„Þá féll spilaborgin alveg“

Á hjúkrunarheimilinu Bergi sjást lítil ummerki um kórónuveiruna sem tuttugu íbúar og starfsmenn sýktust af. Þau sjást helst á máðum gólfum eftir stöðuga þvotta. „Þetta var náttúrlega alvarlegt. Það dó fólk og það var mikil sorg og hræðsla.“

Gylfi Ólafsson á skrifstofu  sinni á Ísafirði.
Gylfi Ólafsson á skrifstofu sinni á Ísafirði.
Auglýsing

„Þetta var nátt­úr­lega alvar­legt. Fólk dó og það var mikil sorg og hræðsla. Hvaða afleið­ingar það mun hafa á líðan fólks til langs tíma er enn óvíst. En núna er bjart yfir öll­um, bæði starfs­fólki og íbú­um. Svona ástand getur þjappað fólki sam­an.“

Gylfi Ólafs­son, for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða, heim­sótti hjúkr­un­ar­heim­ilið Berg á Bol­ung­ar­vík í vik­unni. Heim­ilið þar sem kom upp hóp­sýk­ing af kór­ónu­veirunni. Sjö íbúar af ell­efu sýkt­ust og tveir lét­ust. Þrettán starfs­menn sýkt­u­st, þar af tveir bak­verðir sem komu til aðstoð­ar. Nítján starfs­menn þurftu að fara í sótt­kví, þar af fimm bak­verð­ir. Veiran hafði því þau áhrif að 32 sem ýmist unnu eða bjuggu á heim­il­inu sýkt­ust eða þurftu að fara í sótt­kví.

Ummerki um kór­ónu­veiruna á Bergi eru nú vart sjá­an­leg. Þau sjást helst í því að veggir og gólf hafa látið á sjá eftir ítrekuð þrif með sterkum sótt­hreins­andi efnum og lím­böndum sem notuð voru til að hólfa hús­næðið nið­ur.

Auglýsing

Flestir sýkt­ust í upp­hafi apríl og tveimur vikum seinna sýkt­ust tveir starfs­menn til við­bót­ar. 

„Starfs­menn­irnir veikt­ust ekki mjög alvar­lega en hins vegar þá hafa veik­indin hjá mörgum þeirra verið lang­vinn,“ segir Gylfi. „Fólk er enn að kvarta yfir eyrna­verk, skertu starfs­þreki, höf­uð­verk eða jafn­vel gleymsku.“ Eng­inn er þó enn í veik­inda­leyfi.

Gylfa seg­ist hafa brugðið þegar ljóst var að COVID-19 hefði greinst meðal fólks­ins á Bergi. Vegna sótt­varna­ráð­staf­ana þurfti hann sjálfur að loka sig af inni á skrif­stofu og fá fréttir af gangi mála frá öðr­um.

Hann segir að á miklu hafi gengið á starfs­stöð hans á Ísa­firði á þessum tíma. Það var ekki aðeins Berg sem var undir heldur umfangs­mikil sýna­taka vegna hóp­sýk­inga í umdæm­inu, smitrakn­ing, skipu­lagn­ing á sótt­kví fjölda fólks auk sam­skipta við fjöl­miðla og þar fram eftir göt­un­um. „Svo bætt­ist við ófærð framan af,“ rifjar Gylfi upp. 

Lífið er að komast í samt horf á hjúkrunarheimilinu Bergi eftir áfall vetrarins. Mynd: Bolungarvik.is

31 starfs­maður til við­bótar við þá sem fyrir voru kom til starfa á Bergi á því tíma­bili sem ástandið var hvað verst. „Til starfa kom fólk úr bak­varða­sveit­inni en einnig fólk sem hafði ætlað að vera í fríi, sum­ar­starfs­menn komu fyrr en til stóð, nemar sem voru í háskólum erlendis komu heim og lögðu sitt af mörkum og einnig var flutt til fólk af öðrum deildum stofn­un­ar­inn­ar. Allt þetta fólk var kallað til.“

Þegar fyrsta smitið greind­ist hjá íbúa á Bergi hafði heim­sókn­ar­bann staðið í nokkrar vik­ur. Var það rakið til starfs­manns. Sá hafði verið ein­kenna­laus og engar vís­bend­ingar haft um veik­indi sín. 

Mikil van­líðan

Á þessum tíma var búið að skipta starfs­mönnum niður í teymi svo að ef upp kæmi smit væri hægt að setja allt teymið í sótt­kví og lág­marka þannig frekara smit. En á Bergi barst smit snemma í íbúa og áður en það var greint höfðu fleiri, bæði aðrir íbúar og aðrir starfs­menn, smit­ast. „Þá féll spila­borgin alveg,“ rifjar Gylfi upp. Hann segir að starfs­mað­ur­inn sem óað­vit­andi bar smitið inn á heim­ilið hafi glímt við mikla van­líðan í kjöl­far­ið. Sömu sögu sé að segja um marga aðra starfs­menn. Þeir þurftu margir að fara heim í ein­angrun eða sótt­kví og fannst þeir því ekki geta komið að gagni þegar mest þurfti á að halda. Þeir sem veikt­ust voru svo eins og aðrir sem fengu þennan nýjan sjúk­dóm í mik­illi óvissu með hvað koma skyldi. Og hver eft­ir­köstin yrðu – líkt og nú er farið að koma í ljós.

Gylfi segir allt hafa verið reynt til að halda utan um starfs­manna­hóp­inn og hlúa að honum við þessar erf­iðu aðstæð­ur. Rauði kross­inn kom þar m.a. til skjal­anna og bauð áfalla­hjálp. „Við lögum mikið upp úr því að hringja í starfs­menn og heyra í þeim hljóðið og einnig í aðstand­endur íbú­anna og heyra hvernig þeir hefðu það og halda þeim upp­lýst­u­m.“

Gæti haft áhrif til fram­tíðar

Á Bergi er lífið að kom­ast í samt horf. Heim­sókn­ar­banni hefur verið aflétt og þeir starfs­menn sem fóru í veik­inda­leyfi eru komnir til baka. Byrjað var að taka við nýjum íbúum í lok maí. 

„Þetta var nátt­úr­lega alvar­leg­t,“ segir Gylfi. „Fólk dó og það var mikil sorg og hræðsla. Hvaða afleið­ingar það mun hafa til langs tíma er enn óvíst. Það er enn svo stutt síðan þetta gekk yfir. En því miður þá er ekki úti­lokað að þetta tíma­bil og allt sem því fylgdi eigi eftir að hafa áhrif á and­lega heilsu ein­hverra síð­ar. Með því þarf að fylgj­ast vel.“

Gylfi vonar að áfallið muni ekki skilja eftir sig djúp sár til lengri tíma. „Mér fannst svaka­lega bjart yfir öll­u­m,“ segir Gylfi. „En í fyrra­dag var reyndar sér­stakur dag­ur, Guðni [Th. Jóhann­es­son] for­seti kom í heim­sókn og því hátíð­ar­bragur á öllu.“

Hefði getað farið mun verr

Þegar Gylfi er beð­inn að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn er honum efst í huga að ekki hafi farið verr. Hann bendir á að erlendis hafi veiran víða valdið hörm­ungum á hjúkr­un­ar­heim­il­um. „Dæmin að utan sýna að þegar smit hafa komið upp á hjúkr­un­ar­heim­ilum hafi reynst mjög erfitt að ráða við ástand­ið. Dán­ar­tíðnin hefur oft verið mjög há. Við misstum tvo af þeim sjö íbúum sem sýkt­ust.“

Það sem hafi komið í veg fyrir að ekki fór enn verr má að sögn Gylfa rekja til þess að leið­bein­ingar um sótt­kví og aðrar sótt­varnir voru til staðar og hlífð­ar­fatn­aður til taks þegar á þurfti að halda. Þá hafi heil­brigð­is­stofn­an­irnar staðið vel sam­an. Nokkrir þeirra sem veikt­ust alvar­lega af COVID-19 í umdæm­inu voru sendir til aðhlynn­ingar á Akur­eyri og aðrir suður til Reykja­vík­ur. Svo hafi fólk komið alls staðar að af land­inu til aðstoðar í gegnum bak­varða­sveit­ina. Gylfi segir að her mann­anna hafi „gert og græj­að“ allt sem til þurfti. „Ég var stundum spurður hvort að við réðum við álagið og þá spurði ég á móti: Hvað mein­arðu með við? Því þetta voru svo margir sem gengu hver undir ann­ars hönd.“

Alls hafa 97 greinst með veiruna á Vest­fjörðum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Gylfi seg­ist vita til þess að það séu fleiri en starfs­menn Bergs sem hafi fundið fyrir lang­vinnum ein­kennum vegna sjúk­dóms­ins. „Þessi ein­kenni virð­ast sitja í mörg­um, meðal ann­ars þetta slen. Það vantar dálít­inn vind í fólk sem ekki er hægt að vinna upp með miklum fjall­göngum heldur verður fólk bara að gefa sér tíma til að jafna sig.“

Sam­fé­lagið að ná vopnum sínum

Fyrir utan það virð­ist honum sam­fé­lagið vera búið að ná vopnum sínum að mestu fyrir utan þá erf­iðu stöðu sem upp er komin í ferða­þjón­ust­unni. Skemmti­ferða­skipin hafa flutt tug­þús­undir far­þega til svæð­is­ins und­an­farin ár en ekki er von á slíku skipi í sum­ar. 

Á Heil­brigð­is­stofnun Vest­fjarða er haldið utan um sér­stakan „COVID-­reikn­ing“ í bók­hald­inu. „Við væntum þess að ríkið greiði hann þegar rykið sest,“ segir Gylfi. Reikn­ing­ur­inn er vegna aðfanga og launa starfs­manna og hljóðar upp á um hund­rað millj­ónir króna. Reikn­ing­ur­inn hefur verið sendur – en er enn ógreidd­ur. „En ég á ekki von á öðru en að það verði gert.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal