Kvenleg reynsla, ósvikin kómík

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýningu Reykjavik Ensemble, Polishing Iceland.

polishing.jpg
Auglýsing

Reykja­vik Ens­emble í sam­vinnu við Tjarn­ar­bíó: Pol­is­hing Iceland

Höf­und­ur: Eva Marcinek

Leik­gerð, leik­stjórn og hönnun bún­inga: Pálína Jóns­dóttir

Leiktexta­fræð­ing­ur: Ang­ela Rawl­ings

Tón­list og hljóð­hönn­un: Anna Hall­dórs­dóttir

Hönnun lýs­ing­ar: Juli­ette Louste

Leik­ar­ar: Magda­lena Twor­ek, Mich­ael Ric­hardt, Pétur Óskar Sig­urðs­son

Pol­is­hing Iceland er það sem á stundum hefur verið kallað „lík­am­legt leik­hús“ – sem er leik­list sem byggir á sterkri og með­vit­aðri lík­ams­tján­ingu leik­ar­ans. Meist­arar slíks leik­húss í Evr­ópu eru menn á borð við Jerzy Grotowski sem ýtti hug­mynd­inni um lík­ams­tján­ingu leik­ar­ans út á ystu nöf og gerði kröfur til leik­ara sinna um að beita lík­am­anum á óhefð­bund­inn hátt og fara út fyrir real­isma og nat­úr­al­isma til að geta fangað kjarna þeirrar til­finn­ingar sem verið var að tjá. Leik­hús það sem kennt er við Grotowski er einatt nefnt „The Poor Theatre“, sem lýsir vel þeim mínímal­isma sem hann beitti; áherslan var á leik­ar­anum og tján­ingu hans. Það má einnig nefna í þessu sam­bandi Eugenio Bar­ba, ítalskan leik­stjóra sem vann um tíma með Grotowski en ferð­að­ist síðar til Ind­lands þar sem hann sótti inn­blástur í ind­verska dans­inn Kathakali, sem var nýmæli á Vest­ur­lönd­um. Ekki má heldur gleyma snill­ingum á borð við Peter Brook, Jacques Copeau og Joan Litt­lewood, sem öll voru inn­blásin af jap­anska No-­leik­hús­inu; for­veri þeirra var faðir „leik­húss grimmd­ar­inn­ar“, Ant­onin Artaud, sem sótti inn­blástur í leik­hús­menn­ingu Bali. Þessir frum­kvöðlar lögðu grunn­inn undir þá stefnu að brjóta tján­ingu hins vest­ræna leik­ara úr menn­ing­ar­viðjum hennar – en, eins og leiða má rök að, er einnig leik­listin undir þá menn­ingu lögð þar sem hún á sér stað.

Þetta „lík­am­lega leik­hús“ ein­kenn­ist af því að leik­ar­inn nýtir sér í rík­ari mæli tón­list, dans, mynd­list og fleira í þeim dúr en aðeins hið hefð­bundna „leik­hús orðs­ins“, sem er og hefur verið ríkj­andi tján­ing­ar­form leik­húss á Vest­ur­löndum – enda liggja rætur þess í leik­list forn­grikkja, sem var til á fimmtu öld fyrir Krist og mark­að­ist af sterkri, retórískri orð­ræðu, enda hluti af sam­fé­lags­þróun þeirra tíma þar sem einnig mælsku­list og lýð­ræði hasl­aði sér völl í stjórn sam­fé­lags­ins og menn­ingu þess. Þá eru einnig mörkin milli sviðs og sal­ar, leik­ara og áhorf­anda, einatt rofin þannig að úr verður líkt og Brech­tísk nálgun sem kallar á sam­eig­in­legan skiln­ing beggja vegna sviðs­brúnar – áhorf­endur fá að upp­götva í stað þess að ein­göngu treysta á til­finn­ingar sín­ar. Þannig ögrar hið „lík­am­lega leik­hús“ hinu Aristótel­íska leik­húsi, þar sem áhorf­endur áttu að ganga í gegnum til­finn­ingalega hreinsun og í stað þess öðl­ast nýj­an, vit­rænan skiln­ing á sam­fé­lag­inu og sam­tím­an­um.

Þessi leikstíll er sem fyrr segir ráð­andi í sýn­ingu Pálínu Jóns­dóttur þar sem smá­sögur Evu Marcinek liggja til grund­vall­ar; þær segja frá reynslu hennar sem inn­flytj­anda til Íslands frá Pól­landi og það verður ekki annað sagt en Eva hafi bæði næmt auga og góða til­finn­ingu fyrir menn­ing­ar­mun þeim, sem ríkir á milli hinna tveggja menn­ing­ar­heima, Pól­lands og Íslands. Nú skal það tekið fram að und­ir­rit­uðum hefur ekki gef­ist færi á að lesa sögur hennar í frum­gerð, en ef marka má þau atriði sem fljúga hjá á leik­sviði Tjarn­ar­bíós nálg­ast hún við­fangs­efnið með bæði klínískri nákvæmni, eft­ir­breytn­is­verðri virð­ingu og miklum húmor. Þar með einnig sagt að hún sneiðir hjá klisjum og ódýru for­dómakit­li, sem er ekki síður til fyr­ir­myndar og styrkir hina list­rænu við­leitni.

Auglýsing
Sýningarhöfundinum og leik­stjór­anum Pálínu Jóns­dóttur nýt­ist þessi efni­viður vel og hún býr hann í sviðs­gerð sem er einkar frjáls­leg, hríf­andi og örvandi fyrir ímynd­un­ar­afl áhorf­and­ans; áhorf­and­inn er þannig virkj­aður og verður óhjá­kvæmi­lega hluti af sýn­ing­unni.

Pol­is­hing Iceland er vissu­lega tví­ræður tit­ill, ef ekki þrí­ræð­ur: Hér er verið að slípa mynd­ina af Íslandi og fanga það sem er ein­kenn­andi, það er verið að gera Ísland ívið pólskara – og veitir kannski ekki af! – og það má jafn­vel finna vott af gagn­rýni á þá við­leitni okkar að fegra Ísland og allt sem íslenskt er. Við fylgj­umst með hinum pólska inn­flytj­anda, sem leik­inn er af Magda­lenu Twor­ek, þar sem hún tekst á við menn­ing­ar­á­rekstra sem eiga sér óhjá­kvæmi­lega stað í hinu nýja heima­landi; hinn súr­r­eal­íski heimur snýr að öllu mann­legu: tungu­mál­inu, sið­um, mat og – lík­ams­tján­ing­unni.

Sýn­ingin sam­anstendur af stuttum atrið­um, eins konar svip­mynd­um, sem sýna hvernig átök geta orðið til milli tveggja menn­ing­ar­heima. Sumt kemur þar á óvart, annað hljómar frekar kunn­ug­lega eins og við má búast. En allar eru þessar svip­myndir tær dæmi um hvað mætir þeim sem ætlar sér að takast á við að sam­sama sig nýjum sið­um, nýjum skiln­ingi og nýrri menn­ingu. Þetta er ver­öld sem allir inn­flytj­endur heims­ins kann­ast við og það eru til allrar ham­ingju æ fleiri Íslend­ingar líka farnir að kann­ast við þessi atvik enda fjölgar hratt þeim Íslend­ingum sem deilt hafa kjörum með öðrum þjóð­um. Sýn­ing Reykja­vik Ens­emble – já, sjálf stofnun og til­urð þessa leik­hóps! – er áþreif­an­leg sönnun þess að Ísland fær­ist nær því að verða hluti af alheimi og við Íslend­ingar hluti af mann­kyni heims­ins.

Þá skaðar ekki heldur að yfir sýn­ing­unni hvílir sterkur andi kven­legrar reynslu og kven­legra gilda. Það þarf kannski ekki að koma á óvart – þrí­eykið Eva Marcinek, Pálína Jóns­dóttir og Magda­lena Tworek eru greini­lega vel með­vit­aðar um að reynsla og upp­lifun kvenna af því að vera lít­il­magn­inn er ann­ars eðlis en reynsla karla og það er hreint ekk­ert að því að vera minntur á það af og til. Það er svo bara meira gaman að því þegar það er gert með ósvik­inni kómík eins og gert er í Pol­is­hing Iceland, en leik­ar­arnir ná að halda hár­fínu jafn­vægi milli þeirrar kómíkur sem í sögum Evu Marcinek býr og þess boð­skapar sem sögur hennar koma á fram­færi.

Leikið er á þremur tungu­mál­um, sem veldur þó engum mis­skiln­ingi, svo greini­lega sem allt er fram sett og tjáð: íslenskan, pólskan og enskan hljóma nokkuð jöfnum höndum og eiga á sinn hátt sinn þátt í að valda mis­skiln­ingi og greiða úr hon­um; en alls staðar má finna næmni fyrir efn­inu og það klætt í mál­fars­legan og lík­am­legan bún­ing af því tagi sem við erum óvön hér á landi. Það er auð­séð og auð­fundið að Pálína og leik­hópur hennar hefur borið með sér and­blæ fram­andi menn­ingar inn á leik­svið Tjarn­ar­bíós og það er vel. Íslenskt leik­hús hefur einatt borið með sér að vera háð orð­inu sem er í sjálfu sér ekk­ert ein­kenni­legt – við teljum okkur bók­mennta­þjóð og byggjum að stórum hluta sjálfs­mynd okkar á því og það hlýtur því að vera kapps­mál að færa orðs­ins list upp á leik­sviðið og koma þá einnig orðum yfir alla þá list sem treystir á ann­ars konar tján­ingu – dans og hreyf­ingu, mynd­list, tónlist. Það hefur verið okkar ríki­dæmi, bóka­þjóð­ar­inn­ar. En Pálína sem list­rænn stjórn­andi Reykja­vik Ens­emble og hennar list­ræna teymi sýnir og sannar að til er annað ríki­dæmi sem er ekki síður magnað og nær að fanga til­finn­ingu og stemn­ingu sem hefð­bundin orð ná ekki yfir.

Eitt skal árétt­að: hér hefur orðið tíð­rætt um hið „lík­am­lega leik­hús“ og bent á frum­kvöðla sem kunna að hafa veitt leik­stjór­anum Pálínu Jóns­dóttur inn­blástur og hug­hrif. En það er einnig nauð­syn­legt að geta þess, að sem leik­stjóri bregður hún sínum eigin lit á allt sem fram fer á svið­inu. Pálína er leik­ari og dans­ari að mennt og hefur einkum starfað í Banda­ríkj­unum þar sem hún lauk námi frá MFA Theatre Direct­ing Program við Háskól­ann í Col­umbia, en þar áður hafði hún starfað meðal ann­ars sem leik­ari um ára­bil. Yfir­bragð sýn­ingar hennar ber vitni um hennar eigin stíl og áferð. Hreyf­ingar leik­ar­anna þriggja eru skýrt og vel skipu­lagð­ar, ekk­ert smá­at­riði er til­viljun háð heldur hluti af frá­sögn­inni og miðlar merk­ingu; þessi vinnu­brögð eru fáséð á íslensku leik­sviði og væri svo sann­ar­lega gaman að sjá áhrifa af þessum vinnu­brögðum gæta víð­ar.

Reykja­vík Ens­emble er alþjóð­legur leik­hópur sem stofn­aður var á síð­ast­liðnu ári og Pálína Jóns­dóttir er list­rænn stjórn­andi hans. Það er ósk­andi að þessi frjóa og eggj­andi við­bót við íslenskt leik­hús­líf fái að vaxa og dafna um langa fram­tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk