„Nei, nei, neeeeeiiii!“ voru fyrstu stafrænu viðbrögð bandaríska teiknarans Patrick Hines eftir að hafa lesið um að dagar teikniforritsins Microsoft Paint væru taldir.
Nýjasta uppfærsla Microsoft Windows-stýrikerfisins átti upphaflega ekki vera búin klassíska teikniforritinu Paint sem litað hefur barnæsku margra. Uppfærslan kemur í haust og var tilkynnt um hvað fælist í henni á dögunum. Eftir mikil mótmæli frá almenningi hefur Microsoft útskýrt að þó Paint verði ekki lengur hluti af staðalbúnaði stýrikerfisins verði enn hægt að sækja forritið í gegnum vefverslun fyrirtækisins með forrit, Windows Store.
Paint hefur fylgt öllum Windows-stýrikerfum í 32 ár og fengið uppfærslur allan þann tíma. Paint hefur orðið að aðaltóli þeirra sem teikna illa gerðar internet-grínmyndir, sem hafa sett svip sinn á veraldarvefinn og orðið listamönnum innblástur.
En jafnvel þó internet-grínmyndir geti verið bráðfyndnar er ekki þar með sagt að Paint-afurðir geti ekki orðið aðeins vandaðri.
Einn þeirra er Patrick Hines. Hann hefur sérhæft sig í ítarlegum teikningum í Paint. Hann segist hafa byrjað þegar hann vann næturvaktir fyrir um 15 árum síðan. Á rólegum vöktum fór hann eitthvað að dunda sér í Paint.
Hér að neðan má sjá nokkrar af myndum Hines. Allt safn hans má sjá á Deviant Art-síðunni Captain Redblood.
Hines hefur ekki síst gaman af því að teikna atriði úr kvikmyndum í Paint.
Hines er algjör Harry Potter-fan og hefur þess vegna teiknað nokkrar myndir eftir atriðum í bóknum um galdrastrákinn.
Svo þessi hér að neðan reyndar ekki eftir Hines, en hún er eiginlega of flott til að hafa hana ekki með.