Nú á að skila skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna í næsta mánuði

Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Svo í ágúst. Nú er hún væntanleg í september.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Eins og mál standa þá er reiknað með að skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um nið­ur­stöðu stjórn­sýslu­út­tektar stofn­un­ar­innar á sölu á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka til 207 fjár­festa í lok­uðu útboði fyrir 52,65 millj­arða króna í mars síð­ast­liðnum verði skilað til Alþingis „fljót­lega upp úr kom­andi mán­að­ar­mót­u­m.“ 

Þetta kemur fram í skrif­legu svari Guð­mundar Björg­vins Helga­sonar rík­is­end­ur­skoð­anda við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Þar segir enn fremur að þegar skýrslan verður til­búin muni hún verða send til for­seta Alþing­is. „Ég geri ráð fyrir að við taki hefð­bundin máls­með­ferð af hálfu þings­ins, þ.e. að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fái skýrsl­una til kynn­ingar og umfjöll­un­ar.“

Miðað við þessa stöðu er nær úti­lokað að þing verði kallað sér­stak­lega saman til að ræða skýrsl­una, líkt og boðað hafði ver­ið. Þing­störf hefj­ast að nýju eftir sum­ar­frí 13. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Bjarni rólegur

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræddi stórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar í við­tali við Dag­mál á mbl.is fyrr í þessum mán­uði. Þar sagð­ist hann bíða rólegur eftir skýrsl­unni. „Það skiptir mig í sjálfu sér engu máli hvort hún komi um miðjan mán­uð­inn, í lok mán­aðar eða í byrjun sept­­em­ber. Umræðan fer bara fram þegar það ger­ist.“

Hann hafi hugsað mikið um fram­­kvæmd­ina á banka­­söl­unni frá því að þingið lauk störfum og ekki séð margt í henni sem ráðu­­neyti hans bar ábyrgð á sem þau hefðu viljað gera öðru­­vísi. „„Við höfum bent á nokkra fram­­kvæmd­­ar­­lega þætti sem eflaust koma fram í skýrsl­unni. En við verðum að sjá hver megin nið­­ur­­staðan verður þar.“

Auglýsing
Bjarni sagði í við­tal­inu við Dag­­mál að hann yrði áfram sem áður tals­­maður þess að ríkið dragi úr eign­­ar­að­ild sinni í Íslands­­­banka, þegar mark­aðs­að­­stæður væru góðar og umræðum og upp­­­gjöri við skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar væri lok­ið, en ríkið á enn 42,5 pró­sent hlut í bank­an­um. „En mínar vænt­ingar standa til þess að við getum síðan í fram­hald­inu haldið áfram að selja ríkið úr Íslands­­­banka þar sem við erum orðin minn­i­hluta­eig­andi. Og mér finnst nokkuð ljóst að við munum fara leið mark­að­­ar­ins. Það var kannski helst það sem var gagn­rýnt síð­­­ast. Að það hefði ekki verið opið fyrir alla að taka þátt.“

Helst myndi hann ekki ekki bara vilja losa ríkið úr eign­­ar­hluta í Íslands­­­banka heldur líka selja hlut í Lands­­bank­­anum þegar fram í sækir, þótt hann væri þeirrar skoð­unar að ríkið geti vel farið þar með ráð­andi hlut. „Þó ekki væri nema að tryggja höf­uð­­stöðvar kerf­is­lega mik­il­vægs banka á Ísland­i.“

Ríkið á sem stendur 98,2 pró­­sent hlut í Lands­­bank­an­­um.

Nið­ur­staða átti að liggja fyrir í júní

Skýrslan er gerð að beiðni Bjarna, en hann bað for­m­­­lega um gerð hennar 7, apríl síð­­­ast­lið­inn og Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun sam­­­þykkti að taka að sér verkið í kjöl­far­ið. Það gerð­ist í kjöl­far þess að sölu­ferlið var harð­lega gagn­rýnt víða í sam­fé­lag­inu. Í bréfi ráðu­­­­neyt­is­ins kom fram að umræða hafi skap­­­­ast um hvort fram­­­­kvæmd söl­unnar hafi verið í sam­ræmi við áskilnað laga og upp­­­­­­­legg stjórn­­­­­­­valda sem borið var undir fjár­­­­laga­­­­nefnd og efna­hags- og við­­­­skipta­­­­nefnd Alþingis til umsagn­­­­ar.

Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoðun ákvað dag­inn eft­ir, þann 8. apr­íl, að verða við beiðn­­­­inni.

Í bréfi sem hún sendi til Bjarna vegna þess sagði að „áætlun um afmörkun og fram­­­­kvæmd úttekt­­­­ar­innar hefur ekki farið fram en hún mun verða end­­­­ur­­­­skoðuð eftir því sem úttekt­inni vindur fram. Í því sam­­­­bandi er ítrekað að skv. 3. mgr. 1. gr. fram­an­­­­greindra laga er rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­andi sjálf­­­­stæður og engum háður í störfum sínum og ákveður sjálfur hvernig hann sinnir hlut­verki sínu sam­­­­kvæmt lög­­­­un­­­­um. Stefnt er að því að nið­­­­ur­­­­staða úttekt­­­­ar­innar verði birt í opin­berri skýrslu til Alþingis í jún­­­í­mán­uði 2022.“

Alls 83 pró­sent óánægð með fram­kvæmd­ina

Það flækti málin að Alþingi átti eftir að kjósa nýjan rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda í stað Skúla Egg­erts Þórð­­­ar­­­son­­­ar, sem ákvað að hætta sem slíkur og verða ráðu­­­neyt­is­­­stjóri í nýju við­­­skipta- og menn­ing­­­ar­ráðu­­­neyti. Til stóð að kjósa nýjan rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda á þingi fyrir maí­­­lok. 

Því var sú staða uppi að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun var falið að ráð­­­ast í úttekt á einu umdeildasta þjóð­­­fé­lags­­­máli síð­­­­­ari ára, þar sem 88,4 pró­­­sent þjóð­­­ar­innar telja sam­­­kvæmt könnun Gallup að óeðli­­­legir við­­­skipta­hættir hafi átt sér stað og 83 pró­­­sent þjóð­­­ar­innar er óánægt með fram­­­kvæmd­ina, án þess að búið væri að skipa nýjan rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda. 

Guð­­­mundur Björg­vin var starf­andi rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­andi á þessum tíma og einn þeirra tólf sem sótt­­­ist eftir emb­ætt­in­u. 

Guðmundur Björgvin Helgason Mynd: Ríkisendurskoðun

Það frestað­ist að ganga frá kosn­­­ingu rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda og þann 8. júní hafði Kjarn­inn eftir Guð­­­mundi Björg­vini að til stæði að skila skýrsl­unni um Íslands­­­­­banka­­­söl­una til Alþingis í síð­­­­­ustu viku jún­­í­mán­að­­­ar. Dag­inn eft­ir, þann 9. júní, var Guð­­­mundur Björg­vin kos­inn nýr rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­and­i. 

Þegar þing­fundum var frestað 16. júní síð­­ast­lið­inn var það gert til að þing­­menn gætu verið í sum­­­ar­fríi til 13. sept­­em­ber, eða í þrjá mán­uði. For­­seti Alþing­is, Birgir Ármanns­­son, bað þing­­menn hins vegar um að vera undir það búna að Alþingi yrði kallað saman til fram­halds­­funda þegar þing­inu hefur borist skýrsla rík­­is­end­­ur­­skoð­anda um sölu á hluta­bréfum rík­­is­ins í Íslands­­­banka. 

Skýrslu­skilin frest­uð­ust þó fljótt. Þegar fjöl­miðlar spurð­ust fyrir um stöðu mála seinni hluta júní­mán­aðar feng­ust þau svör að búist væri við því að skýrslan yrði til­búin fyrir lok júlí­mán­að­ar, fyrir versl­un­ar­manna­helg­i. 

Þegar leið að versl­un­ar­manna­helgi spurð­ist Kjarn­inn fyrir um afdrif skýrsl­unnar og fékk þá þau svör að hún yrði til­búin fyrri hluta ágúst­mán­að­ar. 

Fyrir um viku sagði Birgir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, svo við RÚV að hann bygg­ist við skýrsl­una um kom­andi mán­að­ar­mót. Nú er búist við henni upp úr þeim. 

Nær allir lands­­menn vildu rann­­sókn­­ar­­nefnd

Sú ákvörðun Bjarna Bene­dikts­­sonar að fela Rík­­is­end­­ur­­skoðun að gera úttekt á banka­­söl­unni var harð­­lega gagn­rýnd af sumum stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­mönn­um, sem vildu láta skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis með mun víð­tæk­­ari heim­ildir til að fara ofan í saumana á söl­unn­i. Spil­aði þar meðal ann­ars inn í að faðir Bjarna, Bene­dikt Sveins­son, var á meðal þeirra 207 fjár­festa sem fengu að kaupa í Íslands­banka.

Í grein sem Jóhann Páll Jóhanns­­son, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, birti á Kjarn­­anum í apríl sagði meðal ann­­ars: „Það má vel vera að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun sé ágæt­­­lega til þess fallin að yfir­­­fara ákveðna þætti er varða söl­una á Íslands­­­­­banka. En ef ætl­­­unin er að rann­saka atburð­ina frá mörgum hlið­um, laga­­­leg­um, sið­­­ferð­i­­­leg­um, póli­­­tískum og stjórn­­­­­sýslu­­­leg­um, og „velta við öllum stein­um“ eins og jafn­­­vel stjórn­­­­­ar­liðar kalla eftir er hins vegar ljóst að rann­­­sókn­­­ar­heim­ildir Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar duga skammt og verk­efnið fellur bein­línis illa að starfs­sviði stofn­un­­­ar­inn­­­ar.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Þá er óheppi­­­legt að úttektin fari fram sam­­­kvæmt sér­­­stakri beiðni frá fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sama manni og hefur for­­­göngu um banka­­­söl­una sem er til athug­un­­­ar.“

Í könnun sem Gallup birti seint í apríl kom fram að 73,6 pró­­­sent lands­­­manna taldi að það ætti að skipa rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd en 26,4 pró­­­sent taldi nægj­an­­­legt að Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun gerði úttekt á söl­unni. Kjós­­­endur Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar nægði til. Tæp­­­lega þriðj­ungur kjós­­­enda hinna stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­­endur stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­­flokka voru nær allir á því að rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd sé nauð­­­syn­­­leg.

Hlut­ur­inn hefur hækkað um sjö millj­arða

Sá hópur fjár­festa sem var val­inn til að taka þátt í lok­aða útboð­inu á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka borg­aði 117 krónur fyrir hvern hlut. Heild­ar­upp­hæðin var, líkt og áður sagði, 52,65 millj­arðar króna. Það var rúm­­lega fjögur pró­­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma og afslátt­­ur­inn rök­studdur með því að það væri alvana­­legt alþjóð­­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Við lokun mark­aða í gær var gengi bréfa í Íslands­banka 132,6 krón­ur, eða 13,3 pró­sent yfir því verði sem hóp­ur­inn fékk að kaupa á í mars. Virði þess hlutar sem var seldur er nú því 59,7 millj­arðar króna, eða um sjö millj­örðum krónum meiri en það var í mar­s. 

Ljóst er að hluti þeirra sem tóku þátt í útboð­inu hafa þegar selt hlut­ina sína með hagn­aði. Nokkrum vikum eftir útboðið lá fyrir að að minnsta kosti 34 fjár­festar hefði selt og að nöfn 60 fjár­festa birt­ust ekki á hlut­hafa­skrá af ýmsum ástæð­u­m. 

Hlut­höfum hefur fækkað um 40 pró­sent

Ríkið hóf að selja hluti í Íslands­banka í fyrra, þegar 35 pró­sent hlutur var seld­ur, og bank­inn var skráður á markað í júní 2021. Þá voru hlut­hafar í bank­anum 24 þús­und tals­ins. Í almennu útboði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar var þátt­taka almenn­ings mikil enda þótti útboðs­geng­ið, 79 krónur á hlut, vera afar lágt miðað við efna­hags­reikn­ing bank­ans og stöðu mála á hluta­bréfa­mark­aði á þeim tíma. Á fyrsta degi við­skipta hækk­aði verðið enda um 20 pró­sent og í dag er það 68 pró­sent hærra en það var í útboð­inu.

Þegar Íslands­­­banki birti upp­­­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í lok síð­asta mán­aðar kom fram að hlut­hafar í bank­­anum séu nú 14.300 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um 9.700 frá því í júní í fyrra, eða um 40 pró­­sent. ­Kaup­endur af þorra þeirra bréfa sem seld hafa verið eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóð­ir, í eigu íslensks almenn­ings, sem eiga að minnsta kosti sam­an­lagt um 28 pró­­sent hlut í bank­an­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent