Það klikkar ekkert í Sýningunni sem klikkar!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fór að sjá Sýninguna sem klikkar í Borgarleikhúsinu.

Sýningin sem klikkar
Sýningin sem klikkar
Auglýsing

Borg­ar­leik­hús­ið: Sýn­ingin sem klikkar

Höf­und­ar: Henry Lewis, Jon­athan Sayer og Henry Shi­elds.

Þýð­ing: Karl Ágúst Úlfs­son

Leik­stjórn: Hall­dóra Geir­harðs­dóttir

Leik­mynd og bún­ing­ar: Helga I. Stef­áns­dóttir

Lýs­ing: Páll Ragn­ars­son

Hljóð: Garðar Borg­þórs­son

Leik­gerfi: Helga I. Stef­áns­dóttir og Mar­grét Bene­dikts­dótt­ir.

Leik­ar­ar: Bergur Þór Ing­ólfs­son, Davíð Þór Katrín­ar­son, Hilmar Guð­jóns­son, Þór­unn Arna Krist­jáns­dótt­ir, Birna Rún Eiríks­dótt­ir, Hjörtur Jóhann Jóns­son, Katrín Hall­dóra Sig­urð­ar­dótt­ir.

Það er martröð hvers leik­ara ef og þegar eitt­hvað fer úrskeiðis í þaul­æfðri leik­sýn­ingu. Þegar það ger­ist þarf að redda mál­unum í snatri og helst án þess að nokkur verði mis­tak­anna var. Stundum tekst það og þá er vel, en svo ger­ist það að vand­ræða­gang­ur­inn er öllum auð­sær og leik­ar­inn með allt niðrum sig (al­veg sama hverjum kenna má mis­tök­in!) og verður að aðhlát­ursefni fyrir vik­ið. Og hver vill verða aðhlát­ursefni? Það skiptir því máli í öllum óvæntum upp­á­komum og óhöppum að halda and­lit­inu og láta líta svo út að allt sé í himna­lagi og að svona eigi það bara að vera.

Auglýsing

Hvað þetta varðar er húmor­inn í Sýn­ing­unni sem klikkar svip­aður öllum húmor sem byggir á því að sá sem í klandr­inu lendir er sviptur virð­ingu sinni. Virð­ing leik­ar­ans er í því fólgin að kunna sína rullu og sam­eig­in­leg virð­ing leik­hóps­ins byggir á því að leik­sýn­ingin gangi snurðu­laust fyrir sig, áhorf­endum til gleði og ánægju. Og sé ein­hver sviptur virð­ingu sinni og þar með neyddur til að fara á óund­ir­bú­inni hrað­ferð út úr þæg­ind­ara­mm­anum sínum – hvort sem hann er venju­legar lífs­rútínur eða þaul­æfð leik­sýn­ing – þá verður sá hinn sami hlægi­leg­ur. Það er hið ófrá­víkj­an­lega og mis­kunn­ar­lausa lög­mál alls húmors.

Sýn­ingin sem klikkar byggir bein­línis á þessu, nema hér er er bætt við einni vídd og hún er sú að áhorf­endur vita auð­vitað að allt sem klikkar er í raun­inni þaul­æft. Sýn­ingin sem klikkar er ærsla­fengin sýn­ing í þeirri óvið­jafn­an­legu list leik­húss­ins að koma áhorf­and­anum á óvart en ávallt innan ramma þess und­ir­búna og vel skipu­lagða, rétt eins og loft­fim­leika­fólkið í sirku­snum heldur áhorf­endum í spennu yfir áhættu­at­rið­inu. Það er engin list­grein leik­hús­inu lík hvað þetta varðar og Sýn­ingin sem klikkar er glæsi­leg upp­á­koma fyrir alla sem unna ærslum og grínaríi sem á sér rætur í trúð­leik sirkuss­ins, Key­sto­ne-löggum þöglu mynd­anna, list Chaplins og Buster Keaton. Í Sýn­ing­unni sem klikkar kemur flestallt okkur á óvart og það er hluti af því sem kemur áhorf­anda til að iða í skinn­inu af spenn­ingi yfir því hvað muni nú klikka næst. Og þegar tekst að byggja upp stig­magn­andi spennu þannig að leik­ur­inn æsist með hverju nýju atriði þar sem eitt­hvað bregður útaf, þá er allt eins og það á að vera – og sú er raunin hér.

Sýn­ingin hefst á því að sýn­ing­ar­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar, leik­inn af Katrínu Hall­dóru Sig­urð­ar­dótt­ur, er að und­ir­búa sviðið en það gengur ekki vel, það vantar aðstoð­ar­mann úr hópi áhorf­enda og sú upp­á­koma verður eins konar fyr­ir­boði þess sem koma skal. Það er líka greini­legt að sýn­ing­ar­stjór­inn hefur metnað umfram það að vappa um bak­sviðs, hana langar til að ger­ast leik­kona og trúið því eða ekki, en sá draumur hennar mun ræt­ast áður en yfir lýkur án þess þó að það hafi verið ætl­un­in. Leik­stjór­inn, leik­inn af Bergi Þór Ing­ólfs­syni, kynnir sýn­ing­una sem heitir því magn­aða nafni Morð á meðal vor og hefur lengi verið draumur þessa leik­hóps Borg­ar­leik­húss­ins að setja á svið. Leik­stjór­inn leikur auk þess í sýn­ing­unni og fer með hlut­verk hins ábúð­ar­fulla Carters Rann­sókn­ar­lög­reglu­manns.

Auð­vitað er kynn­ingin eins álappa­leg og efni standa til og þegar sýn­ingin hefst byrjar líka röð vand­ræða­legra atvika, mis­taka, óhappa og klúð­urs af hinu marg­vís­leg­asta tagi, sem stig­magn­ast sýn­ing­una á enda. Það er alger óþarfi að rekja sögu­þráð hér, hver sem vill bregður sér ein­fald­lega í Borg­ar­leik­húsið og nýtur vit­leysunn­ar.

Hér skal reyndar nöldrað yfir því eina atriði sem telja má aðfinnslu­vert. Það hljómar hreint ekki trú­verð­ug­lega að það séu leik­arar við sjálft Borg­ar­leik­húsið sem setja á svið þessa sýn­ingu sem klikkar eins hrapal­lega og hér er raun­in. Frá fyrsta augna­bliki Morðs á meðal vor fer allt í handa­skolum og verður að tómu rugli. Ég spyr hrein­lega: Eiga áhorf­endur í raun og veru að trúa því að slíkt hendi leik­ara og tækni­menn leik­húss sem hefur skilað sýn­ingum á borð við Billy Elliot, Rocky hor­r­or, Mary Popp­ins, Bláa hnött­inn, Matt­hildi og fleiri glæs­i­sýn­ing­um? Hefði ekki verið trú­verð­ugra að stað­færa sýn­ing­una á annan hátt og heim­færa hana upp á eitt­hvert það “ein­vala­lið” leik­ara sem lík­legra er til að klúðra hlut­unum en einmitt starfs­menn Borg­ar­leik­húss­ins. Nöldri lok­ið!

(Reyndar má í þessu sam­hengi nefna að í ágætri leik­skrá er starfs­mönnum sýn­ing­ar­innar gert að rekja eft­ir­minni­leg mis­tök og skyssur sem þeir hafa afrekað á ferli sínum og þar kennir marg­vís­legra grasa. Þraut­reyndum atvinnu­mönnum verður á í mess­unni ekki síður en þeim sem hafa minni reynslu og þjálf­un. Ekki skal látið undan freist­ing­unni að rekja það hér …)

Sýningin sem klikkar Mynd: Grímur Bjarnason

Hvað sem líður klaufa­skap leik­hóps­ins sem af van­burðum reynir að koma frá sér Morði á meðal vor, verður ekki annað sagt en að lista­menn Borg­ar­leik­húss­ins skili frá sér Sýn­ing­unni sem klikkar af yfir­burða leikni og létt­leika. Hver ein­asta hreyf­ing er gerð af öryggi og það er óhætt að segja að þótt Morð á meðal vor klikki ræki­lega þá klikkar ekk­ert í Sýn­ing­unni sem klikk­ar. Jafn­vægið á milli kauðs­legrar sýn­ing­ar­innar á Morði á meðal vor og Sýn­ing­ar­innar sem klikkar er á köflum hár­fínt, en hér gengur allt upp: leik­mynd og bún­ingar Helgu I. Stef­áns­dótt­ur, lýs­ing Páls Ragn­ars­sonar og hljóð Garð­ars Borg­þórs­sonar og leik­gerfi Helgu og Mar­grétar Bene­dikts­dótt­ur. Leik­hóp­ur­inn þarf líka að finna og leika af öryggi á skilin milli þess að vera við­van­ing­arnir sem valda mis­tök­unum og snill­ing­arnir sem bjarga sér úr þeim og þar á er hvergi mis­brest­ur! Það er auð­fundið frá upp­hafi til enda að hér hafa allir sem að sýn­ing­unni standa haft ótrú­lega gaman af og sú gleði smitar svo sann­ar­lega af sér yfir sviðs­brún­ina og til áhorf­enda. Ekki má skilja við Sýn­ing­una sem klikkar án þess að minn­ast á þýð­ingu Karls Ágústs Úlfs­son­ar, sem er vissu­lega hluti af því að allt klikkar og það er sér­stök unun að því að hlusta á sumt ruglið sem ratar útúr munni Hjartar Jóhanns Jóns­sonar – allt auð­vitað þaul­æft og spreng­hlægi­legt!

Það er í sjálfu sér óþarfi að hafa fleiri orð um Sýn­ing­una sem klikk­ar. Ein­fald­ast er bara að bregða sér í Borg­ar­leik­húsið og kæt­ast yfir óförum leik­ara og tækni­manna og veita sér þá ánægju að finna til þeirra yfir­burða sem þeir einir finnst þeir hafa sem hafa full­komna stjórn á sínu eigin lífi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk