5. Almenningur japlar á deigkenndum pappaskeiðum á meðan þeir ofurríku fá ókeypis stæði fyrir einkaþotur í miðborginni (birtist 27. júlí)
Kristján Godsk Rögnvaldsson doktorsnemi skrifaði aðsenda grein um einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli og segir að yfirgangur þeirra ofurríku yfir sameiginlegum gæðum eins og hreinu lofti og takmörkuðu rými fyrir auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé óþolandi „og meðvirkni yfirvalda gagnvart þessari elítu sömuleiðis“.
4. Hverjir eru milljónalífeyrisþegarnir, Bjarni Benediktsson? (birtist 5. júlí)
„Allt ætlaði um koll að keyra þegar dómarar og efstu lög þjóðfélagsins voru krafðir um að endurgreiða brotabrot af mánaðartekjum sínum vegna mistaka kerfisins. Þeir þurfa ekki að lifa við flóknar skerðingar sem er daglegt brauð lífeyrisþega og í raun ekkert annað en ofurskattur á hlægilega innkomu.“ Ástþrúður K. Jónsdóttir skrifaði um lífskjör öryrkja í aðsendri grein.
3. Mannorð Sólveigar Önnu Jónsdóttur (birtist 6. febrúar)
„Sólveig Anna þarf að búa við endalausan straum af nafnlausum árásum og aðdróttunum um glæpsamlega hegðun, almenna mannvonsku og persónuleikabresti; hinnar sönnu sakir hennar eru þó þær einar að hafa tekið að sér að veita kjarabaráttu láglaunafólks forystu og vera öflugur talsmaður þeirra sem lifa frá einni launagreiðslu til annarrar.“
Birna Gunnarsdóttir skrifaði um fréttaflutning í aðdraganda formanns- og stjórnarkjörs Eflingar.
2. Sagan af manninum sem ekki var eitrað fyrir og blaðamönnunum sem valdið vildi kæla (birtist 20. september)
Þórður Snær Júlíusson skrifaði um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum, umfjöllun fjölmiðla um hana, aðkomu stjórnmálamanna og það sem gögn málsins sýna að átt hafi sér stað.
1. Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun (birtist 17. apríl 2021)
„En þó glóandi hraunið gleypi þig ekki með húð og hári er harla ólíklegt að þú sleppir frá því lifandi. Í stað þess að sökkva í hraunið kviknar einfaldlega í þér. Glóandi hraun er allt að 1250° heitt – meira en 10 sinnum heitara en sjóðandi vatn - og því munu vítiseldar umvefja þig á örskotsstundu með þeim afleiðingum að þú fuðrar upp. Það eina sem eftir stendur verður aska sem svo bráðnar og rennur saman við glóandi hraunið. Game over.“
Eigendur Icelandic Lava Show skrifuðu hraunmola á Kjarnann í kjölfar þess að eldgos hófst við Fagradalsfjall 2021. Sú grein fór aftur á flug í ár þegar gjósa fór að nýju.