Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.

Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Auglýsing

Dán­ar­tíðni af völdum COVID-19 á Ítalíu er hærri meðal fátækra íbúa lands­ins heldur en hjá þeim sem hærri hafa tekj­urn­ar. Þetta eru nið­ur­stöður fyrstu rann­sóknar sem þar­lend yfir­völd gera á félags­legum áhrifum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en frá þessu er sagt í frétt Reuters.Í árlegri skýrslu Instituto Nazionale di Statist­ica (ISTA­T), sem hefur svip­uðu hlut­verki að gegna og Hag­stofan hér­lend­is, er dán­ar­tíðni skoðuð frá jan­úar 2019 til mars 2020. Í skýrsl­unni er sér­stak­lega horft til mennt­un­ar­stigs þeirra sem hafa lát­ist hafa á tíma­bil­inu.Að jafn­aði eru lífslíkur meðal þeirra sem hætta skóla­göngu snemma minni heldur en meðal þeirra sem eru lang­skóla­gengnir og dán­ar­tíðni meðal ómennt­aðra sé því hærri en hjá mennt­uð­um. Í skýrsl­unni kemur fram að munur á dán­ar­tíðni milli þess­ara hópa hafi hald­ist stöð­ugur frá jan­úar í fyrra fram í febr­úar í ár. Í mars hafi mun­ur­inn hins vegar auk­ist á þeim svæðum sem illa urðu fyrir barð­inu á veirunni.

Auglýsing


Haft er eftir Lindu Sabbad­ini, töl­fræð­ingi hjá ISTAT, að gögn um menntun væru aðgengi­legri en gögn um tekjur og aðra félags­lega þætti. Að hennar mati hafi því verið góð nálgun að líta til mennt­un­ar­stigs, en af því ráð­ast tekjur og stétt­ar­staða að miklu leyti.Lág­tekju­hópar eru taldir hafa verið ber­skjald­aðri fyrir veirunni vegna þess að lág­tekju­fólk sé lík­legra til þess að sinna störfum sem krefj­ist við­veru , til að mynda í land­bún­aði, í kerfi almenn­ings­sam­ganga og í umönn­un­ar­störf­um. Þá er lík­legra að ómenntað fólk búi þrengra og jafn­vel með mörgum öðrum, sem gerir fólki erf­ið­ara um vik að halda fjar­lægð frá öðr­um.Ekki var merkj­an­legur munur á dán­ar­tíðni ómennt­aðra sem komnir eru yfir átt­rætt og dán­ar­tíðni mennt­aðra á sama aldri. Ekki fannst heldur merkj­an­legur munur á milli dán­ar­tíðni ómennt­aðra og mennt­aðra á þeim svæðum þar sem útbreiðsla veirunnar var lít­il.Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evr­ópu­landið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunn­ar. Fjöldi smit­aðra jókst hratt strax eftir að veiran greind­ist þar fyrst þann 21. febr­úar síð­ast­lið­inn og náði fjöldi nýgreindra smita hámarki í lok mars. Alls hafa 240 þús­und greinst með veiruna þar í landi og sam­tals hafa tæp­lega 35 þús­und lát­ist.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent