Völdu sér óðal í ætt við Downton Abbey

Parið sem sást í mars bera steinbít frá fjöru og upp í bjarg heldur til í greni í Hornbjargi. Þar dvelur það ásamt yrðlingum „í flottasta óðalinu á svæðinu sem er næstum eins og Downton Abby,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur.

Grensteggur í Hælavíkurbjargi að merkja stein og sýna fram á eignarhald sitt á þessu svæði (óðali).
Grensteggur í Hælavíkurbjargi að merkja stein og sýna fram á eignarhald sitt á þessu svæði (óðali).
Auglýsing

Ester Rut Unn­steins­dótt­ir, spen­dýra­vist­fræð­ingur hjá ­Nátt­úru­fræði­stofn­un, færir okkur góðar fréttir af ref­unum í friðland­inu á Horn­strönd­um. Í fyrra­sumar var útlitið dökkt. Eitt­hvað var á seyði með­al­ ref­anna – óðul voru færri en venju­lega, got sjald­gæfari og yrð­lingar fáséð­ar­i en áður.

En í vett­vangs­ferð vetr­ar­ins, þrátt fyrir vonsku­veð­ur, var út­litið bjart­ara. Kannski var það einmitt vegna veð­urs­ins því brim­skaflar sem ­mynd­uð­ust í storm­inum skol­uðu reið­ar­innar býsn af sjáv­ar­fangi á land svo ref­irn­ir ­urðu saddir og glað­ir.

Það var því ekki laust við að Ester, sem leidd­i ­sum­ar­leið­ang­ur­inn á svæðið að venju, væri full eft­ir­vænt­ingar að sjá hvern­ig lág­fótan hefði náð að fóta sig þetta sum­ar­ið.

Auglýsing

Rúm­lega tveggja vikna leið­angur Esterar og fjög­urra ann­arra, þeirra Ingva Stígs­son­ar, Birte Technau, Anni Malinen og Lucía Raba Tor­tosa hófst þann 23. júní.

Vegna COVID-far­ald­urs­ins komust ekki aðrir sem gert hafð­i verið ráð fyrir í ferð­ina en að jafn­aði eru sex aðstoð­ar­menn í sum­ar­leið­öngr­unum sem sjá um að vakta þrjú greni og skrá atferli refa og ­ferða­manna. Þessi fjögur eru búsett á Íslandi og gátu því að sögn Esterar tek­ið að sér þetta mik­il­væga verk­efni með litlum fyr­ir­vara.

Farið var á þrjá­tíu þekkt greni og „úti­bú“ eða kot út frá nokkrum þeirra í Hæla­vík, Reka­vík bak Höfn, Horn­vík og Látra­vík. Einnig feng­ust ítar­legar upp­lýs­ingar um refi i Hlöðu­vík. Alls voru skráðar upp­lýs­ingar af 37 grenjum af um 30 þekktum óðul­u­m. Af þeim reynd­ust níu í ábúð og sáust í þeim 40 yrð­lingar eða að með­al­tali 4,4 á hverju greni.

Tvö greni voru vöktuð í 12 tíma í senn í fimm daga og allt at­ferli manna og dýra skráð og tíma­sett. Önnur greni voru heim­sótt í nokk­ur ­skipti í mis­langan tíma.

Ný dýr áber­andi

Ester segir að flest gren­dýrin sem sáust hafi verið „ný“ en að minnsta kosti tvö þeirra voru þekkt frá fyrri árum. Ein þeirra er hvít læða, dóttir læðu sem fylgst var með árin 2014-2018 áður en hún hvarf.

„Þessi hvíta læða hefur fært sig milli dala í Horn­bjargi en heldur sig við sömu kröfur og áður en hún tekur yfir tvö greni sem hún not­ar bæði og ganga yrð­lingar hennar á milli, um það bil 600 metra,“ útskýrir Est­er. „Á gamla óðal­inu hennar er nú par sem sást til í mars þegar það bar stein­bít alla leið frá fjöru og upp á bjarg. Verður að segj­ast að það þrek­virki sýn­ir hversu hörð dýrin eru af sér og hversu mikið þau leggja á sig til að koma sér­ og sínum fyrir á góðum stað. Hvíta læðan sást líka í mars og hefur haldið sig á sömu slóðum en stegg­ur­inn hennar virð­ist nýr og er þá sá þriðji sem hún eignast af­kvæmi með frá því hún hóf búskap.“

Tveir yrðlingar hvítu læðunnar. Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Fæðu­leifar við greni voru ekki áber­andi og segir Ester það benda til þess að yrð­lingar séu enn ungir og að fæða sé borin inn. „Reynd­ist það raunin því flestir yrð­lingar voru smáir og þó nokkur munur var á elstu og yngstu yrð­ling­unum sem sáust. Einnig voru læður gjarnan inni í grenj­unum en það ­gera þær helst þegar þeir eru enn litl­ir. Sumir yrð­ling­anna voru þó farnir að þvæl­ast veru­lega langt frá gren­in­u.“

Ester greinir svo frá því að  eitt parið hafi staðið í flutn­ing­um, mögu­lega vegna trufl­unar og vor­u yrð­lingar þeirra afar smá­ir. „Einn þeirra var í nær þrjár klukku­stundir einn á þvæl­ingi og skældi mikið en var ekki sinnt af for­eldrum, lík­lega vegna nær­veru ­fólks,“ útskýrir hún. Sá sem var að vakta grenið var staddur í um 100 metra fjar­lægð og tók á end­anum ákvörðun um að færa yrð­ling­inn á nýja gren­ið. „Sá ­stutti skalf, en ekki er ljóst hvort það var af ótta eða kulda. En hann tók ­síðan að éta lít­inn fisk sem fannst við grenið og lagði sig eftir það. Tveim­ur ­dögum síðar sást hann að leik við gotsystk­ini sín og virt­ist við hesta­heilsu.“

Litli yrðlingurinn gæðir sér á litlum fiski. Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Ester ítrekar að ekki sé þó mælt með að fólk bjarg­i yrð­lingum sem það finnur á víða­vangi heldur ætti það að halda sig fjarri þeim og leyfa for­eldrum að ljúka við flutn­inga og koma afkvæmum sínum í skjól. „­Flutn­ingar sem þessir eru oft af völdum trufl­unar og því skal gefa dýr­un­um svig­rúm til að leita skjóls á nýjum stað ef þau telja sig þurfa þess.“

En að gleði­frétt­un­um:

Ref­irnir í Horn­vík og nágrenni virð­ast hafa komið vel und­an­ vetri og er ábúð og tímgun með besta móti, eða 40 pró­sent, segir í sam­an­tekt úr ­leið­angrin­um. Ekki hefur verið eins hátt hlut­fall grenja í aust­an­verðri Horn­vík­ frá árinu 2015. Enn hefur stofn­inn þó ekki náð sér frá því sem var fyrir hrun­ið árið 2014.

Eitt af því sem kemur Ester á óvart er hversu fá hvít dýr virð­ast þríf­ast á svæð­inu og afföll hvítra yrð­linga virð­ist mun hærra en þeirra ­mórauðu. Ester segir að þetta þurfi að skoða betur út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. Ljóst sé að miðað við þann ­fjölda hvítra dýra sem sjást sem yrð­lingar ættu að vera fleiri hvít full­orð­in ­dýr en raun ber vitni.

Ester ásamt aðstoðarmönnunum fjórum á votviðrisdegi á Hornströndum.

En sum­arið er ekki úti. Það er ekki fyrr en  lok þess sem í ljós mun koma hvernig yrð­ling­unum sem Ester og félagar skráðu á dög­unum mun reiða af.  Hún segir fæðu­skil­yrði séu betri núna en á síð­asta ári og flest óðulin hafa stækkað svo meiri mögu­leik­ar eru fyrir for­eld­rana að afla fæðu en áður þegar þrengra var um dýr­in. „Árið 2020 virð­ist ekki líta út fyrir að verða slæmt fyrir ref­ina á Horn­strönd­um,“ ­segir Est­er.

Í fyrra benti Ester á að svo virt­ist sem ljós­mynd­arar með­ stórar aðdrátt­ar­linsur hefðu haft ein­hver áhrif á ref­ina. Þeir hafi hrein­lega lagt á flótta undan þeim. En í upp­hafi sum­ars voru mun færri ferða­menn á Horn­ströndum en á und­an­förnum árum. Og ferða­menn­irnir sem lögðu þangað leið sína voru ekki þangað komnir til að liggja við greni og mynda. „Það gæti alveg ­skipt máli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent