Banksy óvart opinberaður í viðtali

Breskur tónlistarmaður missti nafn Banksy út úr sér í hlaðvarpsviðtali. Og Banksy er...

Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Auglýsing

Heims­frægi vegg­lista­mað­ur­inn Banksy er liðs­maður ensku triphop-hljóm­sveit­ar­innar Massive Attack. Enski tón­list­ar­mað­ur­inn Goldie kom óvart upp um Banksy í við­tali við hlað­varps­þátt­inn Distract­ion Pieces podcast.

Goldie var að tala um það hvernig lista­heim­ur­inn hefur not­fært sér vegg­list og grafi­tí, þrátt fyrir að þetta umdeilda list­form sé enn þá þyrnir í augum fólks.

Listaverk Banksy hafa verið sett upp í listasöfnum víða um heim. Hér sést Winston Churchill skarta grænum hanakamb.

Banksy á sér marga aðdáendur. Gefnar hafa verið út bækur með verkum eftir listamanninn.

Banksy er án efa einn þekkt­asti vegg­lista­maður ver­ald­ar. Verk eftir hann hafa birst víða um heim­inn og bera þau öll sömu ein­kenni upp­reisnar og andúðar á ríkj­andi kerfi. Fræg­ust mynda Banksy er mót­mæl­and­inn sem kastar blóm­vendi í stað Mólotov-kok­teils.

Auglýsing

Goldie tók dæmi af vin­sældum Banksy til að rök­styðja mál sitt. „Látið mig fá breið­letur og settu það á stutt­erma­bol og skrif­aðu Banksy á það og við erum kvitt. Við getum selt það þá... Þetta segi ég ekki af van­virð­ingu við Robert, mér finnst hann snjall lista­mað­ur. Ég held að hann hafi snúið lista­heim­inum á hvolf.“

Robert Del Naja, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Massive Attack, er sagður vera Banksy.Eftir að hafa sagt nafnið „Ro­bert“ þagn­aði Goldie í stutta stund áður en hann skipti um umræðu­efni.

Í umfjöll­unum um orð Goldie er því slegið föstu að hér sé rætt um Robert Del Naja, sem kallar sig stundum 3D, liðs­mann hljóm­sveit­ar­innar Massive Attack. Del Naja og Goldie eru vinir og þeir unnu sem vegg­lista­menn í sömu kreðsum á seinni hluta níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Para­d­ise Circus er án efa eitt besta lagið með Massive Attack

Del Naja hefur áður verið bendl­aður við nafn Banksy. Í fimm mán­aða langri rann­sókn blaða­manns­ins Craig Willi­ams voru nið­ur­stöð­urnar að Del Naja væri eins konar leið­togi hreyf­ingar vegg­lista­manna um víða ver­öld sem gengi undir nafn­inu Banksy.

Sjálfur hefur Del Naja neitað því að vera Banksy. „Það væri góð saga en því miður er hún ekki sönn,“ hefur hann sagt en við­ur­kenndi að Banksy væri vinur sinn sem léti stundum sjá sig á tón­leikum með Massive Attack.

Aðdá­endur telja hins vegar að fát Goldie stað­festi að Del Naja eigi þátt í Banksy. Vegg­lista­verk eftir Banksy hafa ítrekað birst þar sem Massive Attack hafði nýlega spil­að. Þá rit­aði Banksy for­mála í bók Del Naja, 3D and the Art of Massive Attack, sem kom út í fyrra.

Ekkert er Banksy óviðkomandi. Þetta listaverk birtist í Dover fyrir um það bil ári síðan, þegar þjóðaatkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í Evrópusambandinu var á næsta leiti.

Myndin af stúlkunni með blöðruna birtist fyrst á vegg í London. Upprunalega listaverkið var tekið niður og selt.

Þetta listaverk birtist á vegg í Kínahverfinu í Boston í maí árið 2010.

Þessi ádeila birtist á vegg í miðborg London. Borgarráðið ákvað hins vegar árið 2008 að fjarlægja verkið til þess að „senda skilaboð til veggjakrotara“ í London.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiMenning