Banksy óvart opinberaður í viðtali

Breskur tónlistarmaður missti nafn Banksy út úr sér í hlaðvarpsviðtali. Og Banksy er...

Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Auglýsing

Heims­frægi vegg­lista­mað­ur­inn Banksy er liðs­maður ensku triphop-hljóm­sveit­ar­innar Massive Attack. Enski tón­list­ar­mað­ur­inn Goldie kom óvart upp um Banksy í við­tali við hlað­varps­þátt­inn Distract­ion Pieces podcast.

Goldie var að tala um það hvernig lista­heim­ur­inn hefur not­fært sér vegg­list og grafi­tí, þrátt fyrir að þetta umdeilda list­form sé enn þá þyrnir í augum fólks.

Listaverk Banksy hafa verið sett upp í listasöfnum víða um heim. Hér sést Winston Churchill skarta grænum hanakamb.

Banksy á sér marga aðdáendur. Gefnar hafa verið út bækur með verkum eftir listamanninn.

Banksy er án efa einn þekkt­asti vegg­lista­maður ver­ald­ar. Verk eftir hann hafa birst víða um heim­inn og bera þau öll sömu ein­kenni upp­reisnar og andúðar á ríkj­andi kerfi. Fræg­ust mynda Banksy er mót­mæl­and­inn sem kastar blóm­vendi í stað Mólotov-kok­teils.

Auglýsing

Goldie tók dæmi af vin­sældum Banksy til að rök­styðja mál sitt. „Látið mig fá breið­letur og settu það á stutt­erma­bol og skrif­aðu Banksy á það og við erum kvitt. Við getum selt það þá... Þetta segi ég ekki af van­virð­ingu við Robert, mér finnst hann snjall lista­mað­ur. Ég held að hann hafi snúið lista­heim­inum á hvolf.“

Robert Del Naja, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Massive Attack, er sagður vera Banksy.Eftir að hafa sagt nafnið „Ro­bert“ þagn­aði Goldie í stutta stund áður en hann skipti um umræðu­efni.

Í umfjöll­unum um orð Goldie er því slegið föstu að hér sé rætt um Robert Del Naja, sem kallar sig stundum 3D, liðs­mann hljóm­sveit­ar­innar Massive Attack. Del Naja og Goldie eru vinir og þeir unnu sem vegg­lista­menn í sömu kreðsum á seinni hluta níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Para­d­ise Circus er án efa eitt besta lagið með Massive Attack

Del Naja hefur áður verið bendl­aður við nafn Banksy. Í fimm mán­aða langri rann­sókn blaða­manns­ins Craig Willi­ams voru nið­ur­stöð­urnar að Del Naja væri eins konar leið­togi hreyf­ingar vegg­lista­manna um víða ver­öld sem gengi undir nafn­inu Banksy.

Sjálfur hefur Del Naja neitað því að vera Banksy. „Það væri góð saga en því miður er hún ekki sönn,“ hefur hann sagt en við­ur­kenndi að Banksy væri vinur sinn sem léti stundum sjá sig á tón­leikum með Massive Attack.

Aðdá­endur telja hins vegar að fát Goldie stað­festi að Del Naja eigi þátt í Banksy. Vegg­lista­verk eftir Banksy hafa ítrekað birst þar sem Massive Attack hafði nýlega spil­að. Þá rit­aði Banksy for­mála í bók Del Naja, 3D and the Art of Massive Attack, sem kom út í fyrra.

Ekkert er Banksy óviðkomandi. Þetta listaverk birtist í Dover fyrir um það bil ári síðan, þegar þjóðaatkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í Evrópusambandinu var á næsta leiti.

Myndin af stúlkunni með blöðruna birtist fyrst á vegg í London. Upprunalega listaverkið var tekið niður og selt.

Þetta listaverk birtist á vegg í Kínahverfinu í Boston í maí árið 2010.

Þessi ádeila birtist á vegg í miðborg London. Borgarráðið ákvað hins vegar árið 2008 að fjarlægja verkið til þess að „senda skilaboð til veggjakrotara“ í London.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiMenning