Söguleg mótmæli í Bandaríkjunum - hundruð þúsunda krefjast breytinga á byssulöggjöf

Fjöldamótmælin March for our lives þar sem bandarískir nemendur bókstaflega gengu fyrir lífum sínum og annarra fóru fram í dag.

Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Auglýsing

Fjölda­mót­mælin March for our lives þar sem banda­rískir nem­endur bók­staf­lega gengu fyrir lífum sínum og ann­arra fóru fram í dag. Skot­vopna­menn­ing og -lög­gjöf Banda­ríkj­anna voru í for­grunni þar sem þús­undir mættu til mót­mæl­anna, bæði í 800 mis­mun­andi göngum þar í landi en einnig víðs vegar ann­ars staðar í heim­in­um, þar á meðal í Reykja­vík þar sem gengið var frá Arn­ar­hóli á Aust­ur­völl í sam­stöðu göngu.

Mótmælendur fylltu götuna Pennsylvania Avenue sem liggur á milli Hvíta hússins og þinghússins í Washington. Mynd: EPA.

Fjöl­menn­ust var gangan í Was­hington þar sem nem­endur í Sto­neman Dou­glas gagn­fræða­skól­anum í Park­land í Flór­ída fóru fyrir göng­unni. Þau hafa staðið að baki skipu­lagn­ingu kröfu­göng­unnar í dag, en sautján nem­endur og starfs­menn skól­ans létu lífið í skotárás í skól­anum í febr­úar á þessu ári.

Auglýsing

Nem­endur skól­ans hafa verið drif­kraft­ur­inn í umræð­unni um byssu­tengda glæpi og skotárásir í skólum í Banda­ríkj­unum sem hefur sjaldan verið eins hávær og nú og þegar haft mikil áhrif.

Lestu nánar um þann árangur sem náðst hefur í bar­átt­unni við skot­vopnin í Banda­ríkj­unum hér.

Meðal þeirra sem tóku til máls var nem­andi Marjory Sto­nem­ans Dou­glas skól­ans Emma Gonza­lez. Emma vakti mikla athygli strax eftir árás­ina í febr­úar með einkar til­finn­inga­ríkri ræðu á mót­mælum þar sem hún kall­aði mál­flutn­ing stjórn­mála­manna og hags­mun­að­ila í skot­vopna­sölu „bullshit“.

Hún hóf ræðu sína í dag á því að lýsa skotárásinni í Park­land sem tók sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur í heild. Hún las upp nöfn þeirra sem létu lífið og lýsti því hvað þau myndu aldrei gera aftr, líkt og að kvarta yfir að þurfa að æfa sig á píanó­ið, hanga með vinum sínum eða mæta í tíma. Hún stóð síðan hljóð í nokkrar mín­út­ur.

„Síðan ég kom hingað á svið, hafa liðið sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur og skotárárás­armað­ur­inn hefur hætt að skjóta og mun fljót­lega skilja riffil­inn sinn eft­ir, falla í hóp nem­enda meðan þeir flýja og hann mun ganga frjáls í klukku­tíma áður en hann verður hand­tek­inn. Berj­ist fyrir lífum ykkar áður en það verður hlut­verk ein­hvers ann­ar­s,“ sagði Gonza­lez.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, og eig­in­kona hans Mel­ania eru ekki stödd í Was­hington í dag. Þau fóru frá Hvíta hús­inu í gær til Mar-a-Lago sem er golf­klúbbur í eigu for­set­ans, þar sem þau hyggj­ast eyða helg­inni. Til Trump sást í morgun þar sem hann var á leið út á golf­völl. Gonza­lez og Alex Wind, sam­nem­andi henn­ar, segj­ast ekki láta það á sig fá að for­set­inn verði ekki við­staddur mót­mæl­in. „Það skiptir ekki máli hverjir verða þarna, það sem skiptir máli er að til­vist okkar sé við­ur­kennd,“ sagði Wind og bætti við: „Við ætlum að sjá til þess að raddir okkar heyr­ist.

I’d say at least one million people in the streets of DC! Histor­ic! This photo doesn’t even show the full breadth of it....

Posted by Mich­ael Moore on Sat­ur­day, March 24, 2018


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent