Mest lesnu viðtölin 2018

Hvað eiga Brenda Asiimire, Berg­þóra Heiða, Nargiza Salimova, Kári Stefánsson og Þorgerður Katrín sameiginlegt? Þau eru öll viðmælendur í mest lesnu viðtölum ársins á Kjarnanum.

Mest lesnu viðtöl 2018
Auglýsing

5. „Ís­land er fal­legt land en það er hægt að gera það enn fal­legra“

„Brenda segir að erfitt geti reynst fyrir fólk að við­ur­kenna vanda­málið og rang­læt­ið. „Ís­land er hið full­komna land, að sögn sumra. Og fólk er hrætt við að við­ur­kenna að svo sé ekki. En að við­ur­kenna mis­tök gerir landið ekki slæmt. Það veki fólk hins vegar til vit­und­ar,“ segir hún. Að við­ur­kenna mis­tökin og halda síðan áfram. Það sé svo ein­falt.

Útlend­inga­stofnun er ágæt stofn­un, að hennar mati, en bregst þó erlendu fólki að ein­hverju leyti. „Þegar ég ákvað að skilja við eig­in­mann minn þá hafði ég mínar ástæð­ur. Ég átti þá einn son sem var fjög­urra ára. Ég hafði unnið síðan ég kom til Íslands og hafði græna kortið á þessum tíma og sótt um rík­is­borg­ara­rétt. En þegar ég sótti um skilnað þá fékk ég viku síðar bréf frá Útlend­inga­stofnun þar sem þau báðu mig að skila græna kort­in­u,“ segir hún. Þetta hafi verið áfall fyrir hana og segir hún að margar aðrar leiðir hefðu verið til í stöð­unni. En þegar kerfið sé svona hugs­un­ar­laust þá ger­ist svona hlut­ir. Nauð­syn­legt sé í aðstæðum sem þessum að líta á heild­ar­mynd­ina.

Hún bendir á að konur í slæmum hjóna­böndum muni ekki greina frá reynslu sinni. Ein ástæðan fyrir því sé að þær eru hræddar við að verða reknar úr landi. Þetta sé ennþá erf­ið­ara þegar börn eru komin í spil­ið. Margir menn hóti að taka börnin frá þessum konum og að þeim verði vísað úr landi. „Þess vegna tala þær ekki,“ segir hún. Þetta hafi ber­sýni­lega komið í ljós við lestur #metoo-frá­sagn­anna enda hafi þær sem komust út úr slæmum hjóna­böndum getað látið í sér heyra. Brenda seg­ist vita um margar konur sem geti það aftur á móti ekki af hræðslu við afleið­ing­arn­ar. Þær búi við slæmar aðstæður og hafi engan stað til að leita skjóls.“

Lesið við­talið í heild sinni hér.

Auglýsing

4. Börn sem missa for­eldri sitja ekki við sama borð og önnur

„Þegar Heiða missti mann­inn sinn voru þau að koma yfir sig þaki og byggja sig upp fjár­­hags­­lega en þau dvöldu erlendis á þessum tíma. Þau áttu, eins og fram hefur kom­ið, þrjú börn á umönn­un­­ar­aldri sem gerði róð­­ur­inn erf­iðan fyrir Heiðu. Hún segir að þrátt fyrir að hennar saga sé að sumu leyti frá­­brugðin þar sem hún bjó ekki á Íslandi þegar hún varð ekkja þá hafi hún samt sem áður byrjað að leita réttar síns fljótt eftir áfall­ið.

Hún komst að því að ríkið verður með­­lags­greið­andi við frá­­­fall maka en slíkar greiðslur kall­­ast barna­líf­eyr­­ir. Ekki sé aftur á móti hægt að fá tvö­­faldan barna­líf­eyri í til­­­felli ekkna eða ekkla og enn fremur komi ríkið ekki til móts við fólk í sér­­­stökum til­­­fellum þar sem fjár­­út­­láta er þörf.

Heiða segir að erfitt geti reynst að fjár­­­magna ein­­sömul tann­rétt­ing­­ar, ferm­ing­­ar, bíl­­próf og þess háttar útgjöld en ólíkt ein­­stæðum for­eldrum þá getur hún ekki sótt um sér­­­stök fram­lög þegar það á við. Henni finnst að með þessu sé verið að mis­­muna börnum og að Trygg­inga­­stofnun túlki lögin þannig að þau eigi ekki rétt á frek­­ari fram­lög­­um. Henni finnst mikið jafn­­rétt­is­­mál að allir skulu vera jafnir fyrir lögum en þegar börn ekkna eða ekkja eiga í hlut þá sé það ekki raun­in.“

Lesið við­talið í heild sinni hér.

3. Afglöp Rauða kross­ins draga dilk á eftir sér

„Börn Nar­g­izu dvelja nú hjá föður hennar á heim­ili hans í Kirgistan en móðir hennar er lát­in. Hún hefur áhyggjur af þeim og langar hana að sam­eina fjöl­skyld­una. Hún talar við þau á hverjum degi og hennar helsta ósk er að fá tæki­færi til að byggja upp nýtt líf á Íslandi. Hún vill senda eftir börn­unum og búa þeim heim­ili hér.

Dvölin fjarri fjöl­skyld­unni hefur reynt mikið á Nar­g­izu og þjá­ist hún að miklum kvíða og van­líðan en slíkt er ekki óal­gengt hjá konum í þess­ari stöðu. Í grein­ar­gerð til Útlend­inga­stofn­unar vegna umsóknar hennar um alþjóð­lega vernd kemur fram að hún sé metin í ein­stak­lega við­kvæmri stöðu en hún upp­lifir kvíða­köst eftir reynslu sína, fær martraðir og finnur fyrir mik­illi streitu. Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að konur og stúlkur séu gjarnan taldar sér­stak­lega við­kvæmur hópur sem hafi færri tæki­færi, úrræði, völd og áhrif en karl­menn vegna sam­fé­lags­legrar stöðu sinn­ar.

Mál Nar­g­izu hjá Rauða kross­inum var ekki með­höndlað sem skyldi en þegar kom að því að kæra nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar til kæru­nefndar útlend­inga­mála þá fórst það fyrir hjá lög­fræð­ingi hjálp­ar­stofn­un­ar­inn­ar. Nar­g­iza skilur ekki íslensku og var henni aldrei greint frá mis­tök­unum þar til íslenskir vinir hennar fóru að grennsl­ast fyrir um mál­ið. Þá kom í ljós að vegna „per­sónu­legra ástæðna“ tals­manns Nar­g­izu, sem var lög­fræð­ingur hennar hjá Rauða kross­in­um, hafi verið komið í veg fyrir að ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar yrði kærð innan kæru­frests.“

Lesið við­talið í heild sinni hér.

2. Stefnu­laust rekald

„Kári: Hlust­aðu nú á mig! Það er bara þannig að svo margt í lækn­is­fræði er svona judgement-call. Og ef það er eng­inn sem hjálpar þér við að halda þig réttu megin við lín­una, þá ferðu yfir hana. Og það er ekk­ert gæða­eft­ir­lit, það er ekk­ert eft­ir­lit. Og ég er ekki í nokkrum vafa að allir þessir háls-­nef- og eyrna­læknar hafa verið hund­rað pró­sent vissir um að það væri rétt í hvert ein­asta skipti sem þeir tóku háls­kirtla.

Jak­ob: Tann­lækn­ir­inn minn kall­aði mig aftur til sín í síð­ustu viku, nokkuð sem hann er ekki vanur að gera, og hann sagði: Jakob minn, ég varð nú að fá þig hingað fyrir jólin til að auka aðeins tekj­urn­ar. Hann sagði þetta að sjálf­sögðu í gríni en auð­vitað segir þetta manni að það sé ákveð­inn mögu­leiki til stað­ar.

Kári: Já, já. Já, já.

Jak­ob: Ég veit ekk­ert hvort hann fann í alvör­unni skemmd eða ekki!

Kári: Já, já, jú, jú. Þetta er flók­ið.“

Lesið við­talið í heild sinni hér.

1. Það sem ekki má ræða

„Þegar þessi rík­is­stjórn var mynduð tal­aðir þú um að það vant­aði frjáls­lynt afl í hana. Hvað átt­irðu við með því?

„Mér finnst þessi rík­is­stjórn vera ákveðin varð­staða utan um ákveðna hags­muni. Og sorg­legt að Vinstri græn hafi veitt Fram­sókn­ar­flokknum og Sjálf­stæð­is­flokknum svig­rúm og and­rými til þess að halda áfram á sömu braut. Til dæmis í land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Og pen­inga­mál­um. Þetta eru heldur ekki mest alþjóðasinn­uðu flokk­arn­ir.“

Hún segir synd að sjá hvernig ákveðnir stjórn­ar­þing­menn og ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni tali að hluta til niður EES-­samn­ing­inn sem enn sé okkar mik­il­væg­asti við­skipta­samn­ing­ur. Sjálf­sagðir hlutir í dag hafi ekki verið það fyrir gild­is­töku EES. Hættan sé sú að íslenskir neyt­endur átti sig ekki á hversu mikið sá samn­ingur hafi gert fyrir sam­fé­lag­ið. Kannski vegna þess að stjórn­mála­menn og fjöl­miðlar hafi ekki upp­lýst fólk nægi­lega um mik­il­vægi evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Frjáls og opinn mark­aður og alþjóða­sam­starf hafi sjaldn­ast verið til trafala.

Hún tekur sem dæmi að geta ferð­ast á milli Evr­ópu­landa og flutt ákveðna hluti með sér óhindr­að, þrátt fyrir að það gildi ekki um allar land­bún­að­ar­vör­ur. „Vöru­úr­val eykst og verð lækk­ar. Fólk getur leitað eftir því nokkuð óhindrað að fá vinnu ann­ars stað­ar. Og við fengið hingað fólk að vinna sem býr yfir marg­vís­legri þekk­ingu. Svo ekki sé talað um sam­skipti við alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæk­in. Á tímum þar sem þau eru sum hver orðin vold­ugri en ein­stök ríki. Löndin mega sín því lít­ils en saman geta þau spyrnt við ofur­valdi stór­fyr­ir­tækja eins og dæmin sanna. Í því felst mikil neyt­enda- og per­sónu­vernd.“

Lesið við­talið í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk