Olèna er söngvari, lagahöfundur og framleiðandi indí-raftónlistar. Upprunalega er Olèna frá Frakklandi en hefur búið í Reykjavík síðustu 10 ár. Olèna tilheyrir þeim parti íslensks samfélags sem tengir sterkt við huldufólk og hún segir að þau gefi henni þennan sérstaka hljóm í röddinni, en það er órólegur og viðkvæmur tónn sem virðist koma langt að handan, nær heimi drauma en veruleika. Í gegnum raftónlist sína segist hún fá útrás fyrir takti og tónum hinnar elektrónísku senu. Púls hins hrífandi stefs sem keyrir áfram á tilfinningunni, krafti náttúrunnar og slætti hjartans. Þar sem rödd og hljóðfæri mætast, og sameinast eða rekast á líkt og elskendur sem ná ekki að tala saman en tengjast í gegnum óminn. Kjarninn hitti Olènu og tók hana tali.
Hvers vegna og hvenær komst þú fyrst að tónlist?
Ég hef alltaf sungið, svo lengi sem ég man eftir mér, og ég sé mig fyrir mér fimm ára að sveifla mér í rólu syngjandi. Ég var syngjandi alltaf, allstaðar!
Ég kem úr franska sveit og það að spila tónlist, þ.e. ef það væri ekki hluti af venjulegu námi í barnaskóla, var mjög erfitt og dýrt fyrir venjulega fjölskyldu að borga. Svo ég byrjaði fikta mig áfram með hljóðfæri afa míns og ömmu í heimsóknum okkar til þeirra. En því miður þurfti ég að horfa uppá hljóðfærin þeirra smám saman yfirgefa heimili, til sölu, píanó, fiðlur og fleira. Það var ekki fyrr en ég flutti til stóru systur minnar og fór í nám í París, sem ég fór að gera tilraunir til að taka upp röddina mína. Þegar ég gekk í listaskólann í Beaux hafði ég aðgang að tölvum og uppgötvaði alla möguleikana. Það opnaði leiðina. Í samtímalist leyfði ég mér að prufa mig áfram með tónlistina. Fyrsta opinbera framkoma mín var í listasafni, skipulögð af listamanninum Nathalie Talec, ég var þá 21 árs.
Hvað er Domestic Migration?
Fyrsta platan mín Hurt by Heart. Hún var safn af ungra augnablika lífs míns. Mjög persónuleg, eins og dagbók. Platan var eingöngu unnin af mér, frá byrjun til enda. Samning laganna, upptökurnar, framleiðslan, hljóðblöndun og fjármögnun. Domestic Migration er titill þessarar plötu. Hann segir til um mannlegu hreyfinguna. Domestic merkir heima eða heimili, heimavöllur. Migration merkir það flakk sem t.d. fuglarnir fara á og þurfa að gera til að lifa af. Það er blanda af þessu sem ég tengi við við gerð plötunnar. Ég er frönsk, foreldrar mínir eru franskir, foreldrar föður míns voru frá Úkraínu og foreldrar móður minnar voru frá hinni frönsku Alsír. Sú blanda er minn uppruni og saga. Ég hef búið á Íslandi 1/3 af minni ævi og það er enn einn þátturinn í þessari blöndun minni. Einn einn parturinn í þessu ferli mínu er þetta hópfjármögnunarverkefni sem ég er með á Karolina Fund og fá með því fjöldann til að hjálpa til við efnislega gerð þessarar plötu. Allir geta komið að því að gera plötuna að veruleika. Það gefur mér einnig meiri fjarlægð við hana og gott að geta að vissu leyti sleppt henni út í heiminn. Platan er frá mínu sjónarhorni, andagiftin kemur frá fjölskyldu minni og uppruna, en raunhugmyndin er samtalið milli okkar allra. Það er því mín ósk að fá fleiri til að koma að gerð plötunnar.
Kemur þú opinberlega fram? Finnst þér gaman að koma fram?
Já, algjörlega það er frábært. En mér finnst erfitt að koma fram, því að mér finnst erfitt spila og syngja á sama tíma og af því að ég er sjálflærð. Það var því verulega gott að fá hjálp frá Fannari (Asonat / Kidsune / Plastik Joy) & Herði (M-band) sem spila stundum með mér. Mér finnst líka dýpkandi að vera með myndbandasýningu þegar ég flyt tónlist. Ljós og myndir skapa dreymið andrúmsloft.
Ég fór í tónleikaferð til Japans á síðasta ári. Ég kom ein fram og reyndi að nota tölvuna lítið við flutninginn. Þetta skapaði tilfinningaþrungið og persónulegt andrúmsloft sem áheyrendur voru mjög ánægðir með. Mér fannst erfitt að geta ekki gefið þeim rafræna tónleika en það kom ekki að sök. Draumur minn er að flytja tónlist í kirkju eða á stað með sambærilegan hljómburð.
Verkefnið á Karolina Fund má finna hér.
Fleiri tenglar: Facebook - Vefsíða - Bandcamp - Soundcloud
Tónleikar í Japan:
https://www.youtube.com/watch?v=XqGF0affWFY
https://www.youtube.com/watch?v=rNR_jdrxHq4
https://www.youtube.com/watch?v=SirkOghW6po