„Eldheitt“ kammerprógramm í Hörpu í sumar

Það verður nóg um að vera í Hörpu í sumar. Sumartíminn var oftast nokkuð dauður tími en nú flykkist fólk á viðburði allan ársins hring.

Dagskráin í Hörpu er fjölbreytt í sumar.
Dagskráin í Hörpu er fjölbreytt í sumar.
Auglýsing

Í sumar er margt á dag­skrá tón­list­ar­húss­ins Hörpu bæði fyrir ferða­menn og Íslend­inga. Fastir liðir á borð við Reykja­vík Midsum­mer Music verða á sínum stað, auk Harpa International Music Academy og Jazzhá­tíðar í ágúst.

Mel­korka Ólafs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri tón­listar í Hörpu, segir aukna áherslu á við­burði fyrir ferða­fólk hafa stuðlað að þétt­ari aðsókn allt árið um kring.

Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu.

„Við erum að fá tvær bestu kamm­er­hljóm­sveitir í Evr­ópu í heim­sókn í ár, sú fyrri mætir núna 19. maí. Það eru bestu spil­ar­arnir úr hinum frægu hljóm­sveitum Berlín­ar­fíl­harm­ón­í­unni og Vín­ar­fíl­harm­ón­í­unni sem mynda Kamm­er­sveit Vínar og Berlín­ar, sem stofnuð var af Sir Simon Rattle fyrir nokkrum árum.“

Berlín­ar­fíl­harm­ón­ían hefur áður komið til Íslands og leikið í Hörpu og fengið glimr­andi við­tök­ur. Hljóm­list­ar­menn­irnir hafa einnig haft orð á því hversu vel þeim leist á Hörpu. Vín­ar­fíl­harm­ón­ían er hins vegar í hæsta verð­flokki. „Vín­ar­fíl­harm­ón­ían er svo brjál­æð­is­lega flott að það væri hæpið að geta boðið öllum hópnum til Íslands. En við fáum að minnsta kosti tæki­færi til að hlýða á hluta hennar í miklu návíg­i,“ segir Mel­korka.

17 hljóð­færa­leik­arar úr þessum tveimur hljóm­sveitum mynda kamm­er­sveit­ina sem treður upp í Eld­borg 19. maí. Mel­korka segir að þau ætli að spila „að­gengi­legt og eld­heitt prógramm“.

„Það hefur alltaf verið svo­lít­ill slagur á milli þess­ara hljóm­sveita því þær hafa báðar verið nefndar bestu hljóm­sveit­irnar í Evr­ópu. Og þegar er verið að etja saman spil­urum úr báðum hljóm­sveitum verður til ein­hver alveg sér­stök orka.“

Auglýsing

Fastir sum­ar­liðir

Mel­korka segir að sum­arið verði ann­ars fjöl­breytt. „Ein­hverjum finnst eflaust áhuga­vert að Krishna Das sé að koma. Hann ætlar að vera í Eld­borg svo fólk getur fjöl­mennt þangað til and­legrar iðk­unar og til að syngja kirt­an.“

„Svo erum við með Reykja­vík Midsum­mer Music sem er þessi fína kamm­ermús­ík­-há­tíð hans Vík­ings Heið­ars. Hún er í kringum Jóns­mess­una,“ segir Mel­korka.

„Önnur hátíð hefur líka farið sívax­andi síð­ustu ár og er alveg svaka­lega flott. Það er Harpa International Music Academy. Það er alþjóð­legt tón­list­ar­nám­skeið fyrir ung­linga. Þá fyllist allt húsið af krökkum með fiðlur og selló. Sú hátíð er einnig í jún­í.“

„Svo er Jazzhá­tíðin í ágúst. Það er fjög­urra daga hátíð og hefur verið í Hörpu frá opn­un.“

Víkingur Heiðar Ólafsson sér um Reykjavík Midsummer Music í júní.

Þyrni­rós er jóla­ball­ett­inn

Á dag­skrá Hörpu í nóv­em­ber und­an­farin ár hafa verið magn­aðar ball­ett­sýn­ingar á borð við Svana­vatnið og Hnotu­brjót­inn. Í ár verður Þyrni­rós sýnd í Hörpu. „Það verður örugg­lega mjög fal­leg sýn­ing líka; fjöl­skyldu­sýn­ing eins og hinar hafa ver­ið. Ball­ett­sýn­ing­arnar hafa gengið mjög vel og verið bæði vin­sælar og hátíð­leg­ar. Sumir eru farnir að líta á þær sem byrj­un­ina á jól­un­um. Það er svo­lítið fal­leg­t.“

Sami ball­ett­hópur og Harpa hefur verið í sam­vinnu við und­an­farin ár mun sýna Þyrni­rós, við með­leik Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands. Hóp­ur­inn er frá St. Pét­urs­borg í Rúss­landi en ferð­ast um víða ver­öld með sýn­ing­arnar sínar ár hvert. Ball­ett­inn verður einnig sýndur í Hofi á Akur­eyri í ár eins og í fyrra.

Á milli jóla og nýárs mun Sigur Rós taka yfir ýmis rými Hörpu og koma fram á fernum tón­leikum í Eld­borg. Þá verða fimm ár liðin síðan hljóm­sveitin kom síð­ast fram á Íslandi. Miða­sala á tón­leik­ana hefst mánu­dag­inn 15. maí.

Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum milli jóla og nýárs í Hörpu.

Einn vin­sæl­asti ferða­manna­staður lands­ins

Tón­list­ar­húsið Harpa hefur síðan húsið opn­aði árið 2011 orðið að einum vin­sælasta ferða­manna­stað lands­ins. Þangað flykkj­ast ferða­menn, hvort sem það er vegna áhuga á tón­list eða ein­kenn­andi arkítektúr húss­ins.

Harpa er orðin að einum vinsælasta ferðamannastað landsins.

Mel­korka segir ferða­manna­straum­inn vera mik­il­vægan hlekk í dag­skrá og rekstri Hörpu. Suma daga breyt­ist hún í als­herjar þjón­ustu­mið­stöð, en þiggur þó ekk­ert styrkfé sem slík.

„Þegar veðrið er vont er hvergi betra að vera. Í fyrra gerðum við mik­inn skurk í að setja af stað verk­efni sem voru sér­stak­lega ætluð ferða­mönn­um. Við byrj­uðum með dag­lega hádeg­is­tón­leika í Eld­borg, Reykja­vík Classics, því margir ferða­menn eru mjög áhuga­samir að heyra hvernig sal­ur­inn hljóm­ar. Í sumar verða þrennir tón­leikar á dag í Eld­borg, Reykja­vík Classics og Perlur íslenskra söng­laga.“

Tvær leik­sýn­ingar hafa verið settar upp í Hörpu sem sér­stak­lega er beint til ferða­manna. Íslend­inga­sög­urnar eru settar upp í grín­bún­ing í sýn­ing­unni Icelandic Sagas og svo er How to become Icelandic in 60 minutes, sem Mel­korka segir vera svaka­lega vin­sæla.

„Svo erum við farin að geta boðið upp á stærri tón­leika yfir sum­ar­tím­ann. Við próf­uðum það í fyrra og það gekk bara mjög vel. Það kom okkur nokkuð á óvart því áður var sum­arið nokkuð dauður tími. Í sumar mæta gamlar kempur eins og Her­bie Hancock og Eng­il­bert Humperdinck. Það verður fróð­legt að sjá hvernig það geng­ur. Svo má nátt­úru­lega ekki gleyma Kool and the Gang.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiMenning