Icelandair „geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart almenningi“ áður en ábyrgð er veitt

Hundruð farþega Icelandair Group sem hafa ekki fengið endurgreitt niðurfelld flug hafa leitað til Neytendasamtakana vegna þessa. Þau vilja að ríkisábyrgð á lánum til félagsins verði skilyrt endurgreiðslu til þeirra.

Bæði ASÍ og Neytendasamtökin hafa skilað inn umsögn vegna ríkisábyrgðar á láni til Icelandair og vilja að hún verði skilyrt. Drífa Snædal er forseti ASÍ og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakana.
Bæði ASÍ og Neytendasamtökin hafa skilað inn umsögn vegna ríkisábyrgðar á láni til Icelandair og vilja að hún verði skilyrt. Drífa Snædal er forseti ASÍ og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakana.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir að stuðn­ingur stjórn­valda við fyr­ir­tæki eins og Icelandair Group eigi ekki að vera án skil­yrða. Félagið hafi þegar fengið mik­inn stuðn­ing frá rík­inu, meðal ann­ars í gegnum hluta­bóta­leið­ina, frestun opin­berra gjalda, greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti starfs­fólks. 

Neyt­enda­sam­tök Íslands gera þá kröfu að Icelandair Group end­ur­greiði þeim far­þegum sem félagið hefur enn ekki end­ur­greitt vegna nið­ur­felldra fluga áður en rík­is­á­byrgð er sam­þykkt. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum ASÍ og Neyt­enda­sam­tak­anna um fyr­ir­hug­aða rík­is­á­byrgð upp á 15 millj­arða króna á lánum rík­is­bank­ana Íslands­banka og Lands­bank­ans til Icelanda­ir. 

Sið­laust og ólög­mætt

Í umsögn ASÍ segir meðal ann­ars að það sé ófrá­víkj­an­leg krafa að íslenskir kjara­samn­ingar ráði rétt­indum og skyldum hjá Icelandair Group, rétt­indi launa­fólks séu virt og að félagið virði leik­reglur íslensks vinnu­mark­að­ar. 

Auglýsing
Í kjöl­farið er það rifjað upp að Icelandair Group hafi ákveðið að segja upp öllum starf­andi flug­freyjum og -þjónum félags­ins í sum­ar, eftir að þau hefðu fellt nýjan kjara­samn­ing, og til­kynnt að samið yrði við nýjan aðila. Þetta segir ASÍ að hafi verið „bæði sið­laust og ólög­mætt“. 

ASÍ bendir líka á að rík­is­stuðn­ingur eigi að vera háður þeim skil­yrðum að félög og dótt­ur­fé­lög þeirra hafi hvorki við­veru né stundi við­skipti í gegnum skatta­skjól eða lág­skatta­ríki. Slíkt er ekki til­tekið í frum­varpi um veit­ingu rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar.

Að lokum segir ASÍ að stjórn­völdum og Alþingi beri að verja hags­muni rík­is­ins í hví­vetna í gegnum traust veð eða að ríkið eign­ist hlut í félag­inu. „Óvissa ríkir um hvort þetta skil­yrði sé upp­fyllt líkt og sjá má í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar en þar segir að ósenni­legt sé að trygg­ingar geti numið þeim 15 millj­örðum sem lán­aðir eru.“

Vilja að Icelandair end­ur­greiði

Neyt­enda­sam­tök Íslands hafa líka skilað inn umsögn. Þar segj­ast þau ekki gera athuga­semd við frum­varpið sjálf, en telja sig knúin til að benda á að Icelandair Group hafi ekki end­ur­greitt fjölda far­þega sem eiga rétt á slíkri end­ur­greiðslu sam­kvæmt Evr­ópu­sam­bands­ins reglu­gerð sem hefur verið leidd inn í íslensk lög. Þau vilja „að tryggt sé áður en rík­is­sjóður gengst í ábyrgð fyrir Icelanda­ir, geri félagið hreint fyrir sínum dyrum gagn­vart almenn­ingi og end­ur­greiði neyt­endum lögum sam­kvæmt.“

­Sam­kvæmt reglu­gerð­inni eiga far­þegar aflýstra flug­ferða rétt á end­ur­greiðslu innan sjö daga frá aflýs­ingu flugs. „Til Neyt­enda­sam­tak­anna hafa leitað hund­ruð far­þega, sem hafa ekki fengið end­ur­greitt nið­ur­felld flug. Elstu flug­ferð­irnar sem enn á eftir að gera upp eru, eftir bestu vit­und starfs­fólks sam­tak­anna, frá því snemma í mars. Neyt­enda­sam­tökin gera þá kröfu að ef sam­þykkja eigi rík­is­á­byrgð, verði tryggt að Icelandair standi skil á lög­bundnum end­ur­greiðslum til neyt­enda sem eiga lögvar­inn rétt til þess.“

Í hálfs­árs­upp­gjöri Icelandair kemur fram að félagið hafi gefið út inn­eignir til við­skipta­vina sinna fyrir alls 67,2 millj­ónir dala, rúm­lega 9,1 millj­arði króna, á fyrri helm­ingi árs­ins 2020. Upp­­hæðin sem Icelandair hefur gefið út í inn­­­eignir sam­svarar um fjórð­ungi af öllum far­þega­­tekjum Icelandair á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra. Til að setja þessa upp­hæð í annað sam­hengi þá var hún um 44 pró­sent af öllu lausu fé Icelandair í lok júní, sem var 151,2 millj­ónir dala, um 20,6 millj­arðar króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent