Þreifað á mold, talað til vits og tilfinninga!

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Lífið - stórskemmtilegt drullumall, sem sýnt er í Tjarnarbíói.

drullumall
Auglýsing

Leik­húsið 10 fingur í Tjarn­ar­bíói: Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all

Höf­und­ar: Sveinn Ólafur Gunn­ars­son, Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, Charlotte Bøving, Helga Arn­alds

Leik­mynda- og bún­inga­hönn­un: Helga Arn­alds

Aðferð og stjórnun á mynd­rænni fram­setn­ingu: Helga Arn­alds

Tón­list: Mar­grét Kristín Blön­dal

Lýs­ing: Björn Berg­steinn Guð­munds­son

Aðstoð við brúðu­vinnu: Satu Kivi­sto

Leik­ar­ar: Sól­veig Guð­munds­dótt­ir, Sveinn Ólafur Gunn­ars­son

Leik­húsið 10 fingur á senn 25 ára afmæli og var í upp­hafi einnar konu leik­hús Helgu Arn­alds sem ferð­að­ist milli leik­skóla og skóla í land­inu með sýn­ingar sín­ar. Smám saman bætt­ist í hóp­inn og hefur margt af okkar fremsta lista­fólki gengið í lið með Helgu; Leik­húsið 10 fingur hefur einnig í æ rík­ara mæli sér­hæft sig í list­sköpun sem stendur á mörkum leik­húss og mynd­listar og er eina leik­húsið í land­inu sem helgar sig slíkum sýn­ingum og hefur auk þess lagt áherslu á að gera sýn­ingar sem börn og full­orðnir geta notið sam­an. Það er gaman að geta þess einnig að á ferli sínum hefur Leik­húsið 10 fingur hlotið tvær Grímur fyrir bestu barna­sýn­ing­arnar auk þess að hafa hreppt íslensku bjart­sýn­is­verð­laun­in.

Þegar gluggað er í leik­skrá sýn­ing­ar­innar Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all má lesa hvaða hug­myndir voru kveikjan að verk­inu: „Lífið er ferða­lag og skref fyrir skref fikrum við okkur inn í óviss­una. ... Við þreif­uðum á mold­inni og skoð­uðum hvaða hug­myndir voru fólgnar í henni. Svo fórum við að rann­saka poka, ljós og skugga. ... Við tókum eitt skref í einu án þess að vita hvar sýn­ingin myndi enda. ...“

Þessar sér­deilis frjóu hug­myndir urðu að ákaf­lega sér­stæðri, fal­legri og ein­lægri sögu sem þau Sól­veig Guð­munds­dóttir og Sveinn Ólafur Gunn­ars­son miðla áhorf­endum á tæpri klukku­stund, sem er hæfi­leg lengd á sýn­ingu fyrir yngstu áhorf­end­urna.

Sagan kviknar með spili skugga á stóru bak­tjaldi sem gnæfir yfir sviði Tjarn­ar­bíós. Óræð­ar, tor­kenni­legar fígúrur kvikna til lífs, hreyfa sig til og frá, ummyndast, stækka og minnka á víxl og smám saman birt­ast þær á svið­inu, tvær verur sem tjá sig með ýmiss konar frum­stæðum hljóð­um. Þetta er fal­legt sjón­ar­spil þar sem unnið er með bak­lýs­ingu aftan við bak­tjaldið – og eins og atriðið er unn­ið, fer einnig heil­mikið fyrir lýs­ingu framan við bak­tjaldið líka – og þannig geta skugg­arnir leikið sér og búið til hug­renn­inga­tengsl sem tak­markast af engu nema ímynd­un­ar­afl­inu. Og þá eru þau ekki síður til­komu­mikil hljóðin sem frá ver­unum koma og undir heyr­ist tón­list­in, sem á stóran þátt í að glæða heild­ina spenn­andi lífi.

Það var býsna magnað að upp­lifa, að nokkrir hinna ungu áhorf­enda virt­ust þegar í upp­hafi eiga erfitt með skilin milli listar og lífs og gripust skelf­ingu þegar skugg­arnir brugðu á leik. Það er vissu­lega gaman þegar listin hel­tekur svo áhorf­endur sína og þeir lifa sig svo ger­sam­lega inn í það sem fyrir augu þeirra og eyru ber – þannig vill jú leik­húsið virka, ekki satt? – en það er engu að síður umhugs­un­ar­efni þegar ungir áhorf­endur ráða ekki við að greina á milli þess sem er áhuga­vert, hluti af þró­un, líkt og upp­haf sögu er, og svo þess sem er ógn­vekj­andi af því þau virð­ast ekki þekkja sjálfan mið­il­inn – leik­hús­ið.

Getur verið að for­eldrar anni ekki skyldum sín­um, að leiða börn sín inn í heim sög­unn­ar, kenni þeim í verki að greina á milli þess sem er veru­leiki ann­ars vegar og hins vegar frá­sögnin af þessum veru­leika? Eða reyn­ist sú fantasía, sem birt­ist okkur í upp­hafi Lífs­ins – stór­skemmti­legt drullum­all ein­fald­lega hinum ungu áhorf­endum ofviða? Eru þau alin upp í ein­hvers konar „af­þrey­ing­arna­t­úr­al­isma“ sem gerir alla sym­bó­lík fram­andi og hættu­lega?

Þetta voru nokkrar hug­leið­ingar sem flugu um huga þess sem hér skrifar og ekki skal full­yrt neitt um svör eða nið­ur­stöð­ur, en óneit­an­lega eru þetta pæl­ingar sem vert er að gefa gaum.

Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all vex hægt og örugg­lega og verður að sögu tveggja ein­stak­linga sem mæt­ast óvænt, kynn­ast og bregða á leik sem þró­ast frá því að ein­kenn­ast af hrifn­ingu fyrir öllu því nýja og spenn­andi sem fyrir skiln­ing­ar­vitin ber, bragð, sjón, heyrn, ilman og skynjan yfir í and­stæðu sína og hörku­lega bar­áttu um yfir­ráða­svæð­i;  með því er sam­tímis brugðið upp ljós­lif­andi mynd af sögu mann­kyns frá upp­hafi til nútíma og um leið ger­ist fyrir augum okkar leik­húsæv­in­týri þar sem mold­ar­pokar öðl­ast líf og tær og fingur verða að sér­stæðum karakt­er­um.

Auglýsing
Allt er gert af næmni fyrir og þekk­ingu á ótak­mörk­uðum tján­ing­ar­tækjum leik­list­ar­innar og ber vott um þróað list­rænt inn­sæi, rót­gróna þekk­ingu á bæði leik­list­inni og sögu­efn­inu og yfir öllu skín virð­ing fyrir hinum ungu áhorf­endum (og reyndar hinum eldri lík­a!) sem er og á að vera aðal og ein­kenn­is­merki allrar góðrar leik­list­ar. Hér er sagan sögð blátt áfram og af ein­lægni, hvergi ber á til­gerð eða auð­veldum gervi­lausnum heldur allt sett fram í krafti þess sem rök­rétt er og talar til vits­muna áhorf­enda í sama mæli og til­finn­ingum þeirra er ögrað.

Þeir ungu áhorf­endur sem gripnir voru ótta í upp­hafi róuð­ust, enda þeirra full­orðna fylgd­ar­fólk natið við að hugga og knúsa; hvað sem líður vanga­veltum hér ofar, er það hverju orði sann­ara að leik­húsi þarf að venj­ast og læra á tákn­rænan frá­sagnir þess og hvernig þær orka á til­finn­ingar og sál­ar­líf. Þá getur verið einkar gott að hafa ein­hverja hlýja og góða eldri fylgd­ar­mann­eskju sem opnar faðminn, sefar og telur kjark í unga sál. Og kannski rétt að geta þess að loka­mynd sýn­ing­ar­innar andar frá sér friði og værð; þar er slegið á hár­réttan tón til að for­eldrar og fylgd­ar­fólk geti tekið við og hjálpað til við að láta sýn­ing­una og þau hug­hrif sem hún hefur vakið að gerj­ast og jafn­vel öðl­ast sjálf­stætt líf í barns­hug­an­um. Til þess er jú leik­hús­ið, ekki satt?

Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all er hríf­andi sýn­ing, fal­leg og talar til allra skiln­ing­ar­vita. Leik­ur­inn er hug­mynda­ríkur og fjör­leg­ur, þau Sól­veig og Sveinn Ólafur hlífa sér hvergi og lík­ams­tján­ing þeirra náði svo sann­ar­lega áhorf­end­um. Það er hrein unun að sjá hví­líkt vald þau hafa á með­ulum leik­ar­ans, hve sam­leikur þeirra er öruggur og traustur og hvernig þau leiða sög­una til lykta án þess að styðj­ast við hefð­bundið tungu­mál heldur aðeins hreyf­ing­ar, svip­brigði, og óhefð­bundin hljóð – og óhljóð.Úr verkinu. MYND: 10 fingur.

Leik­stjórn Charlotte Bøv­ing er eins og búast má við, traust og mark­viss og sér til þess að hinn mann­legi, hlý­legi svipur haldi sér í hví­vetna – en ekki verður svo skilið við Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all án þess að minnst sé á tón­list Mar­grétar Krist­ínar Blön­dal, sem gerði allt í senn, að draga, fylgja með og elta rás atburða, inni­lega sam­fléttuð í allan þann list­ræna gjörn­ing sem fram fór á svið­inu.

Lýs­ing Björns Berg­steins Guð­munds­sonar var sömu­leiðis sköpuð í anda frá­sagn­ar­innar og þjón­aði henni út í ystu æsar. Allt þetta gerir Lífið – stór­skemmti­legt drullum­all ekki bara að stór­skemmti­legu drullum­alli, heldur fal­legri, vand­aðri og heil­steyptri leik­sýn­ingu fyrir börn á öllum aldri – þar sem borin er ósvikin virð­ing fyrir greind þeirra og til­finn­ingum og þau hvött til nokk­urs þroska. Betri ger­ast leik­sýn­ingar ekki!



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk