„Í þjóðinni býr náttúrulegur kraftur ...“ – YEAH!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Independent Party People eftir Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, Nína Hjálmarsdóttir og Selma Reynisdóttir í Tjarnarbíói.

Independent Party People
Independent Party People
Auglýsing

Sálu­fé­lagar í Tjarn­ar­bíói: Independent Party People

Höf­undar og flytj­end­ur: Davíð Þór Katrín­ar­son, Jón­mundur Grét­ars­son, Nína Hjálm­ars­dótt­ir, Selma Reyn­is­dótt­ir.

Fram­leið­end­ur: Nína Hjálm­ars­dótt­ir, Selma Reyn­is­dótt­ir.

Sviðs­mynd: Kater­ina Bla­hutová.

Drama­t­úrgisk aðstoð: Brogan Dav­ison, Pétur Ármanns­son.

Tón­list: Sig­rún Jóns­dótt­ir.

Ljós: Aron Martin Ásgerð­ar­son, Magnús Thor­laci­us.

Bún­ing­ar: Tanja Huld Levý Guð­munds­dótt­ir.

Tjarna­bíó er eins og flestum er kunn­ugt heima­völlur sjálf­stæðu leik­hópanna. Þar má einatt sjá verk sem enn er verið að þreifa sig áfram með efn­is­tök og úrvinnslu og oftar en ekki eru við­fangs­efnin nýstár­leg sem og efn­is­tök­in. Í Tjarn­ar­bíói verður aldrei gengið að neinu vísu og þess vegna er það spenn­andi leik­hús. Rati þangað sem flest­ir!

Leik­árið hefst á til­raun um ímynd Íslands og Íslend­inga og það er svo sann­ar­lega leikið með þá ímynd útfrá ýmsum sjón­ar­horn­um. Þegar áhorf­endur ganga inn í sal Tjarn­ar­bíós mætir þeim leik­hóp­ur­inn sem ýmist situr eða liggur í mak­indum og sötrar rauð­vín, íklæddur afkára­legum bún­ingum sem vísa í þjóð­leg gildi – lopa­peysan íslenska með sínu klass­íska munstri – og partí­stemn­ingu nútíma­fólks með lit­ríkum píf­um, blúndum og krögum en umgjörðin er hvítur bak­veggur úr hey­böggla­plasti og allt sem fyrir augu ber af leik­mynda­tagi er gert úr plasti og það er vissu­lega ákveðin afstaða sem birt­ist í því. Lýs­ingin fylgir stemn­ingu og stíl, afdrátt­ar­laus og ótví­ræð.

Auglýsing

Í þessu ofur­hvíta umhverfi spjallar leik­hóp­ur­inn saman og við áhorf­endur á afslapp­aðan og til­gerð­ar­lausan máta; í byrjun er sam­vera beggja, leik­hóps og áhorf­enda útskýrð útfrá til­gangi sýn­ing­ar­innar og óborg­an­legar útskýr­ingar á sam­setn­ingu leik­hóps­ins gefnar til að ekk­ert fari á milli mála og það er eins og að vera staddur í vinnu­smiðju þar sem verið er að und­ir­búa sýn­ingu en ekki að sjá leik­sýn­ingu flutta í raun­tíma – þetta er leikur með tíma, afstöðu og umhverfi þar sem allt flétt­ast saman á fynd­inn hátt og auð­skilj­an­leg­an.

Sviðs­lista­hóp­ur­inn Sálu­fé­lagar sam­anstendur af stofn­endum hans, Nínu Hjálm­ars­dótt­ur, sem lauk prófi frá Fræði og fram­kvæmd braut Lista­há­skóla Íslands, og Selmu Reyn­is­dótt­ur, dans­ara, og hér hafa þær sótt sér liðs­auka í leik­ur­unum Davíð Þór Katrín­ar­syni og Jón­mund Grét­ars­syni. Sálu­fé­lag­arnir Nína og Selma hafa velt þema verks­ins fyrir sér í lengri tíma og lagst í all­nokkra rann­sókn­ar­vinnu til að kanna fyr­ir­bærið ímynd Íslands – upp­haf­lega voru þær að skoða sjálfs­mynd Íslend­inga sem og hvernig útlend­ingar hugsa um okkur Íslend­inga og fundu útgangs­punkt í skrifum mann­fræð­ings­ins Krist­ínar Lofts­dóttur sem hefur skoðað hug­mynd­ina um Ísland sem hið fram­andi og spenn­andi norð­ur. Og svo gaf For­sæt­is­ráðu­neytið út skýrsl­una Inspired by Iceland, sem hefst á orð­un­um: “Í þjóð­inni býr nátt­úru­legur kraftur sem mót­ast hefur í sam­búð við nátt­úr­una”. Sem er nú meira mið­flokks­bullið.

Independent Party People Mynd: Owen Fiene

Vissu­lega er þetta kjörið rann­sókn­ar­efni og snjallt að vinna úr því sýn­ingu, sem brýtur gegn hinni venju­bundnu drama­t­úrgíu og verður að flæði hug­mynda þar sem við, áhorf­end­ur, hættum að vera áhorf­endur og verðum frekar eins konar þátt­tak­endur – við finnum svo sann­ar­lega fyrir því að þegar leik­hóp­ur­inn segir sig ekki geta sam­samað sig í þess­ari opin­beru Ísland­s­í­mynd þá tökum við undir það, við skiljum rök þeirra og gerum þau að okkar rök­um. Og förum að efast um hvað sé að vera Íslend­ing­ur.

Mis­skilji nú eng­inn orð mín sem svo að Independent Party People sé hams­laus og rudda­leg árás á ímynd­arsmiði hins opin­bera. Öðru nær. Hér er borin virð­ing fyrir efn­inu. En hér svo sann­ar­lega skoðað og rann­sak­að, varpað fram eðli­legum og sjálf­sögðum spurn­ingum sem, þegar að er gáð, eru líka okkar spurn­ing­ar.

Ísland er hvítt. Í öllum skiln­ingi. Í ímynd Íslands er áherslan lögð á vík­ing­inn, hvíta mann­inn, sem leggur undir sig land­ið, og það eru ansi margir sem fá hrein­lega ekki pláss í þeirri ímynd. Þeirri opin­beru. Þeirri við­ur­kenndu.

Leik­hóp­ur­inn sýnir þetta á sjálfum sér: Nína og Selma eru hvítar ungar kon­ur, Davíð Þór og Jón­mundur eru blakkir (já, eða brún­ir) ungir karl­ar. Þau þurfa sjálf að berj­ast við ímynd­ar­hug­tak­ið, þreifa á því, takast á við það og sigr­ast á því. Af því saga vor kúrir kven­manns­laus í kulda og trekki – svo vísað sé til þekkts bar­áttu­söngs – og það þarf nú ekki að ræða blökku­menn­ina, sem á stríðs­ár­unum máttu ekki einu sinni vera her­menn í her Banda­ríkj­anna sam­kvæmt leyni­sam­komu­lagi rík­is­stjórna Íslands og Banda­ríkj­anna. Og má ekki nefna hér oln­boga­barn Íslend­inga­sagna, Geir­mund Helj­ar­skinn, son Hjörs og Ljúf­vinu, en hann mun hafa erft mongólskt útlit móður sinnar og hefur búið við all­nokkra þöggun síð­an, en er nú að hljóta upp­reisn æru með skáld­sögu Berg­sveins Birg­is­sonar um svarta vík­ing­inn.

Þessi tvö dæmi, hin kven­manns­lausa saga vor og Geir­mundur helj­ar­skinn, eru hér nefnd til að sýna fram á að Independent Party People þeirra Sálu­fé­laga hvílir síður en svo í hug­mynda­fræði­legu tóma­rúmi – þetta finnur hver á sér sem vill og við­ur­kenn­ir.

Independent Party People Mynd: Owen Fiene

Sú ímynd, sem birt er af opin­berum aðil­um, og sem ein­hvers konar óút­skýrð sátt ríkir um, er og verður ímynd sem hampar sumum á kostnað ann­arra. Og það verður ekki fyrr en það er við­ur­kennt og opnað fyrir að allir rúmist innan ímynd­ar, að tekið sé til­lit til allra og mið af öll­um, að við getum öll orðið besta útgáfan af sjálfum okk­ur. Ein­hvern veg­inn finnst þeim sem þetta skrifar að það sé nið­ur­staðan þegar öllu er á botn­inn hvolft.

Það má svo ekki gleyma að nefna að sýn­ingin er elsku­leg. Hún kemur fal­lega við okkur áhorf­end­ur/þátt­tak­endur og gefur okkur mörg tæki­færi til að staldra við og hugsa. En hún er líka fyndin og leik­hóp­ur­inn kann mjög vel að halda utan um húmor­inn. Stundum er hann nefni­lega beittasta vopnið þegar bent er á það sem betur má fara í sam­fé­lagi mann­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk