Svíi í skrýtinni vinnu dáist að hugarfari Íslendinga og gæti hugsað sér að fjárfesta hérna

Kjarninn hitti Linus Dahg, sem starfar fyrir alþjóðlegan nýsköpunarfjárfesti, þegar hann var staddur hér á landi nýverið.

Linus
Auglýsing

Linus Dahg er Svíi sem starfar hjá fjár­fest­inga­fyr­ir­tæk­inu Well­ington Partners, sem sér­hæfir sig í nýsköp­un­ar­fjár­fest­ing­um. Hann var stadd­ur hér­lendis í lok ágúst­mán­aðar til að taka þátt í fjár­festa­degi Startup Reykja­vík, sem hald­inn var í fjórða sinn í Arion banka. Þar hélt Linus með­al­ ann­ars stutta tölu um af hverju alþjóð­legir fjár­festar séu að horfa til­ Norð­ur­land­anna eftir fjár­fest­inga­tæki­færum í nýsköp­un.

Fyr­ir­tækið sem Linus starfar hjá er með yfir 800 millj­ón­ir ­evra, tæp­lega 114 millj­arða króna. Sjóðir þess eru því engin smá­smíði. Hver fjár­fest­ing ­sem sjóð­ur­inn ræðst í er á bil­inu 200 þús­und  til fimm millj­ónir evra, eða allt að 710 millj­ónum króna. 

Linus segir að ­fyr­ir­tækið hafi verið að frá ofan­verðum tíunda ára­tugn­um. Það sé því einn af ­gömlu nýsköp­un­ar­sjóð­unum í Evr­ópu. Fyr­ir­tækið var stofnað í Þýska­landi en er nú ­með höf­uð­stöðvar í London. Linus sér um fjár­fest­ingar á Norð­ur­löndum hjá Well­ington Partners. „Áherslan hjá okkur er á þrjá kjarna­mark­aði: Bret­land, Norð­ur­lönd og þýsku­mæl­andi lönd. Við fjár­festum að mestu í hug­bún­að­ar­lausnum og ­starfrænni miðl­un. Við fjár­festum ekki í neinum vél­bún­aði. Well­ington hef­ur verið nokkuð dug­legt við að fjár­festa á Norð­ur­lönd­un­um. Fræg­asta fjár­fest­ing­in okkar í dag er lík­lega Spoti­fy. Við tóku þátt í annarri fjár­mögn­un­ar­lotu þeirra árið 2008.“

Auglýsing

Skrýtin vinna

Þetta var fyrsta heim­sókn Linusar til Íslands. Hann seg­ist hafa viljað sjá hvað væri að ger­ast í nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­sen­unni á Ís­landi. Hann segir það vel koma til greina að Well­ington Partners fjár­festi á Ís­landi. „Við erum að horfa nokkuð mikið til Norð­ur­landa vegna þess að okk­ur líkar við hug­ar­farið hjá frum­kvöðlum á þessu svæði. Við höfum þegar litið á nokkur íslensk fyr­ir­tæki en höfum enn sem komið er ekki fjár­fest í þeim. Það er ekk­ert óvenju­legt. Alls skoðum við um tvö þús­und fyr­ir­tæki á ári en fjár­fest­u­m í átta til tíu.“

Hann segir vinn­una sína að mörgu leyti vera skrýtna. „Helm­ing­ur hennar felst í því að hitta fólk. Ræða við­skipta­á­ætl­an­ir, meta frum­kvöðla og tala við aðra fjár­festa. Byggja upp sam­bönd og von­andi finna stór­kost­lega frum­kvöðla til að styðja við bakið á. Það skiptir máli að kom­ast að því hvaða við­skipti skipta máli og hvaða fyr­ir­tæki eiga mesta mögu­leika á að ná árangri. Að átta sig á mörk­uðum sem eru ekki til staðar en verða það kannski eftir tvö­ til fjögur ár. Við erum fá í teym­inu okk­ar. Fjögur og hálft stöðu­gildi. Þannig að þegar ég segi að við eigum að gera díl þá gerum við vana­lega díl.“

Linus Dahg segir að Wellington Partners skoði um tvö þúsund verkefni á ári. Þeir fjárfesti í átta til tíu þeirra.Aðspurður sagð­ist Linus hafa ætlað sér að nota Ís­lands­heim­sókn­ina til að hitta for­svars­menn eins íslensks fyr­ir­tækis sem hafð­i ­fengið mjög góð með­mæli frá traustu fag­fólki, með það fyrir augum að kanna ­mögu­leika á fjár­fest­ingu. Sá sem hann átti að hitta hafi hins vegar veikst. ­Fengið hita. Því varð ekk­ert af fund­inum í þetta skipt­ið.

Linus seg­ist almennt ekki vita mikið um íslenskt ný­sköp­un­ar­um­hverfi. „Það er ein af ástæð­unum fyrir því að ég kom hing­að. Ég vil læra meira. Ég vildi bæði fræð­ast og mynda tengsl. Ísland er mjög áhuga­verð­ur­ ­staður fyrir okk­ur. Þið hafið tek­ist á við efna­hags­hrunið á hátt sem flestar aðrar þjóðir dirfð­ust ekki að gera. Þið gerðuð ykkur grein fyrir því að þið væruð í djúpum skít, tókuð í hornið á naut­inu og snéruð það nið­ur. Mér finn­st það segja ýmis­legt um menn­ing­una hérna og hug­ar­farið sem er ríkj­andi. Þið ­þrauk­ið.“

Nokkur íslensk fyr­ir­tæki náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri

Hann ­segir nokkra þætti gera Reykja­vík að aðlandi stað til að setja á fót nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. „Í fyrsta lagi er það land­fræði­leg­i þátt­ur­inn. Reykja­vík er mun nær Banda­ríkj­unum en aðrar borgir á Norð­ur­lönd­um. Það skiptir máli. Í öðru lagi er aðgengi að fjár­magni ágætt. Það virð­ist ver­a nokkuð frum­kvæði í bönkum gagn­vart því að taka þátt í nýsköp­un. Í þriðja lag­i þá hafa nokkur íslensk startup-­fyr­ir­tæki náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri. Ef frum­kvöðlar eru að gera svip­aða hluti og þau, en kannski ekki beint í beinn­i ­sam­keppni, þá eru tæki­færi til að nýta sér mannauð­inn sem hefur skap­ast. Það er alltaf slatti af hæfi­leika­fólki sem verður til í þessum fyr­ir­tækjum sem ganga vel sem vilja færa sig á milli.“

Aðspurður um hvaða fyr­ir­tæki það séu sem hafi náð eft­ir­tekt­ar­verðum árangri þá nefnir hann til að mynda Unity Technologies, sem fram­leiðir verk­færi fyr­ir­ ­tölvu­leikja­fram­leið­end­ur, ekki síst leiki fyrir snjall­síma. Fyr­ir­tækið er ekki beint íslenskt, höf­uð­stöðvar þess eru í San Francisco, en stofn­andi þess og ­for­stjóri er Íslend­ing­ur­inn Davíð Helga­son„Auk þess hefur QuizUp vakið mikla athygli og Men­inga eru komnir vel af stað.“

Ein af íslensku kynn­ing­unum á heims­mæli­kvarða

Líkt og áður sagði var Linus staddur hér­lendis til að halda ­stutta tölu á fjár­festa­degi hjá Startup Reykja­vík, við­skipta­hrað­als sem er sam­starfs­verk­efn­i ­Klak Innovit og Arion banka. Hrað­all­inn fjár­festir á hverju ári í tíu hug­mynd­um og hefur frum­kvöðl­unum á bak­við þær tæki­færi til að þróa þær áfram. Á fja­festa­deg­in­um héldu allir verk­efna­hóp­arnir kynn­ingu á hug­myndum sín­um.

Linus segir að kynn­ing­arnar hafi verið mis­jafn­ar. „Sumar vor­u slak­ar. En nokkrar voru góðar og ein kynn­ing­in, sem 18 ára strákur hélt, var stór­kost­leg. Þú munt ekki heyra betri kynn­ingu í San Francisco. Hún var á heims­mæli­kvarða. Áhersl­ur, brand­arar og bara allt var full­kom­ið. Ég er nokkuð viss um að allir sem ­yf­ir­gáfu fund­ar­sal­inn muna eftir þess­ari kynn­ing­u.“

Sú kynn­ing sem stóð svona uppúr að mati Linus var á vör­unni Study Cake, sem er vett­vangur fyrir nem­endur og kenn­ara þar sem heima­vinna er ­gerð skemmti­legri og árangur mæl­an­legri.

Linus segir þó of snemmt fyrir fjár­fest­inga­sjóð eins og hans að koma að nokkru þeirra verk­efna sem kynnt voru á fjár­festa­deg­in­um. Þau eig­i öll nokkuð langt ferða­lag eftir áður en fjár­fest­ing frá slíkum sjóði er orð­in raun­hæf hug­mynd. Ein­hverjar þeirra gætu þó hentar svoköll­uðum engla­fjár­fest­u­m, einka­fjár­festum sem til­búnir eru að taka mikla áhættu, gegn því að hagn­ast mjög vel ef dæmið gengur upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None