Mest lesnu aðsendu greinar og skoðanagreinar ársins 2019

Hvað eiga stjórnendur Kaupþings, maður sem hvarf í Keflavík fyrir mörgum áratugum síðan, hagfræðin í uppvaskinu og dramatísk réttarhöld vegna uppsagnar leikara sameiginlegt? Þau voru viðfangsefni mest lesnu pistla eða aðsendra greina á Kjarnanum í ár.

aðsendu.jpg
Auglýsing

5. Mað­ur­inn sem hvarf í Kefla­vík

„Þann 20. nóv­­em­ber 1974 hóf lög­­reglan í Kefla­vík rann­­sókn á því af hverju maður að nafni Geir­­finnur Ein­­ar­s­­son hafði horfið spor­­laust frá deg­inum áður. Stjórn­­andi rann­­sókn­­ar­innar var Val­­týr Sig­­urðs­­son full­­trúi bæj­­­ar­­fó­­get­ans í Kefla­vík, en hann fór með stjórn lög­­­reglu í umboði fógeta. Rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­mað­­ur­inn Haukur Guð­­munds­­son var settur í verk­efn­ið, en ábyrgð­­ar­­maður þess var yfir­­­maður hans, Val­­týr Sig­­urðs­­son.

Rann­­sókn manns­hvarfs­ins var með slíkum endemum að vinn­u­brögð við hana ná ekki einusinni að falla undir fúsk.“

Svona hófst aðsend grein eftir Soffíu Sig­urð­ar­dóttur um mál sem end­aði sem Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­ið.

Lesið grein­ina í heild sinni.

4. Sá sem eldar á líka að vaska upp

„Óskrifuð regla er á mörgum heim­ilum að það sé ekki sami ein­stak­l­ing­­ur­inn sem eldar og vaskar upp eftir mat­inn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp.

Auglýsing
Þetta kerfi er svo gam­alt og hefðin svo gróin að það er nán­­ast ómög­u­­legt að hugsa sér ann­­ar­s­­konar kerfi. Hefðin er svo vel rótuð að við látum okkur ekki einu sinni detta það í hug að skora á hvort hefðin sé af hinu góða, eða hvort megi bæta hana.

Þegar hefðin er skoðuð nán­­ar, og í gegnum gler­­augu hag­fræð­inn­­ar, er nokkuð ljóst að hún er mis­­heppn­uð.“

Svona hófst pist­ill eftir Eikonomics sem birt­ist í maí og vakti mikla athygli.

Lesið pistil­inn í heild sinni.

3. Opið bréf til Ármanns Þor­valds­sonar

„Kæri Ármann. 

Þú mis­­not­aðir traust okkar þar sem þú gegndir mik­il­vægu hlut­verki í svik­unum sem áttu sér stað í Kaup­­þingi. Þú barst sér­­stak­­lega ábyrgð á inn­­lána­­söfnun Kaup­­þing „Ed­ge” (net­­reikn­ing­­ar), sem að lokum fram­­lengdu líf­­tíma svikanna og leiddu til auk­ins sam­­fé­lags­­legs skaða sem hleypur á millj­­örðum evra.

Svik Kaup­­þings námu 83 millj­­örðum Banda­­ríkja­doll­­ara og gjald­­þrot bank­ans varð það fimmta stærsta í sög­unni, stærra en Madoff-svika­­myllan sem nam 64 millj­­örðum Banda­­ríkja­doll­­ara. Sam­an­­tekið mynd­uðu íslensku bank­­arnir þrír þriðja stærsta gjald­­þrot sög­unn­­ar, en ein­­göngu fall Lehman Brothers og Was­hington Mutual var stærra.“

Kevin Stan­ford og Karen Mil­len, sem voru á meðal stærstu við­skipta­vina Kaup­þings fyrir hrun, skrif­uðu opið bréf til Ármanns Þor­valds­son­ar.

Lesið opna bréfið í heild sinni.

2. Harm­leikur í hér­aðs­dómi

„Í litlu her­bergi, númer 401, á fjórðu hæði í hér­­aðs­­dómi áttu sér stað rétt­­ar­höld, fimmt­u­dag­inn 26. sept­­em­ber, þar sem helstu per­­sónur og leik­endur voru Kristín Eysteins­dóttir Borg­­ar­­leik­hús­­stjóri og Atli Rafn Sig­­urð­­ar­­son leik­­ari, ásamt lög­­­mönnum sín­­um. Sig­­urður Örn Hilm­­­ar­s­­son var lög­­­maður Krist­ínar og Einar Þór Sverr­is­­son var lög­­­maður Atla. Þröngt her­bergið var svo þétt setið að nán­­ast mátti þukla á til­­f­inn­inga­­þrungnu and­­rúms­­loft­inu.

Þarna var verið að rétta yfir Krist­ínu Eysteins­dóttur og Leik­­fé­lagi Reykja­víkur en rétt er að taka fram að hún er vin­­kona mín og fyrrum sam­­starfs­­fé­lagi síðan ég var hús­­skáld í Borg­­ar­­leik­hús­inu fyrir nokkrum árum.“

Auður Jóns­dóttir rit­höf­undur var við­stödd aðal­með­ferð í máli Atla Rafns Sig­urð­ar­sonar gegn Krist­ínu Eysteins­dótt­ur. Í pistli sem hún birti í lok sept­em­ber velti hún upp nokkrum spurn­ing­um.

Lesið pistil­inn í heild sinni.

1. Opið bréf til Hreið­ars Más Sig­urðs­sonar og Magn­úsar Guð­munds­sonar

„Hreiðar og Magn­ús.

Karen Mil­len og ég höfum verið talin „vinir Kaup­­þings“, en þar sem við vorum notuð í svika­­myllu sem þið bjugguð til, og tíu árum síðar hefur Kaup­­þing stefnt okkur á nýjan leik vegna svika ykk­­ar, þá viljum við koma eft­ir­far­andi á fram­­færi.“

Svona hófst opið bréf sem Kevin Stan­ford og Karen Mil­len, sem voru á meðal stærstu við­skipta­vina Kaup­þings fyrir hrun, skrif­uðu til tveggja af helstu stjórn­endum bank­ans á þeim tíma.

Lesið opna bréfið í heild sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk