Söguleg mótmæli í Bandaríkjunum - hundruð þúsunda krefjast breytinga á byssulöggjöf

Fjöldamótmælin March for our lives þar sem bandarískir nemendur bókstaflega gengu fyrir lífum sínum og annarra fóru fram í dag.

Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Emma Gonzalez fyrir miðju, sem er einn þeirra nemenda sem lifði af skotárásina í Parkland í Flórída í febrúar. Nemendur í Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum hafa haft veg og vanda af því að skipuleggja mótmæli dagsins.
Auglýsing

Fjölda­mót­mælin March for our lives þar sem banda­rískir nem­endur bók­staf­lega gengu fyrir lífum sínum og ann­arra fóru fram í dag. Skot­vopna­menn­ing og -lög­gjöf Banda­ríkj­anna voru í for­grunni þar sem þús­undir mættu til mót­mæl­anna, bæði í 800 mis­mun­andi göngum þar í landi en einnig víðs vegar ann­ars staðar í heim­in­um, þar á meðal í Reykja­vík þar sem gengið var frá Arn­ar­hóli á Aust­ur­völl í sam­stöðu göngu.

Mótmælendur fylltu götuna Pennsylvania Avenue sem liggur á milli Hvíta hússins og þinghússins í Washington. Mynd: EPA.

Fjöl­menn­ust var gangan í Was­hington þar sem nem­endur í Sto­neman Dou­glas gagn­fræða­skól­anum í Park­land í Flór­ída fóru fyrir göng­unni. Þau hafa staðið að baki skipu­lagn­ingu kröfu­göng­unnar í dag, en sautján nem­endur og starfs­menn skól­ans létu lífið í skotárás í skól­anum í febr­úar á þessu ári.

Auglýsing

Nem­endur skól­ans hafa verið drif­kraft­ur­inn í umræð­unni um byssu­tengda glæpi og skotárásir í skólum í Banda­ríkj­unum sem hefur sjaldan verið eins hávær og nú og þegar haft mikil áhrif.

Lestu nánar um þann árangur sem náðst hefur í bar­átt­unni við skot­vopnin í Banda­ríkj­unum hér.

Meðal þeirra sem tóku til máls var nem­andi Marjory Sto­nem­ans Dou­glas skól­ans Emma Gonza­lez. Emma vakti mikla athygli strax eftir árás­ina í febr­úar með einkar til­finn­inga­ríkri ræðu á mót­mælum þar sem hún kall­aði mál­flutn­ing stjórn­mála­manna og hags­mun­að­ila í skot­vopna­sölu „bullshit“.

Hún hóf ræðu sína í dag á því að lýsa skotárásinni í Park­land sem tók sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur í heild. Hún las upp nöfn þeirra sem létu lífið og lýsti því hvað þau myndu aldrei gera aftr, líkt og að kvarta yfir að þurfa að æfa sig á píanó­ið, hanga með vinum sínum eða mæta í tíma. Hún stóð síðan hljóð í nokkrar mín­út­ur.

„Síðan ég kom hingað á svið, hafa liðið sex mín­útur og tutt­ugu sek­úndur og skotárárás­armað­ur­inn hefur hætt að skjóta og mun fljót­lega skilja riffil­inn sinn eft­ir, falla í hóp nem­enda meðan þeir flýja og hann mun ganga frjáls í klukku­tíma áður en hann verður hand­tek­inn. Berj­ist fyrir lífum ykkar áður en það verður hlut­verk ein­hvers ann­ar­s,“ sagði Gonza­lez.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, og eig­in­kona hans Mel­ania eru ekki stödd í Was­hington í dag. Þau fóru frá Hvíta hús­inu í gær til Mar-a-Lago sem er golf­klúbbur í eigu for­set­ans, þar sem þau hyggj­ast eyða helg­inni. Til Trump sást í morgun þar sem hann var á leið út á golf­völl. Gonza­lez og Alex Wind, sam­nem­andi henn­ar, segj­ast ekki láta það á sig fá að for­set­inn verði ekki við­staddur mót­mæl­in. „Það skiptir ekki máli hverjir verða þarna, það sem skiptir máli er að til­vist okkar sé við­ur­kennd,“ sagði Wind og bætti við: „Við ætlum að sjá til þess að raddir okkar heyr­ist.

I’d say at least one million people in the streets of DC! Histor­ic! This photo doesn’t even show the full breadth of it....

Posted by Mich­ael Moore on Sat­ur­day, March 24, 2018


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent