Rússland hugsanlega bannað á Ólympíuleikum

Frjálsar íþróttir
Auglýsing

Sér­stakur gerð­ar­dómur fyrir íþróttir hafn­aði áfr­í­un­ar­kröfu rúss­nesku ólymp­íu­nefnd­ar­innar um að öllu rúss­nesku frjáls­í­þrótta­fólki verði bannað að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Río sem hefj­ast í byrjun ágúst. Alþjóða ólymp­íu­nefndin mun kynna ákvörðun sína um hvort bannið muni taka til allra rúss­neskra íþrótta­manna á leik­unum um helg­ina.

Tvær sér­stakar rann­sókn­ar­nefndir sem könn­uðu lyfja­mis­ferli rúss­neskra íþrótta­manna hafa komið upp um stór­fellt lyfja­svindl á vegum rúss­neskra stjórn­valda. Á mánu­dag­inn kynnti rann­sókn­ar­nefnd undir for­ystu Ric­hard McL­aren nið­ur­stöðu sína um að stundað hafi verið víð­tækt lyfja­notk­un­ar- og lyfja­pró­fasvindl meðal rúss­neskra íþrótta­manna á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí árið 2014. Svind­lið hafi verið gert undir leið­sögn íþrótta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Moskvu.

Í kjöl­farið hafa ómað æ hávær­ari raddir um að rúss­neska ólymp­íulið­inu verði bannað að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó. Óvíst er hins vegar hvort alþjóða ólymp­íu­nefndin muni grípa til þess ráðs að gera for­dæmi úr öllum ólymp­íu­förum Rúss­lands enda hafa ekki verið færðar sönnur á að allir hafi tekið þátt í svindlinu.

Auglýsing

Thomas Bach, for­manni ólymp­íu­nefnd­ar­innar alþjóð­legu, hefur borist bréf frá tólf sam­tökum sem berj­ast gegn lyfja­mis­notkun í íþróttum þar sem hann er hvattur til að banna rúss­nesku ólymp­íu­nefnd­ina og meina íþrótta­mönnum á hennar vegum að keppa í Ríó.

Í bréf­inu, sem greint er frá á vef The Guar­dian, er þeim til­mælum beint til Bach um að hann þurfi að sinna skyldu sinni og taka afstöðu gegn „stofn­ana­vædd­um, rík­is­reknum lyfja­mis­ferlum og mis­notkun á íþrótta­mönn­um“. Þannig verði orð­spor Ólymp­íu­leik­anna ekki fyrir hnekki.

Hvernig sem fer þá er ólík­legra en hitt að frjáls­í­þróttaliðið verði það eina sem bannað verði. Alþjóða kraft­lyft­inga­sam­bandið er sagt vera við það að banna rúss­neska kraft­lyft­inga­lið­ið, auk lið­anna frá Hvíta-Rúss­landi, Búlgaríu og Kasakst­an.

Það er ekki víst að heið­ar­legir rúss­neskir íþrótta­menn geti keppt. Ef ólymp­íu­sam­bandið ákveður að úti­loka Rúss­land frá leik­unum munu íþrótta­menn­irnir sótt um und­an­þágu tak­ist þeim að sýna fram á sak­leysi sitt. Þá fá þeir keppn­is­rétt á leik­unum og keppa undir hlut­lausu flaggi Ólymp­íu­leik­anna.

Þær ákvarð­anir sem teknar verða nú í aldrag­anda leik­anna í Ríó munu auð­vitað setja mark sitt á keppn­ina. Alþjóða lyfja­eft­ir­lits­stofn­unin hefur sagt að eftir leik­ana verði unnið hörðum höndum að því að gera rúss­neskt íþróttaum­hverfi öruggt fyrir íþrótta­menn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None