IKEA endurgreiddi Vinnumálastofnun 65 milljónir vegna hlutabótaleiðarinnar

Þrátt fyrir tekjufall þegar kórónuveirufaraldurinn var sem verstur varð um 500 milljóna króna hagnaður af rekstri IKEA í fyrra. Framkvæmdastjóri segir ákvörðun hafa verið tekna um að nýta ekki úrræði stjórnvalda vegna þess hve góður reksturinn var.

Verslun IKEA hefur verið í Kauptúni í Garðabæ frá árinu 2006.
Verslun IKEA hefur verið í Kauptúni í Garðabæ frá árinu 2006.
Auglýsing

Hluta­starfa­leiðin var nýtt fyrir 180 starfs­menn Mikla­torgs hf. í um fjórar vikur á síð­asta ári, við upp­haf kór­ónu­veiru­far­ald­urs, en félagið heldur utan um rekstur IKEA í Kaup­túni. Á tíma­bil­inu voru 65 millj­ónir greiddar í hluta­bætur af Vinnu­mála­stofnun til starfs­manna félags­ins og var Mikla­torg meðal þeirra félaga sem hæstar greiðslur fengu í gegnum úrræðið í mars og apríl í fyrra, líkt og lesa má í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um hluta­starfa­leið­ina. Sú fjár­hæð var end­ur­greidd nokkrum vikum síðar að sögn Stef­áns Rún­ars Dags­son­ar, fram­kvæmda­stjóra IKEA.

„Við fórum inn í þetta þar sem að stjórn­völd hvöttu okkur til þess, fyr­ir­tækin í land­inu, til þess að nýta þessa leið því það voru óvissu­tímar og ann­að. Við nýttum okkur þetta í örugg­lega fjórar vik­ur,“ segir Stefán í sam­tali við Kjarn­ann. Í kjöl­farið hafi skap­ast nei­kvæð umræða um fyr­ir­tæki sem nýttu sér úrræðið auk þess sem for­sendur breytt­ust. „Við sáum fram á það að við myndum geta kom­ist í gegnum þetta án hjálp­ar, þannig að við end­ur­greiddum strax.“

Starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins hafi á þessum fjórum vikum fengið greiðslur frá Vinnu­mála­stofnun en fyr­ir­tækið svo greitt stofn­un­inni til baka. „Við vorum ekk­ert að aug­lýsa það eða berja okkur á brjóst út af því að við vorum að gera það. Við ákváðum bara að þegja yfir því,“ segir Stefán um end­ur­greiðsl­una.

Auglýsing

Úrræðið ekki ætlað stönd­ugum fyr­ir­tækjum

Hluta­starfa­leiðin var umfangs­mesta efna­hags­að­gerð rík­is­stjórn­ar­innar vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Líkt og fram kemur í frétt RÚV um úrræðið þá nýttu yfir 36.500 launa­menn sér bóta­leið­ina og rúm­lega 6.700 atvinnu­rek­end­ur. 28 millj­arðar króna voru greiddir í formi hluta­bóta frá mars 2020 þar til úrræðið rann sitt skeið á enda í lok maí á þessu ári.

Sam­kvæmt skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nýt­ingu efna­hagsúr­ræða voru flestir á hluta­starfa­leið í mars og apríl í fyrra. Veru­lega fækk­aði í hópi þeirra sem fengu greiddar hluta­bætur þegar fyr­ir­tækjum voru settar þrengri skorður fyrir nýt­ingu úrræð­is­ins í fyrra­vor. Þá var gerð rík­ari krafa um tekju­skerð­ingu auk þess sem girt var fyrir það að atvinnu­rek­endur gætu greitt sér arð, lækkað hluta­fé, greitt óum­samda kaupauka eða keypt eigin bréf fyrr en í fyrsta lagi í júlí 2023.

Rík­is­end­ur­skoðun fjall­aði ítar­lega um hluta­starfa­leið­ina í skýrslu sinni sem kom út í maí í fyrra og áður hefur verið minnst á hér að ofan. Í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unnar er sagt að af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum hafi mátt ráða að úrræðið hefði ekki verið ætlað stönd­ugum fyr­ir­tækj­um.

Í skýrsl­unni segir einnig að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun lag­anna. „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hluta­starfa­leið­ina eru fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni. Þar kom einnig fram að sum fyr­ir­tæki hefðu boðað end­ur­greiðslu á hluta­bót­um. Að minnsta kosti 88 fyr­ir­tæki hafa end­ur­greitt hluta­bæt­ur.

Hafa end­ur­greitt opin­beran stuðn­ing

Rekstur IKEA var með fín­asta móti í fyrra en félagið Mikla­torg hagn­að­ist um rétt tæpar 500 millj­ónir króna. 99,9 pró­sent af hlutafé Mikla­torgs er í eigu eign­ar­halds­fé­lags­ins Hofs sem er í eigu bræðr­anna Jóns og Sig­urðar Gísla Pálma­son­ar. Sam­kvæmt skýrslu stjórnar í árs­reikn­ingi Mikla­torgs er lagt til að 500 millj­ónir króna verði greiddar í arð til eig­enda vegna síð­asta rekstr­ar­árs.

Þrátt fyrir hund­ruð millj­óna hagnað á árinu varð félagið engu að síður fyrir tekju­tapi þegar far­ald­ur­inn var sem verst­ur, salan féll um 15 pró­sent frá mars til júlí í fyrra, sam­kvæmt árs­reikn­ingi.

„Við urðum fyrir alveg gíf­ur­legu tekju­falli þessar sex vikur sem við lok­uðum og þessa mán­uði þegar COVID var sem ver­st, bæði í mars og apríl og síðan aftur í nóv­em­ber, des­em­ber. En við sáum fram á það að við gætum staðið þetta af okkur og við gerðum það. Síðan komu bara mjög góðir tímar þar sem fólk var ekki að ferð­ast og var bara að laga til og breyta heim­ilum sínum og eyddi pen­ingum inn­an­lands og við fengum hluta af því,“ segir Stef­án.

Spurður að því hvort fyr­ir­tækið hafi nýtt sér önnur úrræði stjórn­valda, líkt og ráðn­ing­ar­styrki sem í boði eru í tengslum við átakið Allir vinna, segir Stefán svo ekki vera. „En við höfum verið að ráða mikið af fólki og við réðum mikið af fólki bara í gegnum COVID til þess að ná að anna öllum þessum net­pönt­unum og öðru.“

Að sögn Stef­áns hafi eitt annað úrræði verið nýtt, frestun á opin­berum gjöld­um. „Ég held að við höfum mátt fresta því til árs­ins 2022 en við erum líka búin að greiða það til bak­a.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent