Í þá tíð... Frelsari heimsins seldur á metfé

Uppboðshaldarinn Christie‘s í New York setti nýtt met nýlega þegar málverk sem talið er eftir Leonardo da Vinci seldist á 450 milljónir Bandaríkjadala. Þetta er aðeins í þriðja skiptið sem sérfræðingar hafa almennt vottað „nýtt“ da Vinci-verk.

Auglýsing
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.
Salvator Mundi var talið glatað í margar aldir þangað til að það kom fram á ný árið 2011. Það þykir bra öll helstu einkenni Leonardos og er nú orðið dýrasta listaverk allra tíma.

Einn merki­leg­asti atburður seinni tíma lista­sögu átti sér stað nýverið þegar verk eftir Leon­ardo da Vinci, Sal­vator Mundi (Frels­ari heims­ins) var selt á upp­boði fyrir 400 millj­ónir Banda­ríkja­dala, rúma 42 millj­arða króna, sem er meira en nokkuð verk hefur áður selst á. Ekki hefur verið gefið upp hver kaup­and­inn fjár­sterki er.

Ein­stök ein­kenni Leon­ar­dos

Leon­ardo da Vinci fædd­ist í Flór­ens árið 1452, óskil­get­inn sonur manns af góðum ættum skrif­ara og almúga­stúlku. Hann fékk þó að kenna sig við föður sinn og naut þess þó alla ævi að vera af „góðu fólki“ kom­inn. Ungur komst hann í læri hjá lista­mann­inum Andrea del Ver­occio og helg­aði ævi sína listum og vís­ind­um. 

Hann er senni­lega nafn­tog­að­asti lista­maður allra tíma og verk hans eru sum þau þekkt­ustu í sög­unni, en þar má helst nefna Síð­ustu kvöld­mál­tíð­ina og Mónu Lísu.

Auglýsing

Leon­ardo var nafn­tog­aður alla tíð og var margoft ráð­inn til að vinna hin ýmsu lista­verk fyrir fyr­ir­menni í Flór­ens, Mílanó, París og Róm, en átti lengi vel erfitt með að klára við­fangs­efni sín, enda var hugur hans sífellt á flugi, sem sést meðal ann­ars á skissu­bókum hans þar sem hann kastar fram spurn­ingum um eðli nátt­úr­unnar milli þess sem hann teiknar hin ýmsu tæki og tól og upp­köst að stærri verk­um. 

Hann lést árið 1519 og skildi eftir sig óvið­jafn­an­legt safn verka og hug­mynda, og er einn af kynd­liberum end­ur­reisn­ar­inn­ar. Engu að síður eru innan við 20 mál­verk sem eignuð eru Leon­ardo og aðeins eitt er í einka­eign, Sal­vatore Mundi.

Innan við 20 málverk hafa varðveist eftir Leonardo, en hann á tryggan sess meðal allra nafntoguðustu listmálurum allra tíma.Myndin er af Jesú Kristi sem heldur uppi hægri hönd til bless­unar en í þeirri vinstri heldur hann á krist­alkúlu. Þetta var einmitt mjög vin­sælt mótíf á þessum tíma. Hún er máluð á hnotu og er 45 senti­metrar á breidd og 65 senti­metrar á hæð. Verkið var málað fyrir Loð­vík XII Frakk­lands­kon­ung fyrir um 500 árum síð­an.

Verkið kom ekki fram fyrr en snemma á þess­ari öld og var stað­fest sem verk Leon­ar­dos árið 2011. Það er eitt af ein­ungis þremur verkum sem hefur komið fram og fengið slíka vott­un.

Hin eru Ben­ois Madonna sem var kynnt til sög­unnar árið 1909 og hefur verið til sýn­ingar í lista­safn­inu í St. Pét­urs­borg í Rúss­landi frá 1914, og svo teikn­ingin La Bella Principessa, sem var stað­fest sem verk Leon­ar­dos af sér­fræð­ingum um 2010. 

Vanda­málið með að stað­festa slíkt felst ekki síst í því að Leon­ardo merkti sér ekki verk sín, frekar en aðrir lista­menn þessa tíma, og þrátt fyrir að hann skrif­aði allt á milli him­ins og jarðar í minn­is­bækur sínar skrif­aði hann ekki um verkin sín.

Þess í stað verður fólk að reiða sig á að greina tækni og stíl mál­ar­ans og það hefur tek­ist í þessum örfáu til­vikum af þeim fjöl­mörgu sem koma reglu­lega fram þar sem því er haldið fram að um verk Leon­ar­dos sé að ræða. 

Þrauta­ganga Sal­vator Mundi

Mörg af ein­kennum Leon­ar­dos má einmitt finna á Sal­vator Mundi, meðal ann­ars dul­ar­fullt beint augna­ráðið og órætt bros­ið, sítt, hrokkið hár og þessar mjúku, óskýru línur og skugg­ar, sem fengin eru með tækni sem kall­ast sfumato, en það orð er dregið af ítalska orð­inu fumo sem þýðir reyk­ur. Það felur í sér að lista­mað­ur­inn dregur úr máln­ing­unni t.d. með hand­ar­jaðri, til að fá fram þetta yfir­bragð. Þá er það málað á hnotu, eins og mörg önnur verk hans, en eitt af helstu ein­kenn­unum eru pens­il­strok­urnar sem bera með sér að þær hafi verið gerðar af örv­hentum manni, sem Leon­ardo var.

Það sem vekur helst athygli er hversu vel lista­mann­inum tekst að hleypa lífi í mynd­ina. Leon­ardo var sér­fræð­ingur í að nota sfumato í bland við meira afger­andi lín­ur, bæði til að skapa þrí­vídd og einnig til að draga augað að ákveðnum hlutum verks­ins, aðal­lega höndum Krists, krist­alskúl­unni og krull­unum sem falla niður af öxlum hans.

Það sem stingur þó í stúf er kúlan góða. Eins fal­leg og hún er, þá gengur hún gegn ýmsum reglum eðl­is­fræð­innar sem Leon­ardo voru svo hug­leik­in. Það sem sést í gegnum kúl­una, skikkja Krists ætti að snú­ast við. Í nýút­kominni bók sinni um Leon­ardo telur Walter Isa­ac­son að meist­ar­inn hafi gert þetta vilj­andi, annað hvort til að myndin yrði ekki of skrít­in, eða hrein­lega til að ljá Kristi enn frek­ari krafta, sem myndu ganga þvert á nátt­úru­lög­mál­in. 

Áður en stað­fest var með rökum og nútíma­tækni að Sal­vator Mundi væri sann­ar­lega verk Leon­ar­dos voru til skjal­festar heim­ildir um að da Vinci-verk sem það hafi verið til. Til dæmis í eigna­skýrslu Salai, sem var lær­lingur og aðstoð­ar­maður Leon­ar­dos í um ald­ar­fjórð­ung, og í lista­verka­safni Karls I Eng­lands­kon­ungs, og sonar hans Karls II. 

Verkið hvarf eftir að það fór úr höndum Karls II til her­tog­ans af Buck­ing­ham og sonur þess síð­ar­nefnda seldi það árið 1763.

Fjöl­margar eft­ir­myndir voru gerð­ar. Nokkrir aðdá­endur Leon­ar­dos gerðu sínar útgáfur af verk­inu og eig­in­kona Karls I réði lista­mann til að rista eft­ir­mynd.

Salvator Mundi er nú dýrasta listaverk sem selst hefur. Áður átti verk Picassos Alsírsku konurnar, metið fyrir uppboð (180 milljónir dala) og stærsta beina sala milli aðila er salan á verkinu Interchange eftir Willem de Kooning (300 millljónir dala).Árið 1900 birt­ist það svo á ný þegar það komst í eigu bresks safn­ara, Francis Cook, sem vissi ekk­ert hvað hann hafði í hönd­un­um, síst af öllu að þarna væri „glat­að“ verk eins mesta meist­ara lista­sög­unn­ar. 

Verkið var þá mikið skemmt. Það var meðal ann­ars búið að mála yfir það og lakka svo að það var ger­sam­lega óþekkj­an­legt. And­litið og hárið, sem bera svo sterk höf­und­ar­ein­kenni Leon­ar­dos voru til dæmis hulin af mál­ingu seinni tíma manna.  Það var því eignað nem­anda Leon­ar­dos, Giovnanni Boltraffio.  

Síðar var það meira að segja gjald­fellt niður í að vera eft­ir­mynd af eft­ir­mynd og þannig fór að afkom­andi Cooks seldi það á upp­boði á 45 pund árið 1958.

Það hvarf svo sjónum enn og aftur og birt­ist á ný árið 2005 þar sem það var selt á upp­boði úr dán­ar­búi í Banda­ríkj­unum á innan við 100 dali.

Kaup­and­inn var raunar hópur fjár­festa sem grun­aði að þarna væru þeir með eitt­hvað merki­legt í hönd­un­um. Þeir fengu til liðs við sig lista­verka­sal­ann Robert Simon og eftir að sér­fræð­ingar í lista­verka­við­gerðum fóru að flysja seinni tíma við­bætur ofan af verk­inu kom krafta­verkið í ljós. Ein­kenni Leon­ar­dos leyndu sér ekki og brátt höfðu sér­fræð­ing­ar, bæði í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu stað­fest fyrir sitt leyti að þarna væri sann­ar­lega um verk meist­ar­ans að ræða.

Hóp­ur­inn seldi verkið árið 2013 á nær 80 millj­ónir dala. Kaup­and­inn var sviss­neskur lista­verka­sali, sem svo seldi það snar­lega aftur á 127,5 millj­ónir dala. Kaup­and­inn sá var rúss­neskur millj­arða­mær­ingur að nafi Dimitri Rybolov­lev, sem sér varla eftir því núna þegar hann hefur selt það á 450 millj­ónir dala, hærri upp­hæð en nokkru sinni hefur verið greitt fyrir lista­verk. Upp­boðið stóð í um tutt­ugu mín­útur þar sem allt að sex kaup­endur voru að að berj­ast um verkið í einu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk