Banksy óvart opinberaður í viðtali

Breskur tónlistarmaður missti nafn Banksy út úr sér í hlaðvarpsviðtali. Og Banksy er...

Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Þetta er án efa ein þekktasta mynd Banksy. Mótmælandinn kastar blómvendi í valdið.
Auglýsing

Heimsfrægi vegglistamaðurinn Banksy er liðsmaður ensku triphop-hljómsveitarinnar Massive Attack. Enski tónlistarmaðurinn Goldie kom óvart upp um Banksy í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Distraction Pieces podcast.

Goldie var að tala um það hvernig listaheimurinn hefur notfært sér vegglist og grafití, þrátt fyrir að þetta umdeilda listform sé enn þá þyrnir í augum fólks.

Listaverk Banksy hafa verið sett upp í listasöfnum víða um heim. Hér sést Winston Churchill skarta grænum hanakamb.

Banksy á sér marga aðdáendur. Gefnar hafa verið út bækur með verkum eftir listamanninn.

Banksy er án efa einn þekktasti vegglistamaður veraldar. Verk eftir hann hafa birst víða um heiminn og bera þau öll sömu einkenni uppreisnar og andúðar á ríkjandi kerfi. Frægust mynda Banksy er mótmælandinn sem kastar blómvendi í stað Mólotov-kokteils.

Auglýsing

Goldie tók dæmi af vinsældum Banksy til að rökstyðja mál sitt. „Látið mig fá breiðletur og settu það á stuttermabol og skrifaðu Banksy á það og við erum kvitt. Við getum selt það þá... Þetta segi ég ekki af vanvirðingu við Robert, mér finnst hann snjall listamaður. Ég held að hann hafi snúið listaheiminum á hvolf.“

Robert Del Naja, einn liðsmanna hljómsveitarinnar Massive Attack, er sagður vera Banksy.Eftir að hafa sagt nafnið „Robert“ þagnaði Goldie í stutta stund áður en hann skipti um umræðuefni.

Í umfjöllunum um orð Goldie er því slegið föstu að hér sé rætt um Robert Del Naja, sem kallar sig stundum 3D, liðsmann hljómsveitarinnar Massive Attack. Del Naja og Goldie eru vinir og þeir unnu sem vegglistamenn í sömu kreðsum á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar.

Paradise Circus er án efa eitt besta lagið með Massive Attack

Del Naja hefur áður verið bendlaður við nafn Banksy. Í fimm mánaða langri rannsókn blaðamannsins Craig Williams voru niðurstöðurnar að Del Naja væri eins konar leiðtogi hreyfingar vegglistamanna um víða veröld sem gengi undir nafninu Banksy.

Sjálfur hefur Del Naja neitað því að vera Banksy. „Það væri góð saga en því miður er hún ekki sönn,“ hefur hann sagt en viðurkenndi að Banksy væri vinur sinn sem léti stundum sjá sig á tónleikum með Massive Attack.

Aðdáendur telja hins vegar að fát Goldie staðfesti að Del Naja eigi þátt í Banksy. Vegglistaverk eftir Banksy hafa ítrekað birst þar sem Massive Attack hafði nýlega spilað. Þá ritaði Banksy formála í bók Del Naja, 3D and the Art of Massive Attack, sem kom út í fyrra.

Ekkert er Banksy óviðkomandi. Þetta listaverk birtist í Dover fyrir um það bil ári síðan, þegar þjóðaatkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í Evrópusambandinu var á næsta leiti.

Myndin af stúlkunni með blöðruna birtist fyrst á vegg í London. Upprunalega listaverkið var tekið niður og selt.

Þetta listaverk birtist á vegg í Kínahverfinu í Boston í maí árið 2010.

Þessi ádeila birtist á vegg í miðborg London. Borgarráðið ákvað hins vegar árið 2008 að fjarlægja verkið til þess að „senda skilaboð til veggjakrotara“ í London.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiMenning