„Eldheitt“ kammerprógramm í Hörpu í sumar

Það verður nóg um að vera í Hörpu í sumar. Sumartíminn var oftast nokkuð dauður tími en nú flykkist fólk á viðburði allan ársins hring.

Dagskráin í Hörpu er fjölbreytt í sumar.
Dagskráin í Hörpu er fjölbreytt í sumar.
Auglýsing

Í sumar er margt á dag­skrá tón­list­ar­húss­ins Hörpu bæði fyrir ferða­menn og Íslend­inga. Fastir liðir á borð við Reykja­vík Midsum­mer Music verða á sínum stað, auk Harpa International Music Academy og Jazzhá­tíðar í ágúst.

Mel­korka Ólafs­dótt­ir, dag­skrár­stjóri tón­listar í Hörpu, segir aukna áherslu á við­burði fyrir ferða­fólk hafa stuðlað að þétt­ari aðsókn allt árið um kring.

Melkorka Ólafsdóttir er dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu.

„Við erum að fá tvær bestu kamm­er­hljóm­sveitir í Evr­ópu í heim­sókn í ár, sú fyrri mætir núna 19. maí. Það eru bestu spil­ar­arnir úr hinum frægu hljóm­sveitum Berlín­ar­fíl­harm­ón­í­unni og Vín­ar­fíl­harm­ón­í­unni sem mynda Kamm­er­sveit Vínar og Berlín­ar, sem stofnuð var af Sir Simon Rattle fyrir nokkrum árum.“

Berlín­ar­fíl­harm­ón­ían hefur áður komið til Íslands og leikið í Hörpu og fengið glimr­andi við­tök­ur. Hljóm­list­ar­menn­irnir hafa einnig haft orð á því hversu vel þeim leist á Hörpu. Vín­ar­fíl­harm­ón­ían er hins vegar í hæsta verð­flokki. „Vín­ar­fíl­harm­ón­ían er svo brjál­æð­is­lega flott að það væri hæpið að geta boðið öllum hópnum til Íslands. En við fáum að minnsta kosti tæki­færi til að hlýða á hluta hennar í miklu návíg­i,“ segir Mel­korka.

17 hljóð­færa­leik­arar úr þessum tveimur hljóm­sveitum mynda kamm­er­sveit­ina sem treður upp í Eld­borg 19. maí. Mel­korka segir að þau ætli að spila „að­gengi­legt og eld­heitt prógramm“.

„Það hefur alltaf verið svo­lít­ill slagur á milli þess­ara hljóm­sveita því þær hafa báðar verið nefndar bestu hljóm­sveit­irnar í Evr­ópu. Og þegar er verið að etja saman spil­urum úr báðum hljóm­sveitum verður til ein­hver alveg sér­stök orka.“

Auglýsing

Fastir sum­ar­liðir

Mel­korka segir að sum­arið verði ann­ars fjöl­breytt. „Ein­hverjum finnst eflaust áhuga­vert að Krishna Das sé að koma. Hann ætlar að vera í Eld­borg svo fólk getur fjöl­mennt þangað til and­legrar iðk­unar og til að syngja kirt­an.“

„Svo erum við með Reykja­vík Midsum­mer Music sem er þessi fína kamm­ermús­ík­-há­tíð hans Vík­ings Heið­ars. Hún er í kringum Jóns­mess­una,“ segir Mel­korka.

„Önnur hátíð hefur líka farið sívax­andi síð­ustu ár og er alveg svaka­lega flott. Það er Harpa International Music Academy. Það er alþjóð­legt tón­list­ar­nám­skeið fyrir ung­linga. Þá fyllist allt húsið af krökkum með fiðlur og selló. Sú hátíð er einnig í jún­í.“

„Svo er Jazzhá­tíðin í ágúst. Það er fjög­urra daga hátíð og hefur verið í Hörpu frá opn­un.“

Víkingur Heiðar Ólafsson sér um Reykjavík Midsummer Music í júní.

Þyrni­rós er jóla­ball­ett­inn

Á dag­skrá Hörpu í nóv­em­ber und­an­farin ár hafa verið magn­aðar ball­ett­sýn­ingar á borð við Svana­vatnið og Hnotu­brjót­inn. Í ár verður Þyrni­rós sýnd í Hörpu. „Það verður örugg­lega mjög fal­leg sýn­ing líka; fjöl­skyldu­sýn­ing eins og hinar hafa ver­ið. Ball­ett­sýn­ing­arnar hafa gengið mjög vel og verið bæði vin­sælar og hátíð­leg­ar. Sumir eru farnir að líta á þær sem byrj­un­ina á jól­un­um. Það er svo­lítið fal­leg­t.“

Sami ball­ett­hópur og Harpa hefur verið í sam­vinnu við und­an­farin ár mun sýna Þyrni­rós, við með­leik Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands. Hóp­ur­inn er frá St. Pét­urs­borg í Rúss­landi en ferð­ast um víða ver­öld með sýn­ing­arnar sínar ár hvert. Ball­ett­inn verður einnig sýndur í Hofi á Akur­eyri í ár eins og í fyrra.

Á milli jóla og nýárs mun Sigur Rós taka yfir ýmis rými Hörpu og koma fram á fernum tón­leikum í Eld­borg. Þá verða fimm ár liðin síðan hljóm­sveitin kom síð­ast fram á Íslandi. Miða­sala á tón­leik­ana hefst mánu­dag­inn 15. maí.

Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum milli jóla og nýárs í Hörpu.

Einn vin­sæl­asti ferða­manna­staður lands­ins

Tón­list­ar­húsið Harpa hefur síðan húsið opn­aði árið 2011 orðið að einum vin­sælasta ferða­manna­stað lands­ins. Þangað flykkj­ast ferða­menn, hvort sem það er vegna áhuga á tón­list eða ein­kenn­andi arkítektúr húss­ins.

Harpa er orðin að einum vinsælasta ferðamannastað landsins.

Mel­korka segir ferða­manna­straum­inn vera mik­il­vægan hlekk í dag­skrá og rekstri Hörpu. Suma daga breyt­ist hún í als­herjar þjón­ustu­mið­stöð, en þiggur þó ekk­ert styrkfé sem slík.

„Þegar veðrið er vont er hvergi betra að vera. Í fyrra gerðum við mik­inn skurk í að setja af stað verk­efni sem voru sér­stak­lega ætluð ferða­mönn­um. Við byrj­uðum með dag­lega hádeg­is­tón­leika í Eld­borg, Reykja­vík Classics, því margir ferða­menn eru mjög áhuga­samir að heyra hvernig sal­ur­inn hljóm­ar. Í sumar verða þrennir tón­leikar á dag í Eld­borg, Reykja­vík Classics og Perlur íslenskra söng­laga.“

Tvær leik­sýn­ingar hafa verið settar upp í Hörpu sem sér­stak­lega er beint til ferða­manna. Íslend­inga­sög­urnar eru settar upp í grín­bún­ing í sýn­ing­unni Icelandic Sagas og svo er How to become Icelandic in 60 minutes, sem Mel­korka segir vera svaka­lega vin­sæla.

„Svo erum við farin að geta boðið upp á stærri tón­leika yfir sum­ar­tím­ann. Við próf­uðum það í fyrra og það gekk bara mjög vel. Það kom okkur nokkuð á óvart því áður var sum­arið nokkuð dauður tími. Í sumar mæta gamlar kempur eins og Her­bie Hancock og Eng­il­bert Humperdinck. Það verður fróð­legt að sjá hvernig það geng­ur. Svo má nátt­úru­lega ekki gleyma Kool and the Gang.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiMenning