Píratar vilja fleiri mælikvarða á gæði samfélagsins en hagvöxt

Píratar tala fyrir nýrri hugmyndafræði í efnahagsmálum sem „vefur saman samfélag og náttúru“ í kosningastefnuskrá sinni sem kynnt var á dögunum en hún var samþykkt fyrr í sumar. Kosning um nýja stjórnarskrá er forsenda fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum.
Auglýsing

Mikil áhersla er lögð á lýð­ræðið og efl­ingu þess í stefnu Pírata fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Nú á dög­unum var kosn­inga­stefna flokks­ins kynnt undir yfir­skrift­inni „Lýð­ræði – ekk­ert kjaftæði“ og í til­kynn­ingu frá flokknum segir að hann hafi frá upp­hafi lagt áherslu á efl­ingu lýð­ræðis á Íslandi og „að koma hreint til dyr­anna.“

Á raf­rænum kynn­ing­ar­fundi Pírata sem hald­inn var á þriðju­dag sagði Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, að lýð­ræði væri ekki bara kosn­ing­ar, próf­kjör og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur heldur sner­ist það einnig um nálgun á stjórn­mál, þar sem áhersla ætti að vera lögð á fólk, hug­myndir þess, vel­ferð og vald­efl­ingu. Á fund­inum var kosn­inga­stefna flokks­ins, sem sam­þykkt var fyrr í sum­ar, kynnt. Kosn­inga­stefnan er í 24 köfl­um.

Kjarn­inn kynnti sér það helsta sem finna má í kosn­inga­stefnu­skrá Pírata.

Stefna að „sjálf­bæru vel­sæld­ar­hag­kerfi“

Fyrsti kafli í kosn­inga­stefn­unni snýr að efna­hags­málum en þar tala Píratar fyrir nýrri hug­mynda­fræði í efna­hags­málum „sem vefur saman sam­fé­lag og nátt­úru þannig að hag­kerfið taki til­lit til fleiri þátta en ein­göngu þeirra sem eru með verð­miða,“ eins og það er orðað í stefn­unni. Því vilja Píratar inn­leiða fleiri mæli­kvarða á gæði sam­fé­lags­ins, „í stað þess að láta allt snú­ast um hag­vöxt í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar.“

Píratar setja stefn­una á sjálf­bært vel­sæld­ar­hag­kerfi þar sem bar­átta gegn spill­ingu, fákeppni, ein­okun og pen­inga­þvætti mun leika lyk­il­hlut­verk. Að mati flokks­ins þarf græn­væð­ing efna­hags­lífs­ins og upp­bygg­ing hringrás­ar­sam­fé­lags að vera grund­völlur efna­hags­stefnu kom­andi rík­is­stjórn­ar.

Píratar vilja skil­greina sam­ræmda lág­marks­fram­færslu, hækka per­sónu­af­slátt og gera hann útgreið­an­leg­an. Hvað skatta varðar vilja Píratar að byrðin auk­ist með hækk­andi tekj­um. „Þannig verða skattar á lág laun, örorku- og elli­líf­eyr­is­þega og græn sprota­fyr­ir­tæki lækk­að­ir, en skattar á ofurauð, arð- og fjár­magnstekjur og meng­andi stór­fyr­ir­tæki hækk­að­ir.“

Skil­yrð­is­laus grunn­fram­færsla og end­ur­skoðun líf­eyr­is­kerf­is­ins

Þá er í stefnu flokks­ins lögð áhersla á efl­ingu ýmissa eft­ir­lits­stofn­anna. Píratar vilja til að mynda færa emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í upp­runa­legt horf en emb­ættið var sam­einað Skatt­inum á kjör­tíma­bil­inu. Flokk­ur­inn vill auk þess veita Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og Fiski­stofu fjár­magn til að sinna eft­ir­lit, tryggja fram­tíð Neyt­enda­stofu og gera umboðs­manni Alþingis kleift að hefja frum­kvæð­is­rann­sókn­ir.

Í kosn­inga­stefnu sinni segj­ast Píratar vilja end­ur­skoða líf­eyr­is­kerfið þannig að það verði blanda gegn­um­streym­is­kerfis og sér­eigna­sparn­aðar en það segir flokk­ur­inn geta tryggt sjálf­bærni kerf­is­ins.

Þá vill flokk­ur­inn til fram­tíðar að stuðn­ings­kerfum rík­is­ins verði umbreytt þannig að hver og einn geti gengið að skil­yrð­is­lausri grunn­fram­færslu vísri. „Fyrsta skrefið verður að greiða út per­sónu­af­slátt til hvers ein­stak­lings, og draga úr skil­yrð­ingum og skerð­ingum frá barna­bótum til líf­eyr­is. Arð­ur­inn af auð­lindum og skatt­lagn­ing hagn­að­ar, hálauna og ofurauðs er grunn­for­senda þess kerf­is.“

Vilja ná fram kolefn­is­hlut­leysi árið 2035

Í umhverf­is- og lofts­lags­stefnu Pírata er stefnan sett á kolefn­is­hlut­leysi árið 2035 en að mati flokks­ins liggur meg­in­á­byrgð þess að draga úr mengun og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hjá stjórn­völdum og fyr­ir­tækj­um. Í kosn­inga­stefnu flokks­ins segir að núver­andi vald­hafar hafi ekki brugð­ist við með full­nægj­andi hætti. Því vill flokk­ur­inn að umhverf­is­ráðu­neytið hafi sterk­ari stöðu innan stjórn­ar­ráðs­ins, að skrif­stofa lofts­lags­mála starfi þvert á ráðu­neyti, hann vill öfl­uga Veð­ur­stofu og lofts­lags­ráð sem veitir stjórn­völdum virkt aðhald.

Auglýsing

Þegar horft er sér­stak­lega til nátt­úru­verndar vilja Píratar tryggja vernd mið­há­lend­is­ins í þágu kom­andi kyn­slóða. Flokk­ur­inn vill að ramma­á­ætlun þró­ist í sam­ræmi við aukna áherslu á nátt­úru­vernd og að raf­orka verði í auknum mæli nýtt í grænni nýsköpun og inn­viði „frekar en í þágu meng­andi stór­iðju.“ Flokk­ur­inn vill setja skýra stefnu um hringrás­ar­hag­kerfi til að draga úr vistspori og sporna gegn ofneyslu og sóun. Þar að auki segir í stefnu flokks­ins að meng­andi starf­semi eigi að greiða sér­stök gjöld og axla ábyrgð á myndun úrgangs.

Þá vill flokk­ur­inn vernda og end­ur­heimta land­vist­kerfi, efla skóg­rækt og land­græðslu bæði á land­bún­að­ar­landi sem og örfoka landi, auk þess sem flokk­ur­inn vill end­ur­skoða lög um villt dýr til að tryggja vernd þeirra. Píratar vilja auk þess und­ir­búa sam­fé­lagið undir óhjá­kvæmi­legar afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga sem felur meðal ann­ars í sér að auka fæðu­ör­yggi hér á landi og hvetja til fjöl­breyttrar og sjálf­bærrar mat­væla­fram­leiðslu.

Ný stjórn­ar­skrá for­senda fyrir rík­is­stjórn­ar­sam­starfi

Stjórn­ar­skrár­málið hefur verið ofar­lega á baugi hjá Pírötum á und­an­förnum miss­er­um. Í kosn­inga­stefnu þeirra segir að Píratar vilji á næsta kjör­tíma­bili inn­leiða nýja stjórn­ar­skrá sem grund­vall­ast á til­lögum stjórn­laga­ráðs. Tekið er fram í kosn­inga­stefn­unni að flokk­ur­inn muni ein­ungis taka þátt í myndun rík­is­stjórnar sem skuld­bindur sig til þess að kjósa um nýja stjórn­ar­skrá á kjör­tíma­bil­inu.

Meðal þess sem áhersla var lögð á á kynn­ing­ar­fund­inum voru varnir gegn spill­ingu. Píratar vilja til að mynda end­ur­skoða siða­reglur ráð­herra og starfs­fólks stjórn­ar­ráðs­ins, koma á eft­ir­liti með þeim og inn­leiða við­ur­lög við alvar­legum brot­um. Þar að auki vilja Píratar að við­ur­lög verði sett við rangri hags­muna­skrán­ingu en í stefnu sinni seg­ist flokk­ur­inn ætla að tryggja að hags­muna­skrár vald­hafa séu rétt­ar, tæm­andi og aðgengi­leg­ar.

Líkt og áður segir vilja Píratar efla eft­ir­lits­stofn­an­ir. „Við viljum auka fjár­veit­ingar til hér­aðs­sak­sókn­ara og efla einnig stofn­anir á borð við Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, Rík­is­end­ur­skoð­anda, Fiski­stofu, umboðs­mann Alþing­is, Per­sónu­vernd, Skatt­inn, Neyt­enda­stofu og end­ur­reisa Rann­sókn­ar­stofu bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og sjálf­stæðan skatt­rann­sókn­ar­stjóra,“ segir í kosn­inga­stefnu flokks­ins en þar segir einnig að flokk­ur­inn vilji efla vernd upp­ljóstr­ara með end­ur­skoðun á núgild­andi lög­um. Þá geti rann­sóknir á fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans ann­ars vegar og spill­ingu í íslenskum sjáv­ar­tú­vegi hins vegar geti ekki beðið lengur að mati flokks­ins.

Vilja upp­boð á afla­heim­ildum og allan afla á markað

„Píratar telja að sjáv­ar­auð­lindin sé sam­eig­in­leg og ævar­andi eign íslensku þjóð­ar­inn­ar,“ eru upp­hafs­orð þess hluta kosn­inga­stefnu Pírata sem snýr að sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Því vill flokk­ur­inn að kveðið sé á um það með skýrum hætti í stjórn­ar­skrá að íslenska þjóðin sé rétt­mætur eig­andi sjáv­ar­auð­lind­ar­inn­ar.

Píratar vilja að afla­heim­ildir verði boðnar upp á markað til leigu og að leigu­gjaldið renni „að fullu til rétt­mæts eig­anda auð­lind­ar­innar í sam­ræmi við. 34. gr. í til­lögum stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá.“ Þar að auki vill flokk­ur­inn gera hand­færa­veiðar frjálsar öllum sem stunda þær til atvinnu.

Í stefnu flokks­ins segir að allur afli eigi að fara í gegnum inn­lendan fisk­mark­að. „Út­gerðir með eigin vinnslu og/eða sölu­fyr­ir­tæki hér­lendis eða erlend­is, útgerðum með vinnslu um borð o.fl. verði gert skylt að tryggja fyrstu við­komu afla á inn­lendum mark­aði. Þannig fæst eðli­legt mark­aðs­verð á öllu sjáv­ar­fang­i.“

Styrkir í stað náms­lána

Halda skal áfram að færa náms­lána­kerfið yfir í styrkja­kerfi, að mati Pírata sem vilja tryggja öllum mögu­leika á að stunda nám án til­lits til efna­hags, búsetu og ald­urs. „Tryggjum stúd­entum við­eig­andi fram­færslu sem tekur mið af raun­veru­legum aðstæðum náms­fólks þannig að þau þurfi ekki að hafa áhyggjur af fram­færslu sinn­i,“ segir í stefnu flokks­ins.

Þar segir einnig að fólk af erlendum upp­runa eigi að fá menntun sína og starfs­rétt­indi við­ur­kennd hér á landi og að það eigi að sjá til þess að þekk­ing nem­enda af erlendum upp­runa komi fram í hæfn­is­mati, óháð móð­ur­máli þeirra.

Þá vilja Píratar að ríki og sveit­ar­fé­lög vinni saman að því að pláss á leik­skóla standi til boða strax eftir að fæð­ing­ar­or­lofi lýk­ur.

2000 nýjar íbúðar að lág­marki á ári til 2040

Að mati Pírata þarf að vinna upp íbúða­þörf með því að tryggja stofn­fram­lög til bygg­ingu í það minnsta 5000 íbúða. Til við­bótar við það vill flokk­ur­inn að 2000 íbúðir að lág­marki séu byggðar á hverju ári til árs­ins 2040.

Píratar vilja einnig efla leigu­mark­að­inn. „Húsa­leigu­lög þarf að end­ur­skoða frá grunni með það að mark­miði að tryggja rétt­indi leigj­enda og stuðla að heil­brigð­ari og sann­gjarn­ari leigu­mark­að­i,“ segir í stefnu flokks­ins sem vill búa til efna­hags­lega hvata fyrir lang­tíma­leigu­samn­inga og banna teng­ingu verð­trygg­ingar í leigu­samn­ing­um.

Þar að auki vilja píratar skil­yrða lág­marks­hlut­fall félags­í­búða í sveit­ar­fé­lögum yfir til­tek­inni lág­marks­stærð.

Vilja leggja útlend­inga­stofnun niður

„Píratar vilja nýja nálgun í mál­efnum inn­flytj­enda á Íslandi. Í stað hind­r­ana, tor­tryggni og andúðar þarf nálgun sem byggir á mann­úð, virð­ingu og ein­lægum vilja til að taka vel á móti fólki sem vill setj­ast hér að,“ segir meðal ann­ars í þeim kafla kosn­inga­stefnu­skrár Pírata sem snýr að mál­efnum inn­flytj­enda.

Flokk­ur­inn vill leggja niður Útlend­inga­stofnun og færa verk­efni hennar til ann­arra emb­ætta, svo sem Þjóð­skrár og til sýslu­manna. Að mati Pírata verður Ísland að axla rík­ari ábyrgð þegar kemur að fólki á flótta, bæði með því að taka á móti fleira flótta­fólki og með því að bæta mót­töku­ferl­ið. Í stefnu þeirra segir að brott­vís­anir til Grikk­lands og Ung­verja­lands séu ólíð­andi og beri að stöðva sem og brott­vís­anir þeirra sem hafa aðlag­ast hér á landi, þá sér­stak­lega barna.

Líf­eyr­is­þegar verði ekki fyrir skerð­ingum vegna eigna

Í almanna­trygg­inga­kerf­inu vilja Píratar vinna að því að fjar­lægja skil­yrði og skerð­ingar og að fjár­hæð örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris fylgi almennri launa­þró­un. Flokk­ur­inn vill einnig lög­festa var­an­legt frí­tekju­mark vegna atvinnu­tekna öryrkja og auka þar með mögu­leika öryrkja til tekju­öfl­un­ar. Þar að auki vilja Píratar tryggja að eignir líf­eyr­is­þega valdi ekki skerð­ingum á líf­eyr­is­greiðsl­um.

Fjölgun NPA samn­inga er að finna í stefnu­skrá Pírata en flokk­ur­inn vill afnema kvóta rík­is­ins gagn­vart fjár­mögnun slíkra samn­inga og tryggja að öll sem þurfi á not­enda­stýrðri per­sónu­legri aðstoð að halda hafi völ á aðstoð­inni. Flokk­ur­inn telur það einnig mik­il­vægt að samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks verði lög­festur í heild sinni og hljóti form­legt gildi hér á landi.

Vilja koma í veg fyrir einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu

Í heil­brigð­is­málum vilja Píratar sterkt opin­bert kerfi þar sem „[e]inka­rekstur í fjöl­breyttum rekstr­ar­formum á rétt á sér en þó með þeim skil­yrðum að aðgengi allra sé tryggt og að efna­hagur ákvarði ekki umfang og gæði þeirrar þjón­ustu sem hver ein­stak­lingur á rétt á.“ Flokk­ur­inn seg­ist samt sem áður ætla að „koma í veg fyrir einka­væð­ingu sem setur ofur­gróða einka­að­ila ofar heilsu lands­manna og veldur óskil­virkni í kerf­in­u.“ Áhersla Pírata er lögð á að opin­ber heil­brigð­is­þjón­usta verði gjald­frjáls.

Sér­stak­lega skal hugað að geð­heil­brigð­is­málum vegna COVID, að mati Pírata sem vilja tryggja fulla fjár­mögnun geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins. Flokk­ur­inn vill nið­ur­greiða sál­fræði­þjón­ustu og við­ur­kenndar sam­tals­með­ferðir og tryggja aðgengi nem­enda á öllum skóla­stigum að slíkri þjón­ustu.

Í stað núver­andi refsi­stefnu vilja Píratar afglæpa­væða neyslu­skammta og end­ur­skoða refs­ingar vegna vímu­efna­brota. Með for­vörn­um, fræðslu, við­halds- og með­ferð­ar­úr­ræðum vilja Píratar draga úr eft­ir­spurn eftir vímu­efn­um.

Kostn­aður verði minni hindrun í rétt­ar­kerf­inu

Sér­stakur kafli í kosn­inga­stefnu­skrá Pírata snýr að aðgengi að rétt­ar­kerf­inu. Píratar vilja „gera ein­stak­lingum kleift á að sækja rétt sinn og verja sig án þess að kostn­aður eða flækju­stig séu veru­leg hindr­un.“

Þessu vilja Píratar ná fram með því að end­ur­skoða reglur um gjaf­sókn, koma á ráð­gjaf­ar­stofu almenn­ings, stytta máls­með­ferð meið­yrða­mála, ein­falda ferli lög­skiln­aðar og setja á fót smá­kröfu­dóm­stól, svo dæmi séu tek­in. Þá vill flokk­ur­inn að ríkið tryggi bætur til þolenda ofbeld­is­glæpa óháð fjár­hæð.

RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði

„Óháðir fjöl­miðlar gegna lyk­il­hlut­verki í því að veita stjórn­völdum aðhald, miðla upp­lýs­ingum til almenn­ings og veita vett­vang fyrir upp­lýsta þjóð­mála­um­ræðu. Við viljum tryggja fjöl­miðla­frelsi með því að bæta rétt­ar­vernd blaða­manna, tryggja rekstr­ar­legt og laga­legt umhverfi fjöl­miðla og auka mögu­leika þeirra til tekju­öfl­un­ar, meðal ann­ars með því að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­að­i,“ segir meðal ann­ars um mál­efni fjöl­miðla í stefnu Pírata. Flokk­ur­inn vill því fram­kvæma heild­ar­stefnu­mótun til að styrkja fjöl­miðla á Íslandi.

Hvað varðar Rík­is­út­varpið þá vill flokk­ur­inn að fjár­fram­lög til stofn­un­ar­innar séu tryggð til þess að hún geti enn sinnt inn­lendri dag­skrár­gerð, örygg­is­hlut­verki og menn­ing­ar- og mennta­hlut­verki sem og rekið frétta­stofu. Að mati Pírata ætti að fjár­magna starf­semi RÚV með hefð­bundnum sköttum í stað nef­skatts sem flokk­ur­inn segir leggj­ast þyngst á þau sem minnst hafa.

Íslend­ingar eigi að beita sér gegn hern­að­ar­upp­bygg­ingu

Ekki er tekin afstaða til Evr­ópu­sam­bands­ins og aðild­ar­við­ræðna í kosn­inga­stefnu­skrá Pírata. Þar segir að flokk­ur­inn vilji „hvorki hefja aðild­ar­við­ræð­ur, né ljúka þeim, án þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna þar sem fram fari hlut­laus og heild­stæð kynn­ing á kostum og göllum aðild­ar.“

Þar segir einnig að Íslend­ingar eigi að beita sér gegn hvers kyns hern­að­ar­upp­bygg­ingu í Norð­ur­-Atl­ants­hafi og á norð­ur­slóðum og að Ísland eigi að tala fyrir friði á virkan hátt innan NATO.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent