Paul Manafort kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur náð samkomulagi við Robert Mueller, sérstakan saksóknara vestan hafs, en Manafort er sakaður um samsæri, peningaþvætti og óeðlileg afskipti af vitnum.
Í ákærunni er að sögn Guardian sem greinir frá gefið til kynna að Mueller og Manafort hafi náð samkomulagi. Hann var í síðusta mánuði dæmdur fyrir fjársvik og gæti verið dæmdur í áratuga fangelsi fyrir þær sakfellingar.
Mueller og lögmenn Manafort hafa verið vikum saman að reyna að komast að samkomulagi en ekki liggur fyrir hvað felst í samkomulaginu og hvort Manafort muni aðstoða Mueller við rannsókn hans á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.
Auglýsing