Djúp spor

Maðurinn með lágstemmdu en gullfallegu röddin, Leonard Cohen, hefur kvatt þenn heim. Ferill hans spannar meira en 50 ár. Sögur hans og lög lifa góðu lífi.

Cohen
Auglýsing

Leonard Cohen sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 1967, fyrir tæplega 50 árum. Frá þeim tíma hefur hann skapað sér orðspor sem einn áhrifamesti texta- og lagasmiður sinnar kynslóðar. Hann lést í vikunni, 82 ára að aldri.

Alveg fram á þetta ár sýndi Cohen listir sínar á sviði, en hann hafði áhrifamikla nærveru á sviði og rödd hans – djúp og breið – leiddi fólk áfram í gegnum sögurnar sem lög hans og textar innihalda.

Röddin sem aldrei gleymist

Röddin mun ekki gleymast. Spor Cohen í tónlistarsögunni eru óvenjulega djúp, eins og röddin.

Auglýsing

Síðasta viðtalið sem Cohen veitti var í sumar þegar David Remnick, blaðamaður New Yorker, heimsótti hann á heimili hans í Los Angeles. „Ég er tilbúinn að deyja“ var það fyrsta sem Cohen sagði, áður en hann fór í gegnum ítarlegt stöðumat á ferli sínum.


Skilaboðin voru tiltölulega einföld frá honum. Hann sagðist vera sáttur við lífsverk sitt, þrátt fyrir erfiðleika og ýmsar hindranir, og að þá mætti þessu bara ljúka. Innan við hálfu ári seinna kvaddi hann.

Cohen sagðist í viðtalinu vera heppinn, þar sem hann hefði fjölskyldu með sér í öllum hans störfum, sem gæfi honum svigrúm til að sinna henni eins og hann gæti best. Þetta væru hans forréttindi, og ástæðan fyrir löngum ferli. „Án fjölskyldunnar þá væri ég ekki að gera þetta. Það væri ómögulegt, því hún er mitt bakbein,“ sagði Cohen við Remnick.


Endurnýjun

Þó stíll Cohen – lágstemmd textasnilld með grípandi melódíu – hafi alltaf verður sérstakur, og beintendur hans persónu, þá hefur hann endurnýjar aðdáendahóp sinn í gegnum allan ferilinn. Þetta hefur meðal annars gerst í gegnum áhuga annarra tónlistarmanna á honum og lögum hans. Sá frábæri tónlistarmaður, Jeff Buckley, sem lést árið 1997 aðeins 32 ára gamall, gerði lagið Hallelujah eftirminnilega að sínu á plötunni Grace. Margir tónlistarunnendur hafa kynnst Cohen í gegnum hann í seinni tíð.

Útgáfa Cohens verðu þó alltaf frumkrafturinn. Eitthvað sem einkenndi hann alla tíð. Heilindi gagnvart viðfangsefninu, listinni og sögunum. 

Áföllin sem tónlistarheimurinn hefur orðið fyrir á árinu, með fráfalli David Bowie, Prince og nú Cohen, eru mikil og þung. En tónlist þeirra lifir, og í tilfelli Cohen þá eru það ekki síst sögurnar sem hann sagði í textum sínum, um sígild viðfangsefni lífsins, sem verða á spjöldum tónlistarsögunnar um ókomna tíð.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None