Fjöldamótmælin March for our lives þar sem bandarískir nemendur bókstaflega gengu fyrir lífum sínum og annarra fóru fram í dag. Skotvopnamenning og -löggjöf Bandaríkjanna voru í forgrunni þar sem þúsundir mættu til mótmælanna, bæði í 800 mismunandi göngum þar í landi en einnig víðs vegar annars staðar í heiminum, þar á meðal í Reykjavík þar sem gengið var frá Arnarhóli á Austurvöll í samstöðu göngu.
Fjölmennust var gangan í Washington þar sem nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum í Parkland í Flórída fóru fyrir göngunni. Þau hafa staðið að baki skipulagningu kröfugöngunnar í dag, en sautján nemendur og starfsmenn skólans létu lífið í skotárás í skólanum í febrúar á þessu ári.
Nemendur skólans hafa verið drifkrafturinn í umræðunni um byssutengda glæpi og skotárásir í skólum í Bandaríkjunum sem hefur sjaldan verið eins hávær og nú og þegar haft mikil áhrif.
Lestu nánar um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við skotvopnin í Bandaríkjunum hér.
Meðal þeirra sem tóku til máls var nemandi Marjory Stonemans Douglas skólans Emma Gonzalez. Emma vakti mikla athygli strax eftir árásina í febrúar með einkar tilfinningaríkri ræðu á mótmælum þar sem hún kallaði málflutning stjórnmálamanna og hagsmunaðila í skotvopnasölu „bullshit“.
„Síðan ég kom hingað á svið, hafa liðið sex mínútur og tuttugu sekúndur og skotárárásarmaðurinn hefur hætt að skjóta og mun fljótlega skilja riffilinn sinn eftir, falla í hóp nemenda meðan þeir flýja og hann mun ganga frjáls í klukkutíma áður en hann verður handtekinn. Berjist fyrir lífum ykkar áður en það verður hlutverk einhvers annars,“ sagði Gonzalez.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melania eru ekki stödd í Washington í dag. Þau fóru frá Hvíta húsinu í gær til Mar-a-Lago sem er golfklúbbur í eigu forsetans, þar sem þau hyggjast eyða helginni. Til Trump sást í morgun þar sem hann var á leið út á golfvöll. Gonzalez og Alex Wind, samnemandi hennar, segjast ekki láta það á sig fá að forsetinn verði ekki viðstaddur mótmælin. „Það skiptir ekki máli hverjir verða þarna, það sem skiptir máli er að tilvist okkar sé viðurkennd,“ sagði Wind og bætti við: „Við ætlum að sjá til þess að raddir okkar heyrist.
I’d say at least one million people in the streets of DC! Historic! This photo doesn’t even show the full breadth of it....
Posted by Michael Moore on Saturday, March 24, 2018