Öll 16 framboðin sem skiluðu in listum til borgarstjórnarkosninga voru úrskurðuð gild af Yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu kjörstjórnarinnar í dag.
Framboðsfrestur til kosninganna rann út um hádegi í gær, en Kjarninn greindi frá því í gær að 16 af 17 hugsanlegum framboðum skiluðu inn framboðslistum innan tímatakmarka. Framboðslista svokallaðs Kallalista Karls Th. Birgissonar var ekki skilað á tilteknum tíma, en Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, Karl Ægir Karlsson prófessor og séra Davíð Þór Jónsson voru meðal annars orðuð við listann.
Samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar þann 27. Apríl síðastliðinn var búist við að sjö þessara 16 framboða myndu ná inn borgarfulltrúa, en greina mátti þó hraða fjölgun þeirra sem höfðu hugsað sér að kjósa óhefðbundari flokka.
Endanlegir framboðslistar til borgarstjórnarkosninga eru eftirfarandi:
- B-listi Framsóknarflokksins
- C-listi Viðreisnar
- D-listi Sjálfstæðisflokksins
- E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar
- F-listi Flokks fólksins
- H-listi Höfuðborgarlistans
- J-listi Sósíalistaflokks Íslands
- K-listi Kvennahreyfingarinnar
- M-listi Miðflokksins
- O-listi Borgarinnar okkar - Reykjavíkur
- P-listi Pírata
- R-listi Alþýðufylkingarinnar
- S-listi Samfylkingarinnar
- V-listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
- Y-listi Karlalistans
- Þ-listi Frelsisflokksins