Partílok, seðlabankastjóri, verbúðin Ísland, þöggun valdakarla og ríkir kjánar í hanaslag

Árið 2022 bauð upp á allskyns álitamál sem ollu deilum í samfélaginu. Á þeim flestum var tekið í leiðaraskrifum í Kjarnanum á árinu sem er nú að líða. Hér eru mest lesnu leiðarar ársins.

leiðararársins20221
Auglýsing

5. Partíið er búið (birt­ist 2. júlí)

„Það er ekk­ert sem ýtir fastar við stærsta kjós­enda­hópn­um, milli­stétt­inni, en það þegar hún finnur að lífs­kjör hennar eru mark­visst að skerð­ast. Sú staða er komin upp.

Þegar við bæt­ist allt hitt: fúskið í kringum banka­sölu, enda­laus póli­tísk hrossa­kaup, oftekin laun þjóð­kjör­inna full­trúa og launa­hækk­anir þeirra langt umfram það sem tíðkast í sam­fé­lag­inu, mála­miðl­anir um lægstu sam­nefn­ara í lyk­il­mál­um, algjört aðgerð­ar­leysi við að breyta gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og fjár­mála­geira og þá sýni­legu stað­reynd að sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokkar eru varla sam­mála um neitt nema að hanga á völd­um, þá er ekki furða að stjórn­ar­flokk­arnir séu að mæl­ast í vand­ræð­u­m.“ Leið­ari eftir Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Lestu leiðar­ann í heild hér.

Auglýsing

4. Hver á að hætta að eyða pen­ing­um? (birt­ist 27. ágúst)

„Við skulum bara tala af alvöru við hvort ann­að, ekki út frá talna­leik­fimi, gas­lýs­ingu eða lög­málum fólks sem deilir ekki kjörum með þorra fólks í land­inu. Á Íslandi, sem er mold­ríkt land, er að teikn­ast upp ískyggi­leg mynd. Stór hluti fólks er þegar kom­inn í vand­ræði og nær ekki endum sam­an. Enn stærri hluti fólks finnur til­finn­an­lega fyrir þeim gríð­ar­legu hækk­unum sem dag­legt líf kostar í þess­ari, að hluta til heima­til­búnu, dýr­tíð. Þeir verst settu eiga ekki fyrir mat.“ Leið­ari eftir Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Lestu leiðar­ann í heild sinni hér.

3. Ver­búðin Ísland (birt­ist 12. jan­ú­ar)

„Jón Hjalta­lín, per­sóna Gísla Arnar Garð­ars­sonar í Ver­búð­inni, er ekki byggð á ein­hverjum einum stjórn­mála­manni. Hann er allir stjórn­mála­menn­irnir sem hafa klifað á því að fiski­miðin séu sam­eign þjóð­ar­innar í aðdrag­anda kosn­inga en síðan lagst kylli­flatir fyrir frek­ustu mönnum íslenskrar sam­tíma­sögu að þeim lokn­um.

Þegar hann og Harpa, per­sóna Nínu Daggar Fil­ipp­us­dótt­ur, renna saman í eitt ofan á skrif­borð­inu í fisk­vinnsl­unni þá er sá sam­runi tákn­rænn fyrir helstu mein­semd íslensks sam­fé­lags: sam­runa sam­eig­in­legra hags­muna útgerðar og stjórn­mála til að verja pen­inga og völd.“ Leið­ari eftir Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Lestu leiðar­ann í heild hér.

2. Valda­karl­arnir sem náðu ekki að þagga niður í konu (birt­ist 8. jan­ú­ar)

„Þá reynir á fólk – og okkur hin – að standa í lapp­irn­­ar. Að láta ekki með­­­virkni eða hræðslu við afleið­ingar stöðva sig í að ganga í mál­in. Í þessu til­­viki sem hér um ræðir skorti þetta frum­­kvæði hjá stjórnum fyr­ir­tækj­anna Festi, Íseyjar útflutn­ings og Ver­­itas því ekk­ert bólaði á neinum við­brögðum fyrr en málið komst í hámæli í fjöl­mið­l­­um.“ Leið­ari eftir Báru Huld Beck.

Lestu leiðar­ann í heild hér.

1. Tveir ríkir kjánar í hanaslag (birt­ist 29. jan­ú­ar)

„Það er orðið sam­fé­lags­lega áríð­andi að Róbert Wessman og Björgólfur Thor komi sér saman um leið til að gera upp deilur sínar án aðkoma ann­arra, og fjarri almanna­rým­inu. Þeir gætu kannski látið skipað gerð­ar­dóm sem getur skorið úr um hvor geti pissað lengra. Eða leigt Colos­eum í Róm og barist líkt og skylm­inga­þræl­ar.

Aðferðin sem er valin skiptir ekki máli, heldur ein­ungis það að okkur hinum verði haldið utan við þetta. Og að þeir hætti um leið að valda skemmdum á sam­fé­lag­inu sem bjó þá til með þessum firrta hanaslag.“ Leið­ari eftir Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Lestu leiðar­ann í heild hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk