Völdu sér óðal í ætt við Downton Abbey

Parið sem sást í mars bera steinbít frá fjöru og upp í bjarg heldur til í greni í Hornbjargi. Þar dvelur það ásamt yrðlingum „í flottasta óðalinu á svæðinu sem er næstum eins og Downton Abby,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur.

Grensteggur í Hælavíkurbjargi að merkja stein og sýna fram á eignarhald sitt á þessu svæði (óðali).
Grensteggur í Hælavíkurbjargi að merkja stein og sýna fram á eignarhald sitt á þessu svæði (óðali).
Auglýsing

Ester Rut Unn­steins­dótt­ir, spen­dýra­vist­fræð­ingur hjá ­Nátt­úru­fræði­stofn­un, færir okkur góðar fréttir af ref­unum í friðland­inu á Horn­strönd­um. Í fyrra­sumar var útlitið dökkt. Eitt­hvað var á seyði með­al­ ref­anna – óðul voru færri en venju­lega, got sjald­gæfari og yrð­lingar fáséð­ar­i en áður.

En í vett­vangs­ferð vetr­ar­ins, þrátt fyrir vonsku­veð­ur, var út­litið bjart­ara. Kannski var það einmitt vegna veð­urs­ins því brim­skaflar sem ­mynd­uð­ust í storm­inum skol­uðu reið­ar­innar býsn af sjáv­ar­fangi á land svo ref­irn­ir ­urðu saddir og glað­ir.

Það var því ekki laust við að Ester, sem leidd­i ­sum­ar­leið­ang­ur­inn á svæðið að venju, væri full eft­ir­vænt­ingar að sjá hvern­ig lág­fótan hefði náð að fóta sig þetta sum­ar­ið.

Auglýsing

Rúm­lega tveggja vikna leið­angur Esterar og fjög­urra ann­arra, þeirra Ingva Stígs­son­ar, Birte Technau, Anni Malinen og Lucía Raba Tor­tosa hófst þann 23. júní.

Vegna COVID-far­ald­urs­ins komust ekki aðrir sem gert hafð­i verið ráð fyrir í ferð­ina en að jafn­aði eru sex aðstoð­ar­menn í sum­ar­leið­öngr­unum sem sjá um að vakta þrjú greni og skrá atferli refa og ­ferða­manna. Þessi fjögur eru búsett á Íslandi og gátu því að sögn Esterar tek­ið að sér þetta mik­il­væga verk­efni með litlum fyr­ir­vara.

Farið var á þrjá­tíu þekkt greni og „úti­bú“ eða kot út frá nokkrum þeirra í Hæla­vík, Reka­vík bak Höfn, Horn­vík og Látra­vík. Einnig feng­ust ítar­legar upp­lýs­ingar um refi i Hlöðu­vík. Alls voru skráðar upp­lýs­ingar af 37 grenjum af um 30 þekktum óðul­u­m. Af þeim reynd­ust níu í ábúð og sáust í þeim 40 yrð­lingar eða að með­al­tali 4,4 á hverju greni.

Tvö greni voru vöktuð í 12 tíma í senn í fimm daga og allt at­ferli manna og dýra skráð og tíma­sett. Önnur greni voru heim­sótt í nokk­ur ­skipti í mis­langan tíma.

Ný dýr áber­andi

Ester segir að flest gren­dýrin sem sáust hafi verið „ný“ en að minnsta kosti tvö þeirra voru þekkt frá fyrri árum. Ein þeirra er hvít læða, dóttir læðu sem fylgst var með árin 2014-2018 áður en hún hvarf.

„Þessi hvíta læða hefur fært sig milli dala í Horn­bjargi en heldur sig við sömu kröfur og áður en hún tekur yfir tvö greni sem hún not­ar bæði og ganga yrð­lingar hennar á milli, um það bil 600 metra,“ útskýrir Est­er. „Á gamla óðal­inu hennar er nú par sem sást til í mars þegar það bar stein­bít alla leið frá fjöru og upp á bjarg. Verður að segj­ast að það þrek­virki sýn­ir hversu hörð dýrin eru af sér og hversu mikið þau leggja á sig til að koma sér­ og sínum fyrir á góðum stað. Hvíta læðan sást líka í mars og hefur haldið sig á sömu slóðum en stegg­ur­inn hennar virð­ist nýr og er þá sá þriðji sem hún eignast af­kvæmi með frá því hún hóf búskap.“

Tveir yrðlingar hvítu læðunnar. Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Fæðu­leifar við greni voru ekki áber­andi og segir Ester það benda til þess að yrð­lingar séu enn ungir og að fæða sé borin inn. „Reynd­ist það raunin því flestir yrð­lingar voru smáir og þó nokkur munur var á elstu og yngstu yrð­ling­unum sem sáust. Einnig voru læður gjarnan inni í grenj­unum en það ­gera þær helst þegar þeir eru enn litl­ir. Sumir yrð­ling­anna voru þó farnir að þvæl­ast veru­lega langt frá gren­in­u.“

Ester greinir svo frá því að  eitt parið hafi staðið í flutn­ing­um, mögu­lega vegna trufl­unar og vor­u yrð­lingar þeirra afar smá­ir. „Einn þeirra var í nær þrjár klukku­stundir einn á þvæl­ingi og skældi mikið en var ekki sinnt af for­eldrum, lík­lega vegna nær­veru ­fólks,“ útskýrir hún. Sá sem var að vakta grenið var staddur í um 100 metra fjar­lægð og tók á end­anum ákvörðun um að færa yrð­ling­inn á nýja gren­ið. „Sá ­stutti skalf, en ekki er ljóst hvort það var af ótta eða kulda. En hann tók ­síðan að éta lít­inn fisk sem fannst við grenið og lagði sig eftir það. Tveim­ur ­dögum síðar sást hann að leik við gotsystk­ini sín og virt­ist við hesta­heilsu.“

Litli yrðlingurinn gæðir sér á litlum fiski. Mynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

Ester ítrekar að ekki sé þó mælt með að fólk bjarg­i yrð­lingum sem það finnur á víða­vangi heldur ætti það að halda sig fjarri þeim og leyfa for­eldrum að ljúka við flutn­inga og koma afkvæmum sínum í skjól. „­Flutn­ingar sem þessir eru oft af völdum trufl­unar og því skal gefa dýr­un­um svig­rúm til að leita skjóls á nýjum stað ef þau telja sig þurfa þess.“

En að gleði­frétt­un­um:

Ref­irnir í Horn­vík og nágrenni virð­ast hafa komið vel und­an­ vetri og er ábúð og tímgun með besta móti, eða 40 pró­sent, segir í sam­an­tekt úr ­leið­angrin­um. Ekki hefur verið eins hátt hlut­fall grenja í aust­an­verðri Horn­vík­ frá árinu 2015. Enn hefur stofn­inn þó ekki náð sér frá því sem var fyrir hrun­ið árið 2014.

Eitt af því sem kemur Ester á óvart er hversu fá hvít dýr virð­ast þríf­ast á svæð­inu og afföll hvítra yrð­linga virð­ist mun hærra en þeirra ­mórauðu. Ester segir að þetta þurfi að skoða betur út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. Ljóst sé að miðað við þann ­fjölda hvítra dýra sem sjást sem yrð­lingar ættu að vera fleiri hvít full­orð­in ­dýr en raun ber vitni.

Ester ásamt aðstoðarmönnunum fjórum á votviðrisdegi á Hornströndum.

En sum­arið er ekki úti. Það er ekki fyrr en  lok þess sem í ljós mun koma hvernig yrð­ling­unum sem Ester og félagar skráðu á dög­unum mun reiða af.  Hún segir fæðu­skil­yrði séu betri núna en á síð­asta ári og flest óðulin hafa stækkað svo meiri mögu­leik­ar eru fyrir for­eld­rana að afla fæðu en áður þegar þrengra var um dýr­in. „Árið 2020 virð­ist ekki líta út fyrir að verða slæmt fyrir ref­ina á Horn­strönd­um,“ ­segir Est­er.

Í fyrra benti Ester á að svo virt­ist sem ljós­mynd­arar með­ stórar aðdrátt­ar­linsur hefðu haft ein­hver áhrif á ref­ina. Þeir hafi hrein­lega lagt á flótta undan þeim. En í upp­hafi sum­ars voru mun færri ferða­menn á Horn­ströndum en á und­an­förnum árum. Og ferða­menn­irnir sem lögðu þangað leið sína voru ekki þangað komnir til að liggja við greni og mynda. „Það gæti alveg ­skipt máli.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent