Ómíkron „breiðist út á ljóshraða“

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í London vegna ómíkron, nýjasta afbrigðis kórunuveirunnar. Tvö ár eru um þessar mundir frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla en veiran er í hröðum vexti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hertari sóttvarnaaðgerðum vegna ómíkron-afbrigðisins var mótmælt í London í dag.
Hertari sóttvarnaaðgerðum vegna ómíkron-afbrigðisins var mótmælt í London í dag.
Auglýsing

Neyð­ar­á­standi hefur verið lýst yfir í London vegna ómíkron-af­brigð­is­ins sem hefur náð mik­illi útbreiðslu þar í landi. Tíu þús­und ný ómíkron-til­felli greindust í borg­inni í dag, til við­bótar við þau 15 þús­und til­felli sem greindust í gær. Dag­leg smit eru um 90 þús­und í Bret­landi þessa dag­ana og er met í fjölda dag­legra smita slegið á hverjum degi.

Sadiq Khan, borg­ar­stjóri London, seg­ist vera gríð­ar­lega áhyggju­fullur vegna stöð­unnar og hafi neyð­ar­á­standi verið lýst yfir til að und­ir­strika alvar­leika far­ald­urs­ins á þessum tíma­punkti. 1.534 liggja inni á spít­ölum í London vegna veirunnar og eru það 28,6 pró­sent fleiri en fyrir viku. Hópur fólks kom saman í West­min­ster í dag til að mót­mæla frek­ari tak­mörk­unum og slös­uð­ust nokkrir lög­reglu­menn minni háttar í mót­mæl­un­um.

Jean Castex, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, til­kynnti um hertar sótt­varna­reglur í Frakk­landi í gær­kvöldi og sagði hann ómíkron-af­brigðið „breið­ast út á ljós­hraða“ og var­aði við því að veiran verði lík­lega orðin ráð­andi í Frakk­landi í byrjun í upp­hafi næsta árs. Fleiri eru þeirrar skoð­un­ar, meðal ann­ars Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar, sem sagði í sam­tali við RÚV í dag að gera megi ráð fyrir ómíkron-­bylgju hér á landi í jan­ú­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni hefur ómíkron-af­brigðið greinst í að minnsta kosti 89 lönd­um.

Auglýsing

­Yf­ir­völd víða í Evr­ópu hafa gripið til auk­inna tak­mark­ana í þeim til­gangi að hemja útbreiðslu veirunn­ar. Auknar tak­mark­anir hafa til dæmis tekið gildi í Þýska­landi, Hollandi og á Írlandi. Yfir­völd í Frakk­landi lok­uðu landa­mærum sínum að Bret­landi í gær­kvöldi fyrir ferða­mönnum og þeim sem ferð­ast vegna vinnu. Langar raðir mynd­uð­ust við Dover-höfn­ina og við lest­ar­stöðvar í gær­kvöldi vegna þessa. Castex til­kynnti jafn­framt um átak í bólu­setn­ingum sem mun hefj­ast á nýju ári. Nokkrar millj­ónir Frakka eru óbólu­settir og segir Castex það óásætt­an­legt þar sem það stofni lífi heillar þjóðar í hættu.

Í Hollandi hefur það komið til tals að setja á strangt útgöngu­bann. Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, tekur í sama streng og Castex þar sem hann telur að ómíkron-af­brigðið gæti orðið ráð­andi í jan­ú­ar. Bar­ir, veit­inga­staðir og flestar versl­anir hafa þurft að loka klukkan 17 en stefnt var að því að rýmka afgreiðslu­tíma fyrir jól. Nú hefur verið horfið frá því og munu gild­andi tak­mark­anir verða að minnsta kosti til 14. jan­ú­ar.

Ómíkron eykur vanda sýna­töku í Banda­ríkj­unum

Ómíkron-af­brigðið hefur einnig sett svip sinn á þróun far­ald­urs­ins í Banda­ríkj­un­um, einna helst með auknu álagi í sýna­tök­um. Eitt af kosn­inga­lof­orðum Joes Biden Banda­ríkja­for­seta var að gera sýna­tökur ódýrar og aðgengi­legar öll­um. Sýna­töku­staðir ná hins vegar ekki að sinna eft­ir­spurn í aðdrag­anda jóla, þegar margir fara í hrað­próf í kj og nýs afbrigð­is.

Sýna­taka hefur gengið brös­ug­lega frá upp­hafi far­ald­urs­ins í Banda­ríkj­unum og hefur rík­is­stjórn Biden ekki tek­ist sem skyldi að mæta eft­ir­spurn. Á sama tíma hefur til­fellum fjölgað með til­komu ómíkron-af­brigð­is­ins en dag­leg smit hafa verið á bil­inu 140-170 þús­und síð­ustu daga.

Banda­ríkja­menn geta valið milli þess að fara í sýna­töku á við­ur­kenndum stöðum eða með því að kaupa hrað­próf sem ein­stak­lingar geta fram­kvæmt sjálfir, en á annan tug teg­unda eru til í þeim flokki. Mun fleiri teg­undir af slíkum prófum eru aðgengi­leg í Evr­ópu, eða nærri 50. Hrað­prófin eru sömu­leiðis mun ódýr­ari í Evr­ópu þar sem þau kosta um einn til tvo doll­ara, eða um 130-160 krón­ur, en í Banda­ríkj­unum kostar prófið um 12 doll­ara, eða um 1.500 krón­ur.

Mun­ur­inn á stöð­unni í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum liggur fyrst og fremst í mun­inum á rekstri heil­brigð­is­kerf­anna en má einnig rekja til umdeildrar ákvörð­unar sem banda­rísk yfir­völd tóku fyrir nokkrum mán­uðum þegar ákveðið var að nið­ur­greiða ekki sýna­töku, til að mynda hrað­próf, líkt og bólu­setn­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent