Að ráðherra eigi hönk upp í bakið á dómara veikir dómskerfið

Lögmaður veltir því upp í greinargerð af hverju Brynjar Níelsson hafi skipt um skoðun og hleypt Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í oddvitasæti eftir að hún gerði konuna hans að dómara við Landsrétt. Brynjar hafi þar með misst færi á ráðherraembætti.

Brynjar Níelsson Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Auglýsing

„Það að stjórn­mála­menn, stjórn­mála­flokk­ar, til­tek­inn þing­meiri­hluti, sitj­andi rík­is­stjórn eða ein­stakur ráð­herra eigi hönk upp í bakið á ákveðnum dóm­urum grefur undan sjálf­stæði þeirra og getur með réttu veikt til­trú almenn­ings á dóms­kerf­in­u.“ Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Vil­hjálms H. Vil­hjálms­sonar lög­manns, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, í máli þar sem þess er kraf­ist að Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, nýskip­aður Lands­rétt­ar­dóm­ari, víki sæti í dóms­máli, á þeim grund­velli að hún hafi ekki verið skipuð í emb­ættið með réttum hætti. Kjarn­inn fékk grein­ar­gerð­ina afhenda frá Hæsta­rétt­i. 

Vil­hjálmur krafð­ist þess fyrir hönd skjól­stæð­ings síns að Arn­fríður viki sæti þegar málið var flutt fyrir Lands­rétti. Í þar­síð­ustu viku úrskurð­aði dóm­ur­inn, og þannig Arn­fríður sjálf, að hún væri hreint ekk­ert van­hæf. Vil­hjálmur kærði þá nið­ur­stöðu til Hæsta­réttar sem á eftir að úrskurða í mál­in­u. 

Lestu um gang mál­ins fyrir Lands­rétti hér.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð Vil­hjálms segir meðal ann­ars að það sé lyk­il­at­riði að fag­leg hæfni þeirra sem sækja um dóm­ara­emb­ætti ráði því hverjir velj­ast til dóm­ara­starfa, en ekki stjórn­mála­skoð­anir og póli­tísk tengsl við­kom­andi umsækj­anda eða geð­þótti dóms­mála­ráð­herra. Að öðrum kosti sé vegið að sjálf­stæði dóms­stóla, trausti almenn­ings á dóm­stólum og rétti sak­aðra manna til þess að fá úrlausn um ákæru á hendur sér fyrir sjálf­stæðum og óhlut­drægum dóm­stóli sem skip­aður sé með lögum sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. 

Brynjar gaf odd­vit­ann til Sig­ríðar - sem skip­aði kon­una hans dóm­ara

Þess ber að geta að Arn­fríður er eig­in­kona Brynjars Níels­sonar þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nefnd­ar­manns í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. Brynjar hefur þó sagt sig frá störfum nefnd­ar­innar þegar kemur að mál­efnum Lands­rétt­ar.

Í grein­ar­gerð­inni segir um Brynjar að hann sé flokks­bróðir dóms­mála­ráð­herra og hafi í aðdrag­anda síð­ustu Alþing­is­kosn­inga vikið úr fyrsta sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík suður fyrir dóms­mála­ráð­herra. „Aðspurður um ástæður þess að hann gæfi eftir odd­vita­sæti í Reykja­vík sagði Brynjar meðal ann­ars að hann hafi talið rétt að kona leiddi list­ann og dóms­mála­ráð­herra væri svo öflug kona,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

„Nokkrum mán­uðum áður, í jan­úar 2017, þegar verið var að mynda nýja rík­is­stjórn og ráð­herra­val Sjálf­stæð­is­flokks­ins lá fyrir hafði Brynjar lýst því yfir að hann væri ekki sér­stak­lega sáttur við að vera ekki ráð­herra,“ segir Vil­hjálmur og bætir því við að við sama tæki­færi hafi Brynjar sagst vilja horfa til nið­ur­stöðu kosn­inga þegar komi að ráð­herra­emb­ættum og lýð­ræðið væri bara þannig að það hefði verið haldið próf­kjör og úr því hafi komið sú nið­ur­staða að það væru fimm karlar og ein kona og bætti við að hann vildi bara horfa til þess að menn virði nið­ur­stöðu kosn­inga.

Vil­hjálmur segir það vekja furðu, þegar þessi ummæli Brynjars eru höfð í huga, að hann hafi ákveðið að víkja úr odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, sem hann hafði verið kos­inn til að skipa og gefa sætið eftir til dóms­mála­ráð­herra vegna þess að hann teldi rétt að kona skip­aði fyrsta sæti list­ans. „Með því varð ljóst að Brynjar yrði ekki ráð­herra kæmi til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kæmi að myndun nýrrar rík­is­stjórnar sem síðar varð raun­in.“

Kúvend­ing á afstöðu

Vil­hjálmur veltir því upp hvað hafi gerst á þessum nokkrum mán­uð­um, frá jan­úar til sept­em­ber 2017, sem varð til þess að Brynjar kúventi afstöðu sinni að ein­göngu ætti að horfa til nið­ur­stöðu kosn­inga við nið­ur­röðun á fram­boðs­lista.

„Um það verður vita­skuld ekk­ert full­yrt en eitt af því sem sann­ar­lega átti sér stað á þessu tíma­bili var að 29. maí 2017 gerði dóms­mála­ráð­herra það að til­lögu sinni við Alþingi að Arn­fríð­ur, eig­in­kona Brynjars, yrði skipuð dóm­ari við Lands­rétt, ekki ein­ungis þvert á álit dóm­nefndar heldur einnig án þess að sér­stakt mat færi fram á hæfni Arn­fríðar til þess að gegna emb­ætt­in­u,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vil­hjálmur segir enn, líkt og þegar málið var flutt fyrir Lands­rétti, að umbjóð­andi hans hljóti að spyrja sig að því hvers vegna dóms­mála­ráð­herra var svo mikið í mun að skipa Arn­fríði í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, hvers vegna hæf­ustu umsækj­end­urnir sam­kvæmt ítar­legu og rök­studdu áliti dóm­nefndar voru ekki skip­aðir og hvers veg­ana dóms­mála­ráð­herra hafi kosið að brjóta lög til þess að Arn­fríður gæti orðið lands­rétt­ar­dóm­ari.

„Þessum spurn­ingum getur varn­ar­að­ili vita­skuld ekki svarað með vissu að svo vöxnu máli en sú stað­reynd að varn­ar­að­ili má með réttu leiða hug­ann að þeim gerir það að verkum að ásýnd dóms­ins, hlut­rænt séð, er ekki sú að hann sé sjálf­stæð­ur.“

Gert er ráð fyrir að Hæsti­réttur skili nið­ur­stöðu sinni í þess­ari viku, en það er skrif­lega flutt. Dóm­ar­arnir Markús Sig­ur­björs­son, Viðar Már Matth­í­as­son, Ólafur Börkur Þor­valds­son og Þor­geir Örlygs­son sitja í dómnum í mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent