Karolina Fund: Huldufólkið gefur röddinni tóninn

Domestic Migration
Auglýsing

Olèna er söngv­ari, laga­höf­undur og fram­leið­andi indí-raf­tón­list­ar. Upp­runa­lega er Olèna frá Frakk­landi en hefur búið í Reykja­vík síð­ustu 10 ár. Olèna til­heyrir þeim parti íslensks sam­fé­lags sem tengir sterkt við huldu­fólk og hún segir að þau gefi henni þennan sér­staka hljóm í rödd­inni, en það er óró­legur og við­kvæmur tónn sem virð­ist koma langt að hand­an, nær heimi drauma en veru­leika. Í gegnum raf­tón­list sína seg­ist hún fá útrás fyrir takti og tónum hinnar elektrónísku senu. Púls hins hríf­andi stefs sem keyrir áfram á til­finn­ing­unni, krafti nátt­úr­unnar og slætti hjart­ans. Þar sem rödd og hljóð­færi mætast, og sam­ein­ast eða rekast á líkt og elskendur sem ná ekki að tala saman en tengj­ast í gegnum óminn. Kjarn­inn hitti Olènu og tók hana tali.

Hvers vegna og hvenær komst þú fyrst að tón­list?

Ég hef alltaf sung­ið, svo lengi sem ég man eftir mér, og ég sé mig fyrir mér fimm ára að sveifla mér í rólu syngj­andi. Ég var syngj­andi alltaf, all­stað­ar!

Auglýsing

Ég kem úr franska sveit og það að spila tón­list, þ.e. ef það væri ekki hluti af venju­legu námi í barna­skóla, var mjög erfitt og dýrt fyrir venju­lega fjöl­skyldu að borga. Svo ég byrj­aði fikta mig áfram með hljóð­færi afa míns og ömmu í heim­sóknum okkar til þeirra. En því miður þurfti ég að horfa uppá hljóð­færin þeirra smám saman yfir­gefa heim­ili, til sölu, píanó, fiðlur og fleira. Það var ekki fyrr en ég flutti til stóru systur minnar og fór í nám í Par­ís, sem ég fór að gera til­raunir til að taka upp rödd­ina mína. Þegar ég gekk í lista­skól­ann í Beaux hafði ég aðgang að tölvum og upp­götv­aði alla mögu­leik­ana. Það opn­aði leið­ina. Í sam­tíma­list leyfði ég mér að prufa mig áfram með tón­list­ina. Fyrsta opin­bera fram­koma mín var í lista­safni, skipu­lögð af lista­mann­inum Nathalie Talec, ég var þá 21 árs.

Hvað er Domestic Migration?

Fyrsta platan mín Hurt by Heart. Hún var safn af ungra augna­blika lífs míns. Mjög per­sónu­leg, eins og dag­bók. Platan var ein­göngu unnin af mér, frá byrjun til enda. Samn­ing lag­anna, upp­tök­urn­ar, fram­leiðslan, hljóð­blöndun og fjár­mögn­un. Domestic Migration er tit­ill þess­arar plötu. Hann segir til um mann­legu hreyf­ing­una. Domestic merkir heima eða heim­ili, heima­völl­ur. Migration merkir það flakk sem t.d. fugl­arnir fara á og þurfa að gera til að lifa af. Það er blanda af þessu sem ég tengi við við gerð plöt­unn­ar. Ég er frönsk, for­eldrar mínir eru franskir, for­eldrar föður míns voru frá Úkra­ínu og for­eldrar móður minnar voru frá hinni frönsku Alsír. Sú blanda er minn upp­runi og saga. Ég hef búið á Íslandi 1/3 af minni ævi og það er enn einn þátt­ur­inn í þess­ari blöndun minni. Einn einn part­ur­inn í þessu ferli mínu er þetta hóp­fjár­mögn­un­ar­verk­efni sem ég er með á Karol­ina Fund og fá með því fjöld­ann til að hjálpa til við efn­is­lega gerð þess­arar plötu. Allir geta komið að því að gera plöt­una að veru­leika. Það gefur mér einnig meiri fjar­lægð við hana og gott að geta að vissu leyti sleppt henni út í heim­inn.  Platan er frá mínu sjón­ar­horni, anda­giftin kemur frá fjöl­skyldu minni og upp­runa, en raun­hug­myndin er sam­talið milli okkar allra. Það er því mín ósk að fá fleiri til að koma að gerð plöt­unn­ar. 

Kemur þú opin­ber­lega fram? Finnst þér gaman að koma fram?

Já, algjör­lega það er frá­bært. En mér finnst erfitt að koma fram, því að mér finnst erfitt spila og syngja á sama tíma og af því að ég er sjálf­lærð. Það var því veru­lega gott að fá hjálp frá Fann­ari (Asonat / Kidsune / Plastik Joy) & Herði (M-­band) sem spila stundum með mér. Mér finnst líka dýpk­andi að vera með mynd­banda­sýn­ingu þegar ég flyt tón­list. Ljós og myndir skapa dreymið and­rúms­loft. 

Ég fór í tón­leika­ferð til Jap­ans á síð­asta ári. Ég kom ein fram og reyndi að nota tölv­una lítið við flutn­ing­inn. Þetta skap­aði til­finn­inga­þrungið og per­sónu­legt and­rúms­loft sem áheyr­endur voru mjög ánægðir með. Mér fannst erfitt að geta ekki gefið þeim raf­ræna tón­leika en það kom ekki að sök. Draumur minn er að flytja tón­list í kirkju eða á stað með sam­bæri­legan hljóm­burð. 

Verk­efnið á Karol­ina Fund má finna hér.  

Fleiri tengl­ar: Face­book - Vef­síða -  Bandcamp - Soundcloud

Tón­leikar í Jap­an: 

https://www.youtu­be.com/watch?v=XqG­F0affW­FY 

https://www.youtu­be.com/watch?v=rN­R_jdrx­Hq4 

https://www.youtu­be.com/watch?v=S­ir­kOg­hW6po 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None