla verð­i ­leyfð til að lög keppn­inar geti nýtt sér nútíma upp­töku­tækni / hljóð­blöndun til útsetn­ing­ar.

Þá er upp­taln­ing á lögum kvölds­ins öll. Njótið vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None