Sóttvarnalæknir hvetur rjúpnaveiðimenn til að halda sig heima

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í baráttunni, líka rjúpnaveiðimenn.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Auglýsing

Sótt­varna­læknir og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í bar­átt­unni, líka rjúpna­veiði­menn.

 

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir og almanna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hvetja rjúpna­veiði­menn til að vera heima og halda ekki til veiða. Rjúpna­veiði­tíma­bilið hefst 1. nóv­em­ber, eða á morg­un, og stendur út mán­uð­inn.

Í til­kynn­ingu frá þeim segir að þó rjúpna­veiði sé holl hreyf­ing og frísk­andi úti­vera þá séu ferða­lögin og sér­stak­lega ferðir á milli lands­hluta ekki í anda þess sem núver­andi reglur í bar­átt­unni við Covid-19 standa fyr­ir. „Þessar hörð­ustu sam­komu­tak­mark­anir í lýð­veld­is­sög­unni  eru til þess að draga úr allri starf­semi og sam­neyti fólks meðan við förum í gegnum erf­ið­asta hjall­ann. Staða heil­brigð­is­kerf­is­ins er erfið og álag vegna ýmissa mála, ekki bara Covid-19 valda því að ekki er á það bæt­andi. Sótt­varna­læknir og almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra vilja því hvetja alla að vera heima og taka þannig öll þátt í bar­átt­unn­i.“

Hertar sótt­varna­ráð­staf­anir voru kynntar í blaða­manna­fundi í Hörpu í gær og tóku gildi á mið­nætti. Helstu breyt­ingar frá fyrri ráð­stöf­unum eru þær að ein­ungis tíu manns mega koma saman í stað 20 áður, aukin áhersla verður á grímunot­k­un, íþrótta­­starf leggst alveg af og sviðs­listir söm­u­­leið­­is. 

Auglýsing
Ein­ungis apó­­tek og mat­vöru­versl­­anir eru und­an­þegnar þessum fjölda­tak­­mörk­un­um, en þar mega 50 manns vera innan sama rýmis og að hámarki 100 ef versl­­anir eru mjög stór­­ar. Tíu manna fjölda­tak­­mark­­anir gilda um aðrar versl­an­­ir.

Sund­laugar verða áfram lok­aðar og krár og skemmti­­staðir einnig og öll þjón­usta sem krefst nálægðar og hefur verið bönnuð und­an­farnar vikur er áfram bönn­uð.

Veit­inga­­staðir þurfa að loka dyrum sínum kl. 21 á kvöld­in. Börn fædd 2015 og síðar eru þau einu sem verða und­an­þegin reglum um grímu­­skyldu, fjölda­tak­­mörk­unum og tveggja metra reglu. 

Skólar verða áfram opn­ir, en von er á nán­­ari útfærslu á sér­­stakri reglu­­gerð um skóla­­starf eftir helgi. Búast má við því að eitt­hvað rask verði á skóla­­starfi, sér­­stak­­lega í elstu bekkjum grunn­­skóla.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent