Söguleg mótmæli í Bandaríkjunum - hundruð þúsunda krefjast breytinga á byssulöggjöf

Fjöldamótmælin March for our lives þar sem bandarískir nemendur bókstaflega gengu fyrir lífum sínum og annarra fóru fram í dag.

Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Auglýsing

Fjölda­mót­mælin March for our lives þar sem banda­rískir nem­endur bók­staf­lega gengu fyrir lífum sínum og ann­arra fóru fram í dag. Skot­vopna­menn­ing og -lög­gjöf Banda­ríkj­anna voru í for­grunni þar sem þús­undir mættu til mót­mæl­anna, bæði í 800 mis­mun­andi göngum þar í landi en einnig víðs vegar ann­ars staðar í heim­in­um, þar á meðal í Reykja­vík þar sem gengið var frá Arn­ar­hóli á Aust­ur­völl í sam­stöðu göngu.

Mótmælendur fylltu götuna Pennsylvania Avenue sem liggur á milli Hvíta hússins og þinghússins í Washington. Mynd: EPA.

Fjöl­menn­ust var gangan í Was­hington þar sem nem­endur í Sto­neman Dou­glas gagn­fræða­skól­anum í Park­land í Flór­ída fóru fyrir göng­unni. Þau hafa staðið að baki skipu­lagn­ingu kröfu­göng­unnar í dag, en sautján nem­endur og starfs­menn skól­ans létu lífið í skotárás í skól­anum í febr­úar á þessu ári.

Auglýsing

Nem­endur skól­ans hafa verið drif­kraft­ur­inn í umræð­unni um byssu­tengda glæpi og skotárásir í skólum í Banda­ríkj­unum sem hefur sjaldan verið eins hávær og nú og þegar haft mikil áhrif.

Lestu nánar um þann árangur sem náðst hefur í bar­átt­unni við skot­vopnin í Banda­ríkj­unum hér.

Meðal þeirra sem tóku til máls var nem­andi Marjory Sto­nem­ans Dou­glas skól­ans Emma Gonza­lez. Emma vakti mikla athygli strax eftir árás­ina í febr­úar með einkar til­finn­inga­ríkri ræðu á mót­mælum þar sem hún kall­aði mál­flutn­ing stjórn­mála­manna og hags­mun­að­ila í skot­vopna­sölu „bullshit“.

Hún hóf ræðu sína í dag á því að lýsa skotárásinni í Park­land sem tók sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur í heild. Hún las upp nöfn þeirra sem létu lífið og lýsti því hvað þau myndu aldrei gera aftr, líkt og að kvarta yfir að þurfa að æfa sig á píanó­ið, hanga með vinum sínum eða mæta í tíma. Hún stóð síðan hljóð í nokkrar mín­út­ur.

„Síðan ég kom hingað á svið, hafa liðið sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur og skotárárás­armað­ur­inn hefur hætt að skjóta og mun fljót­lega skilja riffil­inn sinn eft­ir, falla í hóp nem­enda meðan þeir flýja og hann mun ganga frjáls í klukku­tíma áður en hann verður hand­tek­inn. Berj­ist fyrir lífum ykkar áður en það verður hlut­verk ein­hvers ann­ar­s,“ sagði Gonza­lez.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, og eig­in­kona hans Mel­ania eru ekki stödd í Was­hington í dag. Þau fóru frá Hvíta hús­inu í gær til Mar-a-Lago sem er golf­klúbbur í eigu for­set­ans, þar sem þau hyggj­ast eyða helg­inni. Til Trump sást í morgun þar sem hann var á leið út á golf­völl. Gonza­lez og Alex Wind, sam­nem­andi henn­ar, segj­ast ekki láta það á sig fá að for­set­inn verði ekki við­staddur mót­mæl­in. „Það skiptir ekki máli hverjir verða þarna, það sem skiptir máli er að til­vist okkar sé við­ur­kennd,“ sagði Wind og bætti við: „Við ætlum að sjá til þess að raddir okkar heyr­ist.

I’d say at least one million people in the streets of DC! Histor­ic! This photo doesn’t even show the full breadth of it....

Posted by Mich­ael Moore on Sat­ur­day, March 24, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent