Karolina Fund: Stuttmynd um gróf mannréttindabrot í Tyrklandi

Kvikmyndin Islandia er byggð á sögu Eydísar Eirar Brynju- Björnsdóttur. Söfnun fyrir dreifingu hennar stendur yfir á Karolina Fund.

20773651_10155222392457713_1638264304_o.jpg
Auglýsing

Eydís Eir Brynju-­Björns­dóttir er hand­rits­höf­undur og leik­stjóri. Hún skrif­aði hand­rit af stutt­mynd sem er byggð á hennar eigin reynslu, þegar hún upp­lifði gróf mann­rétt­inda­brot í Tyrk­landi. Starfs­maður á hót­eli sem Eydís dvaldi á braust inn á her­bergi hennar um miðja nótt og braut á henni. Í kjöl­farið var hún kærð fyrir skemmd­ar­verk á hót­el­inu og færð í fang­elsi. 

Myndin var tekin upp á Spáni en Eydís má ekki stíga fæti aftur inn fyrir landa­mæri Tyrk­lands. Myndin þráir nú áhorf­endur og söfnun hefur farið af stað fyrir áfram­hald­andi dreif­ingu hennar en 20% af söfn­un­inni mun renna til Elfu­sjóðs sem aðstoðar konur að leita réttar síns í ofbeld­is­málum hér á Íslandi sem ­Sig­rún Jóhanns­dóttir hér­aðs­dóms­lög­maður stendur fyr­ir.

Hvernig vakn­aði hug­myndin að verk­efn­inu?

„Hug­myndin af mynd­inni vakn­aði eftir ákveðna úrvinnslu og skrif um það sem gerð­ist. Það kom svona „aha” augna­blik þegar ég var að skoða skrifin mín, um þær mann­eskjur sem ég hitti í þessum rús­sí­bana, atvik sem voru lyg­inni lík­ust og hug­ar­á­stand mitt þegar ég hélt ég myndi ekki lifa af. Þetta var auð­vitað fast í mér lengi á eft­ir. 

Auglýsing
Ég hafði ekki verið tengd kvik­mynda­gerð lengi, en ég vissi alltaf að ég ætti heima þar. Ég ákvað því bara að breyta þess­ari þján­ingu minni í lista­verk, eins og alvöru lista­menn gera. Þetta var held ég ó­um­flýj­an­legt, hvernig sem þú tjáir þinn sárs­auka, verður þú að gera það á end­an­um. Ég verð að við­ur­kenna þetta er stór saga sem erfitt er að setja í litlar 20 mín­út­ur, en þetta er mitt tján­ing­ar­form, í bili.

Eins og staðan er núna hjá okkur fór allt okkar fjár­magn í fram­leiðsl­una og þess vegna ákváðum við að fara þessa leið, þar sem það var tíma­bært að dreifa ­sög­unni almenni­lega og af fullum krafti. Það er mik­ill plús fyrir mig, eða ég er að átta mig akkúrat á þessu augna­bliki að það er mik­il­vægt fyrir mig að ræða sög­una opin­ber­lega. Því það er auð­vitað engu líkt að geyma sögu eins og þessa inn í sér. Eins og Ma­ya Ang­elou ­sagði „Ther­e is no gr­ea­ter a­gony t­han be­ar­ing an untold ­story inside you”. 

Ég veit að margir fara þessa leið til að fjár­magna útgáfu list­rænna verk­efna sinna. Eins og flestir vita þá er ekki arð­bært að gera stutt­myndir og ég held við höfum gefið allt í þetta, blóð, svita, tár og okkar eigin laun. Þess vegna er okkur mik­il­vægt að fá sem flesta áhorf­end­ur! Eng­inn til­gangur að gera kvik­mynd ef eng­inn fær að sjá hana. Það eru margir að biðja um að fá að sjá mynd­ina, en þetta er einmitt kjörið tæki­færi fyrir þá að fá hana sem gjöf og um leið styðja við dreif­ing­u henn­ar. Það er mögu­leiki í söfn­un­inn­i að styrkja og fá hlekk á mynd­ina og boð á frum­sýn­ing­una ef það vill það frekar sjá hana á stóru tjaldi með góðu hljóði sem ég mæli frekar með.“

Stutt­myndir eru öðru­vísi en stærri kvik­myndir því þær mega ekki fara í almenna sýn­ingu fyrr en þær hafa ferð­ast ákveðin hátíð­ar­hring ann­ars eru þær ekki gjald­gengar inn á hátíð­ir. Þessi söfnun mun því flýta mjög fyrir þann pró­sess. Við gerðum í raun rosa­lega stóra litla mynd. Tókum upp erlend­is, vorum með fjöl­þjóð­legt kvik­mynda­gerða­fólk, lista­menn frá Íslandi, Tyrk­landi, Spáni, Kana­da, Frakk­landi og Dan­mörku. Stór og góður hóp­ur. Ævin­týra­leg lífs­reynsla.Úr Islandia.   

Þegar ég var kynnt fyrir Elfu­sjóði og fyrir hvað hann stendur fyr­ir, hitti það mig í hjarta­stað og ég ákvað að vekja athygli á sjóðnum með þess­ari fjár­öfl­un. Þetta er ómet­an­legt sam­fé­lags­verk­efni sem þarf að líta dags­ins ljós sem allra fyrst því ég hef verið í þeirri stöðu að eiga erfitt með að leita réttar míns og það eru ótelj­andi konur hér á landi í sömu stöð­u.“

Segðu okkur frá þema verk­efn­is­ins?

„Þemað snýst auð­vitað um sam­stöðu gegn kyn­bundn­u of­beldi. Við þurfum að standa sam­an, konur þurfa að hafa hátt um sögur sínar og fá rétt­láta máls­með­ferð eftir ofbeldi. Mögu­lega er kannski smá hlið­ar­þema sam­staða með konum í kvik­mynda­gerð. Konur þurfa að fá að segja sínar sögur og láta ljós sitt skína á þessum magn­aða miðli sem kvik­mynda­gerð er. Ég var heppin sem ein­stak­lingur að lifa af og er nú í þeirri ­for­rétt­inda­stöð­u að geta sagt mína sögu af ofbeldi og mann­rétt­inda­broti, það er ekki á allra færi. Þess vegna er svo mik­il­vægt að þessi saga fái að heyr­ast.

Við viljum greiða öllum leið að styðja verk­efnið og hjálpa okkur að ná mark­mið­inu. Auð­vitað eru sumir ekki með kredit­kort en greiðslur eru gjald­færðar af kortum eftir að fjár­öfl­un­ar­tíma lýkur og ein­ungis ef fjár­öfl­unin mark­mið­inu. Við höfum því ákveðið að hafa þann mögu­leika að styrkt­ar­að­ilar geta lagt beint inn á reikn­ing og við myndum svo leggja inn á söfn­un­ina fyrir þeirra hönd! Við­kom­andi getur svo sent okkur póst á arcus@­arcus­films.com með ban­ka­upp­lýs­ingum svo við getum end­ur­greitt ef við náum ekki settu tak­marki en við vonum og trúum því inni­lega að okkur tak­ist vel til.

Ef þú vilt láta gott af þér leiða þá er þetta til­valið verk­efni til þess að styrkja.“

Hægt er að styrkja verk­efnið hér, fylgj­ast með því á Face­book hér og síða Elfu­sjóðs­ins er hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk