Segir launahækkun forstjóra Hörpu dómgreindarleysi

Forseti borgarstjórnar segir að borgin eigi að senda stjórn Hörpu tilmæli vegna hækkunar á launum forstjórans. Úrskurður kjararáðs um laun forstjóra Hörpu var gerður opinber daginn áður en tilkynnt var um ráðningu núverandi forstjóra.

harpa
Auglýsing

Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík og for­seti borg­ar­stjórn­ar, segir að sér finn­ist ákvarð­anir stjórnar Hörpu um að hækka laun for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins bera vott um dóm­greind­ar­leysi. „Það gengur ekki að hækka laun æðstu stjórn­enda á sama tíma og verið er að vinna að hag­ræð­ingu. Reykja­vík­ur­borg þarf að senda stjórn­inni til­mæli í fram­hald­inu um að móta sér starf­kjara­stefnu sem tryggir að laun æðstu stjórn­enda verði ekki hækkuð umfram það sem venju­legu launa­fólki stendur til boða.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslur sem Líf setti á Face­book í dag. Vinstri græn sitja í meiri­hlut­anum sem situr við völd.

Þetta er vont mál. Svona eiga fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­innar ekki að koma fram. Við verðum að end­ur­skoða stefn­u...

Posted by Líf Magneu­dóttir on Tues­day, May 8, 2018


Mikil óánægja hefur verið á meðal starfs­manna Hörpu með það að laun for­stjór­ans, Svan­hildar Kon­ráðs­dótt­ur, hafi verið hækkuð um 20 pró­sent í fyrra. Meðal ann­ars sögðu 20 þjón­ustu­full­trúar sem störf­uðu hjá fyr­ir­tæk­inu upp störfum í gær eftir fund með for­stjór­an­um. Stutt er síðan að starfs­fólk Hörpu tók á sig launa­lækkun vegna

erf­ið­leika í rekstri.

Líf segir málið vera vont og að svona eigi fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­innar ekki að koma fram. „Við verðum að end­ur­skoða stefnu borg­ar­innar og aðkomu hennar að launa­stefnu fyr­ir­tækja í hennar eigu. Og þá sér í lagi hvert bilið milli hæstu og lægstu launa eigi að vera.

Það er alls ekki for­gangs­mál í mínum huga að hækka laun þeirra sem hæst hafa laun­in. Þeir geta beð­ið. Þau lægst­laun­uðu geta það hins vegar ekki. Það er brýnt að bæta starfs­kjör þeirra fyrst. Þetta á við um öll fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­inn­ar.“

Harpa er í eigu Reykja­vík­ur­borgar og íslenska rík­is­ins.

Úrskurður kjara­ráðs kom dag­inn áður en ráðn­ing var til­kynnt

For­stjóri Hörpu átti að fá 1,3 millj­ónir króna í laun á mán­uði sam­kvæmt úrskurði kjara­ráðs sem birtur var opin­ber­lega 21. febr­úar 2017. Dag­inn eftir að sá úrskurður var birtur , þann 22. febr­úar, var til­kynnt að Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir hefði verið ráðin í starfið og að hún myndi hefja störf 1. maí 2017.

Auglýsing
Lögum um kjara­ráð var breytt í lok árs 2016 m.a. með þeim hætti að ákvörðun um laun for­stjóra opin­berra fyr­ir­tækja myndu flytj­ast yfir til stjórna þeirra frá 1. júlí 2017. Á meðal þeirra for­stjóra sem flutt­ust með þeim hætti var for­stjóri Hörpu. Frá þeim degi voru laun Svan­hildar hækkuð í 1,5 millj­ónir króna á mán­uði.

Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Hörpu sendi frá sér í dag segir að úrskurður kjara­ráðs hafi komið eftir að samið hefði verið við Svan­hildi um að taka við starf­inu á öðrum kjörum en sá úrskurður sagði til um. Líkt og áður sagði var til­kynnt um ráðn­ingu hennar dag­inn eftir að úrskurður kjara­ráðs var birtur opin­ber­lega.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að því hafi í raun verið um „tíma­bundna launa­lækk­un“ for­stjór­ans að ræða í þá tvo mán­uði sem laun hennar voru í sam­ræmi við ákvörðun kjara­ráðs. Svan­hildur sat sjálf í stjórn Hörpu þegar hún var ráðin sem for­stjóri og laun hennar voru ákvörð­uð. Hún hafði setið þar frá árinu 2012. Sér­stak­lega var til­tek­ið, þegar greint var frá ráðn­ingu henn­ar, að Svan­hildur hefði sagt sig frá öllu sem snéri að ráðn­ingu nýs for­stjóra áður en starfið var aug­lýst.

Svan­hildur greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag að hún hefði óskað eftir því að laun hennar verði lækkuð aft­ur­virkt í sam­ræmi við úrskurð kjara­ráðs frá því í febr­úar 2017.

Mikil tap­rekstur í langan tíma

Ekki hefur verið hægt að reka Hörpu nema fyrir árleg við­bót­ar­fram­lög frá eig­endum til rekst­urs­ins. Tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til síð­ustu ára­móta hefur numið rúm­lega 3,4 millj­örðum króna. Tap af rekstri Hörpu í fyrra, áður en árlegt fjár­fram­lag ríkis og borgar er reiknað með, var tæp­lega 1,6 millj­arður króna. Þegar búið er að bæta fjár­fram­lagi eig­end­anna við var tapið hins vegar 243,3 millj­ónir króna á árinu 2017.

Fram­lag íslenska rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, eig­enda Hörpu, er tvenns kon­ar. Ann­ars vegar greiða eig­end­urnir upp­hæð vegna fjár­­­­­mögn­unar á fast­­­eign­inni sjálfri og hins vegar vegna fram­lags til rekstrar Hörpu. Frá árinu 2011 hefur fram­lag vegna fjár­­­­­mögn­unar kostn­aðar við bygg­ingu Hörpu numið rúm­lega sex millj­­örðum króna. Þær greiðslur munu standa yfir til árs­ins 2046 og aukast í krónum talið ár frá ári.

Til við­­­bótar ákváðu eig­endur Hörpu að greiða rekstr­­­ar­fram­lag vegna hennar frá byrjun árs 2013 og út árið 2016. Sam­tals nam fram­lag eig­end­anna til rekstrar Hörpu á því tíma­bili um 700 millj­­­ónum króna.

Í maí 2017 var ákveðið að gera við­auka við samn­ing Hörpu við eig­endur sína sem í fólst að þeir leggðu félag­inu til 450 millj­ónir króna í við­bót­ar­fram­lag á síð­asta ári. Þetta fram­lag tryggði þó rekst­ur­inn ein­ungis út árið 2017. Í árs­reikn­ingi Hörpu kemur fram að í jan­úar 2018 hafi verið ákveðið að leggja Hörpu til 400 millj­ónir króna til við­bótar á árinu 2018 til að tryggja lausa­fjár­stöðu félags­ins út það ár.

Tap­rekstur síð­ustu ára hefur leitt til þess að eig­in­fjár­staða Hörpu er nú orðin nei­kvæð um 47,5 millj­ónir króna. Hún var jákvæð um 196 millj­ónir króna í lok árs 2016.

Ef rekstr­ar­tap Hörpu, fram­lög ríkis og Reykja­vík­ur­borgar vegna skulda hennar og rekstr­ar­fram­lögin sem ríkið hefur reitt af hendi eru lögð saman kemur í ljós að upp­safnað tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2017 er um 11,5 millj­arðar króna. Til við­bótar munu að minnsta kosti bæt­ast við um 1,5 millj­arður króna vegna fram­lags ríkis og borgar í ár.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent