Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Auglýsing

Jacinda Ardern for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands hyggst fresta lokun álvers Rio Tinto á Tiwai Point um þrjú til fimm ár og er til­búin að veita rík­is­stuðn­ing til álfyr­ir­tæk­is­ins til að ná fram lægra raf­orku­verði ef hún nær end­ur­kjöri í næstu þing­kosn­ingum í land­in­u. 

Sam­kvæmt frétt Reuters um málið hefur lokun álvers­ins orðið að bit­beini fyrir kom­andi kosn­ingar í Nýja-­Sjá­landi, sem munu fara fram þann 17. októ­ber. Rio Tinto hefur áður lýst því yfir að fyr­ir­hugað væri að loka álver­inu í Tiwai Point í ágúst á næsta ári vegna hás raf­orku­kostn­aðar og erf­iðra aðstæðna á álmark­aðn­um. 

Á blaða­manna­fundi Verka­manna­flokks­ins, sem Ardern er í for­svari fyr­ir, til­kynnti hún svo fyrr í dag að hún hygð­ist sjá til þess að lok­un­inni yrði frestað. 

Auglýsing

„Við erum að stefna að því að lengja líf álvers­ins um þrjú til fimm ár,“ sagði Ardern á fund­in­um, sem fór fram í nágrenni álvers­ins í bænum Inverncar­g­ill. „Með því að veita lengri tímara­mma fyrir lokun álvers­ins verndum við störf núna og gefum sam­fé­lag­inu tíma til að meta og skipu­leggja áætlun til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt Ardern myndi rík­is­stjórn hennar vinna með Rio Tinto og opin­bera raf­orku­sal­anum Tran­spower til þess að ná „sann­gjörnu verði“ á næstu árum, svo að áhrif lok­un­ar­innar á almennt raf­orku­verð verði sem minnst. Í frétta­til­kynn­ingu frá Verka­manna­flokknum í kjöl­far blaða­manna­fund­ar­ins kemur einnig fram að rík­is­stjórnin gæti veitt Tran­spower stuðn­ing til þess að lækka raf­orku­verð Rio Tinto. 

Stór­kaup­andi á orku­mark­aði

Rio Tinto er stór­kaup­andi á orku­mark­aði Nýja-­Sjá­lands og nemur árleg notkun álvers­ins um fimm þús­und gíga­vatt­stund­um, sem eru tólf pró­sent af allri orku­notkun lands­ins. Um þús­und manns vinna í álver­inu, en sam­kvæmt umfjöllun Reuters um málið skapar starf­semi þess um 1600 afleidd störf til við­bótar í kjör­dæm­in­u. 

Að sögn Kellie Park­er, starf­andi for­stjóra Rio Tinto á Kyrra­hafs­svæð­inu, er álfyr­ir­tækið opið fyrir sam­ræður við nýsjá­lensk stjórn­völd ef þær gætu leitt til „sann­gjarn­ari verðs“ fyrir álver­ið.

Kunn­ug­legt stef

Rio Tinto er móð­ur­fé­lag ÍSAL sem rekur álverið í Straums­vík. Í febr­úar síð­ast­liðnum til­kynnti álfyr­ir­tækið að það íhug­aði lokun álvers­ins vegna hás raf­orku­verðs og krefj­andi mark­aðs­að­stæðna. Í júlí hót­aði Rio Tinto einnig því að loka álver­inu í Straums­vík vegna „­sam­keppn­is­hamlandi hátt­semi“ Lands­virkj­un­ar, sem selur þeim ork­una hér á landi. Mán­uði seinna sótti álfyr­ir­tækið svo um nýtt starfs­leyfi fyrir álver­ið. 

Um 400 manns starfa hjá álver­inu í Straums­vík, en sam­kvæmt Sam­tökum iðn­að­ar­ins eru um 800 störf til við­bótar háð starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á óbeinan hátt. Orku­notkun ÍSAL nam tæp­lega þrjú þús­und gíga­vatt­stundum í fyrra, en það jafn­gildir um 15 pró­sentum af heild­ar­raforku­notkun Íslands árið 2019.

Frá álverinu í Straumsvík. Mynd: ÍSAL

Hörður Árna­son for­stjóri Lands­virkj­unar hefur sagt að fleiri þættir en raf­orku­verð hafi áhrif á stöðu álver­anna og vill meina að núvernadi raf­orku­samn­ingur þeirra við Rio Tinto sé sann­gjarn. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra hafa bæði sagst ekki ætla að skipta sér að verð­lagn­ingu Lands­virkj­un­ar, þar sem það væri fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði með sjálf­stæða stjórn.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um eru hót­anir Rio Tinto um að loka álver­inu í Straums­vík ekki nýjar af nál­inni, en verk­falli var aflýst þar árið 2015 eftir að tals­menn álvers­ins sögðu það vera óvíst hvort álverið hæfi aftur starf­semi sína ef starfs­menn þess legðu tíma­bundið niður störf. 

Sam­kvæmt Reuters hefur Rio Tinto einnig hótað lokun álvers­ins á Nýja-­Sjá­landi oft á síð­ustu árum, sam­hliða því að fyr­ir­tækið krefj­ist auk­ins stuðn­ings frá hinu opin­bera. Jacinda Ardern bætti þó við á blaða­manna­fund­inum í morgun að engra frek­ari opin­berra nið­ur­greiðslna sé að vænta til álfyr­ir­tæk­is­ins, er frá er tal­inn fyr­ir­hug­aður samn­ingur um lægra raf­orku­verð. 

Keppi­naut­ur­inn sama sinnis

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum skoð­ana­kann­ana hefur flokkur Ardern verið í öruggri for­ystu síð­ustu mán­uð­ina. Helsti keppi­nautur þess er Þjóð­ar­flokkur Nýsjá­lend­inga með Judith Coll­ins í far­ar­broddi. Coll­ins virð­ist þó vera nokkuð sam­stíga Ardern í málum sem varða álverið og lofar einnig að efna til samn­inga­við­ræðna við Rio Tinto nái hún kjöri. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent