Ófreskja fædd!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bæng! eftir Marius von Mayenburg í Borgarleikhúsinu.

Bæng!
Bæng!
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Bæng!

Höf­und­ur: Marius von Mayen­burg

Þýð­ing: Hafliði Arn­gríms­son

Leik­stjórn: Gréta Kristín Ómars­dóttir

Leik­mynd: Börkur Jóns­son

Bún­ing­ar: Eva Signý Berger

Lýs­ing: Kjartan Þór­is­son

Mynd­band: Ingi Bekk

Tón­list og hljóð: Garðar Borg­þórs­son

Leik­gervi: Elín S. Gísla­dóttir

Leik­ar­ar: Björn Thors, Bryn­hildur Guð­jóns­dótt­ir, Hjörtur Jóhann Jóns­son, Davíð Þór Katrín­ar­son, Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir, Hall­dór Gylfa­son.

Það má segja ýmis­legt gott um sýn­ingu Borg­ar­leik­húss­ins á Bæng! í leik­stjórn Grétu Krist­ínar Ómars­dótt­ur. Gréta Kristín vakti athygli fyrir rúmum tveimur árum fyrir sýn­ing­una Sterta­bendu, einnig eftir Marius von Mayen­burg, en sú sýn­ing var útskrift­ar­verk­efni hennar af sviðs­höf­unda­deild LHÍ. Sterta­benda var býsna skýr lýs­ing á ákveðnu sam­fé­lags­á­standi sem auð­velt var að taka til sín og hafa nokk­urt gaman af – það var áleitið og á erindi við okkar tíma. Bæng! tekur á svip­uðum nótum á vanda nútíma­sam­fé­lags, en það er þó í því ívið annar tónn, sem markast kannski af því að höf­undur skrifar verkið í kjöl­far síð­ustu for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Það er Hafliði Arn­gríms­son sem þýðir Bæng! og ferst það ákaf­lega vel úr hendi. Text­inn er lipur og fer vel í munni leik­ara og það má dást sér­stak­lega að þýð­ingu hans á orða­leikjum föður Hrólfs, en sá talar gjarnan í rad­dæf­ing­ar­kenndum þulum sem einatt eru hreinar merk­ing­ar­leys­ur, en hér er viss­ara að áhorf­endur leggi við hlust­ir, því hér leyn­ist merk­ing í hverjum frasa.

Ekki er ljóst hvort þýð­andi sjái einnig um stað­fær­ingu verk­ins, en hvort sem það er verk hans eins eða í sam­vinnu við leik­stjóra verður að segjast, að stað­fær­ingin er vel heppnuð og hvergi skotið yfir eða undir mark í þeim efn­um, amk. ekki hvað sjálfan text­ann varð­ar.

Hvað skal þá sagt um sjálfa sýn­ing­una?

Bæng! segir frá Hrólfi Bæng sem fæð­ist alskap­aður úr móð­ur­kviði eftir að hafa þar kyrkt tví­bura­systur sína (!) og tekur þegar til við að stjórna umhverfi sínu með ómeng­aðri frekju og til­ætl­un­ar­semi. For­eldrar hans eru und­an­láts­samir og með­virkir og barnið verður háþró­aður sjálfs­dýrk­andi sem fær að ráða ríkjum á heim­il­inu og á end­anum í sam­fé­lag­inu öllu.

Hér má finna skír­skot­anir í ýmsar átt­ir: Bubbi kóngur er ekki langt und­an, né heldur barnið í Með­göngu­tíma Mrozeks, sem leikið var fyrir nær hálfri öld hjá Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur. Þá er hér líka skírskotun í nýlega kvik­mynd, The Truman Show, með þeim við­snún­ingi þó að hér er aðal­per­sónan ekki bara með­vituð um show-ið sem slíkt og nauð­syn þess að það haldi sínu striki hverju sem tautar og raular heldur verður sýn­ingin bein­línis til eftir fyr­ir­skip­unum og duttl­ungum Hrólfs Bæng. Það má einnig sýna fram á viss tengsl við dada­is­mann og afneitun þeirrar stefnu á rök­hyggju og borg­ara­legri fag­ur­fræði hins kap­ít­al­íska sam­fé­lags og sem hafði leitt til fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Dada er nafnið á stefn­unni og var valið að sögn af algeru handa­hófi – en stundum á það bent að “da­da” sé með fyrstu hljóðum ómálga barns. Hrólfur Bæng er barn og höf­und­ur­inn vísar til þess í við­tali í leik­skrá að margir af ein­ræð­is­herrum nútím­ans haga sér eins og börn, eins og óvit­ar. Og ótalin eru þá hug­hrifin frá Grand Guignol, Brúðu­leik­hús­inu mikla, sem sýndi blóð­ugar hryll­ings­sýn­ingar og sem rekið var í París lung­ann af nítj­ándu öld­inni og sem vikið er lít­il­lega að í við­tali við höf­und­inn í leik­skrá.

Það vantar ekki heldur skír­skot­anir til atburða í sam­tím­an­um: Hrólfur Bæng er ein­ræð­is­herr­ann holdi klæddur og birt­ist í mynd þessa vit­stola en mál­gef­ins barns, sem er alger­lega með­vitað um hvaða aðferðum það beitir til að stjórna umhverfi sínu og fá vilja sínum fram­gengt. Hann getur í því ljós­inu verið Trump eða Erdogan eða hvaða pópúl­íski þjóð­höfð­ingi sem þekktur er að ofbeldi og ein­ræð­istil­burð­um. Hrólfur Bæng er þó ekki eft­ir­herma heldur alger­lega sinn eigin karakter í kostu­legum með­förum Björns Thors, sem skapar eft­ir­minni­lega per­sónu úr efni­viðnum sem höf­undur færir honum í hend­ur. Hrólfur Bæng á sína eigin sögu sem er engri sögu lík. Hann kynnir sig í upp­hafi sýn­ingar – eða öllu heldur áður en sýn­ingin hefst, því þetta er sýn­ingin hans, hann er stjórn­and­inn sem leiðir okkur inn í leik­inn. Þarna koma vel fram kostir Björns sem leik­ara, að geta verið í nánu sam­bandi við áhorf­endur og tekið við og fært sér í nyt alls kyns við­brögð þeirra og um leið haft fullt vald á aðstæðum og beitt því í þágu frá­sagn­ar­inn­ar. Enda kveikir þetta í áhorf­end­um, Hrólfur verður karakter sem vekur for­vitni og áhuga. Þetta er meg­in­styrkur sýn­ing­ar­innar og Björn vinnur leik­sigur í hlut­verki þessa ofvaxna barns sem Hrólfur Bæng er.

Bæng! Mynd: Grímur Bjarnason

Það má reyndar segja um leik­hóp­inn allan, að hér gerir hver og einn sitt besta og þegar litið er til leiks og umgjarðar þá er sýn­ingin ágæt afþrey­ing og á köflum kostu­leg í gróteskum og afkára­legum skiln­ingi – en þó í fal­lega hann­aðri og smekk­legri umgjörð. Leik­mynd Barkar Jóns­sonar og bún­ingar Evu Signýjar Berger bera vitni um frjótt ímynd­un­ar­afl og fag­mann­lega vand­virkni og sömu­leiðis vinnur lýs­ing Kjart­ans Þór­is­sonar vel með öllum hinum sjón­ræna efni­viði, sem allur er líkt og inn­blásin af teikni­mynda­sögum – leik­myndin í pastellitum og skærum tónum líkt og finna má í sjötta ára­tugar aug­lýs­ingum af hinni full­komnu amer­ísku fjöl­skyldu í hinu full­komna amer­íska heim­ili og sem íslenskt sam­fé­lag fór ekki var­hluta af. Þá eru leik­gerfi Elínar S. Gísla­dóttur alger­lega í stíl, gríð­ar­lega vel unnin og auð­velda ekki síst Hall­dóri Gylfa­syni og Katrínu Hall­dóru Sig­urð­ar­dóttur að bregða sér í ótal hlut­verk, hvert með sínu sniði og sér­staka karakt­er.

For­eldrar Hrólfs eru leikin af Bryn­hildi Guð­jóns­dóttur og Hirti Jóhanni Jóns­syni og þau eru hinir full­komnu for­eldrar sem eiga hið full­komna barn – sem verður undir með­virkni for­eldr­anna og ofur­trú á litla snill­ingnum að ófreskju sem engu eirir sem á vegi þess verð­ur. Þau eru færð til nútíma með vist­vænum lífs­stíl og heil­brigðu matar­æði, full­komnu afskipta­leysi af þeim öflum stjórn­mála og pen­inga sem ráðskast með líf þeirra – en rétt­læt­ingin fundin í góð­verkum þar sem kjall­ari húss þeirra verður skjól flótta­mönn­um, sem talað er um en aldrei sjást.

Þetta er nátt­úru­lega fyndið og skemmti­legt og það er margt aðhlát­ursefnið í Bæng! Húmor­inn er auk þess gróteskur og það má víða finna atriði þar sem orð­ræða eða atvik afhjúpar á óvæntan hátt aðstæður sem við þekkjum úr okkar eigin raun­veru­leik.

Þó verður ekki hjá því kom­ist að segja að Bæng! er ófull­komin saga ekki síst í ljósi þess sem höf­undur vill aug­ljós­lega koma á fram­færi. Bæng! birtir í afskræmdri mynd vel­þekkt fyr­ir­bæri úr sam­tím­an­um, raun­gerir þau í smækk­aðri fjöl­skyldu­mynd og setur þau þar með í kast­ljósið: Sjáið hér! Og um leið stað­hæfir sýn­ingin að við – almenn­ing­ur, kjós­end­ur, fólkið í land­inu – höfum í raun verið þau fífl að við höfum ekki fattað djó­kinn. Við höfum hleypt inn á gafl hjá okkur enn einum lodd­ar­anum (með til­vísun í aðra leik­sýn­ingu í öðru leik­húsi) hvort sem hann kall­ast Trump, Erdogan, (hér væri freist­andi að nefna íslensk dæmi, en verður látið ógert. Það má vera rag­ur!) eða ætti maður jafn­vel að voga sér að nefna sjálfan Krist, sam­an­ber loka­mynd­ina í Bæng! eða er það að seil­ast of langt?

Í áður nefndu við­tali í leik­skrá segir höf­und­ur­inn, Marius von Mayen­burg að hann hafi verið mjög reiður þegar hann skrif­aði Bæng! Það er skilj­an­legt og auð­velt að setja sig í hans spor. Ef litið er á sam­fé­lags­á­stand­ið, ekki aðeins í okkar heims­hluta, heldur í heim­inum öllum er auð­velt að fyll­ast heil­agri og rétt­látri reiði yfir því sem fyrir augu ber: flótta­manna­vanda, lofts­lags­vá, fjölgun mann­kyns, rang­læti, mansali, ofbeldi, stríði … það er hægt að lengja þennan lista í það óend­an­lega og um allt má kenna græðgi örfárra sem hvergi sjást og sem engum lýð­ræð­is­legum böndum verður á brugð­ið. Auð­vitað verður hver sá sem sér og á horfir á útfrá sjón­ar­horni lít­il­magn­ans reið­ur. Slík reiði getur stundum fætt af sér aðgerð­ir, sam­an­ber sænsku stúlk­una Greta Thun­berg sem virð­ist vera að vekja upp fjölda­hreyf­ingu sem krefst þess að stjórn­mála­menn allra landa axli ábyrgð og breyti ástand­inu.

Hins vegar er reiði lélegt elds­neyti þegar skrifað er leik­hús­verk. Í það minnsta þegar maður er ekki að segja neitt, sem telst nýtt. Dadaist­arnir brutu gegn við­teknum gild­um, þeir gerðu upp­reisn. Nú er sú upp­reisn gamlar fréttir og þjónar litlum til­gangi að feta í þau fótspor­in. Leik­verk sem segir frá Hrólfi Bæng þarf að greina með skarp­skyggni vís­inda­manns­ins hvaða leiðir liggja frá Hrólfi, ekki hvaða slóðar leiddu til hans. Við vitum að hann er til, við þurfum að fá að vita hvernig við losnum við hann – það er engin lausn að skjóta hann. Það hefur verið reynt.

Bæng! er fyrst og fremst sýn­ing sem sam­anstendur af safni stuttra sket­sa, raðað saman í laus­legt sam­hengi rétt eins og í ára­mótaskaupi eða mennta­skólarevíu. Sýn­ingin heitir Bæng! – nafn með hvelli – en þeim skotum sem hleypt er af ramba út í myrkur og hitta engan fyr­ir. Það er einna helst að flótta­mannapólítíkin sé höfð í fók­us, en sam­hengi þess hluta sög­unn­ar, þar sem móð­irin fyllir kjall­ar­ann af flótta­fólki, við allt annað sem ger­ist og tæpt er á – barna­upp­eldi, við­horf til kvenna, tengsl ímynd­unar og veru­leika (með vissu­lega fyndnum en ómark­vissum vís­unum í aðrar sýn­ingar Borg­ar­leik­húss­ins) – er ómark­viss og sýn­ingin verður fyrir vikið sund­ur­laus og áhrifs­lítil þegar upp er staðið og leik­húsið skilar áhorf­endum aftur út í veru­leik­ann. Vissu­lega í góðu skapi og kát­um, en hugs­an­lega veru­leikafirrt­ari en þeir voru. Varla hefur það verið ætl­un­in?

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk