Rússland hugsanlega bannað á Ólympíuleikum

Frjálsar íþróttir
Auglýsing

Sér­stakur gerð­ar­dómur fyrir íþróttir hafn­aði áfr­í­un­ar­kröfu rúss­nesku ólymp­íu­nefnd­ar­innar um að öllu rúss­nesku frjáls­í­þrótta­fólki verði bannað að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Río sem hefj­ast í byrjun ágúst. Alþjóða ólymp­íu­nefndin mun kynna ákvörðun sína um hvort bannið muni taka til allra rúss­neskra íþrótta­manna á leik­unum um helg­ina.

Tvær sér­stakar rann­sókn­ar­nefndir sem könn­uðu lyfja­mis­ferli rúss­neskra íþrótta­manna hafa komið upp um stór­fellt lyfja­svindl á vegum rúss­neskra stjórn­valda. Á mánu­dag­inn kynnti rann­sókn­ar­nefnd undir for­ystu Ric­hard McL­aren nið­ur­stöðu sína um að stundað hafi verið víð­tækt lyfja­notk­un­ar- og lyfja­pró­fasvindl meðal rúss­neskra íþrótta­manna á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­unum í Sot­sjí árið 2014. Svind­lið hafi verið gert undir leið­sögn íþrótta­mála­ráðu­neyt­is­ins í Moskvu.

Í kjöl­farið hafa ómað æ hávær­ari raddir um að rúss­neska ólymp­íulið­inu verði bannað að keppa á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó. Óvíst er hins vegar hvort alþjóða ólymp­íu­nefndin muni grípa til þess ráðs að gera for­dæmi úr öllum ólymp­íu­förum Rúss­lands enda hafa ekki verið færðar sönnur á að allir hafi tekið þátt í svindlinu.

Auglýsing

Thomas Bach, for­manni ólymp­íu­nefnd­ar­innar alþjóð­legu, hefur borist bréf frá tólf sam­tökum sem berj­ast gegn lyfja­mis­notkun í íþróttum þar sem hann er hvattur til að banna rúss­nesku ólymp­íu­nefnd­ina og meina íþrótta­mönnum á hennar vegum að keppa í Ríó.

Í bréf­inu, sem greint er frá á vef The Guar­dian, er þeim til­mælum beint til Bach um að hann þurfi að sinna skyldu sinni og taka afstöðu gegn „stofn­ana­vædd­um, rík­is­reknum lyfja­mis­ferlum og mis­notkun á íþrótta­mönn­um“. Þannig verði orð­spor Ólymp­íu­leik­anna ekki fyrir hnekki.

Hvernig sem fer þá er ólík­legra en hitt að frjáls­í­þróttaliðið verði það eina sem bannað verði. Alþjóða kraft­lyft­inga­sam­bandið er sagt vera við það að banna rúss­neska kraft­lyft­inga­lið­ið, auk lið­anna frá Hvíta-Rúss­landi, Búlgaríu og Kasakst­an.

Það er ekki víst að heið­ar­legir rúss­neskir íþrótta­menn geti keppt. Ef ólymp­íu­sam­bandið ákveður að úti­loka Rúss­land frá leik­unum munu íþrótta­menn­irnir sótt um und­an­þágu tak­ist þeim að sýna fram á sak­leysi sitt. Þá fá þeir keppn­is­rétt á leik­unum og keppa undir hlut­lausu flaggi Ólymp­íu­leik­anna.

Þær ákvarð­anir sem teknar verða nú í aldrag­anda leik­anna í Ríó munu auð­vitað setja mark sitt á keppn­ina. Alþjóða lyfja­eft­ir­lits­stofn­unin hefur sagt að eftir leik­ana verði unnið hörðum höndum að því að gera rúss­neskt íþróttaum­hverfi öruggt fyrir íþrótta­menn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None