5. Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl. Aðgangurinn var virkur eftir að Sólveig Anna var endurkjörin sem formaður Eflingar og eftir að hún tók aftur við því embætti. Í álitsgerð lögmanns, sem Kjarninn greindi frá í október, sagði að athæfið sé brot á persónuverndarlögum og Sólveig Anna tilkynnti málið í kjölfarið til Persónuverndar.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
4. Jarðgöng undir Fjarðarheiði með lengstu veggöngum í heimi
Fjarðarheiðargöng, sem eiga að vera 13,3 kílómetrar að lengd, yrðu ekki aðeins lengstu veggöng á Íslandi heldur með þeim lengstu í heimi. Kostnaðurinn yrði á bilinu 44-47 milljarðar króna en með framkvæmdinni yrði hæsta fjallvegi milli þéttbýlisstaða á landinu útrýmt.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
3. „Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi seinni hluta septembermánaðar þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
2. Valdamenn í viðskiptalífinu falla hver af öðrum vegna ásakana um kynferðisbrot
Í byrjun árs birtist ítarleg fréttaskýring um mál sem Kjarinn hafði rannsakað í rúma tvo mánuði, eða frá því að ung kona, Vítalía Lazareva, birti frásögn á samfélagsmiðlinum Instagram. Frásögnin var af kynferðisofbeldi sem hún sagði sig hafa orðið fyrir af hendi þriggja manna.
Mennirnir eru Ari Edwald, þá forstjóri Ísey Skyr, Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, þá stjórnarformaður Festi, um kynferðisofbeldi. Daginn sem fréttaskýringin birtist höfðu allir þrír stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum.
Lestu fréttaskýringuna í heild hér.
1 Blokkin í Þorlákshöfn
Í mars voru úbúar og húsfélag í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn að undirbúa málsókn vegna margs konar galla og skemmda í íbúðum og sameign. Íbúi í húsinu sagði við Kjarnann að húsið væri þekkt sem „ónýtu blokkina í Þorlákshöfn“ og skammaðist sín fyrir að búa þar. Eigandi Pró hús ehf., sem stóð að byggingu blokkarinnar rúmum tveimur árum fyrr, sagði málið hafa reynst erfitt. Hann sakaði byggingarfulltrúa í Ölfusi um valdníðslu og einelti en lofaði lagfæringum með vorinu.