Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.

Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Auglýsing

Dán­ar­tíðni af völdum COVID-19 á Ítalíu er hærri meðal fátækra íbúa lands­ins heldur en hjá þeim sem hærri hafa tekj­urn­ar. Þetta eru nið­ur­stöður fyrstu rann­sóknar sem þar­lend yfir­völd gera á félags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en frá þessu er sagt í frétt Reuters.Í árlegri skýrslu Instituto Nazionale di Statist­ica (ISTA­T), sem hefur svip­uðu hlut­verki að gegna og Hag­stofan hér­lend­is, er dán­ar­tíðni skoðuð frá jan­úar 2019 til mars 2020. Í skýrsl­unni er sér­stak­lega horft til mennt­un­ar­stigs þeirra sem hafa lát­ist hafa á tíma­bil­inu.Að jafn­aði eru lífslíkur meðal þeirra sem hætta skóla­göngu snemma minni heldur en meðal þeirra sem eru lang­skóla­gengnir og dán­ar­tíðni meðal ómennt­aðra sé því hærri en hjá mennt­uð­um. Í skýrsl­unni kemur fram að munur á dán­ar­tíðni milli þess­ara hópa hafi hald­ist stöð­ugur frá jan­úar í fyrra fram í febr­úar í ár. Í mars hafi mun­ur­inn hins vegar auk­ist á þeim svæðum sem illa urðu fyrir barð­inu á veirunni.

Auglýsing


Haft er eftir Lindu Sabbad­ini, töl­fræð­ingi hjá ISTAT, að gögn um menntun væru aðgengi­legri en gögn um tekjur og aðra félags­lega þætti. Að hennar mati hafi því verið góð nálgun að líta til mennt­un­ar­stigs, en af því ráð­ast tekjur og stétt­ar­staða að miklu leyti.Lág­tekju­hópar eru taldir hafa verið ber­skjald­aðri fyrir veirunni vegna þess að lág­tekju­fólk sé lík­legra til þess að sinna störfum sem krefj­ist við­veru , til að mynda í land­bún­aði, í kerfi almenn­ings­sam­ganga og í umönn­un­ar­störf­um. Þá er lík­legra að ómenntað fólk búi þrengra og jafn­vel með mörgum öðrum, sem gerir fólki erf­ið­ara um vik að halda fjar­lægð frá öðr­um.Ekki var merkj­an­legur munur á dán­ar­tíðni ómennt­aðra sem komnir eru yfir átt­rætt og dán­ar­tíðni mennt­aðra á sama aldri. Ekki fannst heldur merkj­an­legur munur á milli dán­ar­tíðni ómennt­aðra og mennt­aðra á þeim svæðum þar sem útbreiðsla veirunnar var lít­il.Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evr­ópu­landið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunn­ar. Fjöldi smit­aðra jókst hratt strax eftir að veiran greind­ist þar fyrst þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn og náði fjöldi nýgreindra smita hámarki í lok mars. Alls hafa 240 þús­und greinst með veiruna þar í landi og sam­tals hafa tæp­lega 35 þús­und lát­ist.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent