Laxeldi og byggðir – annar hluti: Laxeldið hið nýja

Hans Guttormur Þormar fjallar um byggðamál og lausnir við vanda byggðaþróunar á Íslandi. Laxeldi er „nýjasti megrunarkúrinn“ segir Hans.

laxeldi
Auglýsing

Nýjasti megr­un­ar­kúr­inn fyrir byggð­ar­lög fyrir vestan er lax­eldi byggt upp með fjár­magni frá Nor­egi bakkað upp af valda­að­ilum á Vest­fjörð­u­m/Ís­landi.

„Þol­in­móða“ fjár­magnið frá Nor­egi er til­komið vegna þess að fjár­festar þar geta ekki lengur vaðið yfir allt og alla með sjó­kvía­eldi. Í stað­inn byrja þeir sama leik­inn á Íslandi eins og byrjað var með áróður í Nor­egi og á vest­ur­strönd Skotlands. Það er vaðið áfram og fjár­fest og fjár­fest til þess eins að skapa eins mik­inn þrýst­ing og hægt er, til að „nauð­syn­legt“ sé að halda áfram. Eldri póli­tíkusar úr valda­klík­unum að vestan eru jafn­vel fengnir til styðja við mál­stað­inn. Linnu­laus áróð­ur, byggður á ýkj­um, brengl­uðum talna­leikjum og lof­orðum um pen­inga­streymi og atvinnu­upp­bygg­ingu, minna atvinnu­leysi (sem ekk­ert er), aukn­ing í íbúa­fjölda og mjög tak­mark­aðri áhættu fyrir umhverfið (sem er ekki satt). Allt snýst þetta um það á end­anum að geta mokað sem mestum pen­ingi útúr fyr­ir­tækj­unum á sem skemmstum tíma og helst að borga ekki aðra skatta en þá sem alger­lega nauð­syn­legt er að borga, launatengd gjöld, virð­is­auka­skatt og veið­i­/að­stöðu­gjöld. Hagn­aður af fyr­ir­tæk­inu fer beint úr landi í formi vaxta­greiðslna vegna skuld­setn­ingar fyr­ir­tækj­anna hjá sjóðum í eigu fjár­fest­anna. Það verður senni­lega aldrei greiddur skattur af hagn­aði þess­ara fyr­ir­tækja frekar en álver­anna né margra ann­arra fyr­ir­tækja sem eru vís­vit­andi skuld­sett upp í rjáfur með erlendum lán­veit­ing­um.

Þann 4. sept­em­ber 2017 skrif­aði Ólafur I. Sig­ur­geirs­son ágæta grein í Kjarn­ann um áhættu­mat tengt lax­eldi (1). Þar kom fram hluti þeirrar áhættu sem fylgir lax­eldi auk vand­kvæða við mat á umhverf­is­á­hrifum lax­eldis vegna fjölda áætl­aðra breyta í reikn­ings­lík­ön­um. Þar vant­aði samt tals­vert upp á að farið væri íta­lega yfir nið­ur­stöður á þessu sviði m.a. varð­andi ferða­lög og erfða­blöndun lax­fiska í Nor­egi, sem og sú hræði­lega staða sem nú blasir við á vest­ur­strönd Skotlands og menn eiga erfitt með að horfast í augu við. Það er nefni­lega jafn mik­il­vægt, ef ekki mun mik­il­væg­ara fyrir okkur Íslend­inga að skoða þau áhrif sem norskur eld­is­lax hefur haft á skoskan villtan lax eftir 30 ára reynslu í lax­eldi eða síðan 1987. Sú athugun ætti að gefa okkur miklu gleggri mynd af því sem koma skal frekar en flókið áhættu­mat byggt á fjölda áætl­aðra breyti­stærða flók­inna líf­kerfa í fjarð­ar­botn­um.

Lax sleppur úr eld­iskvíum

Þetta er marg­sannað og alveg sama hversu vel menn reyna að búa um hnút­anna þá sleppur alltaf lax úr kví­unum á mis­mun­andi þroska­stigi og á mis­mun­andi tímum árs. Þetta hefur ítrekað gerst í öllum löndum í kringum okkur en ennþá halda aðilar í öllum þessum löndum því fram að þetta sé óveru­legt. Það þarf ekki annað en smá gat á kvínni til að laxar sleppi út, hvort sem það gat er af völdum stærri sjáv­ar­líf­vera, kol­brjál­uðu ísinga­veðri sem stendur í marga daga eða af mann­legum mis­tökum eða vél­ar­bilun við sigl­ingar og flutn­ing fiska í og úr kerj­un­um. Slepp­ingum hefur fækkað heil­mikið í Nor­egi eftir að reglu­verkið var upp­fær­ten enn deila menn um hversu mikið sleppur út, hversu mikið er til­kynnt um slepp­ingar og með hvaða tölu eigi að marg­falda til­kynntar slepp­ingar til að fá raun­tölu.

Í Skotlandi hefur verið til­kynnt um að minnsta kosti 1 milljón laxa hafi sloppið s.l. 10 ár (2) og 1,9 millj­ónir 10 ár þar á und­an. Þetta gerir að minnsta kosti hund­rað þús­und laxa að með­al­tali á ári sem til­kynnt hefur verið um í eldi sem fram­leiðir 180 þús­und tonn á ári. Það er fyrir utan þær slepp­ingar sem gera má ráð fyrir að ekki hafi verið til­kynnt um (á nákvæm­lega sama hátt og þegar hefur vitn­ast um hér­lend­is).

Fiskar sem sleppa hring­sóla ekki bara í kringum eldið (þó svo hluti þeirra geri það), heldur taka sumir hverjir sér ferð á hendur og þannig hefur t.d. verið sýnt fram á að eld­is­laxar í Nor­egi sem sloppið hafa (tvær slepp­ingar frá svip­uðu svæði á mis­mun­andi tíma), geta margir saman á einum mán­uði ferð­ast 150 km leið og farið upp þann árfar­veg sem þar er (3). Í Skotlandi sluppu 336 þús­und laxar að með­al­tals­þyngd 3,5 kíló í einni slepp­ingu árið 2011 (4) og á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna sluppu nýverið um 300 þús­und Atl­ants­haf­s­laxar eftir að sjó­kví gaf sig (5).

Hvert dæmið á fætur öðru kemur upp og árið 2017 er engin und­an­tekn­ing. Þetta er því ekk­ert einka­mál hags­muna­að­ila og íbúa fyrir vestan og austan hvort af stór­felldu sjó­kvía­eldi verði eða ekki. Eitt svona dæmi er einu dæmi of mik­ið. „Þetta ger­ist ekki hjá okk­ur, við förum svo rosa­lega var­lega,“ segja eig­end­urnir alltaf og í USA reyndu þeir svo að kenna stórum öldum vegna sól­myrk­vans um slepp­ing­una, svo lágt geta menn lagst.

Erfða­blöndun milli laxa­stofna er stað­reynd

Erfða­blöndun er stað­reynt fyr­ir­bæri (t.d. 6, 7, 8 auk tuga ann­arra vís­inda­greina). Spurn­ingin er ein­vörð­ungu sú hversu mikil hún verður og hvaða áhrif hún hefur á nátt­úru­lega laxa­stofna við­kom­andi áa og hvort það skipti þá ein­hverju máli? Hér er um nokkuð flók­inn hlut að ræða og erfitt að segja til um hverjar lífslíkur eru meðal slopp­ins lax,­göngu­seiða, arf­blend­inga í sjó eða mis­mun­andi ám við mis­mun­andi aðstæður á mis­mun­andi tímum árs.

Það sem við vitum hins vegar er: 1) Erfða­blöndun finnst í veru­legu magni í ám í Nor­egi og enn meir í Skotlandi og eru arf­gerðir eld­is­lax algengar í mörgum stofn­um. 2) Því fjar­skyld­ari sem lax­inn er eld­is­lax­inum því við­kvæm­ari er hann fyrir erfða­blöndun (þetta hefur sýnt sig með villtan lax í N-nor­egi og norskan eld­is­lax), 3) Erfða­blöndun hrað­vaxta „ali-­laxa“ við smá­laxa­stofna valda blend­ingum sem verða kyn­þroska seinna 4) Lífs­ferlar laxa sem aðlag­ast hafa ánum taka breyt­ingum vegna nýrra arf­gerða sem koma inn við erfða­blönd­un­ina.

Áhættan af þess­ari erfða­blöndun er ekki einka­mál Vest­firð­inga, alls ekki. Lax­inn í íslenskum ám er við­kvæm­ur, byggður upp af mjög litlum und­ir­stofnum sem hver hefur aðlag­ast því líf­ríki sem er við ánna sem þeir ganga upp í. Sú þróun getur hafa tekið mörg hund­ruð til mörg þús­und ár. Við getum ekki látið alla aðra eiga það á hættu að nátt­úr­legir stofnar í ám á Íslandi skað­ist eða hverfi ásamt líf­ríki þeirra fjarða þar sem eldið er stund­að. Það hefur þegar sýnt sig að með því sem meira sleppur af fiski úr eld­iskvíum (t.d. stór­slysa­slepp­ing­ar), því víð­ara dreif­ing­ar­svæði hefur hann. Þetta hefur m.a. sýnt sig með regn­boga­sil­ung sem nú má finna í ám víða um land (9). Þetta hefur gerst þrátt fyrir að eng­inn fram­leið­andi kann­ist við að regn­boga­sil­ungur hafi sloppið úr kvíum! Ein­stak­lingar sem reyna að halda því fram að fólk sé mik­il­væg­ara en villtur lax í ám á Íslandi mega ekki gleyma þeirri stað­reynd að nátt­úran verður hérna áfram eftir okkar dag þ.e.a.s. ef ekki er búið að eyði­leggja hana gjör­sam­lega af skamm­tíma gróða­hyggju.

Laxalúsin skaðar hluta líf­rík­is­ins og lyf gegn henni líka

Þar sem sjó­kvía­eldi er til staðar getur líka orðið gríð­ar­mikið magn laxalús­ar. Í umræðum um laxa­lús fyrir nokkrum árum sögðu for­svars­menn lax­eldis á Íslandi aftur og aftur að í köldum sjó eins og fyrir vestan yrði laxa­lús ekki vanda­mál (t.d. 10) og því þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, enda væri lax­eldi nán­ast ekki lengur arð­bært ef laxa­lús kæmi upp. Þetta við­horf hefur nú breyst tals­vert eftir að laxa­lús kom upp í lax­eldi fyrir vestan og þurfti að nota lyf við henni. Laxalúsin var sem sagt ekki lengur vanda­mál enda skyldi haldið áfram með þetta lax­eldi án frek­ari tafa.

Laxalúsin sest nefni­lega líka á hluta af göngu­seið­unum úr ánum og drepur hluta þeirra og minnkar þannig líka smám saman vaxt­ar­mögu­leika laxa­stofn­anna í nágrenn­inu (11). Sú ótrú­lega líf­eðl­is­fræði­lega umskipt­ing sem göngu­seiði lax­fiska þurfa að ganga í gegnum þegar þau yfir­gefa fersk­vatn og fara til sjávar verður að engu þegar laxalúsin sest á göngu­seiðin stuttu síð­ar. Það má gróf­lega áætla að áhrifa­svæði laxalús­ar­innar sé milli 5-30 km allt eftir haf­straumum og veð­ur­fari (12). Lyfin sem notuð eru til að drepa laxalús­ina drepa líka önnur sjáv­ar­dýr, svo sem eins og lirfur krabba­dýra (13) sem deyja við 20-100 sinnum lægri styrk en gefið er í lax­eld­inu. Mæl­ingar á styrk þess­ara efna í kringum sjó­kví­arn­ar, hvernig og hvenær það þynn­ist út o.s.frv. eru samt enn á frum­stigi. Hér á nátt­úran að sjálf­sögðu að njóta vafans.

Auglýsing

Úrgangur frá sjó­kvía­eldi er gríð­ar­legur

Þegar þús­undir tonna af laxi eru komin saman til þess eins að „borða og kúka“ á sama svæði, fyllist botn­inn fljót­lega af úrgangi. Smám saman dreif­ist þetta á stærra svæði og breyt­ing á líf­ríki fjarð­ar­botns­ins byrj­ar. Svona lax­eldi hefur ófyr­ir­sjá­an­leg áhrif á líf­ríki frá hafs­botni til fjöru, einnig á fugla og dýra­líf sem er sam­hang­andi fjöl­breyttu æti úr haf­inu. Þetta gæti fljót­lega orðið miklu alvar­legra vanda­mál á grunn­sævi í botni fjarða en erfða­blöndun laxa­stofna ein og sér.

Haf­rann­sókna­stofnun hefur reynt að meta álag á líf­ríkið en tak­mörkuð gögn eru til staðar til að gera það almenni­lega. Þetta verða alltaf áætl­aðar tölur nema við horfum blákalt á þau dæmi sem eru að koma upp í lönd­unum í kringum okk­ur.

Á norð-vest­ur­strönd Skotlands hefur verið starf­rækt sjó­kvía­eldi en ekki á norð-aust­an­verðu Skotlandi. Þar er komið gríð­ar­gott tæki­færi til að bera saman áhrif sjó­kvía­eldis við sjó­kvía­lausa nátt­úru. Líf­ríkið allt er nú óðum að breyt­ast í kringum sjó­kvía­eldið með ófyr­ir­sjá­an­legum breyt­ingum fyrir allt dýra­líf á stóru svæði, á meðan árnar á aust­ur­strönd­inni ásamt líf­rík­inu þar halda enn velli. Ekk­ert getur útskýrt þetta dap­ur­lega hrun annað en sjó­kvía­eld­ið.

Lax­eldið á vest­ur­strönd Skotlands. Saga eyði­legg­ingar á nátt­úr­unni.

Við upp­haf lax­eldis við vest­ur­strönd Skotlands beittu lax­eld­is­menn þar nákvæm­lega sömu aðferð­um, byggð­ar­laga-rök­um, fjár­hags­legum þrýst­ingi og póli­tík við að troða sjó­kvía­eldi inn í fámenn byggð­ar­lög eins og verið er að gera hér á landi. Þessi saga er ekki ný af nál­inni en fólk virð­ist bara ekki læra af reynsl­unni.

Saga lax­eldis og áhrif þess á líf­ríkið í Skotlandi er ein sam­felld hörm­ung frá upp­hafi með hruni sjó­birt­ings­stofna og síðar laxa­stofn­anna og einnig hnignun líf­rík­is­ins við vest­ur­strönd Skotlands. En áfram skal þverskall­ast þar eins og hérna, því það má víst enda­laust nota rökin um byggða­röskun og atvinnu­upp­bygg­ingu.

Árið 1987 var sett upp sjó­kvía­eldi við Loch Ewe í Skotlandi. Árin eftir hrundi sjó­birt­ings­stofn­inn í öllum ám í nágrenn­inu. Með auknu lax­eldi árin á eftir hrundu sjó­birt­ings­stofnar á allri vest­ur­strönd­inni. Sjó­birt­ings­stofn­inn hefur hvergi náð sér á strik á þeim þrjá­tíu árum sem liðin eru. Nákvæm­lega sömu sögu er að segja af sjó­birt­ingnum í Nor­egi en þar reyndu menn lengi vel að finna aðrar utan­að­kom­andi orsakir fyrir hruni sjó­birt­ings­ins. Menn telja núna að hluta skýr­ing­ar­innar sé að leita í laxalúsinni sem virð­ist einnig setj­ast á sjó­birt­ing­inn (14) en breyt­ingar á líf­rík­inu í kjöl­far eld­is­ins eigi hugs­an­lega einnig sinn hluta að máli (það gæti tekið vís­inda­menn ára­tugi að skilja það flókna sam­spil þar sem sjó­birt­ing­ur­inn heldur sig í sjónum skammt frá ánum og sjó­kví­un­um). Þetta gerð­ist hins vegar ekki á aust­ur­strönd Skotlands þar sem ekk­ert lax­eldi var til staðar svo skýr­ingin á hruni sjó­birt­ings­ins liggur ein­göngu í sjó­kvía­eld­inu á lax­inum á nákvæm­lega sama hátt og í Nor­egi.

Sömu sögu er að segja af villtu laxa­stofn­unum á svæð­inu sem farið hafa minnk­andi ár frá ári. Í ágúst 2017 var til­kynnt um algert hrun í laxa­stofnum nokk­urra áa (15). Af þeim fáu löxum sem enn koma upp í árnar eru að með­al­tali 25% þeirra afkvæmi æxl­unar (hy­brid) milli norska eld­is­lax­ins og skoska villta lax­ins (16, sjá bls 26). Sorg­ar­fréttir fyrir alla nátt­úru­unn­endur og ekki í neinu sam­ræmi við þær yfir­lýs­ingar sem sjó­kvía­eld­is­menn hafa haldið fram um erfða­blöndun lax­fiska og áhrif á líf­rík­ið. Líf­ríkið er smám saman að hörfa fyrir til­stilli gróða­fíklanna og störfin sem komu fyrir til­stuðlan lax­eld­is­ins eru miklu miklu færri en stór­huga ýkju­lof­orð lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna. Árið 2016 voru fram­leidd um 180 þús­und tonn af laxi í Skotlandi. Með auk­inni sjálf­virkni er talið að nú séu vart meira en 1300 störf (miðað við 100% stöðu­gildi) við þetta umfangs­mikla lax­eldi í Skotlandi (upp­lýs­ingar frá skoskum yfir­völd­um, 17).

Er þetta ástand nátt­úr­unnar virki­lega það sem hinn almenni Vest­firð­ingur vill sjá í sínu umhverfi og sem arf­leifð fyrir kom­andi kyn­slóð­ir?

Hvað er til ráða?

Eina lausnin til að tryggja nátt­úruperlur Vest­fjarða og Íslands, tryggja heil­brigði líf­rík­is­ins, tryggja áfram­hald­andi búsetu án enda­lausra töfra­lausnaer að taka upp lífstíls­breyt­ingu og fara hægt og rólega af stað með hlut­ina í lok­uðum kerjum á eða við land­stein­ana. Þau kerfi eru miklu dýr­ari í upp­hafs­fjár­fest­ingu en gætu þegar til lengri tíma er litið sætt alla aðila og þar að auki sett Vest­firði á kortið sem fyr­ir­mynd í nátt­úru­vernd og eðli­legri upp­bygg­ingu sam­fé­laga. Nýleg norsk rann­sókn hefur meira að segja sýnt fram á að slík lokuð ker séu í raun mun hag­kvæm­ari til lengri tíma litið en sjó­kvía­eldi. Norsku lax­eld­is­fjár­fest­arnir ásamt þeim íslensku verða annað hvort að sætta sig við þessa breyt­ingu (sem þeir voru að flýja frá í Nor­egi) eða hætta þess­ari fjár­fest­ingu. Þeir eru þá ekki með þol­in­mótt fjár­magn. Jafn­framt þess­ari sátt við nátt­úr­una verður áfram hægt að mark­aðs­setja Vest­firði sem óraskaða nátt­úruperlu.

Afhverju biðja Vest­firð­ingar ekki lax­eld­is­fjár­fest­ana að flytja sig yfir í lokuð ker? Eru þeir hræddir um að þeir hætti þá við allt sam­an?
Afhverju biðja Vest­firð­ingar ekki lax­eld­is­fjár­fest­ana að flytja sig yfir í lokuð ker? Eru þeir hræddir um að þeir hætti þá við allt sam­an? Ef svo er, þá eru þeir ekki þarna á neinum öðrum for­sendum heldur en að hagn­ast sem mest á sem skemmstum tíma án til­lits til íbúa eða umhverf­is.

Lax­eldi í sjó­kvíum er alls ekki fram­tíð­ar­lausnin fyrir Vest­firði heldur er lausnin fólgin í því fólki sem þar býr og vill búa þar áfram, fólki sem er fram­sýnt og til­búið að horfa ára­tugi fram í tím­ann með vel­ferð og hægan en öruggan upp­gang Vest­fjarða, sam­fé­lags og nátt­úru að leið­ar­ljósi. Ég hef trú á því að meiri­hluti núlif­andi Vest­firð­inga sé þannig fólk.

Höf­undur er líf­fræð­ing­ur, vís­inda- og upp­finn­inga­mað­ur.

ATH. Allar þær tölur sem hér eru settar fram eru fengnar hjá Hag­stofu íslands, Þjóð­skrá og Vinnu­mála­stofnun auk upp­lýs­inga úr mörgum rann­sókn­ar­skýrslum og vís­inda­greinum sem vísað er í með heim­ilda­skrá aftan við grein­ina.

Heim­ild­ir:

  1. Ólafur I. Sig­ur­geirs­son 2017. Kjarn­inn
  2. htt­p://aqu­acult­ure.scotland.­gov.uk/data/fis­h_escapes.aspx
  3. Quin­tela M ofl. 2016. Siblings­hip tests conn­ect two seem­ingly independent far­med Atl­antic salmon escape events. Aqu­acult Environ Inter­act 8: 497-509
  4. htt­p://aqu­acult­ure.scotland.­gov.uk/data/fis­h_escapes_recor­d.aspx?escape_id=2000292
  5. https://www.thegu­ar­di­an.com/world/2017/aug/24/t­housands-of-atl­ant­ic-salmon-escape-from-fis­h-far­m-in­to-pacific
  6. Karls­son, So.fl. 2016 Wides­pr­ead genetic introgression of escaped far­med Atl­antic salmon in wild salmon populationsICES Journal of mar­ine sci­ence. Vol 73, Issue 10: 2488-2498
  7. Glover, KA ofl. 2017 Half a cent­ury of genetic inter­act­ion between far­med and wild Atl­antic salmon: Status of knowledge and unanswered questions Fish and Fis­heries 2017:1-38
  8. Bol­stad, GH ofl. 2017 Gene flow from domest­icated escapes alt­ers the life history of wild Atl­antic salmon. Nat­ure Ecology & Evolution Vol 1, Art. Nr 124
  9. Kraf­ist óháðrar og opin­berrar rann­sókn­ar. Kjarn­inn
  10. Valdi­mar Ingi Ragn­ars­son 2014 Laxa­lús og eldi lax­fiska í köldum sjó
  11. Krkošek, M ofl 2012 Impact of parasites on salmon recruit­ment in the Northe­ast Atl­antic Ocean, Proceed­ings of the Royal Soci­ety
  12. John­sen et al. 2016: Salmon lice dispersion in a Norweg­ian fjord Aqu­aacult Enciron Inter­act 8:99-116
  13. Gebauer, P ofl. 2017. Let­hal and sub-­let­hal effects of comm­only used ant­i-­sea lice formulations on non-t­arget crab Metacarcinus edwardsii larvae. Chemosphere vol 185, p:1019-1029
  14. Middlemas, SJ ofl. 2013. Relations­hip between sea lice levels on sea trout and fish farm act­i­vity in western Scotland. Fis­heries Mana­gement and Ecology 20, 68-74
  15. Antl­antic Salmon Trust 2017. Unprecedented collapse of salmon run in Sout­h-West Hig­hlands
  16. Coul­son, M 2013. Report on Genetic Tool Develop­ment for Dist­ingu­is­hing Far­med vs. Wild fish in Scotland. Publ. Rivers and Fis­heries Trusts of Scotland
  17. htt­p://www.­gov.scot/Pu­blications/2016/09/1480

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar