Töfrum gædd frásögn

Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Tréð eftir Söru Martí Guðmundsdóttur og Agnesi Wild.

Leiksýningin Tréð
Auglýsing

Lista­há­tíð í Reykja­vík og Lalalab í Tjarn­ar­bíói: Tréð

Hug­mynd: Sara Martí Guð­munds­dóttir

Höf­undar og leik­stjórn: Sara Martí Guð­munds­dóttir og Agnes Wild

Tón­skáld: Sóley Stef­áns­dóttir

Hönnun hljóð­mynd­ar: Sóley Stef­áns­dóttir

Vinnsla hljóð­mynd­ar: Stefán Örn Gunn­laugs­son

Teikn­ari: Elín Elísa­bet Ein­ars­dóttir

Leik­mynda­hönn­uð­ur: Eva Björg Harð­ar­dóttir

Ljós og mynd­band: Ingi Bekk og Kjartan Darri Krist­jáns­son

Leik­ar­ar: Kjartan Darri Krist­jáns­son og Elísa­bet Skag­fjörð

Leik­radd­ir: Óðinn Benja­mín Munt­he, Nadía Líf Guð­laugs­dótt­ir, Dom­in­ique Gyða Sig­rún­ar­dótt­ir, Guð­rún Gunn­ars­dótt­ir, Jóhann Axel Ing­ólfs­son, Katrín Mist Har­alds­dótt­ir, Adda Rut Jóns­dótt­ir, Agnes Wild, Sara Martí Guð­munds­dótt­ir, Bjarni Snæ­björns­son, María Guð­munds­dótt­ir, Ólafur Ásgeirs­son, Sveinn Óskar Ásbjörns­son, Guð­mundur Fel­ix­son, Alexía Björg Jóhann­es­dótt­ir, Frið­rik Frið­riks­son, Elísa­bet Skag­fjörð, Tinna Lind Gunn­ars­dótt­ir, Kor­mákur Garð­ars­son, Ronja Bene­dikts­dótt­ir, Kristrún Heiða Hauks­dótt­ir, Sunn­eva Sig­ríður Andra­dótt­ir, Stefán Örn Gunn­laugs­son.



Það er alveg sér­deilis hlý­legur sjarmi yfir sýn­ingu þeirra Söru Martí Guð­munds­dóttur og Agn­esar Wild um sítrónu­tréð sem stendur fyrir utan heim­ili drengs­ins Alex og fylgt hefur fjöl­skyldu hans í margar kyn­slóð­ir. Í upp­hafi andar allt friði og far­sæld, Alex og systir hans leika sér og þau og for­eldrar þeirra lifa áhyggju­lausu lífi og njóta ávaxt­anna af sítrónu­trénu sem gefur þeim svalandi lím­on­aði. En allt í einu verða nátt­úru­ham­far­ir, jarð­skjálfti ríður yfir og leggur heim­ili Alex í rúst og for­eldrar hans lifa ekki af. Honum er ekki óhætt og þarf að yfir­gefa bernsku­slóð­irn­ar. En til að halda tengslum við for­eldra sína og fólkið sitt, tekur hann með sér grein af sítrónu­trénu – þar sem hann finnur því öruggan stað í nýrri jörð getur hann hugsað sér að setj­ast að og nú hefst langt og strangt ferða­lag yfir lönd og höf í leit að nýjum stað að setj­ast að á og gróð­ur­setja sítrónu­tréð.



Leiðin liggur um flótta­manna­búðir í eyði­mörk þar sem jörð er ófrjó, um stór­borg­ina þar sem loftið er mengað og um skóg­inn þar sem stóru, vold­ugu trén vilja ekki gefa rými fyrir sítrónu­tréð. Það hlýtur að vera óhætt að segja að allt fari vel að lok­um, þótt endir­inn sé ekki alveg eins og Alex hafði hugsað sér, né við áhorf­end­ur. En þær fjöru­tíu og fimm mín­útur sem sýn­ingin varir er athygli okkar haldið vel vak­andi og yngstu áhorf­end­urnir – en sýn­ingin er hugsuð fyrir börn frá fimm ára aldri – munu ekki eiga í neinum vand­ræðum með að fylgja sög­unni eftir né lifa sig inn í atburða­rás­ina.

Auglýsing



Hluti af sjarma sýn­ing­ar­innar er óneit­an­lega allur sá fjöldi leik­ara sem ljá hinum ýmsu og fjöl­breyti­legu karakt­erum rödd og önd. Þarna getur að sjá og heyra óborg­an­lega kakt­usa sem fræða Alex um eyði­mörk­ina og eðli henn­ar, þvínæst getur að líta og upp­lifa kostu­leg potta­blóm svo ekki sé minnst á greni­trén mik­il­úð­legu. Það fer ekki hjá því að hægt sé að segja að þarna megi finna valda rödd í hverjum karakter og fjöl­breyti­leik­inn lífgar svo sann­ar­lega upp á sög­una. Þá skal einnig nefndur Óðinn Benja­mín Munt­he, sem leikur Alex á móti Kjart­ani Darra. Radd­beit­ing hans er með því­líkum kostum að vart verður betur gert, fram­sögnin frjáls­leg og eðli­leg, hljóm­ur­inn með miklum ágætum og vel kveðið að hverju orði og áherslur eins nátt­úru­legar og kosið verð­ur. Vel leik­ið, vel leik­stýrt.



Tréð Mynd: AðsendOg reyndar er sýn­ingin öll listi­lega vel samin og fal­lega fram bor­in, sem bendir til þess að leik­stjórnin hafi náð þeim árangri í frá­sögn og flutn­ingi sem stefnt hefur verið að. Vinnu­brögðin að öllu leyti til fyr­ir­mynd­ar.



Tréð er eins konar fjöl­miðl­un­ar­sýn­ing. Alex og systir hans, Móna, eru leikin af þeim Kjart­ani Darra Kjart­ans­syni og Elísa­betu Skag­fjörð að hluta, en að hluta er sagan sögð með aðstoð skugga­brúðu­leik­húss, sem búið er til með teikn­ingum Elínar Elísa­betar Ein­ars­dótt­ur, og sem varpað er með mynd­varpa upp á sýn­ing­ar­tjald og í þeim köflum heyrum við rödd Óðins Benja­míns. Þau Kjartan Darri og Elísa­bet stjórna brúð­unum og öðru sem þarf til að segja sög­una – bíl­um, skipum og leik­myndum – og taka þannig þátt í að fleyta atburða­rásinni áfram bæði sem leik­arar og brúðu­tækni­menn. Þetta er skemmti­leg nálg­un, sem fer fram fyrir opnum tjöldum og krefst ein­beit­ingar af því tagi sem smitar af sér yfir til áhorf­enda.



Reyndar er rétt að taka fram að ekki er um að ræða skugga­brúðu­leik­hús alls kostar sam­kvæmt hefð­inni því hér er nefni­lega beitt nútíma víd­eó­tækni sem ekki var kostur á í árdaga skugga­brúðu­leik­húss. En nú eins og þá fyr­ir­stilla ein­víðar pappafígúrur ann­ars vegar per­sónur sög­unnar og hins vegar hina ýmsu hluta leik­mynd­ar­innar og hér er þeim brugðið fyrir linsu töku­vélar og þaðan varpað upp á stórt tjald fyrir ofan leik­ar­ana Kjartan Darra og Elísa­betu. Þannig verða sum atriða­skiptin frá skjánum og niður á sviðið og svo á hlið­stæðan hátt frá sviði og upp á skjá. Þar sem asíska skugga­brúðu­leik­húsið hafði aðeins yfir að ráða einu sviði – tjald­inu – og tveimur lita­brigðum – skugga og birtu – gefst hér kostur á að leika sér með frá­sögn á tveimur plönum og í tveimur vídd­um, auk þess sem litir og lit­ræn blæ­brigði fá aukið vægi. Að öðru leyti er frá­sagn­ar­tæknin hlið­stæð; hún er í tengslum við ritúalið, trú­ar­brögð­in, sem áttu að útskýra heim­inn og heims­mynd­ina fyrir þeim sem á horfðu og hlust­uðu og úr verður býsna seið­andi frá­sögn sem kallar á athygli og íhygli. Þegar um ræðir frá­sögn­ina af Alex og Mónu og sítrónu­trénu er hvergi hætt við að áhorf­endur missi af því sem ger­ist. Frá­sagn­ar­formið er töfrum gætt og er í beinum tengslum við frum­þörf manns­ins fyrir frá­sagnir sem útskýra heim­inn og lög­mál hans og tengja mann­inn við þau.



Tréð er fal­leg sýn­ing og hentar vel ungum áhorf­end­um; og þar sem efni hennar teng­ist ýmsu því sem sjá má og heyra í fréttum nútím­ans er ekki úr vegi að for­eldr­ar, afar og ömmur horfi og hlusti með ungu kyn­slóð­inni og skapi sér sam­eig­in­lega reynslu, ekki síst með því að ræða saman um þann jákvæða boð­skap sem sagan af Alex og Mónu og trénu miðl­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk