Tveir ráðherrar Bretlands hafa verið sektaðir vegna Partygate-hneykslisins svokallaða, Boris Johnson forsætisráðherra og Rishi Sunak fjármálaráðherra.
Þeir ætla ekki að segja af sér en það hefur David Wolfson, dómsmálaráðherra Bretlands og þingmaður Íhaldsflokksins, hins vegar gert.
Hann segist ekki eiga aðra kosta völ en að segja af sér embætti vegna þátttöku ráðherra í samkvæmum í Downingsstræti á tímum útgöngubanns vegna COVID-19.
My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB
— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022
Þrír þingmenn Íhaldsflokksins krafist afsagnar Johnon
Wolfson segir hins vegar að hann hafi ekki séð annan kost en hann skrifaði Johnson bréf í vikunni þar sem hann gagnrýndi viðbrögð ríkissjórnarinnar við sektunum og lögbrotunum. Wolfson sendi Johnson uppsagnarbréf sitt í morgun og er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna Partygate. Aðeins þrír þingmenn Íhaldsflokksins hafa sagt opinberlega að Johnson eigi að segja af sé.
Breska lögreglan hefur rannsakað tólf samkvæmi á vegum breskra yfirvalda á þeim tíma sem strangar sóttvarnareglur voru í gildi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Johnson var viðstaddur í að minnsta kosti þremur þeirra. Fyrstu 20 sektirnar voru gefnar út í byrjun mánaðarins en þær telja nú 50 talsins og von er á fleirum. Johnson var búinn að gefa það út að hann hyggðist upplýsa um það yrði hann sektaður.
Johnson hefur lofað að útskýra mál sitt betur og fara yfir allt sem tengist samkvæmunum sem hann hefur sagt við þingmenn. Johnson hefur ítrekað verið sakaður um lygar. Í fyrstu sagði hann að engar reglur hafi verið brotnar. Í viðtali eftir að hann hafði verið sektaður sagði hann að í eigin afmælisveislu hefði hann aldrei grunað að hann væri að brjóta lög.