Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“

Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.

Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Auglýsing

„Það má hverjum sem fylgst hafa með vera ljóst að hafin er mikil her­ferð vind­orku­fyr­ir­tækja á nátt­úru og víð­erni Íslands,“ segir Andrés Skúla­son, verk­efn­is­stjóri hjá Land­vernd og fyrr­ver­andi odd­viti í Djúpa­vogs­hreppi og for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Aust­ur­lands. Andrés hefur aflað sér viða­mik­illar þekk­ingar á vind­orku­verum, m.a. frá Nor­egi, og fylgst vel með fram­komnum áformum hér á landi.

„Brekku­kambur er einmitt dæmi um stað­ar­val sem mun hafa gríð­ar­leg ásýnd­ar­á­hrif auk ann­arra meng­un­ar­þátta,“ skrifar Andrés í ítar­legri umsögn sinni um áformað 50 MW vind­orku­ver með 8-12 vind­myllum á Brekku­kambi, hæsta fjall­inu á Hval­fjarð­ar­strönd. „Svo mik­ill er þrýst­ing­ur­inn frá vind­orku­geir­anum orð­inn að hvorki full­trúar sveit­ar­fé­laga og eða stjórn­völd virð­ast geta staðið með eðli­legum hætti að málum heldur láta undan þrýst­ingi sér­hags­muna á kostnað íslenskrar nátt­úru og almenn­ings í þessu land­i.“

Tugir íbúa og sum­ar­húsa­eig­enda gera alvar­legar athuga­semdir við bygg­ingu vind­orku­vers­ins í landi jarð­ar­innar Brekku í Hval­fjarð­ar­sveit. Þá hafa stofn­anir ýmsar athuga­semdir um fyr­ir­ætl­an­irn­ar, líkt og Kjarn­inn hefur rakið síð­ustu daga. Umhverf­is­mats­ferli fram­kvæmd­ar­innar er hafið.

Auglýsing

„Ís­land er í ein­stakri stöðu er varðar orku­öflun og það er eng­inn að brenna út á tíma hér á landi í þeim efn­um,“ segir Andrés um þann æði­bunu­gang sem ein­kenna virð­ist áform í upp­bygg­ingu vind­orku­vera hér á landi. Að mati Andr­ésar gildir nú aldrei sem áður að vanda sér­stak­lega til verka „og það gera menn ekki á sprett­hlaupi sem nú þó stefnir í“.

34 virkj­un­ar­kostir í vind­orku fóru til umfjöll­unar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar á árunum 2020-2021. Verin eru áformuð um allt land, jafnt í nágrenni byggðar sem á fáfarn­ari slóðum á hálendi eða í nágrenni þess. Áhug­inn á því að virkja vind­inn hafði því verið ber­sýni­legur í nokkur ár áður en rík­is­stjórnin ákvað að setja á lagg­irnar starfs­hóp til að skapa ramma um slíka orku­nýt­ingu. Hóp­ur­inn á að skila af sér til­lögum í febr­úar á næsta ári.

„Það er kunn­ugra en frá þurfi að segja að nú um stundir hag­nýtir orku­geir­inn sér upp­lýs­inga­óreið­una um orku­málin og sækir fram sem aldrei fyrr í nafni orku­skipta,“ segir Andr­és. Fámennur hópur sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa ásamt full­trúum vind­orku­fyr­ir­tækja með stórar verk­fræði­stofur að baki sér hafi þegar valdið „sundr­ung og deil­um“ innan sam­fé­laga út um land­ið. Íbúum smærri sam­fé­laga sé gjarnan stillt upp að vegg og „valtað yfir þá með ósann­gjörnum og ólýð­ræð­is­legum þrýst­ing­i“. Andrés segir það rann­sókn­ar­efni að „mis­bjóða íbúum um land allt með þessum hætt­i“.

Í huga Andr­ésar sætir það furðu hversu skipu­lags­valdið virð­ist veiga­lítið og lítt áber­andi meðal margra sveit­ar­fé­laga þegar orku­geir­inn mæti í hlað, þá virð­ist öllum prinsippum vikið til hlið­ar. Sífellt auknum þrýst­ingi hafi verið beitt og hafi hann marg­fald­ast þegar sýnt var loks að setja ætti lög og reglur um vind­orku­geir­ann. „Þá stekkur orku­geir­inn fram á sviðið og setur mál í skipu­lags­ferli og rekur á eftir og telja þannig að þeir séu að styrkja stöðu sína.“ Segir hann þetta svipað og þegar erlend fisk­eld­is­fyr­ir­tæki byrj­uðu að hamstra leyfi til fisk­eldis áður en lög og reglur voru settar um þá starf­semi.

Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Mynd: Aðsend

Andrés segir alla umræðu og áætl­anir í kringum vind­orku­ver hér á landi ekki hafa verið í neinum sam­hljómi við þær stað­reyndir sem í ljós eru komnar erlendis um nei­kvæð áhrif vind­orku­vera. „Þessi upp­lýs­inga­óreiða eða öllu heldur skortur á réttum upp­lýs­ingum hefur leitt til þess að orku­geir­inn hefur hag­nýtt sér stöð­una hér­lendis og ríkj­andi stefnu­leysi og þess vegna hafa þeir ein­fald­lega gert eigin áætl­anir með ráðnum verk­fræði­stofum og full­kom­lega van­mátt­ugum sveit­ar­fé­lögum sem trúa því að því er virð­ist að vind­orku­ver séu góð lausn í orku­málum sem þau eru alls ekki.“

Það er fyr­ir­tækið Zephyr Iceland sem áformar að reisa verið á Brekku­kambi. Fjallið er í 647 metra hæð og vind­myll­urnar yrðu um 250 metrar á hæð. Þær munu því sjást mjög víða að.

Gagn­rýnir harð­lega vinnu­brögð móð­ur­fé­lags­ins

Zephyr Iceland er í eigu norska móð­ur­fé­lags­ins Zephyr AS. Andrés segir að það hafi „farið offari“ í sam­skiptum við sam­fé­lög erlendis og brotið á þeim með „al­var­legum afleið­ing­um“ fyrir íbúa á við­kom­andi svæð­um. Í Nor­egi hafi til­raunir þeirra með risa­vind­orku­ver valdið marg­vís­legum og alvar­legum meng­un­ar­á­hrifum og sundr­ungu meðal íbúa. „Þau vinnu­brögð sem þar hafa verið við­höfð eru ekki til þess fallin að stuðla að sátt í nokkru sam­fé­lagi. Er þetta það sem Ísland þarf á að halda? Svarið er nei.“

Andrés leggur í umsögn sinni sér­staka áherslu á að íslenskir sér­hags­muna­að­ilar með erlenda orkurisa í fartesk­inu verði ekki látnir kom­ast upp með að leita við­miða um stað­setn­ingar og ásýnd­ar­á­hrif erlendis frá. „Við getum ekki borið okkur saman við aðrar þjóðir og heima­til­búin við­mið í öðrum löndum í ljósi sér­stæðu íslenskrar nátt­úru og lands­lags­heilda,“ skrifar hann. Brekku­kambur í Hval­fjarð­ar­sveit sé gott dæmi um „fyr­ir­séða hrika­lega ásýnd­ar­meng­un“.

Los­un­ar­bók­hald nái yfir allt fram­leiðslu­ferlið – líka fram­leiðslu spaða

Í ljósi „meints áhuga við­kom­andi orku­fyr­ir­tækja á svo­kall­aðri grænni orku“ og með sjálf­bærri virð­is­keðju á öllum stigum máls að best verður skilið þá sé mjög mik­il­vægt að Skipu­lags­tofnun kalli almennt eftir nákvæmu los­un­ar­bók­haldi frá fram­kvæmda­að­ila og það allt frá fyrstu stigum fram­leiðslu mann­virkis og spöðum ásamt með­fylgj­andi fram­leiðslu á margs­konar íhlutum vind­orku­vers­ins.

Andrés bendir á nýjar rann­sóknir sem sýni að gríð­ar­leg örplasts­mengun sé frá spöðum vind­myll­anna. Um sé að ræða „stór­fellda mengun sem vind­orku­fyr­ir­tækin hafa reynt að halda frá allri umræðu með því að kaupa sér­fræð­inga til að skila bein­línis röngum upp­lýs­ing­um“. Um bæði risa­stórt nátt­úru­vernd­ar­mál sé að ræða sem og stórt heil­brigð­is­vanda­mál. Eitt þeirra efna sem t.d. er notað í spaða í dag er Bisphenol A sem talið er geta valdið þroska­frá­vikum hjá börnum og hafi, ef það kom­ist inn í lík­ama fólks jafn­vel áhrif á blóð­þrýst­ing þess og þar af leið­andi ýmsa sjúk­dóma.

Mikil veðrun í íslensku veð­ur­fari

„Ef magn Bisphenol A er eitt­hvað nálægt þeirri stærð­argráðu sem kemur fram í skýrsl­unni að sé í vind­myllu­spöðum er ljóst að vind­orku­fram­leið­endur eru að halda gríð­ar­lega mik­il­vægum og alvar­legum upp­lýs­ingum leyndum fyrir eft­ir­lits­að­il­u­m,“ skrifar Andrés í umsögn sinni. Skipu­lags­stofnun verði ein­fald­lega að fá út úr þessum þáttum skor­ið. „Ým­is­legt bendir til þess að Ísland henti einmitt mjög illa vegna vind­orku­örplasts­meng­unar vegna úrkomu í formi bæði rign­ingar og élja­gangs, ísingar og fleiri veðra­brigða sem auka slit á spöð­um. Brekku­kambur í Hval­fjarð­ar­sveit er sér­stak­lega illa í sveit settur vegna þess­ara áhrifa.“

Auglýsing

Talið er að vind­orku­spaðar þurfi yfir­haln­ingu á um það bil 5 ára fresti vegna slits, skrifar Andr­és. Heild­ar­líf­tími spað­anna er um 10-15 ár og þá þarf að skipta þeim út og farga – oft­ast urða – með til­heyr­andi nei­kvæðum umhverf­is­á­hrif­um. „Öllum þessum nei­kvæðu áhrifum og upp­lýs­ingum hafa þau vind­orku­fyr­ir­tæki sem haldið hafa kynn­ing­ar­fundi hér á landi hrein­lega sleppt að upp­lýsa íbúa um.“ Hann segir ekki ganga að fyr­ir­tæki í meng­andi iðn­aði kom­ist upp með að villa svo mjög fyrir almenn­ingi og stjórn­sýsl­unni einnig.

„Ís­land á að sýna meiri metnað en svo að gera meiri kröfur en svo að láta draga sig niður á lægsta plan er varðar umhverf­is­við­mið með því að horfa í gegnum fingur sér í trausti þess að vind­orku­fyr­ir­tækin hafi eft­ir­lit með sjálfum sér og leggi allt um kring mat á eigið ágæti. Vind­orku­geir­inn er ekk­ert öðru­vísi en annar orku­geiri – arð­sem­is­út­reikn­ingar og sér­hags­muna­gæsla vigta þar meira en umhverfi og nátt­úra.“

Sýnileiki vindorkuversins á Brekkukambi. Fjólublái liturinn er á þeim svæðum sem vindmyllurnar myndu sjást. Mynd: Úr matsáætlun

Andrés segir að „undir engum kring­um­stæð­um“ megi gefa afslátt af kröfum er varðar meng­un­ar­þætti. Því verði Skipu­lags­stofnun að gera ítr­ustu kröfur í því „áhlaupi sem hin erlendu vind­orku­fyr­ir­tæki“ séu að gera á auð­lindir Íslend­inga. „Ef áform um vind­orku­ver við Brekku­kamb í Hval­fjarð­ar­sveit verða að veru­leika er ein­sýnt að verið er að fórna hags­munum sam­fé­lags­ins alls fyrir sér­hags­mun­i.“

Og ef Skipu­lags­stofnun og stjórn­völdum tekst ekki að koma böndum á þessa teg­und orku­fram­leiðslu „mun Ísland standa með þver­klofna þjóð ef gefið verður eft­ir“.

Ávísun á ófull­nægj­andi vinnu­brögð

Í umsögn Land­verndar á mats­á­ætlun Zephyr Iceland vegna áfor­manna í Hval­fjarð­ar­sveit segir að ljóst sé að margir fjár­sterkir aðilar séu með áform um vind­orku­ver og það skapi bæði þrýst­ing og hættu á að aðilar sem ekki hafa sama fjár­hags­lega bol­magn njóti jafn­ræðis við að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi. Hlut­verk Skipu­lags­stofn­unar og ann­arra yfir­valda sé að tryggja rétt­láta með­ferð og koma í veg fyrir að þrýst­ingi sé beitt frá einka­að­ilum eins og orku­geir­an­um.

„Í mörgum til­fellum er um erlend stór­fyr­ir­tæki að ræða og reynslan sýnir að það er mikil hætta á að eðli­legur hluti arðs­ins skili sér hvorki til nær sam­fé­lags­ins né til þjóð­ar­inn­ar. Þeir sem verða fyrir mestu ónæði og tjóni njóta ekki góðs af ávinn­ing­i,“ skrifar Ágústa Þ. Jóns­dótt­ir, vara­for­maður Land­vernd­ar.

Starfs­hópi um vind­orku sem nýlega var skip­aður sé „því mið­ur“ ætlað að vinna flókið við­fangs­efni á óraun­hæfum hraða. „Land­vernd ótt­ast mjög að þetta sé ávísun á ófull­nægj­andi vinnu­brögð með alvar­legum afleið­ingum á kostnað nátt­úru lands­ins og til­heyr­andi klofn­ingi meðal sam­fé­laga vítt og breytt um landið af áður óþekktri stærð­argráðu.“

Stjórn Land­verndar telur skyn­sam­legt að leggja öll áform um vind­orku­ver á ís þar til nið­ur­staða starfs­hóps­ins liggur fyrir og afstaða hefur verið tekin til henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent