Þrotabú United Silicon hefur stefnt stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Magnúsi Garðarssyni, öðru sinni fyrir meint fjársvik hans. Nýja málið snýst um 71 milljón króna sem Magnús á að hafa látið leggja inn á bankareikning sinn í Danmörku og nýtt í eigin þágu. RÚV greinir frá.
Lestu meira
Samkvæmt skýrslunni er rökstuddur grunur um að Magnús hafi, í starfi sínu sem forstjóri United Silicon, falsað reikninga og undirskriftir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í viðleitni sinni til að draga að sér fé úr fyrirtækinu.
Í mars lögðu stjórnir þeirra lífeyrissjóða sem fjárfest höfðu í United Silicon fram kæru til héraðssaksóknara þar sem óskað er eftir það að embættið tæki til rannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Áður hafði stjórn United Silicon og Arion banki, stærsti kröfuhafi félagsins, sent kærur vegna gruns um refsiverða háttsemi Magnúsar til yfirvalda. Þetta var því þriðja kæran sem berst vegna gruns um brot hans.
Magnús hefur hafnað þessum ásökunum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 12. september 2017. Þar sagði hann þær „bull og vitleysu“.