Að morgni dags 11. september 2001 flugu hryðjuverkamenn farþegaþotum á Tvíburaturnana í New York í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 2.996 manns fórust og meira en 6.000 manns slösuðust. Mikið af þeim sem létust voru björgunarmenn, slökkviliðsmenn og lögregluþjónar.
Atburðunum og eftirmálunum er lýst í leiðara Magnús Halldórssonar í morgun.
Ljósmyndirnar frá þessum degi eru einstakar og fanga margar skelfinguna sem gerip um sig þegar venjulegur þriðjudagsmorgun á Manhattan-eyju varð að mikilvægum degi í samtímasögunni.
Auglýsing
Videobloggarinn Casey Neistat bjó nálægt Tvíburaturnunum 11. september 2001. Hann lýsti upplifun sinni á YouTube.