Mikilvægustu augnablik styrjaldarinnar á hvíta tjaldið

Kvikmyndin Dunkirk um Dynamo-áætlunina 1940 er frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í dag.

Auglýsing

Stór­myndin Dun­kirk í leik­stjórn Christopher Nolan er frum­sýnd á Íslandi í dag. Myndin hefur þegar fengið afbragðs dóma og er sögð vera á pari við önnur stór­virki Nol­ans.

Og það sem meira er: Gagn­rýnendur segja hana ein­hverja bestu stríðs­mynd fyrr og síð­ar.

Christopher Nolan og Kenneth BrangahÍ mynd­inni er sögð sagan af flótta inni­lok­aðra breskra og franskra her­manna í strand­bænum Dun­kirk í Frakk­landi yfir Ermar­sund til Bret­lands árið 1940. Mikið úrval leik­ara leikur í mynd­inni, meðal ann­ars Tom Hardy, Cillian Murphy og Kenn­eth Bana­gah svo ein­hverjir séu nefnd­ir.

Þjóð­verjar höfðu þá brot­ist í gegnum Marg­inot-lín­una og hrundið vörnum Frakka. En þegar aðeins einn bær á meg­in­landi Evr­ópu var eftir undir stjórn banda­manna ákváðu þýsku her­for­ingj­arn­ir, með sam­þykkti Adolfs Hitlers, að stöðva sókn skrið­dreka­deilda og land­göngu­liða um stund.

Það varð 338.226 breskum og frönskum dátum til lífs.

Ákvörðun þýskra her­for­ingja og Hitlers að stöðva sókn­ina að Dun­kirk, á meðan nær allt her­lið Bret­lands og Frakk­lands stóð í fjör­unni og beið eftir flutn­ingi yfir Ermar­sund­ið, er talin vera ein versu mis­tök Þýska­lands í stríð­inu. Sagn­fræð­ingar hafa tek­ist á um þýð­ingu þess­arar ákvörð­unar og vilja sumir segja að þarna hafi Hitler byrjað að tapa stríð­inu.

Kjarn­inn ákvað að rekja í stuttu máli aðdrag­and­ann að flótt­anum sem sagt er frá í kvik­mynd­inni Dun­kirk.

Auglýsing

Þjóð­verjarnir koma

Eftir að hafa ráð­ist inn í Pól­land án telj­andi mót­spyrnu árið 1939 færði þýski her­inn sveitir sínar á vest­ur­víg­stöðv­arnar við landa­mæri Þýska­lands að Hollandi, Belg­íu, Lúx­em­búrg og Frakk­landi.

Tilbúinn áróðursmiði úr kvikmyndinni Dunkirk.Frakkar og Bretar stóðu handan landamær­anna í Frakk­landi við Maginot-lín­una (landa­mærin milli Frakk­lands og Þýska­lands) og við landa­mæri Frakk­lands að Belg­íu. Belgía var hlut­laust ríki svo breskum og frönskum her­sveitum var ekki leyft að stilla upp vörnum þar.

Mik­il­vægt er að benda á að Bretar höfðu stærstan hluta af her­afla sínum í Frakk­landi á þessum tíma, á fyrri hluta árs 1940 og ætl­uðu að verja Frakk­land fyrir árás Þjóð­verja.

Bretar stilltu sér upp vest­ast við víg­lín­una enda bjugg­ust allir við að Þjóð­verjar myndu end­ur­taka leik­inn síðan í fyrri heims­styrj­öld­inni (þ. Schleif­fen plan) og mar­sera í gegnum Belg­íu. Það varð raunin og um leið og Þjóð­verjar stigu yfir landa­mærin til Belgíu hófu Bretar og Frakka sókn sína inn til Belgíu einnig.

Það var hins vegar ekki gert ráð fyrir að skrið­dreka­deild Þýska­lands kæm­ist í gegnum skóg­inn í Ardennes við nyrðri enda Maginot-lín­unnar og því voru tak­mark­aðar varnir settar upp þar. Þjóð­verjarnir náðu hins vegar að kom­ast í gegnum skóg­lendið með Panz­er-skrið­drek­ana sína, brjót­ast þannig í gegnum lín­una og koma aftan að sveitum Frakka og Breta í Belg­íu.

Her­sveitir banda­manna voru umkringd­ar; horfðu í byssu­kjaft Þjóð­verj­anna og hörf­uðu hratt að strönd­inni við Ermar­sund­ið.

Frönsku her­sveit­irnar við Marg­inot-lín­una áttu ekki roð í þýsku sveit­irnar og gáfust fljót­lega upp. Bestu her­deildir Bret­lands og Frakk­lands voru kró­aðar af við Ermar­sund­ið.

Banda­menn kró­aðir af í Dun­kirk í maí 1940

Sókn Þjóðverja var hröð og bresku og frönsku hersveitirnar höfðu engan annan kost en að hörfa.

Oper­ation Dynamo

Franski for­sæt­is­ráð­herr­ann Paul Reynaud hafði sam­band við Win­ston Churchill, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, 15. maí 1940 og lýsti yfir upp­gjöf Frakk­lands þegar fimm dagar voru liðnir frá inn­rás Þjóð­verja. Sama dag gafst Hol­land einnig upp fyrir Þjóð­verj­um.

Þegar ljóst var í hvað stefndi og eng­inn mögu­leiki fyrir bresku og frönsku her­deild­irnar að brjót­ast í gegnum umsátur Þjóð­verja fyr­ir­skipar Churchill upp­haf Dyna­mo-­á­ætl­un­ar­innar um flutn­inga her­lið­anna yfir Ermar­sund­ið. Það er hins vegar stór galli á þess­ari áætlun því í henni er aðeins gert ráð fyrir að 45.000 her­menn, að hámarki, geti verið fluttir yfir sund­ið. Fjöldi inni­lok­aðra her­manna var nærri 400.000.

Hinn 22. maí 1940 lögðu Þjóð­verjar undir sig hafn­ar­bæ­ina í Calais og Bou­logne og gerðu mögu­leika á björgun enn minni. Eftir það hörf­uðu allir her­menn­irnir að hafn­ar­bænum Dun­kirk. Þjóð­verjar réð­ust á her­deild­irnar úr lofti og ráða­lausir dát­arnir komust ekk­ert annað en aft­urá­bak undan sókn Panz­er-skrið­drek­anna á landi.

Luftwaffe hæfði fjölda skipa á Ermarsundi.

Hinn 27. maí hófust flutn­ing­arnir yfir Ermar­sundið og voru allir til­tækir bátar og fley ræst af stað yfir að strönd Frakk­lands til þess að sækja her­menn­ina. Vegna grynn­inga undan strönd­inni við Dun­kirk reynd­ist það erfitt og tíma­frekt að koma dát­unum um borð í skip­in. Her­sveit­irn­ar, bæði breskar og franskar, stilltu sér þess vegna upp gengt Panz­er-drek­unum og héldu aftur af sókn Þjóð­verja.

Þýski flugherinn Luftwaffe hæfði fjölmörg skip sem silgdu hlaðin til baka yfir Ermarsundið auk þess sem flugvélarnar létu sprengjum rigna yfir ströndina.



Illa gekk að ferja stærstu skipin úr fjörunni í Dunkirk.

Þessi mynd prýðir plaggöt kvikmyndarinnar um Dunkirk. Þar sést einn af bátunum frá Ramsgate koma dátunum til bjargar.

Erf­ið­ara reynd­ist þó að halda aftur af sókn þýska flug­hers­ins Luftwaffe sem lét sprengjum rigna yfir strönd­ina. Breski flug­her­inn var þess vegna sendur af stað og hófst þá ein­hver magn­þrungn­asta loftor­usta allra tíma. Spit­fire-­vélar Bret­anna eltu Stuka-­vélar Þjóð­verja. Þennan fyrsta dag Dyna­mo-­á­ætl­un­ar­innar var aðeins 7.669 dátum bjargað af strönd­inni í Dun­kirk.

Næstu daga gekk betur ferja skipin sem komu yfir Ermar­sundið og vegna skýja­hulu sem lagð­ist yfir bæinn gat þýski flug­her­inn ekki ráð­ist að stranda­glóp­unum úr lofti. Þjóð­verjar héldu áfram sókn sinni inn í Belg­íu, sem gafst að lokum upp 28. maí, og suður eftir Frakk­landi. Her­nám Þjóð­verja í Frakk­landi gerði það að verkum að öfl­ug­ustu her­deild­irn­ar, bæði loftsveitir og skrið­dreka­deild­ir, voru sendar á víg­stöðv­arnar sunnar í Frakk­landi.

Hinn 31. maí 1940 ákváðu óbreyttir breskir borg­arar að safna saman bátum til þess að sigla yfir Ermar­sundið og sækja her­menn. Lang­flestum var bjargað þennan dag eða rúm­lega 68.014 manns. Strax næsta dag átt­uðu Þjóð­verjarnir sig á því að breski her­inn væri að kom­ast und­an, hraðar en þeir áttu von á. Það var því allt kapp lagt á að ráð­ast gegn dát­unum næstu daga, hvort sem þeir stóðu á strönd­inni eða eftir að þeir höfðu kom­ist um borð í skipin og lagt af stað þessa fáu kíló­metra sem skilja Bret­land frá meg­in­landi Evr­ópu.

Aðfara­nótt 5. júní var björg­un­ar­að­gerðum lok­ið. Þá hafði tek­ist að bjarga sam­tals 338.226 manns af strönd­inni í Dun­kirk. Hinn 4. júní hafði Win­ston Churchill flutt seina af sínum bestu og mik­il­væg­ustu ræðum á stríðs­tímum fyrir breska þing­inu. Í ræð­unni þurfti Churchill að greina frá hern­að­ar­legum hrak­förum og hugs­an­legri inn­rás Þjóð­verja í Bret­land án þess að breiða út von­leysi eða láta fólk halda að sigur gegn Nas­ism­anum væri mögu­leg­ur.

Það á að nýta hvert tæki­færi til þess að koma þess­ari ræðu að, enda er hún frá­bær. Marg­sinnis hefur ræðan verið dramat­íseruð í sjón­varps­þáttum og kvik­mynd­um. Hér sést Brendan Gleeson leika Win­ston Churchill í kvik­mynd­inni Into the Storm.



Mik­il­væg­asta augna­blik stríðs­ins

Björg­un­ar­starfið í Dun­kirk er oftar en ekki sagt vera eitt­hvað mik­il­væg­asta augna­blik Bret­lands í stríð­inu því megnið af þeim her­mönnum sem bjargað var áttu eftir mynda kjarna her­liðs Breta í seinni heims­styrj­öld­inni.

Sagn­fræð­ingar munu eflaust takast á um langt skeið hversu mikla þýð­ingu þessir atburðir höfðu fyrir gang stríðs­ins. Sumir ganga svo langt að segja að hefðu her­menn­irnir ekki bjargast, þá hefði Þýska­land eflaust náð að her­nema Bret­land í stríð­inu. Eitt er víst að við munum aldrei fá að vita hvernig hefði far­ið.

Kvik­mynd Christopher Nolan hefur verið í fram­leiðslu und­an­farin miss­eri. Kvik­mynda­taka hófst í maí í fyrra í Dun­kirk og í Los Ang­el­es. Í mynd­inni má sjá eitt­hvað af þeim bátum sem tóku þátt í hinni raun­veru­legu aðgerð árið 1940 og raun­veru­legar flug­vélar sem smíð­aðar voru í anda vél­anna sem flugu í styrj­öld­inni.

Þrátt fyrir að hafa hlotið nær ein­tómt lof gagn­rýnenda hefur verið bent á að Nolan virð­ist gera lítið úr hlut­verki franskra her­manna í björg­un­ara­frek­inu. Eins og rakið er hér að ofan þá tóku frakk­arnir þátt í að halda aftur af Panz­er-drek­unum svo bjarga mætti sem flest­um.

Dun­kirk er sýnd í Sam­bíó­un­um.





„Við viljum Hitler á lífi“.

Í kapphlaupi við tímann

Björg­un­ar­leið­ang­ur­inn var í kapp­hlaupi við tím­ann því sífellt erf­ið­ara reynd­ist að halda Þjóð­verjum í skefjum á landi og loft­árásir Luftwaffe voru skæð­ar. Nær öll her­gögn voru þess vegna skilin eftir í Dun­kirk.

Dagur Bjargað
27. maí 1940 7.669
28. maí 1940 17.804
29. maí 1940 47.310
30. maí 1940 53.823
31. maí 1940 68.014
1. júní 1940 64.429
2. júní 1940 26.256
3. júní 1940 26.746
4. júní 1940 26.175
Sam­tals 338.226

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...