Segir launahækkun forstjóra Hörpu dómgreindarleysi

Forseti borgarstjórnar segir að borgin eigi að senda stjórn Hörpu tilmæli vegna hækkunar á launum forstjórans. Úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu var gerður opinber daginn áður en tilkynnt var um ráðningu núverandi forstjóra.

harpa
Auglýsing

Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík og for­seti borg­ar­stjórn­ar, segir að sér finn­ist ákvarð­anir stjórnar Hörpu um að hækka laun for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins bera vott um dóm­greind­ar­leysi. „Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórn­enda á sama tíma og verið er að vinna að hag­ræð­ingu. Reykja­vík­ur­borg þarf að senda stjórn­inni til­mæli í fram­hald­inu um að móta sér starf­kjara­stefnu sem tryggir að laun æðstu stjórn­enda verði ekki hækkuð umfram það sem venju­legu launa­fólki stendur til boða.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslur sem Líf setti á Face­book í dag. Vinstri græn sitja í meiri­hlut­anum sem situr við völd.

Þetta er vont mál. Svona eiga fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­innar ekki að koma fram. Við verðum að end­ur­skoða stefn­u...

Posted by Líf Magneu­dóttir on Tues­day, May 8, 2018


Mikil óánægja hefur verið á meðal starfs­manna Hörpu með það að laun for­stjór­ans, Svan­hildar Kon­ráðs­dótt­ur, hafi verið hækkuð um 20 pró­sent í fyrra. Meðal ann­ars sögðu 20 þjón­ustu­full­trúar sem störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu upp störfum í gær eftir fund með for­stjór­an­um. Stutt er síðan að starfs­fólk Hörpu tók á sig launa­lækkun vegna

erf­ið­leika í rekstri.

Líf segir málið vera vont og að svona eigi fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­innar ekki að koma fram. „Við verðum að end­ur­skoða stefnu borg­ar­innar og aðkomu hennar að launa­stefnu fyr­ir­tækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera.

Það er alls ekki for­gangs­mál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa laun­in. Þeir geta beð­ið. Þau lægst­laun­uðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfs­kjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­inn­ar.“

Harpa er í eigu Reykja­vík­ur­borgar og íslenska rík­is­ins.

Úrskurður kjara­ráðs kom dag­inn áður en ráðn­ing var til­kynnt

For­stjóri Hörpu átti að fá 1,3 millj­ónir króna í laun á mán­uði sam­kvæmt úrskurði kjara­ráðs sem birtur var opin­ber­lega 21. febr­úar 2017. Dag­inn eftir að sá úrskurður var birtur , þann 22. febr­úar, var til­kynnt að Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir hefði verið ráðin í starfið og að hún myndi hefja störf 1. maí 2017.

Auglýsing
Lögum um kjara­ráð var breytt í lok árs 2016 m.a. með þeim hætti að ákvörðun um laun for­stjóra opin­berra fyr­ir­tækja myndu flytj­ast yfir til stjórna þeirra frá 1. júlí 2017. Á meðal þeirra for­stjóra sem flutt­ust með þeim hætti var for­stjóri Hörpu. Frá þeim degi voru laun Svan­hildar hækkuð í 1,5 millj­ónir króna á mán­uði.

Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Hörpu sendi frá sér í dag segir að úrskurður kjara­ráðs hafi komið eftir að samið hefði verið við Svan­hildi um að taka við starf­inu á öðrum kjörum en sá úrskurður sagði til um. Líkt og áður sagði var til­kynnt um ráðn­ingu hennar dag­inn eftir að úrskurður kjara­ráðs var birtur opin­ber­lega.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að því hafi í raun verið um „tíma­bundna launa­lækk­un“ for­stjór­ans að ræða í þá tvo mán­uði sem laun hennar voru í sam­ræmi við ákvörðun kjara­ráðs. Svan­hildur sat sjálf í stjórn Hörpu þegar hún var ráðin sem for­stjóri og laun hennar voru ákvörð­uð. Hún hafði setið þar frá árinu 2012. Sér­stak­lega var til­tek­ið, þegar greint var frá ráðn­ingu henn­ar, að Svan­hildur hefði sagt sig frá öllu sem snéri að ráðn­ingu nýs for­stjóra áður en starfið var aug­lýst.

Svan­hildur greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag að hún hefði óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð aft­ur­virkt í sam­ræmi við úrskurð kjara­ráðs frá því í febr­úar 2017.

Mikil tap­rekstur í langan tíma

Ekki hefur verið hægt að reka Hörpu nema fyrir árleg við­bót­ar­fram­lög frá eig­endum til rekst­urs­ins. Tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til síð­ustu ára­móta hefur numið rúm­lega 3,4 millj­örðum króna. Tap af rekstri Hörpu í fyrra, áður en árlegt fjár­fram­lag ríkis og borgar er reiknað með, var tæp­lega 1,6 millj­arður króna. Þegar búið er að bæta fjár­fram­lagi eig­end­anna við var tapið hins vegar 243,3 millj­ónir króna á árinu 2017.

Fram­lag íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, eig­enda Hörpu, er tvenns kon­ar. Ann­ars vegar greiða eig­end­urnir upp­hæð vegna fjár­­­­­mögn­unar á fast­­­eign­inni sjálfri og hins vegar vegna fram­lags til rekstrar Hörpu. Frá árinu 2011 hefur fram­lag vegna fjár­­­­­mögn­unar kostn­aðar við bygg­ingu Hörpu numið rúm­lega sex millj­­örðum króna. Þær greiðslur munu standa yfir til árs­ins 2046 og aukast í krónum talið ár frá ári.

Til við­­­bótar ákváðu eig­endur Hörpu að greiða rekstr­­­ar­fram­lag vegna hennar frá byrjun árs 2013 og út árið 2016. Sam­tals nam fram­lag eig­end­anna til rekstrar Hörpu á því tíma­bili um 700 millj­­­ónum króna.

Í maí 2017 var ákveðið að gera við­auka við samn­ing Hörpu við eig­endur sína sem í fólst að þeir leggðu félag­inu til 450 millj­ónir króna í við­bót­ar­fram­lag á síð­asta ári. Þetta fram­lag tryggði þó rekst­ur­inn ein­ungis út árið 2017. Í árs­reikn­ingi Hörpu kemur fram að í jan­úar 2018 hafi verið ákveðið að leggja Hörpu til 400 millj­ónir króna til við­bótar á árinu 2018 til að tryggja lausa­fjár­stöðu félags­ins út það ár.

Tap­rekstur síð­ustu ára hefur leitt til þess að eig­in­fjár­staða Hörpu er nú orðin nei­kvæð um 47,5 millj­ónir króna. Hún var jákvæð um 196 millj­ónir króna í lok árs 2016.

Ef rekstr­ar­tap Hörpu, fram­lög ríkis og Reykja­vík­ur­borgar vegna skulda hennar og rekstr­ar­fram­lögin sem ríkið hefur reitt af hendi eru lögð saman kemur í ljós að upp­safnað tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2017 er um 11,5 millj­arðar króna. Til við­bótar munu að minnsta kosti bæt­ast við um 1,5 millj­arður króna vegna fram­lags ríkis og borgar í ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent