5. Maðurinn sem hvarf í Keflavík
„Þann 20. nóvember 1974 hóf lögreglan í Keflavík rannsókn á því af hverju maður að nafni Geirfinnur Einarsson hafði horfið sporlaust frá deginum áður. Stjórnandi rannsóknarinnar var Valtýr Sigurðsson fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, en hann fór með stjórn lögreglu í umboði fógeta. Rannsóknarlögreglumaðurinn Haukur Guðmundsson var settur í verkefnið, en ábyrgðarmaður þess var yfirmaður hans, Valtýr Sigurðsson.
Rannsókn mannshvarfsins var með slíkum endemum að vinnubrögð við hana ná ekki einusinni að falla undir fúsk.“
Svona hófst aðsend grein eftir Soffíu Sigurðardóttur um mál sem endaði sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Lesið greinina í heild sinni.
4. Sá sem eldar á líka að vaska upp
„Óskrifuð regla er á mörgum heimilum að það sé ekki sami einstaklingurinn sem eldar og vaskar upp eftir matinn. Ef pabbi eldar þá vaskar mamma eða börnin upp.
Þegar hefðin er skoðuð nánar, og í gegnum gleraugu hagfræðinnar, er nokkuð ljóst að hún er misheppnuð.“
Svona hófst pistill eftir Eikonomics sem birtist í maí og vakti mikla athygli.
Lesið pistilinn í heild sinni.
3. Opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar
„Kæri Ármann.
Þú misnotaðir traust okkar þar sem þú gegndir mikilvægu hlutverki í svikunum sem áttu sér stað í Kaupþingi. Þú barst sérstaklega ábyrgð á innlánasöfnun Kaupþing „Edge” (netreikningar), sem að lokum framlengdu líftíma svikanna og leiddu til aukins samfélagslegs skaða sem hleypur á milljörðum evra.
Svik Kaupþings námu 83 milljörðum Bandaríkjadollara og gjaldþrot bankans varð það fimmta stærsta í sögunni, stærra en Madoff-svikamyllan sem nam 64 milljörðum Bandaríkjadollara. Samantekið mynduðu íslensku bankarnir þrír þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar, en eingöngu fall Lehman Brothers og Washington Mutual var stærra.“
Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifuðu opið bréf til Ármanns Þorvaldssonar.
Lesið opna bréfið í heild sinni.
2. Harmleikur í héraðsdómi
„Í litlu herbergi, númer 401, á fjórðu hæði í héraðsdómi áttu sér stað réttarhöld, fimmtudaginn 26. september, þar sem helstu persónur og leikendur voru Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Atli Rafn Sigurðarson leikari, ásamt lögmönnum sínum. Sigurður Örn Hilmarsson var lögmaður Kristínar og Einar Þór Sverrisson var lögmaður Atla. Þröngt herbergið var svo þétt setið að nánast mátti þukla á tilfinningaþrungnu andrúmsloftinu.
Þarna var verið að rétta yfir Kristínu Eysteinsdóttur og Leikfélagi Reykjavíkur en rétt er að taka fram að hún er vinkona mín og fyrrum samstarfsfélagi síðan ég var hússkáld í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum.“
Auður Jónsdóttir rithöfundur var viðstödd aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Kristínu Eysteinsdóttur. Í pistli sem hún birti í lok september velti hún upp nokkrum spurningum.
Lesið pistilinn í heild sinni.
1. Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar
„Hreiðar og Magnús.
Karen Millen og ég höfum verið talin „vinir Kaupþings“, en þar sem við vorum notuð í svikamyllu sem þið bjugguð til, og tíu árum síðar hefur Kaupþing stefnt okkur á nýjan leik vegna svika ykkar, þá viljum við koma eftirfarandi á framfæri.“
Svona hófst opið bréf sem Kevin Stanford og Karen Millen, sem voru á meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings fyrir hrun, skrifuðu til tveggja af helstu stjórnendum bankans á þeim tíma.